Morgunblaðið - 22.01.1984, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984
5
Út og
suður
Jakob Magnús-
son segir frá
í þættinum „Út og suður“,
sem verður á dagskrá útvarps-
ins í dag kiukkan 10.25, segir
Jakob Magnússon tónlistar-
og kvikmyndagerðarmaður
frá rúmlega eins mánaðar
ferð til Brasilíu, en þá ferð fór
hann árið 1980.
í ferðinni fann Jakob
marga afkomendur íslend-
inganna sem fluttust til
Brasilíu á síðustu öld og
voru þeir mjög áhugasamir
um að hafa samband við
gamla landið. Kvikmynd um
þessa för var sýnd í íslenska
sjónvarpinu á sínum tíma.
Frásöguþætti Jakobs
Magnússonar er skipt í
tvennt og verður síðari hlut-
inn á dagskrá útvarpsins
sunnudaginn 29. janúar á
sama tíma og í sama þætti.
Jakob Magnússon
BSRB:
„Sjúklinga-
skatti“
mótmælt
Á FUNDI stjórnar BSRB 16. jan. sl.
var eftirfarandi ályktun samþykkt:
„Stjórn BSRB mótmælir ein-
dregið þeim hugmyndum, sem
heilbrigðisráðherra hefur kynnt
um að sjúklingar, sem leggjast
þurfa á sjúkrahús, greiði sjúkra-
húskostnað og lyf að hluta. Slíkur
skattur á sjúkt fólk má ekki koma
til greina.
Bandalagsstjórnin telur að með
hugmyndum um „sjúklingaskatt"
sé verið að stíga alvarlegt skref
frá því velferðarþjóðfélagi, sem
íslendingar hafa verið að byggja
upp á síðustu áratugum í sam-
ræmi við þróun annars staðar á
Norðuriöndum.
Stjórn BSRB telur áframhald
þróunar til samhjálpar í íslensku
þjóðfélagi vera grundvallaratriði.
„Sjúklingaskatturinn" er tákn-
rænn um hugmyndir um fráhvarf
frá þeirri samhjálp, sem velferð-
arríkið byggir á. Fyrir þessa
bjóðfélagslegu samhjálp eru
Norðurlandaþjóðirnar þekktar um
víða veröld. Með gagnkvæmum
samningum hefur íslenska þjóðin
orðið hluti af þessari fyrirmynd.
Frá því megum við ekki hverfa."
(FrétUtilkjnning.)
Kór Langholtskirkju flytur álfalög
„Tökum lagið“ nefnist þáttaröó,
sem byggð er upp á „þjóðkórs-
hugmynd“ og hefur göngu sína í
sjónvarpinu í kvöld klukkan 20.45.
Kór Langholtskirkju flytur nokkur
lög í hverjum þætti og í sumum
laganna taka áhorfendur undir.
Þættirnir eru teknir upp í ís-
lensku óperunni og er takmarkið
með þessum þáttum, að sögn for-
svarsmanna sjónvarpsins, að
bjóða sjónvarpsáhorfendum
vandaðan og skemmtilegan söng,
sem hægt er að taka undir ef
verkast vill. í því skyni mun
lagatexti birtast á skjánum, um
leið og lögin eru sungin.
í fyrsta þættinum verða eink-
um söngvar sem snerta álfa og
þjóðtrú. Allar útsetningar eru
allar eftir Gunnar Reyni Sveins-
son, en stjórnandi kórsins og
jafnframt umsjónarmaður þátt-
arins er Jón Stefánsson.
Sjónvarp kl. 18:
Stundin
okkar
í Stundinni okkar í dag
skemmta kínverskir fjöllista-
menn og Smjattpattarnir.
Tvær stúlkur, þær Jóna og
Guðrún Benný, dansa og
syngja og hljómsveitin Hrím .
leikur.
Ása fer í heimsókn upp í
Fossvogsskóla og við sjáum
verkefni sem krakkarnir þar
hafa unnið að um umferðar-
mál.
Hvað viltu verða í framtíð-
inni? Þessi spurning var lögð
fyrir nokkra krakka í Stund-
inni okkar fyrir 12 árum. Nú
ætlar Ása að tala við þrjá af
þeim sem spurðir voru og at-
huga á hvaða framtíðarbraut
þau eru núna 12 árum síðar.
Eiríkur Fjalar er eitthvað
lasinn þessa dagana og því
kemst hann ekki í Stundina í
dag, en í hans stað kemur
náungi sem heitir Alli Bergdal
og hann sýnir töfrabrögð eins
og Eiríkur Fjalar.
Á ÓLYMPÍUSLOTJUM
t AUSTURRÍKI
Þaö kom engum á óvart aö Austurríkis-
menn völdu Axamer Lizum skíða-
svæðið fyrir vetrarólympíuleikana
1964 og 1976. Hæð þess (1600-2400 m)
tryggir frábæran skíðasnjó atlan
veturinn og glæsileg og fjölbreytt
aðstaðan hæfir jafnt ólympíu-
meisturum sem byrjendum.
Við fljúgum í leiguflugi frá Keflavík
beint á staðinn - því örstutt er frá
flugvellinum á gististaðinn, hvort sem
þú velur fjögurra stjörnu hótelið í
Axams m/hálfu fæði eða
íbúðagistingu í Natters.
Tveggja vikna ferðir
17.900
Innifalið: Flug fram og til baka.
akstur til og frá flugvelli erlendis,
fararstjórn, gisting í 14 nætur.
Munið hóp- og barnafsláttinn
Nú er ósvikin Týrólastemmning á
skrifstofunni; videospóla í gangi og
allar upplýsingar veittar með
Týrólabros á vör.
Brottfarardagar:
5. feb - 19. feb (Fá sæti taus)
19. feb - 4. mar (Biðlisti)
4. mar - 18. mar (Fá sæti laus)
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899