Morgunblaðið - 22.01.1984, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984
39
Guðrún Sigurgeirs-
dóttir - Minningarorð
Fædd 15. maí 1925
I)áin 27. desember 1983
Lífið er fljótt,
líkt er það elding,
sem glampar um nótt.
Ljósi sem titrar í tárum,
tindrar á bárum.
(M.J.)
Niður vanga mína runnu titr-
andi tár, er ég frétti lát elskulegr-
ar vinkonu minnar, sem í nærfellt
40 ár hafði verið mér tryggur og
kær vinur. Trygglyndi var áber-
andi þáttur í fari hennar, þó gat
hún á stundum verið erfiður sam-
ferðamaður, sökum þess hve hún
var sjálfstæð og dul. Hún bar ekki
tilfinningar sínar á torg, heldur
söng hún nóttinni ljóð sín.
Guðrún Sigurgeirsdóttir, sem
ætíð var kölluð Lilla af ættingjum
og vinum, fæddist í Reykjavík 15.
maí 1925. Foreldrar hennar voru
hjónin Ingibjörg Jónína Jónsdótt-
ir og Sigurgeir Sigurðsson, sjó-
maður. Þau fluttu til Hafnarfjarð-
ar árið 1928, er Lilla var þriggja
ára og keyptu þá fljótlega húsið á
Hverfisgötu 42. Þar ólst Lilla upp
í ást og umhyggju góðra foreldra
ásamt bróður sínum, Sigurði.
1. desember 1941 dimmdi í lfti
og sorgin knúði dyra á mörgum
sjómannaheimilum í Hafnarfirði,
þar á meðal Hverfisgötu 42, er
togarinn Sviði týndist í hafi, er
hann var á leið til hafnar af fiski-
miðum. Ég man þá harmafregn, er
Sviði fórst með allri áhöfn og tug-
ir hafnfirzkra barna misstu feður
sína, eins og systkinin á Hverfis-
götu 42. Þegar þetta gerðist var
Lilla 16 ára og nemandi í Flens-
borgarskólanum. Hún var greind
og bráðþroska og þær mæðgur
urðu mjög samrýndar, enda
reyndist Lilla móður sinni góð
dóttir til hinstu stundar. Jónína,
dvelur á Hrafnistu í Hafnarfirði
og horfir nú sorgmædd á eftir
elskulegri einkadóttur.
Á árunum hér áður, þótti það
mjög við hæfi, að ungar stúlkur
færu í húsmæðraskóla. Því skeði
það, að haustið 1946 fórum við
Lilla norður og hófum nám í Hús-
mæðraskóla Akureyrar, ásamt 46
öðrum glöðum ungmeyjum. Skóla-
stýra var þá Helga Kristjáns-
dóttir.
Frá þeim tíma er margs að
minnast, en hæzt rís í minning-
unni hjálpsemi og vinátta Lillu.
Frá þeim tíma vorum við mikið
saman. Hún ákvað og skipulagði
— skíðaferð um páska, göngu á
Snæfellsjökul um hvítasunnu, ör-
æfaferð um verzlunarmannahelgi,
og ég sagði já. Hún skipulagði
sníðanámskeið, saumanámskeið,
postulínsmálun, og ég sagði já.
Allt vakti gleði og tilhlökkun.
Um jólin 1952, breyttust mínir
hagir, ég gifti mig og fór að eign-
ast börn. En Lilla kom í heimsókn
til að gleðja og gefa, öllu heimilis-
fólkinu þótti vænt um hana og all-
ir kölluðu hana Lillu vinkonu.
Lilla eignaðist ekki börn, en henni
þótti ákaflega vænt um bróður-
börnin sín þrjú, Sigurgeir, Elísa-
betu og Ingibjörgu. Ég efast ekki
um að það var gagnkvæmt, börnin
elskuðu og virtu góða frænku.
Á þessum árum var Lilla hesta-
kona, átti góða hesta og var
traustur hlekkur í Hestamannafé-
laginu Sörla og gjaldkeri félagsins
um árabil. í þeim félagsskap eign-
aðist hún mjög góða vini, sem hún
mat mikils. Þeir góðu vinir sakna
nú líka vinar í stað.
Sumarið 1970 breyttust hennar
hagir, forlögin gripu um beislis-
taumana. Ég hringdi til hennar og
bauð henni í ferðalag yfir hálend-
ið, bóndi minn og nokkrir vinir
ætluðu á hestum norður Kjöl, og
ég hafði tekið að mér að aka bíln-
um með vistir og viðleguútbúnað.
Nú var það Lilla sem sagði já.
Þessi ferð var einstaklega
skemmtileg, það var hlegið, sungið
og ort í faðmi blárra fjalla og er
við að kvöldi komum í áningar-
stað, létum við daginn geyma
minningu hins liðna og drauma
hins ókomna. Okkur fannst við
eiga heiminn.
Á þessu ferðalagi kynntist Lilla
Guðmundi Erlendssyni, múrara,
góðum dreng, sem síðar varð eig-
inmaður hennar. Guðmundur og
Guðrún giftu sig 31. desember
1972 og reistu sér fallegt hús að
Heiðvangi 42 í Hafnarfirði. Þar
ber allt vott um snyrtimennsku og
góða umgengni.
Lilla var alla tíð útivinnandi, og
það ber vott um trygglyndi hennar
að vinnustaðirnir urðu aðeins
tveir. í 13 ár vann hún á bæjar-
skrifstofunum í Hafnarfirði og í
27 ár var hún gjaldkeri hjá Isbirn-
inum hf. í Reykjavík, þar þótti
henni vænt um bæði vinnuveit-
endur og samstarfsfólk.
Ég kveð nú með söknuði elsku-
lega vinkonu. Við hjónin vottum
ástvinum hennar innilega samúð.
Sjálf kveð ég hana með ljóðlínun-
um sem hún hafði svo oft yfir, er
hún hitti þá sem henni voru kærir:
„Þú ert eitthvað sem kemur og eitthvað
[sem fer,
eitthvað sem hlær og grætur “
Helga Guðmundsdóttir.
Arni Jónsson
í Kúnst - Minning
Ég var að fara til útlanda og
skrapp til Árna Jónssonar upp á
Landspítala áður en ég fór.
Árni var fárveikur, en hress í
máli eins og venjulega, og sagði:
„Farðu nú að koma þér til Grikk-
lands, og vertu ekki að slóra þetta
hérna, og ef þau eru þarna enn á
Olympstindi Seifur gamli og fjöl-
skylda, skilaðu kveðju frá mér, og
kannske lít ég við hjá þeim bráð-
um.“ Við tókumst í hendur að
skilnaði og báða grunaði að við
sæjumst ekki aftur.
„Þeir sem guðirnir elska deyja
ungir“, sagði Árni brosandi, þegar
hann sagði okkur nokkrum vinum,
að skapadægur sitt væri skammt
undan. Hann barðist hetjulega við
Birting
afmælis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
banvænan sjúkdóm, sem lagði
hann að velli á einu ári, langt fyrir
aldur fram.
Árni var einhver besti húmor-
isti, sem ég hefi þekkt, og í góðra
vina hópi, þar sem hann lék á alls
oddi, gátu gamanmál hans orðið
hrein listgrein, illkvittni var ekki
til í hans munni, en það var stund-
um betra að geta svarað fyrir sig í
orðaleiknum, því hrjúfur gat Árni
verið í orðaskylmingum við góðan
vin, ef hann vissi að viðmælandinn
kunni að meta grínið.
Árni Jónsson átti raunar ekki
langt að sækja kímnigáfuna, því
Þura í Garði var föðursystir hans,
og margir frægir þingeyskir húm-
oristar náfrændur.
Það hafa margir skrifað um
Árna látinn, svo ég rek ekki feril
hans, fram að þeim tíma að hann
hóf sölu á afsteypum af högg-
myndum og kenndi íslendingum
að meta höggmyndir, sem híbýla-
prýði, og er það framtak hliðstæða
við litprentanir málverka, sem
Ragnar í Smára gerði á sínum
tíma.
Fyrir, að mig minnir 15 árum,
átti ég leið um Laugaveginn, sem
oftar, og rak í rogastans er ég sá í
glugga Húsgagnaverslunar Árna
Jónssonar útstilltar myndir eftir
heimsfræga myndhöggvara, eins
og Majol, Rodin, Picasso, Degas og
Modigliani, svo nokkrir séu nefnd-
ir, þetta voru vandaðar kopíur og
vel steyptar, þarna voru komin
nokkur frægðarverk fyrrihluta 20.
aldar, til sölu, vægu verði, á
Laugaveginum.
Ég notaði náttúrlega tækifærið
og fékk að koma með nemenda-
hópa úr myndhöggvaradeild
Myndlistaskólans í Reykjavík, i
verslunina til Árna, og hann lán-
aði mér myndir í skólann, þegar
fjallað var um þessa snillinga.
Árni breytti verslun sinni brátt
í listmunagallerí og nefndi hana
verslunina „Kúnst“, hann og Sig-
urlaug kona hans skruppu oft til
Evrópu og leituðu uppi kúnst-
keramik-verkstæði, sum smá, og
þaðan fluttu þau inn keramik,
steinleir og postulín.
Fyrir nokkrum árum hitti ég
þau hjón í London, og við eyddum
saman einni viku á söfnum og sýn-
ingum, það voru eftirminnilegir
dagar þar sem húmorinn var hafð-
ur í hávegum, áhugi Árna var svo
mikill áð hann margskoðaði
„Tate-gallerie“ og önnur söfn, þar
sem verk uppáhaldsmyndhöggv-
ara hans voru til sýnis.
Það var aldrei meðalmennska í
nálægð Árna. Hann sagðist vera
gæfumaður og var það. Framúr-
skarandi kona er Sigurlaug Jóns-
dóttir, ekkja Árna, og þeirra
barnalán er mikið.
Ég syrgi Árna í „Kúnst" og það
munu þeir gera, sem þekktu hann.
En þeir sem guðirnir elska
deyja ungir.
Ragnar Kjartansson
myndhöggvari.
Kveöja:
Dorriét Kavanna
Það er sagt, að næturgalar eld-
ist ekki, heldur velti skyndilega
útaf í blóma lífsins og séu þá allir.
Og það má til sanns vegar færa,
að næturgalaeðli Dorriét Kavanna
hafi ekki einungis komið fram í
því, hvernig hún söng, heldur
einnig og ekki síður í því, hvernig
hún kvaddi hinn jarðneska heim.
Við vissum að vísu, að Dorriét
var veik, mikið veik, en samt efast
ég um, að nokkurn hafi grunað,
þegar hún stóð á íslenzku tónlist-
arsviði í hinsta sinn, 24. nóvember
síðastliðinn, að endalokin væru
svo skammt undan.
En þó var söngurinn öðru vísi
en áður. Röddin var að vísu áfram
næturgalarödd, sem glitraði skær-
ast á efsta tónsviðinu og tónarnir
af þeirri gerð, sem næturgala-
barkanum er eðlilegra að fram-
leiða en þeim manniega. En að
þessu sinni var það ekki röddin
sjálf, sem skipti sköpum, heldur
mannleg og um fram allt kvenleg
hlýja, sem braut allar hefðir
næturgalalögmálsins, umvafði
áheyrendur í innileika og sann-
leika, leyfði Dorriét að bjóða
þróttleysi sjúks líkama birginn og
lyfta verkefnunum í æðra veldi.
Oðru minnisstæðara var „Depuis
le jour“ úr óperunni „Louise" eftir
Charpentier sem er í senn ástar-
óður til eiginmanns, heittelskaðs
umhverfis og sjálfs lffsins eða með
öðrum orðum ástaróður til alls
þess, sem skiptir mannshjartað
mestu máli.
Þannig vil ég muna Dorriét Ka-
vanna.
Fyrir hönd Tónlistarfélagsins
vil ég votta Kristjáni Jóhannssyni
og öllum ættingjum dýpstu sam-
Halldór Hansen
Ég fylltist miklum harmi þegar
ég frétti að Dorriét Kavanna væri
nú farin frá okkur. Því miður urðu
tækifærin ekki nógu mörg til að
hittast sökum búsetu Kristjáns og
Dorriét erlendis, en þegar ég hafði
tækifæri til þess að hitta þau hjón
var það ávallt tilhlökkunarefni og
eru það mjög ljúfar endurminn-
ingar sem ég hef um Dorriét frá
þeim tíma. Það var sérstaklega
ánægjuleg samvinna sem við átt-
um varðandi þá tónleika sem hún
kom fram á hjá Tónlistarfélaginu.
Dorriét var í mínum huga alltaf
kát og lífsglöð manneskja, sem un-
un var af að umgangast vegna
þeirrar smitandi gleði og hlýju
sem fylgdu henni. Dorriét Kav-
anna kom tvisvar fram á tónleik-
um hjá Tónlistarfélaginu ásamt
eiginmanni sínum. Fyrri tónleik-
arnir voru haldnir í Háskólabíói
vorið 1981. Þeir tónleikar voru
stórkostlegir og hlutur Dorríet
dásamlegur og eru þessir tónleik-
ar mér ákaflega minnisstæðir ekki
síður vegna þess hve ánægjulegt
og gaman var að vinna að undir-
búningi þeirra. Síðustu tónleikar
sem Dorriét kom fram á voru í
Austurbæjarbíói þann 24. nóv-
ember á vegum Tónlistarfélagsins.
Tónleikarnir voru mjög áhrifa-
miklir og var söngur hennar und-
urfagur þetta kvöld. Dorriét var
búin að vera veik, en stóð sig eins
og hetja á þessum tónleikum. Ekki
var á henni að finna að hún gengi
með jafn alvarlegan sjúkdóm og
fram hefur komið. Túlkun Dorriét
einkenndist af svo djúpum tilfinn-
ingum og miklum þroska að hver
einasta sál sem til heyrði hefur
varla verið ósnortin. Ráðgert var
að halda aukatónleika laugardag-
inn eftir þessa tónleika en Dorriét
gat þá ekki komið fram, því veik-
indi hennar höfðu náð yfirtökun-
um.
Við Dorriét kvöddumst með
þeim orðum að við hittumst heil í
vor, en ráðgert var að hún syngi á
Listahátíð ’84. Hver skilur það
samspil lífs og dauða þegar ung,
fögur og gáfuð kona sem Dorriét
Kavanna var, er kölluð burtu þeg-
ar allt lífið virtist brosa við henni,
mikil hamingja, frægð og frami.
Elsku vinur, Kristján, við Ásta
sendum þér okkar innilegustu
samúðarkveðju og vonum að Guð
styrki þig í sorg þinni, því mikið
hefur þú misst.
Haukur H. Gröndal
Islensk húsgögn
Allt í stil
í barna- og unglingaherbergiö.
Veljum baö besta í barnaherbergin.
Vinsæl og vönduö húsgögn,
viö bjóöum aöeins ekta viö.
Margar viðartegundir.
Opið sunnudag kl. 14—16.
Húsgagnaverslun, Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfiröi, s. 54343.