Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.01.1984, Blaðsíða 48
^Auglýsinga- síminn er 2 24 80 EITT KORT ALLS STAÐAR SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Týndu stúlkurnar: Tvær fundust bjargarlitlar — sú þriöja í góðu yfir- læti hjá ættingjum l'RJÁK stúlkur, sem lögreglan í Reykjavík leitaði að í fyrrakvöld, fundust allar skömmu eftir að leit hófst. Sú yngsta þeirra var níu ára og hafði ekki sést síðan hún fór í skólann á föstudagsmorgun. Lýst var eftir henni og kom þá í ljós, að hún dvaldist í góðu yfirlæti hjá ættingjum sínum, en þeim hafði láðst að láta vita af henni. Einnig var leitað tveggja sextán ára stúlkna, eins og fram kom í blaðinu í gær. Lék grunur á að þær hefðu neytt lyfja og væru e.t.v. bjargarlausar, því í stað þess að taka inn örvandi lyf höfðu þær tekið inn astmaiyf, sem veldur neytandanum verulegum óþæg- indum. Um klukkan hálfeitt í fyrrinótt fundust stúlkurnar við verslanamiðstöðina í Arnarbakka. Þær voru bjargarlitlar og voru fluttar á Slysadeild Borgarspítal- ans, þar sem dælt var upp úr þeim. Hafa þær nú náð heilsu aftur. Lögreglumað- ur nefbrotinn ÖLVAÐUR eiginmaður í Keflavík, sem lögreglan þar ætlaði að færa af heimili hans að ósk eiginkonu og á lögreglustöðina í fyrrinótt, réðst á einn lögreglumannanna og barði hann tvívegis í andlitið. Talið er að lögreglumaðurinn sé nefbrotinn auk þess sem annað augað er mjög bólgið. í gærmorgun hafði runnið af manninum mesti móðurinn og við- urkenndi hann strax að hafa veitt lögreglumanninum áverkann. LIÐLEGA sjö mánaða gamalt barn var í gærmorgun flutt með TF- SÝN, flugvél Landhelgisgæslunn- ar, á sjúkrahús í London. Var reiknað með að vélin yrði komin þangað um kl. 14 í gær og átti að flytja barnið rakleiðis í sjúkrahús. Myndin var tekin á Reykjavíkur- flugvelli skömmu áður en lagt var af stað. Barnið er með hjartagalla og þurfti að flytja það mjög skyndi- lega í sjúkrahús ytra. Ekki var vitað hvernig aðgerðin hafði gengið þegar Mbl. fór í prentun. Með í vélinni voru foreldrar barnsins og læknir auk sex manna áhafnar flugvélarinnar. Flugstjóri í ferðinni var Páll Halldórsson, skipherra Helgi Hallvarðsson. Miðað við skuldastöðuna er tapið á togurunum 28% — segir Kristján Ragnarsson „SKULDASTAÐAN er um 10% hærri en þessi afkomumynd Þjóðhagsstofn- unar. Miðað við það, að um '/5 af þessum vanskilum verði greiddur á þessu ári, er greiðslustaðan þannig, að um 27 til 28% halli er á rekstri togaranna. Það kemur fram í lýsingu Þjóðhagsstofnunar á rekstrarstöðu útgerðarinnar, að hún sé afleit við ríkjandi skilyrði. Þetta undirstrikar ástandið eins og það er í dag mjög rækilega,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður og fram- kvæmdastjóri LÍÚ, er Morgunblaðið innti hann álits á niðurstöðum Þjóð- hagsstofnunar um rekstrarafkomu útgerðarinnar. „Hitt vil ég taka fram, að Þjóð- hagsstofnun hefur nú tekið upp nýja aðferð við þessi reikningsskil og gerir þessa mynd betri en hún hefur verið miðað við eldri aðferð- ir. Við vitum að á undanförnum árum hafa safnazt veruleg vanskil og rekstrarstaða útgerðarinnar verið afleit. Þess vegna finnst mér engin ástæða til þess nú, að taka upp nýja viðmiðun eða breyta þessu rekstraruppgjöri á þann hátt að gera myndina betri en efni standa til. Það er verið að gylla myndina, sem er þó búið að stað- festa í rekstrinum undanfarin ár, að hann hefur verið afleitur. Þessi vandi er mikill en þess eði- is að hann verður ekki leystur méð gengisbreytingu, slík lausn kæmi bara í hnakkann á okkur mjög fljótlega vegna þess hve útgerðin er háð erlendum aðföngum og gengistryggðum lánum. Því verð- ur að koma til millifærslna af ein- hverju tagi, en hve stór upphæð það er, skal ég ekki segja. Halla- dæmið miðað við þessa venju- bundnu aðferð, sem nær þó aðeins til togara og báta undir 100 lestum að stærð, nemur rúmum milljarði miðað við að Vs vanskila yrði greiddur. Þetta þýðir þó eftir sem áður, að þeir sem eru í mestum vanskilum og með dýrustu og erf- iðustu skipin í rekstri bjargast ekki við þetta. Fiskverðsbreyting getur að einhverju leyti lagað þes- sa stöðu og hún verður að koma til,“ sagði Kristján Ragnarsson. Stokkhólma- Rauður veginn af ásetningi — segir eigandi hestsins Stóðhesturinn Stokkhólma-Kauður 618 frá Kolkuósi, sem skotinn var í haga norður í Skagafirði fyrir tæpum tvcimur árum, var ekki fórnarlamb voðaskots, heldur var hann veginn af ásetningi, segir Halldór Sigurðsson, eigandi hestsins, meðal annars í sam- tali við Morgunblaðið í dag. — Rauð- ur 618, sem á sínum tíma var talinn einn fremsti kynbótahestur landsins, fannst sem kunnugt er dauður í stóði sínu vorið 1982, og hafði hann verið skotinn í ennið. Dráp hestsins vakti mikla athygli á sínum tíma og fór fram lögrcglurannsókn á málinu, en það hefur aldrei upplýstst. í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Halldór meðal annars: „Það var engin tilviljun að hesturinn var drepinn. Það þurfti að ganga langa leið til að skjóta hann, hann var valinn úr stóru stóði sem þarna var á beit, og hæfður mitt í ennið. Það er engin tilviljun, það þurfti bara að ryðja hestinum úr vegi.“ Sjá viðtal við Halldór: „Gull- smiðurinn og hestamaðurinn eru tveir menn — en þeir eru perlu- vinir" á blaðsíðum 58 til 61 í Morgunblaðinu í dag. Ungbarn í bráöaaðgerð til London i Crl* Morgunblaðiö/Friðþjófur Helgason. Elzti íslendingurinn 105 ára á morgun: Klæðist á hverjum degi og gerir sína daglegu leikfimi „LÍKLEGA getur maður orðið þetta gamall af því að vera nægjusamur og atorkusamur allt sitt líf,“ voru orð Jennýjar Guðmundsdóttur, elsta núlif- andi íslendingsins, þegar Morgunblaðið heimsótti hana á Vífilsstaði. Jenný heldur á morgun, þann 23. janúar, upp á 105 ára afmæli sitt og hafa aðeins þrír íslendingar náð hærri aldri, þær Halldóra Bjarnadóttir, 108 ára, Helga Brynjólfsdóttir, 106 ára, og María Andrésdóttir, 106 ára. Jenný er fædd á Bakka i Land- ursforsetinn okkar ern og hress. eyjum, 23. janúar 1879, dóttir Kristínar Jónsdóttur og Guð- mundar Diðrikssonar. Árið 1904 fluttist Jenný til Vestmannaeyja ásamt manni sínum, Jóni Guð- mundssyni. „I Vestmannaeyjum vann ég alla almenna vinnu og þar var lífvænlegt að búa,“ sagði Jenný. Hún bjó í Eyjum þar til gos hófst árið 1973, og fluttist þá á Vífils- staði. Var það í fyrsta sinn sem hún kom á höfuðborgarsvæðið. Sagði Jenný að sér líkaði vistin á Vífilsstöðum prýðisvel og hún kynni Hrafnkeli Helgasyni yfir- lækni og starfsfólki hans bestu þakkir fyrir. Þrátt fyrir langa lífdaga er ald- Hún klæðist á hverjum degi, gerir sína daglegu leikfimi og notar ekki gleraugu, þrátt fyrir að sjón- inni sé farið að hraka. Jenný er hannyrðakona mikil og hefur hennar helsta tómstundagaman löngum verið að hekla. Bar sú handavinna sem blaðamaður sá í heimsókninni vitni um að þar fór saman handlagni og listrænt auga. Ekki vildi Jenný meina að hún heklaði mikið núorðið, en þegar blaðamaður gaut augunum að hespu sem stóð á náttborðinu sagði hún: „Jú, ég tek nú í hana stundum og hef gaman af þessu dundi.“ Brosti síðan í kampinn og sagði: „Ja, segir ekki einhvers- staðar að tvisvar verði gamall maður barn?“ Ljósm. Mbl./ RAX Jenný Guðmundsdóttir, 105 ára, elsti núlifandi íslendingurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.