Morgunblaðið - 22.01.1984, Síða 23

Morgunblaðið - 22.01.1984, Síða 23
sem ráðherra og fyrir stjórninni í heild. Kanslarinn er í rauninni sjálfur flæktur í málið, því að hann á að hafa fengið að vita um það þegar í haust, en þá skýrði Wörner honum frá því, að hann hygðist víkja Kiessling frá og er sagt, að kansl- arinn hafi lagt blessun sína yfir það. Þegar allt komst í hámæli nú eftir áramót, mæltist kanslarinn til þess, að Wörner léti lögmann Kiesslings, Konrad Redeker, hafa eintak af öllum gögnum málsins, eins og sá síðastnefndi hefði kraf- izt. Síðan skyldi Wörner taka frumkvæðið sjálfur og höfða refsi- mál á hendur Kiessling fyrir aga- brot. Það var í desember sl. sem Wörner setti Kiessling, sem er 58 ára gamall, á eftirlaun og bar þá fyrir sig ákvæði í lögum um her Vestur-Þýzkalands. Það var hon- um heimilt og hann þurfti ekki einu sinni að færa rök fyrir ákvörðun sinni. Wörner hafði hins vegar þegar í september sl. skýrt hershöfðingjanum frá því, að hann lægi undir grun um að vera kynvilltur. Undir þeim áburði vildi hershöfðinginn ekki sitja og krafðist þess, að rannsókn færi fram í málinu. Til þess varð hann þó að fá leyfi hjá Wömer sem yf- irmanni hersins, en hann svaraði: „Því miður, það er ekki hægc. Hendur mínar eru bundnar í þessu tilliti." Wörner þagði síðan þunnu hljóði yfir ástæðunum fyrir brottrekstri hershöfðingjans og breytti þar engu, þó að farið væri að ræða um málið opinberlega og Kiessling lýst þar umbúðalaust sem kynvillingi. Hershöfðingjan- um fannst aftur á móti nú svo veg- ið að heiðri sínum, að hann gæti ekki með nokkru móti setið að- gerðarlaus hjá, en kom sjálfur fram opinberlega til þess að skýra frá því, að hann hefði verið rekinn fyrir kynvillu. Samtímis tók Kiessling af skarið með það, að hann hefði aldrei verið kynvilltur og kveðst geta „gefið drengskapar- heit“ fyrir því. Lítilfjörleg sönnunargögn Það frumkvæði, sem Kohl kanslari hafði óskað eftir, að Wörner tæki í málinu, kom seint og hafði þveröfug áhrif miðað við það, sem ætlazt hafði verið til. Það jók bara á glundroðann, sem ein- kenndi málið allt, en upplýsti ekki neitt. Verst var þó, að „afdráttar- laus sönnunargögn" gagnnjósna- þjónustunnar reyndust lítilfjörleg í meira lagi ef ekki alger upp- spuni. Dag frá degi mögnuðust efasemdirnar varðandi rannsókn málsins. Nöfn vitnanna, sem áttu að hafa borið, að hershöfðinginn hefði stundað kynvillingaknæpur í Köln fengust ekki gefin upp, né heldur fékkst það upplýst, hvenær hershöfðinginn hefði heimsótt þessa staði. Því var borið við, að „lífi og öryggi" þeirra, sem upplýs- ingarnar áttu að hafa gefið, væri hætta búin, ef skýrt væri frá nöfn- um þeirra. í ljós kom ennfremur, að gagnnjósnaþjónustan byggði upphaflegu skýrsluna til Wörners ekki á sínum eigin rannsóknum, heldur á rannsóknum aðeins eins lögreglumanns í Köln. Það var hinn 1. september sl., að Jurgen nokkur Idel, ofursti í gagn- njósnaþjónustunni, barði að dyr- um hjá Wolfgang Roesch, yfir- manni rannsóknarlögreglunnar í Köln. Idel kom sér vafningalaust að efninu og sýndi Roesch vega- bréfsmynd roskins manns með stuttklippt hár og í einkennisbún- ingi. óskaði Idel eftir því, að kannað yrði, hvort þessi maður væri ekki kunnur í „kynvillinga- heiminum í Köln“. Roesch fól und- irmanni sfnum, Helmut Simons, að rannsaka málið. Café Wiisten og Tom-Tom Þegar Simons hóf könnun sína, þurfti hann ekki að leita lengi. í MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 23 Albert Wichert, framkvæmdastjóri „Café Wiisten". Köln eru til margir skemmtistaðir kynvillinga og í einum þeirra, „Café Wusten“, þangað sem kyn- villtar konur og karlmenn hafa vanið komur í áratugi, fann hann fljótt náunga, sem kvaðst hafa séð manninn á passamyndinni þar „einu sinni" nokkrum árum áður. 1 „Tom-Tom“, enn öðrum skemmti- stað fyrir kynvillinga, hitti Sim- ons tvo menn til viðbótar, sem töldu sig vita eitthvað um mann- inn, sem leitað var að. Simons lét sér þetta nægja og skýrði Roesch yfirmanni sínum svo frá, að í kynvillingahverfinu væri maður- inn á myndinni þekktur undir nafninu „Gunter úr hernum". Nokkrum dögum síðar lét gagn- njósnaþjónustan senda eftir pass- amyndinni og niðurstöðum rann- sóknarinnar og jafnframt var tek- ið fram, að rannsóknarlögreglan skyldi ekki skipta sér framar af málinu, þar sem það yrði eftirleið- is í höndum gagnnjósnaþjónust- unnar sjálfrar. Fyrst eftir að mál Kiesslings komst á allra varir, höfðu þeir Roesch og Simons hægt um sig. Yfirmenn þeirra vissu blátt áfram ekkert um lögreglurannsókn þá, sem þeir höfðu framkvæmt og flýttu sér að lýsa því yfir, að sjálf- ir hefðu þeir ekki gefið nein fyrir- mæli um að kanna hugsanlegan feril Kiesslings á meðal kynvill- inga í Köln. En þegar loksins var skýrt frá lögreglurannsókninni kom það einnig í ljós, hve yfir- borðskennd og takmörkuð hún var. Wörner varnarmálaráðherra sýndi þó ekkert hik og sagði, að lögregluskýrslan, sem gagn- njósnaþjónustan hefði fengið í hendur frá Köln, væri bæði um- fangsmikil og ítarleg. En fjölmiðlarnir voru nú komn- ir í málið og létu sér ekki opinber- ar skýringar nægja. Sjónvarpið sendi fréttamann á vettváng til að kanna málið betur og áður en nokkur vissi af, flaug sú æsifrétt um allt, að lögreglan í Köln hefði sennilega farið mannavillt. Hún hefði einfaldlega villzt á Kiessling og öðrum manni, sem líktist hon- um. Samkvæmt frásögn Micha Lindlahrs, afgreiðslumanns í Tom-Tom, og yfirmanns hans, Al- bert Wicherts, var hér ekki um Gunter Kiessling hershöfðingja né neinn „Gúnter úr hernum" að ræða. Að vísu væri til maður, sem kallaður væri „Júrgen úr hern- um“, sem í útliti væri ekki ósvip- aður hershöfðingjanum og oft hefði heimsótt staðinn. Þessi mað- ur hefði sagzt vera vaktmaður hjá hernum og hefði heimsótt staðinn í síðustu viku. (Heimildir: Der Spiegel o.fl.) „Ég er ekki kynvilltur“ „ÉG ÍTREKA fyrri yfirlýsingar um, að ég hef aldrei haft neina tilhneigingu til kynvillu né heldur nokkru sinni staðið í tengslum við kynvillinga." Þannig kemst GUnt- er Kiessling að orði í samtali við vestur-þýzka vikuritið Der Spiegel, þar sem hann neitaði því ennfrem- ur, að hann hefði nokkru sinni stigið fæti sínum inn á skemmti- staðina „Tom-Tom“ og „Café Wusten“ í Köln né aðra skemmti- staði kynvillinga, eins og haldið er fram í skýrslu þeirri, sem Wörner varnarmálaráðherra byggir brott- rekstur hershöfðingjans á. Ég hef komið til Köln alltaf öðru hverju. En heimsóknir mín- ar þangað undanfarna mánuði voru bundnar við að fara úr lest- inni á járnbrautarstöðinni og heimsóknir í belgíska klúbbinn „Astoria“,“ segir Kiessling ennfremur í þessu viðtali. Þar hef ég verið meðlimur í 12 ár og oft borðað þar ásamt gestum, sem ég hef boðið með mér. Hér getur aðeins verið um rang- færslu að ræða og ég er sár og reiður yfir því, hve viss ráðherr- ann þykist vera, er hann lýsir því yfir, að rannsóknir hafi stað- fest allar ásakanir á hendur mér. Ég gaf ráðherranum dreng- skaparheit mitt fyrir því 15. september, að ekki aðeins þekkti ég þessa skemmtistaði alls ekki, heldur líka, að ég hefði aldrei staðið í sambandi við kynvill- Giinter Kiessling, fyrrverandi æðsti hershöfðingi Vestur-Þýzkalands hjá NATO. inga. Hann féllst á orð mín. Samt sendir hann 13. desember þar á eftir ráðuneytisstjóra sinn á minn fund til þess að tjá mér, að samband mitt við kynvillinga hafi verið sannað." „Það er ekki unnt að ásaka mig um neitt,“ segir Kiessling ennfremur, þegar hann er spurð- ur um, hvort hann kvíði ekki fyrir því að láta rannsaka allan feril sinn. „En sérhver maður sem gerir það tekur áhættu. Ég er enginn engill. En eitt á örugg- lega eftir að koma í ljós. Ég er ekki kynvillingur. Ég var látinn víkja úr embætti á röngum for- sendum." Ekki nýtt í þýzkri sögu MÁL Giinter Kiesslings hershöfðingja er alls ekki einstakt í þýzkri sögu. Fyrir heimsstyrjöldina síðari, í valdatíð Adolfs Hitlers og nazistaflokksins, átti sér einmitt stað undarleg hliðstæða við það, sem nú er að gerast. Árið 1935 stóð þýzka leynilögreglan, Gestapo, fyrir mikilli herferð gegn kynvillingum og handtók þá m.a. mann nokkurn, Otto Schmidt að nafni, sem hafði sérhæft sig í því að kúga fé út úr kynvilltum mönnum. Við yfírheyrslu kvaðst þessi maður hafa beitt háttsetta menn kúgunaraðgerðum, þar á meðal „Fritsch hershöfðingja“. Sá, sem yfirheyrslunum stjórnaði, vildi vita, hvort þessi maður gæti verið Werner von Fritsch yfirhershöfðingi, sjálfur yfirmaður þýzka hersins. Mynd var sótt af hershöfðingjanum og þegar Schmidt leit á hana, sagði hann strax afdráttarlaust: „Já, þetta er maðurinn." Síðan skýrði hann svo frá, að kvöld eitt í nóv- ember 1933 hefði hann verið vitni að kynmökum milli tveggja karlmanna á Wannsee-járn- brautarstöðinni í Berlín. Hefði hann síðan gengið til annars mannsins og krafið hann um peninga, ef hann ætti að þegja yfir atvikinu. Maðurinn kvaðst vera von Fritsch hershöfðingi og hefði hann fært sönnur á þessa full- yrðingu með því að draga fram vegabréf sitt. Hefði þessi maður síðan fallizt á að greiða Schmidt 2500 ríkismörk. Himmler, yfirmaður SS-sveit- anna, sá hér komið gullið tæki- færi til þess að klekkja á yfir- stjórn hersins. Hann hélt því rakleiðis á fund Hitlers og skýrði honum frá málinu. Wern- er von Fritsch hafði hvað eftir annað valdið SS-sveitunum erf- iðleikum og gat svo sannarlega komið til greina sem æðsti valdamaður Þýzkalands, ef her- inn gripi til þess ráðs að fram- kvæma valdarán og hrekja Hitl- er fra völdum. Hitler taldi von Fritsch hins vegar ómissandi á þessum tíma og skipaði Himmler því að láta brenna SS-skýrsluna. En tæpum tveimur árum síðar hafði þetta gerbreytzt. Þá hafði von Blom- berg stríðsmálaráðherra glatað öllu áliti á meðal yfirmanna hersins með því að ganga að eiga mjög umdeilda konu og von Fritsch hafði í fyrsta sinn látið í ljós, þó að með óbeinum hætti væri, gagnrýni á Hitler fyrir út- þenslustefnu hans. Það var því aftur þörf á skýrslu Himmlers og hún var þess vegna „endursamin" í skyndingu. Nú hafði Hitler slík- an áhuga á hugsanlegri kynvillu yfirmanns hersins, að hann krafðist þess, að von Fritsch yrði látinn mæta vitninu augliti til auglitis. Það gerðist svo 26. janúar 1938 í Berlín og Schmidt hrópaði þá strax upp: „Það er hann.“ Von Fritsch sagði eftir nokkurt hik: „Þennan mann þekki ég ekki.“ Yzt til vinstri stendur von Fritsch, yfirmaður þýzka hersins, en honum var síðar vikið úr embætti fyrir kynvillu. Með honum á myndinni er von Blomberg hershöfðingi og Adolf Hitler. Svo varnarlaus virtist hers- höfðinginn samt vera, að grunur gagnvart honum kviknaði að nýju. Jafnvel nánustu vinir hans fengu grun um, að ekki væri allt með felldu. í hernum kom von Fritsch mönnum fyrir sjónir sem dálítið undarlegur pipar- sveinn, sem snúið hefði baki við lífinu, forðaðist konur og sjaldan sást í samkvæmum. Það var þó vinum von Fritsch að þakka, að honum var ekki tortímt alger- lega. Þeim tókst að telja Hitler á að láta fara fram sjálfstæða rannsókn á vegum hersins á því, hvað hæft væri í þeim ásökun- um, sem bornar voru á von Fritsch. Við þá rannsókn kom fljótt í ljós, að Gestapo hafði farið held- ur betur mannavillt. Menn Himmlers höfðu reyndar sjálfir áttað sig á því fyrir löngu, en þögðu samt yfir því af ósvifni sinni. Kynvillti maðurinn á Wannsee-járnbrautarstöðinni var ekki von Fritsch yfirhers- höfðingi heldur allt annar mað- ur með sama nafni og þegar hann var kallaður til, játaði hann líka verknaðinn á sig. Rétt- urinn staðfesti einnig sakleysi von Fritsch 18. marz 1938 „í öll- um atriðum“, en það kom honum að litlu gagni, því að hann fékk ekki að taka við fyrri stöðu sinni í hernum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.