Morgunblaðið - 05.02.1984, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984
54
Úr heimi kvikmyndanna:
Krikmyndahátíð
1984
land í Brest. Fólkið sem hann
hittir verður þrælar hans. Hann
myrðir Vic félaga sinn meö köldu
blóði til þess aö fá frjálsar hend-
ur aö selja Nónó vændisbús-
stjóra allt þaö ópíum sem félag-
arnir smygluðu í land. Morðiö
kemst ekki upp svo Querelle
ákveður aö velja sjálfur eigin
refsingu. Hann lætur Nónó
nauöga sér og kemur síðan Gil
nokkrum í hendur lögreglunnar
sem moröingja Vics."
í heimildarmyndinni um „Quer-
elle" bað Fassbinder um að
ákveönir textar yrðu notaöir og
þar á meðal var sagan sem hann
sagöi af því þegar hann eitt sinn
var á göngu í smábæ einum og
maður gekk fram á hann og
sagöi: „Þér líkist leikstjóranum
fræga, Rainer Werner Fassbind-
er.“ „Hann er alltof frægur til
þess aö vera á gangi hér á þess-
ari götu," svaraði Fassbinder.
Þannig eru til margar sögur um
þennan þýska leikstjóra. Þegar
hann lést sagöi einn vinur hans:
„Menn héldu aö Rainer langaöi til
aö veröa Orson Welles en í raun
var þaö Marilyn Monroe sem
hann vildi líkjast."
Kanada
Ein mynd er frá Kanada á há-
tíöinni, „The Gray Fox" eöa
Bragöarefurinn, frá 1983. Leik-
stjóri er Philliþ Borsos. Myndin er
byggö á sannri sögu af Bill
nokkrum Miner, sem var „heiðar-
legur" þjófur j Bandaríkjunum og
Kanada á seinni hluta 19. aldar
og fyrri hluta þeirrar tuttugustu.
Bill var þjóövegaræningi sem
sérhæföi sig í ráni póstvagna.
Hann var handtekinn fyrir morö
og sat í 33 ár í hinu illræmda San
Quentine-fangelsi. Hann var orö-
inn aldraöur maöur þegar hann
var látinn laus og haföi þá heim-
urinn tekiö miklum breytingum.
Ein var sú aö í staö póstvagna
voru komnar járnbrautarlestir.
Þaö var fátt sem honum stóö til
boöa gömlum manninum svo
hann tók upp sitt fyrra líferni,
nema nú réöist hann á lestir og
rændi þær i staö póstvagnanna
áöur og hróöur hans sem lestar-
ræningja barst víöa. Áöur en
langt um leiö var hann eftirlýstur
á nýjan leik um Bandaríkin og
Kanada
Bretland
Ein bresk mynd er á hátíöinni,
„The Draughtsman's Contract"
eöa Teiknarinn. Leikstjóri hennar
er Peter Greenaway en meö aö-
alhlutverk fer Anthony Higgins.
Myndin gerist á Englandi sumar-
iö 1694. Teiknarinn er metnaö-
arfullur glæsilegur ungur maöur
sem feröast um milli landsetra og
gerir snyrtilegar teikningar af hí-
býlum og húsum fólks gegn
vægu gjaldi. Á einu hallarsetrinu
lætur hann til leiöast aö gera
myndaröö af höllinni sem kona
hallareigandans ætlar aö koma
húsbóndanum á óvart meö.
Teiknarinn vill fá borgaö í fríöu
og reynist konan undarlega fús
til samninga. Dóttirin fer einnig
fram á samskonar viöskipti.
Teiknarinn nýtur lífsins i botn og
gerir sér enga grein fyrir aö veriö
er aö gera hann aö vitorösmanni
í morömáli. Á endanum tekur
hann aö gruna eitt og annaö en
endalokunum heföi hann aldrei
óraö fyrir.
Finnland
Ein mynd frá Finnlandi er sýnd
á hátíöinni og heitir hún „Jon"
eöa Jón. Hún er frá 1983 og leik-
stjóri er Jaakko Pyhalá. í sýn-
ingarskrá segir aö myndin um
Jon hafi vakiö einna mesta at-
hygli finnskra mynda á síöustu
árum. Hún segir frá Joni sem bú-
inn er aö fá sig fullsaddan af
slæpingjahætti t Helsinki. Hann
gengur í skrokk á vinkonu sinni
vegna misklíöar og flýr borgina
undan lögreglunni. Hann ræöur
sig í vinnu á smáeyju nyrst í Nor-
egi þar sem hefst viö skrautlegt
samfélag manna í nágrenni viö
heljarmikla herstöö. Jon veröur
aöalstjarnan í heimildarmynd um
farandverkamenn sem sænska
sjónvarpiö er aö gera og á meö-
an á upptökum stendur kynnist
Jon náunga sem er ekki bara
fiskimaður og olíubormaöur
heldur líka blaöamaöur, rithöf-
undur og heimshornaflakkari.
Indland
Kvikmyndagerö á Indlandi
stendur með miklum blóma þó
sjaldan berist myndir þaöan
hingaö upp til íslands. Kvik-
myndahátiöin býöur nú uppá
eina indverska kvikmynd og heit-
ir hún á frummálinu „Kahrij" sem
þýtt hefur veriö á íslensku sem
Afgreitt mál. Myndin er frá síö-
asta ári og leikstjóri er Mrinal
Sen. I sýningarskrá hátiöarinnar
segir aö Sen eigi þegar langan
feril aö baki og er hann oft
nefndur í sömu andrá og Satyajit
Ray sem þekktastur er ind-
verskra kvikmyndahöfunda á
Vesturlöndum. Sagan í myndinni
er á þessa leiö: Krakki í þjónustu
millistéttarfjölskyldu í Kalkútta
deyr á voveiflegan hátt lokaöur
inni í eldhúsi. Fjölskyldan, hjón
og ungt barn þeirra, höföu fram
aö þessu lifaö áhyggjulausu lífi
en nú snýst þaö lif upp í martröö.
Allir vilja bjarga eigin skinni á
annarra kostnaö.
— Aörar myndir
og gestir —
Hér hefur í stuttu máli veriö
tæpt á nokkrum þeirra mynda
sem Kvikmyndahátiö 1984 býöur
uppá. Plássleysisins vegna er
ekki hægt aö greina frá öllum
þeim myndum sem standa
mönnum til boöa á hátíðinni.
Ónefndar eru tvær myndir frá
Danmörku, „Historien om Kim
Skov" og „Parallel Corps", filipp-
ínska myndin „Bona", kínverska
myndin „Minningar mínar um
gömlu Peking", hollenska mynd-
in „Smaak van Water" eöa
Vatnsbragö, sem hlaut Gulljóniö
á Feneyjahátíðinni 1982 fyrir
fyrstu mynd, sænsku myndirnar
„Hemligheten" eöa Leyndarmál
og „Mot at leva", Lífsþróttur, og
loks má nefna sovésku myndina
„Vokzal dlia dvoih" eöa Braut-
arstöö fyrir bæöi eftir Eldar Riaz-
anov.
Listahátíö í Reykjavík hefur
boöiö nokkrum erlendum gest-
um til aö vera viö opnun kvik-
myndahátíöarinnar. Má þar
nefna kvikmyndatökumanninn
Tony Forsberg sem kvikmyndaði
„Hrafninn flýgur", Peter Cowie
frá Bretlandi sem er ritstjóri Int-
ernational Film Guide og er sér-
fræöingur í kvikmyndum Noröur-
landa, Yves Boisset frá Frakk-
landi sem leikstýrir myndinni
Áhættuþóknun sem minnst var á
hér aö framan, Jack Hofsiss frá
Bandaríkjunum sem er leikstjóri
myndarinnar Darraöardans og
kvikmyndaleikstjórann banda-
ríska John Waters, en þrjár
mynda hans eru á hátíöinni.
Kvikmyndahátíðina er aö finna
í Regnboganum og stendur hún
til 12. febrúar.
Samantekt: — ai.
HAFA New Line
Sænskar baðinnréttingar í sérflokki sem henta inn á öll baðherbergi. Fáan-
legar af lager. w -j m m w-k m
Vald Poulsen
Suðurlandsbraut 10, sími 86499.
RENAULT 18
GÆÐABÍLL Á GÓÐU VERÐI
Getum nú boöiö örfáa Renault 18 fólksbíla og stationbíla
á einstaklega hagstæöu veröi eöa frá aðeins kr. 337.000.-
OPIÐ LAUGARDAGA KL. 1-5.
RENAULT - SPARNEYTINN, RÚMGÓÐUR
OG TRAUSTUR
<$> KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANOSBRAUT 20, SÍMI 86633