Morgunblaðið - 22.01.1984, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984
t
Maðurinn minn og faðir okkar,
ELLERT ÓLAFSSON,
bifraiðastjóri,
Hrauntungu 89, Kópavogi,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 24. janúar kl.
15.00.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuö en þelm er vildu minnast hans er
bent á líknarstofnanir.
Ingibjörg Júliusdóttir,
Ólafur Ellertsson,
Baldur Ellertsson.
t
Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
ARNDÍSAR KJARTANSDÓTTUR,
áöur aó Jófríðarstaðarvegi 9,
Hafnarfirði,
sem andaöist 14. janúar, fer fram frá Þjóökirkjunni i Hafnarfiröi
mánudaginn 23. janúar kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á liknarfélög.
Sigrún Elíasdóttir,
Guðvarður Elíasson, Vilfríóur Guönadóttir,
Kjartan Elíasson, Hulda Hafnfjörö,
Hanna Elíasdóttir, Ingvar Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför móöur okkar,
MÁLFRÍÐAR ÁSMUNDSDÓTTUR,
Reykjavíkurvegi 33,
Skorjafirói,
veröur gerö frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 24. janúar kl. 15.00.
Vilborg Sigurjónsson,
Kristinn Sigurjónsson,
Ásmundur Sigurjónsson.
t
Faöir okkar og afi,
SÆMUNDUR GUDJÓNSSON,
Boróeyrarbæ,
sem lést 15. janúar, veröur jarösunginn frá Prestbakkakirkju
þriöjudaginn 24. janúar kl. 14.00.
Ferö frá Umferöarmiöstööinni sama dag kl. 8.00.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaöur minn,
HAUKUR KRISTJÁNSSON,
Þúfubarói 11,
Hafnarfirói,
veröur jarösunginn þriöjudaginn 24. janúar kl. 13.30 frá Þjóökirkj-
unni.
Fyrir hönd vandamanna,
Jóna Siguröardóttir.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
GUÐMUNDUR RAGNAR ANDRÉSSON,
símaverkstjóri,
Meistaravöllum 9,
veröur jarðsunginn í Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 24.
janúar kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Hjálparsveit skáta í Reykjavík.
Hulda Brynjúlfsdóttir,
Guölaug Guðmundsdóttir, Bryndís Guómundsdóttir,
Andrjes Guómundsson, Rannveig Fannberg,
Hildur Andrjesdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
útför,
ÞORSTEINS DÍÓMEDESSONAR,
Hvammstanga.
Fyrir hönd vandamanna,
Benedikt Stefónsson.
Arndís Kjartans-
dóttir - Minning
Færld 8. júní 1897
Diin 14. janúar 1984
Þann 14. janúar lést að Hrafn-
istu í Hafnarfirði Arndís Kjart-
ansdóttir, áður til heimilis á Jó-
fríðarstaðavegi 9, Hafnarfirði.
Arndís Kjartansdóttir fæddist í
Naustakoti á Vatnsleysuströnd 8.
júní 1897. Foreldrar hennar voru
Þuríður Jónsdóttir og Kjartan
Runólfsson. Kjartan faðir hennar
var dugmikill sjómaður og þótti
hann í fremstu röð bestu for-
manna, en hann hafði með dugn-
aði og krafti eignast skip sem á
þeim tíma var ekki auðvelt.
Arndís átti þrjú systkini, eftir
lifir Margrét, en látnir eru Guð-
laugur og Sigurjón.
Þuríður móðir hennar lést er
Arndís var smábarn og var henni
komið fyrir hjá móðursystrum
sínum í Kjós, sem bjuggu ásamt
fjölskyldum sínum í Hvammi og
Hvammsvík í Kjós. Þar var hún
fram yfir fermingu.
Snemma hóf hún störf á Vífils-
staðaspítala og henni lét vel að
hjúkra veikum og líkna bágstödd-
um.
Hún giftist 18. maí 1922 Elíasi
Gíslasyni, sjómanni frá Hafnar-
firði. Þau hófu búskap í Hafnar-
firði fyrst á Vesturhamri, sem þá
var svo nefndur og síðar eignuðust
þau lítið hús við Jófríðarstaðaveg.
Þau áttu fjögur börn, þau Sigrúnu,
sem gift var Páli S. Pálssyni, sem
lést fyrir nokkrum árum, Guð-
varð, kvæntan Vilfríði Guðna-
dóttur, Kjartan, kvæntan Huldu
Hafnfjörð. og Hönnu, gifta Ingv-
ari Sveinssyni. Barnabörnin eru
11 og barnabarnabörn 10.
Mikil fátækt og atvinnuleysi
ríkti í Hafnarfirði á þessum árum
og margar fjölskyldurnar áttu erf-
itt með að komast af. 30. mars
1936 lést Elías eftir stutt veikindi
og hún stóð ein eftir með börnin
sín fjögur yngsta 3ja mánaða og
hin eldri, 10,12 og 13 ára. Hófst þá
tími ennþá meiri erfiðleika og bar-
áttu við að halda heimilinu og
börnunum. Það tókst henni með
saumaskap og hjálp góðra sem
hún átti að.
Þegar börnin voru farin að
heiman stundaði hún ýmis störf,
vann m.a. tíma við að aðstoða
sjúkt, gamalt fólk í heimahúsum.
Árið 1973 bregður hún búi, selur
húsið sitt við Jófríðarstaðaveg og
flyst á Hrafnistu í Reykjavík.
Fljótlega eftir það hófst bygging
Hrafnistu í Hafnarfirði. Þangað
flytur Arndís 1979. Hún var fegin
að komast aftur til Hafnarfjarðar,
því henni þótti mjög vænt um bæ-
inn sinn.
Þegar hin nýja sjúkradeild
Hrafnistu í Hafnarfirði var opnuð
1982 var hún ein af fyrstu vist-
mönnum þar enda hafði heilsu
hennar farið hrakandi og þurfti
hún stöðuga umönnun. Bestu
þakkir eru færðar öllu starfsfólki
Hrafnistu er annaðist hana af
alúð.
Ég kynntist tengdamóður minni
ekki fyrr en hún var komin á efri
ár. Hún Arndís mín var hrein og
bein kona. Ég held að fáar mann-
eskjur hafi lifað önnur eins erfið-
leikaár eins og árin eftir að hún
missti Elías. Hún talaði sjaldan
um þessi ár, en fátt gladdi hana
meira en að sjá hve vel börnum
hennar vegnaði. Stundum þegar
við töluðum saman hafði ég það á
t
Innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinsemd
viö andlát og jaröarför,
NÓA MATTHÍASSONAR.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför fööur
okkar, tengdafööur og afa,
RAGNARS Þ. GUÐMUNDSSONAR,
Skaftahlíö 14.
Guömundur Ragnarsson, Dúfa S. Einarsdóttir,
Ragnar Ragnarsson, Eygló Gunnarsdóttir,
Margrét Ragnarsdóttir, Pétur G. Pétursson.
t
Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför,
HELGA GUÐMUNDSSONAR,
sælgætisgeröarmanns,
Hólmgaröi 54.
Sérstakar þakkir færum viö öllum þeim er önnuðust hann síöustu
æviárin.
Guöríður M. Helgadóttir,
Guömundur Helgason,
Áróra Helgadóttir,
Ásta Helgadóttir,
Elín Helgadóttir,
Gunnar Ármannsson,
Svava Viggósdóttir,
Jóhannes Kr. Árnason,
Þorbjörn Friöriksson.
t
Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur samúö og
hlýhug við andlát og útför,
GUDMUNDAR BERGMANNS ÞORSTEINSSONAR,
bónda,
Holti.
Jóhann Guömundsson, Björg Helgadóttir,
Þorsteinn Guðmundsson, Ulríke D. Guómundsson,
Halldór Guómundsson,
Bragi Guðmundsson, Ragnheiður Siguróardóttir,
Bryndis F. Guömundsdóttir
og barnabörn.
tilfinningunni að hún lifði þetta
með þeim.
Hún starfaði um árabil í slysa-
varnadeildinni Hraunprýði í
Hafnarfirði og var m.a. gjaldkeri
þess félags um nokkurra ára skeið.
Hún fylgdist síðustu árin vel
með stöðu kvenna í þjóðfélaginu
og þótti mikið til koma að kona
var forseti íslands og vildi að kon-
ur yrðu áhrifameiri á hinum ýmsu
sviðum þjóðmála.
Hún lést 14. janúar sl., sofnaði
hægt og ljúft og var fegin hvíld-
inni sem hún hafði lengi þráð.
Ég þakka tengdamóður minni
samfylgdina og veit að ég er lán-
samur maður að hafa kynnst
slíkri konu.
Blessuð sé minning Arndísar
Kjartansdóttur.
Ingvar Sveinsson
Mig langar að minnast hennar
ömmu minnar, Arndísar Kjart-
ansdóttur, sem kvaddi þennan
heim eftir skammvinn veikindi að
Hrafnistu í Hafnarfirði þann 14.
janúar sl.
Hún var alla tíð sem ég man
eftir henni hraust og dugmikil
kona. Amma sat aldrei aðgerðar-
laus. Ég man að alltaf er hún var
ekki að elda mat eða hugsa um
heimilið tók hún í hannyrðir.
Enda vann hún fyrir sér með
myndarskapnum þegar hún varð
fyrir þeirri lífsreynslu að missa
manninn sinn þegar hún var tæp-
lega fertug og átti fjögur börn.
Hún sá vel fyrir þeim, hana brast
ekki kjarkinn, þessi ár hafa verið
henni afar erfið.
Amma mín var trúrækin kona,
ég man að hún lagði mikla áherslu
á að kenna mér að segja aldrei
ósatt, og aldrei tala illa um náung-
ann, það gerði hún aldrei.
Það var gott að ræða málin við
ömmu, hún var alltaf hreinskilin
þegar maður leitaði ráða hjá
henni. Amma var snyrtileg, og
alltaf vel til höfð. Fjólublátt var
hennar uppáhaldslitur.
Það var gaman að koma til
hennar úr skólanum þegar ég var
litil, og fannst mér alltaf gaman
að fá að hjálpa henni að laga til.
Hana skorti ekki þolinmæðina þó
að ég væri nú kannski ekki mjög
vandvirk við húsverkin, hún gerði
það þá bara aftur sjálf. Húsið
hennar sem var við Jófríðarstaða-
veg I Hafnarfirði kölluðum við
systkinin alltaf Jóffa. Garðurinn
hennar ömmu fékk verðlaun á sín-
um tíma fyrir snyrtimennsku og
gott skipulag. Hann var hennar
prýði.
Þegar hún var komin á Hrafn-
istu í Hafnarfirði þótti henni mjög
gaman að fara í smá bæjarferð og
skoða gamla húsið sitt sem hún
bar svo sterkar taugar til, enda
bjó hún þar í tæp 50 ár.
Ég kveð hana ömmu mína að
sinni í minningu um yndislega
konu, sem var mér alla tíð mjög
góð, með kvöldbæninni sem hún
kenndi börnum sínum og barna-
börnum:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson)
Sara Magnúsdóttir