Morgunblaðið - 05.02.1984, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984
60
H RAFNINN
FLÝGUR
nákvæmlega eftir sögulegum heimildum
um giæsilega búninga heldur einnig tekiö
mið af því efni sem fyrir var á þessum
tíma svo og aðstæðum. Söguhetjurnar eru
auk þess illa rakaðar og grútskítugar enda
hafa menn sjálfsagt haft um annað að
hugsa en hreinlæti við þessar aðstæður.
En allt frá því er hinir norrænu víkingar
birtast fyrst á tjaldinu fær maður á til-
finninguna að einmitt þannig hafi þetta
sennilega verið. Ofan á þetta bætist svo að
myndin er tekin illviðrasumarið 1983 og
bera sum atriðin þess glögg merki, þar
sem menn öskra upp í vindinn og vaða
drulluna í hné í blautum skinnfötunum.
Fyrir bragðið verður myndin trúverðugri
en ella því auðvitað hefur verið rok og
rigning á íslandi á landnámsöld, ekki síður
en nú.
Tilbúningur og raunveruleiki
Leikarar eru allir íslenskir og með aðal-
hlutverk fara Jakob Þór Einarsson, sem
leikur Gest, Edda Björgvinsdóttir sem
leikur systur hans, Helgi Skúlason og Flosi
Ólafsson í hlutverkum þeirra fóstbræðra
Þórðar og Eiríks, Egill Olafsson sem leik-
ur bróður Þórðar, Gottskálk Sigurðsson
sem leikur son írsku konunnar og Þórðar
og Sveinn M. Eiðsson sem leikur einn af
mönnum Eiríks. Fleiri mætti nefna sem
einnig skila sínu með miklum ágætum þótt
skemur njóti við. Að mínu mati hefur
þeim, ásamt leikstjóranum, tekist að
skapa trúverðuga mynd af fóikinu og líf-
inu í landinu á þessum tíma. Að vísu er
þetta fólk talsvert frábrugðið þeim hug-
myndum sem ég hafði gert mér af land-
námsmönnum samkvæmt bókunum, en
eftir á að hyggja gæti þetta allt eins hafa
verið svona.
Hrafn Gunnlaugsson er leikstjóri og
höfundur myndarinnar „Hrafninn flýgur“.
Og það er ekki aðeins hrafninn sem flýgur
heldur hefur hugmyndaflug höfundar
einnig fengið byr undir báða vængi. Hér er
ekki stuðst við sögulegar heimildir heldur
hefur Hrafn skapað þessari sögu sinn eig-
in heim. Sagan er tilbúningur, en hefði allt
eins getað gerst, og eitthvað svipað þessu
hefur sjálfsagt oft átt sér stað á öllum
tímum víðsvegar um heiminn. Atburða-
rásin er spennandi og dramatíkin fær að
njóta sín og söguþráðurinn svo skýr, að
ekki ætti að vefjast fyrir neinum um hvað
atburðirnir snúast. Menn eru vegnir, eins
og óhjákvæmilegt er í umfjöllun um slíka
atburði frá víkingaöld. Þau atriði ættu þó
ekki að fara fyrir brjóstið á neinum og
sjálfsagt verða einhverjir fyrir vonbrigð-
um með að Hrafn skuli ekki hafa gefið
þann höggstað á sér að þessu sinni.
Heiðursþátttaka í Berlínarhátíð
Að lokum skal þess getið, að Hrafni
Gunnlaugssyni hefur borist bréf frá for-
svarsmönnum kvikmyndahátíðarinnar í
Berlín, þar sem „Hrafninn flýgur" er boðin
heiðursþátttaka (Sondervorstellung) í að-
aldagskrá hátíðarinnar, sem haldin verður
nú í febrúar. Að dómi þeirra ber myndin
með sér framúrskarandi tilraun í sögu-
legri kvikmyndagerð eða eins og segir í
bréfinu: „Seeing your film we were soon
captured by this outstanding effort in
combining history and cinematography.
One can say: These images will sur-
vive ... “
M á af þessu ráða að „Hrafninn flýgur"
hefur þótt hin athyglisverðasta hjá þeim
kvikmyndahátíðarmönnum, en hátíðin í
Berlín er ein hin virtasta sinnar tegundar
og er þetta því mikil viðurkenning fyrir
aðstandendur myndarinnar og ætti um
leið að geta orðið lyftistöng fyrir íslenska
kvikmyndagerð í framtíöinni.
Sv.G.
Það erfíðasta sem ég hef lent í
segir Edda Björgvinsdóttir
sem leikur írsku konuna
Edda Björgvinsdóttir i hlutverki (rsku konunnar, stillir sér upp fyrir
framan Ijóskastarann í upptöku i einu atrióanna í „Hrafninn flýg-
ur“.
„ÞetU er fyrsU og eina kvik-
myndin sem ég hef leikið í og var
því mikil reynsla fyrir mig,“ sagði
Edda Björgvinsdóttir, sem leikur
írsku konuna í „Hrafninn flýgur“.
Edda er fyrst og fremst þekkt sem
gamanleikkona og hefur komið
víða við á því sviði að undanfornu,
svo okkur lék forvitni á að viU
hvort það hefði ekki einnig verið
ný reynsla fyrir hana að koma
fram í þessu fremur alvarlega hlut-
verki í myndinni.
„Fyrsta hlutverkið sem ég
fékk eftir að ég lauk prófi frá
skólanum var að vísu mjög al-
varlegs eðlis. Það var í „Sonur
skóarans og dóttir bakarans"
eftir Jökul Jakobsson, en þar lék
ég handalausa stúlku frá Víet-
nam, sem var ákaflega alvarlegt
hlutverk. Síðan hef ég í rauninni
ekki þurft að takast á við neitt
alvarlegt verk, sem höfðar til til-
finninganna, fyrr en nú, þannig
að það má kannski segja að þetta
hafi verið ný reynsla hvað það
varðar. Alla vega var þetta gjör-
ólíkt öllu sem ég hef áður reynt,
bæði þetta að leika í kvikmynd
og svo hlutverkið sjálft.
Ég féll strax fyrir handritinu
um leið og ég las það fyrst. Bæði
fannst mér það spennandi og
manneskjuleg. Ég hef aldrei ver-
ið neitt sérlega spennt fyrir
þessum tíma eða íslendingasög-
unum yfirleitt, en það að þurfa
að færa sig svona aftur í tímann
og leika manneskju, sem á mann,
bróður og og barn, vakti mig á
vissan hátt til umhugsunar um
lífið í landinu á þessum tíma.
Maður hefur alltaf litið á þessar
sögur sem einhverjar hasarsög-
ur, þar sem menn höggva mann
og annan, en lítið hugsð um, að á
þessum tíma bjó hér venjulegt
fólk, sem átti við sín vandamál
að glíma, bæði stór og smá, rétt
eins og fólk sem uppi er í dag.
Vinnan við gerð myndarinnar
var lífsreynsla út af fyrir sig.
Aðstæður vord mjög frumstæð-
ar og slæmt veður angraði okkur
þannig að það má segja að þetta
hafi verið hörð lífsbarátta, bæði
hjá leikurum og tækniliðinu. Það
er ótrúlega mikil og erfið vinna í
sambandi við gerð svona mynd-
ar. Ég hafði aldrei hugsað út í
það fyrr en ég reyndi það sjálf.
Maður fór í bíó og sat þar í tvo
tíma og leyfði sér svo að dæma
hvernig til hefði tekist. Eftir
þessa reynslu fer ég á bíó með
öðru hugarfari.
Að leika í kvikmynd er gjör-
ólíkt því að leika á sviði. Kvik-
myndin er tekin upp í bútum og
hlaupið fram og aftur í tíma
þannig að maður þarf á fáum
mínútum að setja sig inn i
eitthvert hugarástand, sem fylg-
ir því atriði sem verið er að taka
hverju sinni. Síðan er kannski
stoppað og tekið aftur, og maður
þarf þá aftur að skutlast inn í
þetta hugarástand. Ég held að
þetta sé það erfiðasta en jafn-
framt það skemmtilegasta sem
ég hef lent í.“
Læknastofa
Hef opnaö stofu aö Álfheimum 74, tímapantanir í
síma 86311.
Siguröur Stefánsson, sérgrein:
Háls-, nef- og eyrnalækningar.
fUtripmMitMÞ
Gódan daginn!
GET BÆTT VIÐ
VERKEFNUM
þorsteinn ThorlacLis
Vidskiptafræöhgur
Laugavegi 116 -105 ReykjcMk
Simi17850
TELEX 2168 BRAGA IS.
Sl JZUKI Opiö 13—17. BÍLASÝf ^ Sveinn Ea 4ING i dag. ilsson hf
Nýr Suzuki SA 310. suzukjI Skeifan 17, sími 85100 M M M M M M M