Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
18. tbl. 71. árg.
SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Austur-Berlín:
Sex leituðu hæl-
is í sendiráði
Berlín, 21. janúar. AP.
SEX Austur-Þjóðverjar, fimm
karlmenn og ein kona, komu
í gær í bandaríska sendiráðið
í Austur-Berlín og báðust þar
hælis sem pólitískir flótta-
menn að því er vestur-þýska
sjónvarpiö sagði.
Fólkið er á aldrinum 20—28
ára en ekki er vitað um nöfn þess.
Það kom í sendiráðið síðdegis í
gaer og ræddi við starfsmennina
nokkra hríð en þegar sendiráðs-
fólkinu fannst kominn tími til
fyrir fólkið að fara aftur neituðu
sexmenningarnir því. Kváðust
þeir hafa skrifað Reagan, Banda-
ríkjaforseta, og sagt honum frá
högum sínum, m.a. frá árangurs-
iausum tilraunum þeirra til að
komast úr landi.
„Lífið í þessu landi er óþolandi.
Við viljum komast til lands þar
sem frelsi og lýðræði ríkja. Tvö
okkar hafa þegar setið í fangelsi
fyrir að reyna að flýja Austur-
Þýskaland," hafði vestur-þýska
sjónvarpið eftir einum mann-
anna.
Sovéskur ráð-
herra snupraður
Moskvu. 21. janúar. AP.
Orkumálaráðherra Sovét-
ríkjanna, hinn 73 ára gamli
Petr Neporozhnyi, var opin-
berlega snupraður fyrir van-
rækslu í starfi á vikulegum
fundi hins 13 manna stjórn-
málaráðs Sovétríkjanna í
gær. Fjórir aðrir ráðherrar í
minni háttar embættum voru
einnig snupraðir, en Nepor-
ozhnyi var nú opinberlega
skammaður í annaö skiptið.
„Knginn verður óbarinn biskup" segir máltækið. Þessi litli snáði lét
fallið ekki hafa nein áhrif á sig þar sem hann skautaði á Tjörninni er
Ijósmyndarann bar að garði. Morgunbia&ið/ Friðþjófur
Iranskir
flóttamenn
streyma til
Svíþjóðar
Stokkbólmi, 21. janúar. AP.
SÆNSKA dagblaðið Dagens
Nyheter greindi frá því í gær,
að 60 íranksir flóttamenn
hefðu komið til Arlandaflug-
vallar meö farþegaþotu frá
Tyrklandi og beðist hælis
sem pólitískir flóttamenn.
Frá áramótum hafa því 150
íranir gengið sömu bónar-
leið.
Um áramót hættu Svíar sam-
kvæmt samkomulagi að vísa
flóttamönnum frá sem komu frá
Tyrklandi. Telja Svíar, að sér-
hæfðir smyglarar hafi aðstoðað
fólkið gegn háum greiðslum, en ír-
anirnir ferðuðust á listilega föls-
uðum skilríkjum. Einn sagðist
hafa greitt 500.000 krónur sænsk-
ar fyrir aðstoðina, að því er lög-
regluyfirvöld í Stokkhólmi
greindu frá.
Flestir flóttamannanna eru
sagðir úr röðum kúrda og allir til
þessa hafa verið ungt fólk og efn-
um búið. Karlmenn í miklum
meirihluta, en einnig fáeinar kon-
ur og börn.
Hosni Mubarak
Það var í maí síðastliðnum, að
stjórnmálaráðið ávítaði orku-
málaráðherrann fyrir spillingu í
ráðuneytinu. Að þessu sinni
barst stjórnmálaráðinu fregn
um mengun í borginni Kemerovo
í Síberíu sem er mikil iðnaðar-
borg. Greinargerð stjórnmála-
ráðsins gerði ekki grein fyrir um
hvers konar mengun er að ræða,
en sagði að tilvist hennar benti
til að mengunarvörnum væri
ábótavant og á því bæri ráðherr-
ann ábyrgð.
Það, að Neporozhnyi var ávít-
aður í annað sinn, án þess að
missa embætti sitt, þykir benda
til þess að síðan Juri Andropov
tók við æðsta embætti í landinu,
séu embættismenn þrátt fyrir
allt öruggari en áður í stöðum
sínum.
Sprengjuregn við for-
setahöllina í Beirút
Beirút og Washington, 21. janúar. AP.
SKYTTUR drúsa skutu í morgun án
afláts á hverfi kristinna í austur-
hluta Beirút annan daginn í röð og
beittu mjög öflugum vopnum. Höfn-
uðu sprengjur m.a. í garði forseta-
hallarinnar.
Á milli hryðja var ekið um götur
með gjallarhorn og íbúar húsa
beðnir að halda sig innandyra.
Þegar skothríðinni linnti loks til-
kynnti líbanska útvarpið, að tveir
hermenn Líbanonhers hefðu látið
lífið.
Ráðstefna múhameðstrúarríkja í Casablanca:
Mubarak segir niður-
stöðurnar sögulegar
Kalró, 21. janúar. AP.
HOSNI Mubarak, forseti Kgypta-
lands, sagði í gær, að ákvörðun sam-
taka múhameðstrúarríkja, að gefa
Kgyptalandi kost á því að taka sæti
sitt í samtökunum á ný, væri sögu-
leg. Kkki gekk hann þó svo langt að
hrósa ákvörðuninni, enda munu
ýmsir skilmálar fylgja sem Kgyptar
eiga eftir að vega og meta.
Ummæli Mubaraks voru höfð
eftir Zia UI-Haq, forseta Pakistan,
sem fékk skeyti frá Egyptalands-
forseta. Zia sagði Mubarak hafa
verið mjög ánægðan með niður-
stöður ráðstefnunnar og sérlega
árangursríka fundi, „sem stuðlar
að einingu múhameðstrúarríkja
gagnvart þeim hættum sem að
þeim steðja,” eins og Mubarak
komst að orði í skeytinu.
Ekki gat Mubarak þess hvort
Egyptar myndu ganga að þeim
skilmálum sem sagðir eru settir
fyrir endurkomu þeirra í samtök-
in, svo sem að ógilda Camp Dav-
id-samkomulagið frá 1978. Á hinn
bóginn bauð hann velkomna sendi-
nefnd frá ráðstefnunni til Kaíró
til viðræðna. Fjögurra manna
sendinefnd var skipuð á ráðstefn-
unni til slíks brúks, en ekki hefur
verið ákveðið hvenær hún fer til
Egyptalands.
Að sögn lögreglu létu 11 manns
lífið og 38 særðust í orrahríðinni í
gær. Skothríðin í gær var víðtæk-
ari en í morgun og náði m.a. til
fjallaþorpa í grennd við höfuð-
borgina. Allir þeir, sem urðu fyrir
skotum, voru úr röðum óbreyttra
borgara.
Breska blaðið Daily Telegraph
skýrði í morgun frá því, að Donald
Rumsfield, sérlegur sendimaður
Bandaríkjastjórnar i Miðaustur-
löndum, hefði hitt þau Margaret
Thatcher og Sir Geoffrey Howe,
utanríkisráðherra Breta, að máli í
Lundúnum í gærkvöld.
Sagði blaðið Rumsfield hafa far-
ið fram á það við þau Thatcher og
Howe, að Bretar héldu gæsluliðum
sinum áfram í Líbanon. Jafnframt
bað hann þau að hafa áhrif á
Frakka og ftali, sem hafa lýst yfir
vilja til að kalla gæsluliða sína
heim.
Fundur þremenninganna fylgdi í
kjölfar fundar, sem Howe átti með
Elie Salem, utanríkisráðherra Líb-
anon, í Lundúnum. Kom Salem frá
París m.a. til þess að afla fregna af
viðræðum Howe við Assad, Sýr-
landsforseta, í siðustu viku.
Talsmaður Hvíta hússins skýrði
frá því seint í gærkvöld, að ráða-
menn í Washington hefðu nú stór-
felldar áhyggjur af hugsanlegum
sjálfsmorðsárásum á bandarísku
herskipin, sem liggja skammt und-
an Líbanonströndum. Sagði hann
hermdarverkamenn í Líbanon
hafa komist yfir búnað, sem „gæti
verið flugvélahlutar". Gætu þeir
hugsanlega notað hann til sjálfs-
morðsárása á bandarísku herskip-
in. Hefur áhöfnum skipanna verið
fyrirskipað að vera við öllu búnar
dag sem nótt.
Kráka kom
upp um inn-
brotsþjófa
Baytown, Texas, 21. janúar. AP.
HKKMIKRÁKA nokkur í Bay
town hefur reynst eiganda sínum
betri en enginn að undanförnu.
Ekki aðeins hrakti hún tvo inn-
brotsþjófa á brott úr húsi eigand-
ans, er þeir hugðu sér gott til glóð-
arinnar í fjarveru hans, heldur
lagði hún nöfn þeirra á minnið og
hefur skýrt lögregluyfírvöldum
staðarins frá þeim.
Að sögn lögreglustjórans í
Baytown reyndist kráka ómet-
anleg við rannsókn þessa máls.
Hafa upplýsingar krákunnar,
sem sögð er hafa óvenjulega
gott minni af slíkum fugli að
vera, leitt til handtöku tveggja
manna. Við handtökuna viður-
kenndu mennirnir að hafa átt
þátt í fjöldamörgum öðrum inn-
brotum.