Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984
41
Fuglafóður og
Sólskríkjusjóður
— eftir Erling
Þorsteinsson
Nú í vetur eins og marga undan-
farna vetur hafa ýmsir haft sam-
band við mig og spurst fyrir um
fuglafóður handa Snjótittlingun-
um, hvaða fóður sé heppilegast og
hvar þar sé helst að fá.
Margir haida að Sólskríkjusjóð-
urinn, sem ég hefi all lengi veitt
forstöðu, hafi nóg af slíku fóðri í
sínum vörslum.
Vegna þeirra, sem ekki eru þess-
um málum kunnugir, ætla ég að
byrja á því að skýra stuttlega frá
uppruna sjóðsins.
A æskuheimili mínu, í Þing-
holtsstræti 33, var fuglunum allt-
af gefið, þegar snjór þakti jörð.
Þegar ég fyrst man eftir, voru
það hrísgrjón, haframjöl og
brauðmolar, sem gefið var, en síð-
ar svonefnt ungafóður, sem aðal-
lega var fínkurlaður maís.
Móðir mín Guðrún Jónsdóttir
Erlings barðist mikið fyrir því að
smáfuglunum væri gefið, og á
sjötugsafmæli sínu 10. jan. 1948,
stofnaði hún Sólskríkjusjóðinn og
afhenti hann dýraverndunarfélag-
inu í minningu manns síns, Þor-
steins Erlingssonar skálds, sem
einnig var mikill fuglavinur, svo
sem kunnugt er.
Meðan henni entist aldur aflaði
hún sjóðnum árlega nokkurra
tekna með útgáfu jólakorta og
minningarspjaida, sá um kaup á
korni og dreifingu.
Á þessi jólakort voru prentaðar
fuglavísur eftir föður minn og
fuglamyndir eftir ýmsa bestu
listamenn okkar.
Ég hjálpaði móður minni að
sjálfsögðu við þetta, og að henni
látinni, árið 1960, tók ég við stjórn
sjóðsins.
Síðan hefi ég reynt að halda í
horfinu, afla sjóðnum tekna með
útgáfu jólakorta o.fl., útvega hent-
ugasta fuglafóður, sem völ hefur
verið á og senda það út um byggðir
landsins.
Það hefur gengið á ýmsu með að
fá hentugt fóður og ekki of dýrt.
Fyrstu árin notuðum við „unga-
fóðrið", en reyndum einnig ýmis-
legt annað eins og valsað bygg og
ómalað hveitikorn. En svo var far-
ið að flytja inn svonefnt miló-
korn, sem notað var í fóðurblönd-
ur handa húsdýrum.
Okkur leist vel á það. Kornin að
stærð og lögun svipuð sagógrjón-
um, en brúnleit og sjást því vel í
snjó.
í nokkur ár meðan miló-kornið
fékkst hér notuðum við það ein-
göngu. En fyrir um áratug síðan
hætti það að flytjast til landsins.
Var þá aftur gripið til þess að
nota ómalað hveitikorn og valsað
bygg, en mér líkaði hvorugt nægi-
lega vel.
Þá frétti ég að Fóðurblandan hf.
hefði fengið fullkomin tæki til að
kurla maís í hæfilega stærð og
hrista mjölið úr kurlinu. Síðan
hefi ég notað maískurlið og hefur
kornastærð orðið jafnari og hæfi-
legri með árunum og minna af
mjöli, sem nýtist ekki.
Fljótlega eftir að ég tók við
stjórn Sólskríkjusjóðs varð mér
ljós nauðsyn þess að fuglafóður
fengist í verslunum, og í hæfilega
stórum pakkningum.
Fékk ég þá pökkunarverksmiðj-
una Kötlu til að pakka því í eins
kg plastpoka og koma því á mark-
aðinn.
Allar götur síðan við vorum með
„ungafóðrið" eða röska tvo ára-
tugi, hefur Katla séð um þessa
hlið málsins og „Sólskríkjupok-
arnir" orðið þekktir meðal al-
mennings.
Auðvitað verður kornið mun
dýrara þegar það er selt í smápok-
um en ekki í 40—50 kg sekkjum,
og þeim, sem mikið gefa, finnst að
vonum dýrt að kaupa mikið af
smápokum. Ýmsir hafa hringt til
mín á liðnum árum vegna þessa og
hefi ég getað bent þeim á að Katla
hafi selt fólki einn og einn heilan
sekk.
í byrjun nóvember sl. keypti
Sólskríkjusjóður um 70 sekki af
maískurli hjá framleiðandanum,
Fóðurblöndunni, svipað magn og á
undanförnum árum og sendi korn-
pokana aðallega í flugi til flestra
barnaskóla á Vestur-, Norður- og
Austurlandi og einnig til nokkurra
skóla sunnanlands.
Flugleiðir og Arnarflug hafa
mörg undanfarin ár veitt Sól-
skríkjusjóði þessa ágætu þjónustu
endurgjaldslaust, og flutt sekkina
á nær alla staði, sem þessi félög
fljúga til. Þökk sé þeim fyrir það.
Ég vil nota tækifærið og biðja
skólastjóra barnaskólanna, sem
Sólskríkjusjóður sendi fóður, um
leið og ég þakka hjálpina, að láta
mig vita hvort það hafi komist til
skila og verið nægilegt.
Auk þess fuglafóðurs, sem sent
er til skólanna, kaupum við alltaf
nokkra poka til þess að geta gefið
fólki eitthvað, þegar það er í vand-
ræðum og leitar til okkar. Sumir
gefa fuglunum ótrúlega mikið og
jafnvel meira en þeir hafa efni á.
Hingað til eða þar til nú í vetur
hefur pökkunarverksmiðjan Katla
verið nær eini aðilinn, sem látið
hefur kornið í „Sólskríkjupokana"
og dreift þeim til verslana, en nú
gerir Fóðurblandan hf., framleið-
andi maískurlsins það einnig auk
fyrirtækisins Hagvers, sem nú er
að pakka nýtísku „ungafóðri"
handa sólskríkjunum, en það mun
mestmegnis vera maískurl.
I stað maískurls lætur Katla nú
miló-korn í pokana og flytur það
sjálf inn.
Þessir þrír aðilar hafa tjáð mér,
að þeir muni selja einstaklingi
heilan kornsekk, þegar mögulegt
sé, en rétt sé að hringja til þeirra
fyrst og kanna möguleikana.
Hvort miló-kornið eða maísinn
er betra fóður, get ég ekki um
dæmt. Sennilega er hvorugt full-
komin fæða fyrir fuglana ef þeir
ættu að lifa á því eingöngu í lang-
an tíma, en aðalatriðið er að þeir
fái eitthvað í svanginn þá daga
eða vikur, sem snjórinn þekur
jörðina með öllu, svo að þeir farist
ekki úr sulti.
Sjálfsagt eru þessar kornteg-
Krlingur Þorsteinsson
undir góðar hvor með annarri, þar
eð ekki er talið hollt mönnum né
málleysingjum að neyta of ein-
hæfrar fæðu.
Fyrir nokkrum dögum las ég í
dálkum Velvakanda í Morgunblað-
inu viðvörun frá konu um að
hættulegt gæti verið að gefa smá-
fuglum haframjöl, það gæti drepið
þá.
Eins og ég gat um hér að fram-
an, þá gáfum við á mínu æsku-
heimili fuglunum haframjöl ýmist
óblandað eða með hrísgrjónum og
brauðmolum. Þeir borðuðu hafra-
mjölið með bestu lyst og aldrei sá
ég veikan eða dauðan fugl alla þá
vetur.
Þetta mál var á dagskrá fyrir
nokkrum árum og hafði ég þá
samband við fuglafræðing út af
því og taldi hann fráleitt að hafra-
mjölið gæti verið fuglum skaðlegt.
Ég leitaði nú aftur álits annars
fuglafræðings og hafði hann svip-
aða skoðun og bætti við að hann
teldi, að ef aukinn þrýstingur yrði
í sarpi fuglsins, hætti hann bara
að borða í bili, annars hefði hann
hvergi rekist á neitt um þetta í
fræðum sínum.
Hvað sem þessu líður, þá er eng-
in ástæða til að nota haframjöl,
þegar annað betra og mun ódýrara
fóður er fáanlegt, en hafi einhver
slæma reynslu af haframjölsgjöf,
þætti mér vænt um að frétta um
það.
í sambandi við mataræði fugla,
vil ég rétt minnast á, að skógar-
þrösturinn okkar lítur ekki við
korninu, sem snjótittlingar eru
sólgnir í. Aftur á móti vilja þrestir
allskonar „mannamat". Það er því
gott að gefa þeim ýmsar matar-
leyfar, svo sem kjöt og fitu, fisk og
kartöflur.
Stundum hafa kaupmenn safn-
að kjötsagi fyrir fólk til þess að
fóðra þrestina með. Þannig hef ég
fengið kjötsag, hnoðað úr því
bolta, geymt þá í frysti og gefið þá
svo smám saman út á gaddinn, oft
ásamt floti eða annarri fitu.
Þá hefur komið fyrir að skógar-
þrestir hafa ekki setið einir að
matnum, en fjöldi starra hópast
að, og oft hrakið þá burtu.
Þó ýmsum þyki starrar frekir
og heldur óskemmtilegir fuglar,
þurfa þeir nú líka eitthvað að
borða.
Ekki hef ég séð snjótittlinga
hreyfa við þrastarmatnum, en þó
munu þeir borða eitthvað úr dýra-
ríkinu.
Ég vil hvetja fólk til að gefa
fuglunum þegar jarðbönn eru og
gefa helst strax þegar birtir af
degi í skammdeginu.
Einnig hvet ég matvörukaup-
menn, um land allt, að hafa fugla-
fóður á boðstólum.
Fott er að gefa á bílskúrsþök
eða annarstaðar þar sem kettir
ekki ná til fuglanna, og best er að
kisa sé inni á meðan þeir matast.
Svo ég víki aftur að Sólskríkju-
sjóðnum, þá vil ég taka það fram,
að þetta er ekki gildur sjóður og
lítils megnugur enn sem komið er.
Ég verð að játa að ég hef ekki
verið nógu duglegur með jólakort-
in, engin ný kort gefið út nýlega.
Þau síðustu seldust upp í fyrravet-
ur. Hvort mér tekst að gefa út ný
kort fyrir næstu jól, veit ég ekki.
Nokkuð er enn til af minningar-
spjöldum, sem ég sel á lækn-
ingastofu minni.
Tekjur sjóðsins eru því heldur
litlar nú, og eiginlega ekki aðrar
en þau 5% sem hann fær af and-
virði seldra „Sólskríkjukornpoka"
auk gjafa, sem honum berast frá
gjafmildum fuglavinum og þakka
ég þær kærlega fyrir hönd sjóðs-
ins.
Það hefur lengi verið von mín og
ósk, að sjóðurinn gæti auk korn-
gjafa til barnaskólanna, greitt
niður verð „Sólskríkjupokanna" til
almennings í stað þess að þiggja
hluta af andvirði þeirra.
Vonandi á Sólskríkjusjóðurinn
eftir að vaxa og stækka mikið í
höndum komandi kynslóða.
Að lokum vil ég þakka Marteini
Skaftfells, kennara, fv. formanni
Dýraverndunarfélags Reykjavík-
ur, kærlega fyrir mikið og fórn-
fúst starf í þágu sjóðsins, svo og
öðrum, sem aðstoðað hafa mig í
þessum málum á liðnum árum og
allt til þessa dags.
F.rlingur Þorsteinsson, læknir veit-
ir Sólskríkjusjóðnum forstöóu.
KANARÍEYIAR-TENERIFE
EYJA HINS EILÍFA VORS — STÆRST OG FEGURST KANARÍEYJA
VIÐ BJOÐUM KANARÍEYJAFERÐ, SÓLSKINSPARADÍS í SKAMMDEGINU MEÐ NÝJU SNIÐI
FJÓRÐA VIKAN ÓKEYPIS — HÆGT AÐ STANSA í LONDON í 2Va DAG Á HEIMLEIÐ ÁN AUKAKOSTNAÐ-
AR OG í MIÐBORGINNI HÓTEL MEÐ BAÐI OG SJÓNVARPI INNIFALIÐ.
10,17, 24 eða 31 dags ferðir
Brottfarardagar: 25. jan. 1., 8., 15., 22. og 29. febr. 2., 9., 16., 23. og 30. mars. 6., 13., 20., og 27. april. 4., 11., 18. og 25. maí.
Nú getiö þiö fengiö tvær feröir í einni og sömu feröinni á ótrúlega hagstæöu
veröi. Notiö hvíldar og skemmtunar í fegurstu sólskinsparadís Kanarieyja og
átt viðburöaríka daga í heimsborginnl London, meö heimslns mesta leiklist-
ar- og tónlistarlifi og hagstæðum verslunum. Einnig allur tíminn á Kanrí, án
Lundúnastopps.
AÐRAR FERÐIR OKKAR:
Thailand, — Bangkok — baöstrandarbærinn
Pattay, brottför 8. febr. og 7. mars.
Karníval í Rio. Ævintýraferö til Brasilíu, brottför
2. mars.
Hægt er aö velja um um dvöl á glæsilegum fjögurra stjörnu hótelum og
íbúöum á stærsta og fjölsóttasta feröamannastaönum á Kanarieyjum, Pu-
erto de la Cruz. Þar eru tugir næturklúbba, diskóteka og hundruö frábærra
matstaöa. Sjórinn, sólskiniö og skemmtanalífiö eins og fólk vill hafa þaö.
Hundruö verslana hlaönar tollfrjálsum varningi, m.a. myndavélum, hljóm-
tækjum, rafeindatækjum og tískufatnaði frá frægustu fataframleiöendum
heimsins Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferöir.
Flugferðir — sólarflug
Vesturgötu 17. Símar 10661, 22100 og 15331.