Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984 59 Dökkir menn í dökkum hestum leggja til orrustu. Fremstir eru þeir Helgi Skúlason og Egill Ólafsson í hlutverkum sínum. hliðina snertir en aðrar íslenskar myndir sem fram hafa komið að undanförnu. Á það ekki síst við um kvikmyndatöku Tony Forsberg, en hann á að baki langan og litríkan feril við kvikmyndagerð. Forsberg starfaði við kvikmyndafélagið Europa Film í Stokkhólmi á árunum 1954 til 1965 er hann varð meðeigandi í Aspect Film ásamt Calvin Floyd. Aspect Film hefur framleitt fjórar stórar kvikmyndir, leik- stýrðum af Floyd og teknar af Forsberg, en þær eru „Champagne Rose is Dead“ 1971, „In Search of Dracula" 1976, „Victor Frankenstein" 1978 og „The Inn of the Golden Dragon" 1980. Auk þess hefur fé- lagið framleitt sjónvarpsmyndir víða um heim. Forsberg hefur að auki kvikmyndað 34 stórar kvikmyndir frá árinu 1961 og má þar m.a. nefna: „A Sunday in September" (leikst. J. Donner 1961), „Faust" (M. Sman 1963), „The Coffin" (LM Lindgren 1965), „Ulysses goes on Holiday" (G. Skalenakis 1966), „The Daily Fable" (T. Chanowski 1971), „Flossie" (M. Ahlberg 1975), „Sum- mer Paradise" (G. Lindblom, framl. Inge- mar Bergman, 1977), „My Beloved" (K. Grede, framl. I. Bergman, 1977), „Adven- tures of Picasso (T. Danielsson 1978), „The Lorry" (A. Mattson 1978), „Linus" (V. Sjöman 1979), „Sally and her Liberty" (G. Lindblom, framl. I. Bergman 1980), „I am Blushing" (V. Sjöman 1980), „Operation Leo (H. Hederberg 1981). Auk þess má nefna að Forsberg hefur að undanförnu stjórnað myndatöku á öðrum hluta „Fanny and Alexander" undir leikstjórn Ingemar Bergman. Eins og sjá má á þess- ari upptalningu er hér enginn aukvisi á ferðinni og ber „Hrafninn flýgur" þess merki að þar hefur fagmaður haldið á vél- inni. Viö upptöku á „Hrafninn flýgur". Helgi Skúlason mundar bogann. Leikstjórinn, Hrafn Gunnlaugsson, athugar sjónarhornió í vélinni og hjá stendur kvikmyndatökumaðurinn Tony Forsberg. Annað sem ástæða er til að vekja at- hygli á er hljóðsetning myndarinnar og tónlist danska tónskáldsins Hans-Erik Philip, sem á að baki mikið starf við leik- hús, kvikmyndir og sjónvarp í heimalandi sínu. En þótt hér hafi útlendur maður haldið um tónsprotann hefur hann notfært sér sérkennileg einkenni íslenskrar tón- listar og má þar m.a. benda á skemmtilega útfært stef úr „Sprengisandi", sem gengur aftur og aftur í gegnum atburðarásina. Hin rammíslensku einkenni myndarinnar gill Ólafsson í hlutverki bróöur i Þórðar. Helgi Skúlason og Gottskálk Sig- urösson í hlutverkum feöganna. eru svo undirstrikuð af umhverfinu, þar sem myndin er tekin, og er það í rauninni kapítuli út af fyrir sig. Hið sama má segja um leikmynd og bún- inga, en leikmyndina hannaði Gunnar Baldursson í samvinnu við íslensk nátt- úruöfl. Útiatriði eru flest tekin við Drangshlíð undir Eyjafjöllum, á söndun- um við Dyrhólaey og að Skipahelli austan við Vík í Mýrdal. Og eftir að hafa séð myndina finnst manni einhvern veginn að staðurinn hefði ekki getað verið betur val- inn. Á það einkum við um bæjarstæði Þórðar, þar sem leikmyndin fellur sérlega vel að umhverfinu, undir hrikalegum hamrinum. Karl Júlíusson hannaði bún- inga og koma þeir skemmtilega á óvart. í íslendingasögunum segir frá köppum í litklæðum, með skrautlegar beltisspennur og ennishlöð. Karl hefur hér ekki farið SJÁ NÆSTU SÍPÍT Gestur, aóalpersónan í „Hrafninn flýgur“, leikinn af Jakob Þór Einarssyni. Hafði ómælda ánægju af gerð myndarinnar segir Helgi Skúlason sem fer með hlutverk Þórðar goða Helgi Skúlason í hlutverki Þórðar goöa. „Fyrsta filman mín var Brekku- kotsannáll og síðan lék ég í Para- dísarheimt, Útlaganum og svo í Húsinu í fyrra, þannig að þetta er nú ekki alveg ný reynsla fyrir mig,“ sagði Helgi Skúlason, sem fer með hlutverk Þórðar goða í kvikmyndinni „Hrafninn flýgur1*. „En þetta er það stærsta sem ég hef gert á þessu sviði og ég hafði ómælda ánægju af samvinnunni við gerð þessarar myndar og einn- ig af því að takast á við þetta hlut- verk,“ sagði Helgi ennfremur. „Hlutverkið höfðaði strax til mín, eftir að ég hafði lesið frum- gerðina að handritinu sem Hrafn lét mig fá og ég hafði mjög gaman af að fást við þetta verkefni. Það var virkilega ánægjulegt að vinna þetta, bæði með Hrafni og kvikmyndatöku- manninum Tony, þrátt fyrir þessar óblíðu aðstæður í sumar, en myndin var tekin meira og minna í roki og kulda, og í þess- um skinnflíkum hans Kalla, sem eru í rauninni kapítuli út af fyrir sig. Þarna er búin til alveg ný ímynd af klæðaburði landnáms- manna, sem ekki er ólíklegt að sé nærri raunveruleikanum þegar allt kemur til alls. Þetta er mjög djörf tilraun hjá Hrafni. Hann býr til sínar eigin hugmyndir af sögusviðinu og líf- inu á þessum tíma. Það er búið að berja inn f okkur ákveðna ímynd af glæsileik fornmanna, en þarna fleygir hann þessari hefðbundnu lýsingu á landnáms- og söguöldinni. Vopnabúnaður- inn er annar, hýbýlin öðruvísi svo ekki sé talað um skinnflík- urnar. Hugmyndin að hýbýlun- um er mjög góð að mínu mati. Húsin eru byggð hálf inn í hella og síður en svo fráleitt að hugsa sér að þannig hafi það einmitt verið. Nú svo má einnig segja að sjálfir mennirnir séu ekki alveg sömu glæsimennin og sögurnar segja okkur. En ég held að þegar allri hetjudýrkun sleppir og ef við tökum af okkur þessi ljós- bláu gleraugu að menn geti fall- ist á, að kannski hafi þetta ein- mitt verið svona. Ég get alla vega sætt mig við að þessi lýsing sé frekar sannleikanum sam- kvæm. Það var tiltölulega auðvelt að setja sig inn í þessar aðstæður. Maður fór í þennan búning og eftir augnablik fannst manni ekkert sjálfsagðara og eðlilegra. Manni fannst það nánast an- kannalegt að fara aftur í sín eig- in föt þegar myndatökunni var lokið á kvöldin. Ég hef ekki enn séð myndina í heild og er spennt- ur að sjá hvað út úr þessu kem- ur. Þetta er mjög djörf tilraun, en heiðarlega unnin. Hrafn veit hvað hann vill.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.