Morgunblaðið - 17.01.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.01.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1984 \elftbi Systur minni ab prófcx lr\er\QirLim\h." Ast er .. ... að biðjast afsökunar. TM Reg. U.S Pal OH -all rights reserved ©1983 Los Angeles Times Syndicate Kg held að mamma aetli aftur að fara í megrun. HÖGNI HREKKVÍSI „ bu pURf TIR. NÓ EkKI ÖEKA ALLT þeTTA TII-AP, V/EKJA ATHYáLl OUCAIZ/ Mjög vel unnin og vönduð dagskrá Gestur Sturluson skrifar: „Heill og sæll Velvakandi, og gleðilegt ár og þökk fyrir það liðna. Undanfarið hefur mikið verið gert af því að endurflytja efni í útvarpi og sjónvarpi. Mun þetta í og með gert til sparnaðar, því að eitthvað mun lenging dagskrár sjónvarps og útvarps kosta. Júlí- sjónvarpið kostaði að mig minnir 10—12 milljónir, og rás 2 30—40 milljónir. Dýrt popp það. Að vísu eiga auglýsingar að borga brús- ann, en ég hef enga trú á að það dæmi gangi upp. En meðal ann- arra orða: Hefði ekki verið upp- lagt fyrir einstakling að spreyta sig á þessu verkefni? Ekki meira um það. En það var þetta með endur- tekna efnið. Það má sjálfsagt endalaust deila um hvað á að endurflytja. Ég held að helst eigi að endurflytja dagskrár sem flutt- ar eru á þeim tímum þegar fáir Pétur Gunnarsson hlusta á útvarp, t.d. á hátíðis- og tyllidögum, en þá eru menn gjarn- an í boðum hver hjá öðrum. Einn slíkur þáttur var á dagskrá útvarpsins sl. nýársdag og það var um mig eins og marga aðra. Ég var í boði hjá vinafólki mínu og gat því lítið hlustað. En þar heyrði ég þó, að mér fannst þáttur þessi, sem nefndist „Mynd- in af Íslandi", mjög athyglisverð- ur. Var hann gerður af Pétri Gunnarssyni. Fjallaði þátturinn um ísland, náttúrufar þess, þjóð- ina sem þar býr, sögu hennar og örlög, en þó fyrst og fremst tengsl hennar við landið, og hvernig landið hefur mótað skapgerð hennar og allt sálarlíf í gegnum aldirnar. Mér heyrðist þetta vera mjög vel unnin og vönduð dagskrá, og heyrðist mér Pétur Gunnarsson nálgast þetta viðfangsefni á fersk- an og nýstárlegan hátt. Þess vegna vil ég eindregið skora á út- varpið að endurflytja þennan þátt. Til dæmis væri það upplagt á fimmtudagskvöld eða þá eftir há- degi á laugardegi eða sunnudegi." Lífið er mér Kristur Einar Ingvi Magnússon skrifar: Hvaða menn eru það sem standa svo oft á götuhornum og tala um einhvern Jesúm frá Nasaret, frelsara mannkynsins, sem allir ættu að trúa á og til- biðja? Hvenig geta þessir menn afneitað öllu sem kallast verald- legur munaður, þægindi og skemmtanir, og talað tímunum saman ef vera kynni að fólk legði við hlustir? Jú, þessir menn vilja í einlægni fylgja Jesú Kristi og boða öllum mönnum hjálpræðið sem hverj- um og einum er auðið, aðeins fyrir trú á Hann. Þessir menn, oft nefndir kristniboðar, boða Kristi upprisinn, því þeir eru sannfærðir um sannleika orð- sins og andans, að þeir sem trúi á nafn Guðs sonar muni þegar öðlast eilíft líf. Hvers vegna á ég að trúa á Jesúm Krist, spyrð þú ef til vill. Var hann ekki bara maður, klár gæi, á undan sinni samtíð? Get ég ekki alveg eins trúað á Búdda, Presley eða bara á stokka og steina? Hef ég bara nokkra þörf fyrir að trúa? Hvers vegna er Jesús svona sér- stakur? Já, hver er Jesús Krist- ur, og hví ætti ég að hafa svona mikla þörf fyrir hann? Helsta heimildarit um líf og starf Krists er Nýja testamentið í Biblíunni, öðru nafni Heilagri ritningu. Þar er að finna svörin við spurningum okkar. Engill Drottins kom til Jósefs í draumi og sagði: „ ... óttast þú ekki að taka til þín Maríu konu þína, því að fóstur hennar er af heilögum anda. Og hún mun son ala og þú skalt kalla nafn hans Jesú, því hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra. En allt þetta var til þess að rætast skyldi það sem mælt er af Drottni fyrir munn spámanns- ins, er segir: Sjá, meyjan mun þunguð verða og son ala, og nafn hans munu menn kalla Immanúel, sem er útlagt: Guð er með oss.“ (Matt. 1:20-24) Er María hafði fætt af sér barnið í fjárhúsi einu í Bethlehem, borg Davíðs, voru í sömu byggð fjárhirðar úti í haga. Og engill Drottins kom til þeirra og sagði: „Verið óhræddir, því sjá ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs." (Lúkas 2:10—11) Þessi fagnaðarboðskapur, þessar góðu fréttir, sem við könnumst við úr jólaguðspjall- inu og höfum heyrt prestana lesa í kirkjum landsins á öllum jólum, er í raun gjöf Guðs til okkar mannanna; sú stórkost- legasta gjöf sem við getum nokkurn tíma fengið, nefnilega lífið sjálft og kærleikann. „Því að svo elskaði Guð heim- inn, að hann gaf son sinn ein- getinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft Iíf.“ (Jóh. 3:16) Hvílík gjöf, hvílíkt og annað eins undur fyrir dauðlegan manninn, að eiga fyrirheitið um eilíft líf, svo smár og lítill miðað við víðáttur alheimsins. Lífið er svo stutt, ævidagarnir svo fáir. Því er mikil gleði því fylgjandi, í heimi þar sem sjúkdómar og stríð, plágur og prettir herja á mannkynið, að fá að taka á móti því sem frelsar okkur frá öllu þessu. Páll postuli þekkti þessa gjöf, og lét ekki af því að segja fólki frá henni og miðla af henni til allra sem 'tóku við henni. í brefi sínu til Rómverja segir hann: „Því að ef þú játar með munni þínum Drottin Jesúm, og trúir með hjarta þínu að Guð hafi uppvakið Hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. ... því að hver sem ákallar nafnið Drottins, mun hólpinn verða.“ (Róm. 10:9,13) Þegar Jesús gekk hér um á jörðinni fyrir um tvö þúsund ár- um, sagði hann lærisveinum sín- um hver hann var og hver hefði sent hann. Hann sagði þeim til hvers hann var kominn og gerði mörg undur meðal þeirra. Fylgj- endur hans undu sér öllum stundum í návist Hans, og fundu fyrir þeim friði og elsku sem streymdi út frá honum. Hann kenndi í brjósti um þá og elskaði þá, og bar umhyggju fyrir þeim og uppfræddi þá í Orði Guðs, oft með dæmisögum. „Ég er góði hirðirinn", sagði Hann, „góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina Mínir sauðir heyra mína raust, og ég þekki þá og þeir þekkja mig, og þeir fylgja mér, og ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og eng- inn skal slíta þá úr hendi minni." (Jóh. 10:11,27- 29) Og hann tekur aðra dæmi- sögu, til þess að segja læri- sveinum sínum hver hann er. „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Sá sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja." (Jóh. 11:25-26,14:6) Taktu eftir því hvernig Jesús setur fram þessa fullyrðingu. Hann segist vera Vegurinn, Sannleikurinn og Lífið. Hann er ekki bara einhver vegur meðal annarra vega sem leiða til Guðs. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þeir hristu höfuðin. Þetta er erlend setningargerð. Rétt væri: Þeir hristu höfuðið. (Hið fyrra gæti átt við þríhöfðaða þursa.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.