Morgunblaðið - 05.02.1984, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1984
66
Jón Hilmar Jónsson gluggar í seólasafnið. Guðrún Kvaran blaðar í gömlu orðabókarhandriti.
Fyrstu skrefín
til undirbúnings
útgáfu Orða-
bókar Háskólans
„ÍÍTARFSEMI OH hefur lengst af
að langmestu leyti beinst að orð-
töku og orðasöfnun. Að undan-
förnu (síðasta árið eða svo) hefur
aukin áhersla verið lögð á að at-
huga og hefja lýsingu á því efni
sem söfn OH hafa aö geyma. Segja
má að hér hafi menn tvennt í huga.
Annars vegar er talið rétt að fara
að stíga fyrstu skrefin til undir-
búnings útgáfu orðabókar og at-
huga hvaða aðgerða er þörf í því
sambandi. Hins vegar, og það fer
að nokkru saman við hið fyrra, er
mikilvægt að gera orðasafnið sem
aðgengilegast þeim sem þar þurfa
að leita vitneskju um orðfræðileg
efni,“ sögðu þau Guðrún Kvaran
og Jón Hilmar Jónsson.
„Fyrirhuguð orðabókarútgáfa
og öll orðabókargerð sem byggist
á svo gríðarlega miklu efni
krefst þess að hægt sé með ein-
hverju móti að skrá efniviðinn
(þ.e.a.s. orðaforðann eða orða-
safnið) þannig að einstakir þætt-
ir séu samtengjanlegir, hægt sé
að flokka og greina efnið á ýmsa
vegu (ná t.d. saman einstökum
orðflokkum, orðstofnum eða orð-
liðum inni í orðum hvar sem við-
komandi orð eru í stafrófsröð-
inni o.s.frv.). Með því móti einu
er hægt að ná fram samræmdri
lýsingu þess orðaforða sem birt-
ur yrði í orðabók, þ.e. með þvf að
gera einstökum efnislegum
áföngum skil hverjum fyrir sig.
Engin leið er að ganga frá
ákveðnum hluta stafrófsins (t.d.
byrjun þess) fyrr en orðaforðinn
hefur að mestu leyti verið
greindur með slíkt samhengi í
huga. Þá þarf einnig að liggja
fyrir áður en farið er að steypa
saman efni í stafrófsröð hvert á
að vera umfang orðabókarinnar
í heild og fyrirferð einstakra orð.
Það er því afar langur vegur frá
fyrstu hugmyndum um snið
orðabókar þar til hún getur farið
að birtast í prentuðu formi. Af
þessum ástæðum telja menn að
það sé nú þegar tímabært að
huga að þeirri greiningu og lýs-
ingu safnsins sem er undirstaða
allrar skynsamlegrar útgáfu
hvenær sem af henni getur orð-
ið. — Slík athugun og lýsing á
safninu yrði ekki aðeins gagnleg
fyrir eitt tiltekið orðabókarverk,
heldur kemur hún að marghátt-
uðum notum við orðfræðileg og
önnur málfræðileg viðfangsefni,
bæði fyrir starfsmenn stofnun-
arinnar og aðra, þ.ám. fræði-
menn og námsmenn, sem til
stofnunarinnar leita.
Þrátt fyrir mikla orðtöku í
langan tíma er mikið eftir af rit-
um sem nauðsynlega þarf að
orðtaka, einkum frá þessari öld,
en orðtaka frá fyrri öldum er
heldur ekki fullnægjandi. Nokk-
uð hefur verið unnið að því að
undanförnu að athuga að hverju
orðtakan þurfi helst að beinast,
hvaða skörð þurfi einkum að
fylla. Gerð hefur verið lausleg
orðtökuáætlun þar sem einstök-
um sviðum eða efnisflokkum
hefur verið áætlaður ákveðinn
tími. Lítillega er byrjað að vinna
eftir þessari áætlun, en mann-
afla skortir til þess að hægt sé
að fylgja henni eftir af fullum
krafti. Rétt er að taka fram að
ekki er verið að hugsa um að
ljúka orðtöku eftir svo og svo
langan tíma, heldur stunda hana
á sem markvissastan hátt. Stöð-
ug orðtaka hlýtur að þurfa að
eiga sér stað hér eftir sem
hingað til, og henni verður ekki
hætt þó unnið verði að öðrum
verkefnum samhliða.
Til þess að móta aðferðir við
orðalýsingu og athuga þann
efnivið sem söfn OH hafa að
geyma var hafist handa við það
fyrir rösku ári að semja lýsingu
allmikils fjölda orða út frá þeim
dæmum sem um þau er að finna
í söfnum OH. Alls munu þetta
vera orðin u.þ.b. 800 orð, mis-
jafnlega „stór“ og tímafrek að
sjálfsögðu. Einn liður í þessari
athugun var að semja lýsingu á
samfelldri orðarunu sem tekur
til einnar opnu í Orðabók Blön-
dals (roskinn — rúm). Með þessu
fékkst bvsna fróðlegur saman-
burður. A þessari opnu í Bl. eru
rösklega 200 orð. A sama staf-
rófsbili eru rösklega 1100 orð í
söfnum OH. Mikið af því er auð-
vitað samsetningar sem mis-
jafnlega mikið erindi eiga í orða-
bók, sum ekkert. Af þessum
fjölda voru valin rúmlega 500
orð til lýsingar í eins konar orða-
bókarsýnishorn. Það fór svo eftir
vægi orðanna og dæmafjölda
hversu mörg dæmi voru sýnd
með hverju orði. Allmikið fór
fyrir dæmum eins og venja er í
stórum sögulegum orðabókum.
Skýringar voru samdar við orðin
og að öðru leyti gengið frá lýs-
ingu þeirra sem líkast því og um
lýsingu í orðabók væri að ræða.
Alls urðu þetta um 80 síður yél-
ritaðar. Ef samanburðurinn við
Bl. er látinn gilda fyrir slíka
„orðabók" í heild (þ.e. lýsingu
alls safnsins með sama sniði)
yrði hún u.þ.b. 50 þúsund vélrit-
aðar síður. Það er svo önnur
saga hversu mikinn tíma slíkt
verk tæki, undirbúningsvinnan
þarf að vera mikil og markviss,
og með þeim fáu starfsmönnum
sem hér eru nú er sýnt að mjög
hægt mun miða.
Nú upp á síðkastið hefur verið
unnið að því að móta nýjar að-
ferðir við að skrá og lýsa ein-
stökum orðum eins og þau koma
fram með öllum sínum dæma-
fjölda í safninu, og eru þá
ákveðnir hlutar orðaforðans,
ákveðnir orðaflokkar t.d., teknir
fyrir í einu. Stefnt er að því að
þessi lýsing verði sett fram á
sem kerfisbundnastan hátt og í
tölvutæku formi þannig að
greiður aðgangur sé að sem
flestum atriðum sem máli skipta
við orðabókarundirbúninginn og
önnur orðfræðiverkefni," sögðu
þau Guðrún og Jón Hilmar.
Líklega yrði tíma-
frekt að vinna mynd
eins og þessa með
því að fara í gegn-
um seðlasafnið,
telja stafafjiilda
orða og finna um
þau elztu dæmin.
Með tölvunni er
leikur einn að fá
þær upplýsingar,
sem á myndinni
koma fram, en hún
sýnir að orð lengjast
eftir þí sem nær
okkur í tíma er far-
ið.
alqjorlaoam
alQ lorwiItqur
• 1huq i
aI1rahanda
•I1>btr
* 1l»h«t<
• ll«h«r.
• 1 •nmjxgu r
alv«rlto<n<
• 1vot «r
<ltyj|«qur
émynt Ivo ••«
<nou«rvoiold
<n<u*<rb;4nu<t<
• «clal »q«r
a«dab1<mtur
indötrim
adj
adj
adj
•dj
•dj
•dj
• 16,
• 16.
• 16.
• 16.
• 16.
• 16.
• 16,
. f 20
,, «20
i, f20
i, «20
,, f 19
,, f«2ó
,,•20
•20
•20
•20
•20
• 17
••17
•20
•20
•20
•20
•20
•20
>,•20
,. «20
i. »16f 17
., »20
i. «20
,. «19
i, »20
• 16
• 16. «20
•16.f18
■16.«20
• 16, f20
El*ta hti*ild
Prophfor». )i,
Htbr. 12. 23
Sér. 8, 20 «(
Jóh. 1 •arq, 1la «QO.)
Dan. 6, 1 (QP. >
1MÓ«. I, 29 <0P. >
2Sa«. S. 9 «QP.>
Malfora. (OP.)
SMÓ*. 32. 62 (QP.>
2Mós. 13. 2 (GP. »
S41m. 80. 3 <80. )
Sir. 37, 31 (OP.)
S>r. 37. 31 (QP.)
J««. 30. 23 <GO. )
2Mó». 28, 30 (QÞ.>
2Sa«. 13. 34 (OP. )
Estk. 16. 22 (QP.>
Sah. 7. 7 (OP. >
Esfk. 2. IO (OP.I
2Mós. 10. 4 <GO. )
2MÓS. 21. 6 <QO. )
EMk. 18. 9 <GO. >
Dó«. 6. 40 <QP. >
Sir. 13. 13 (OP.•
lKonQ. 12. 11 <QP.>
Rut. 2. 2 <QO. )
Soak. 12. 2 <QO.)
Po»t. 13, 13 <QO. )
2Kron. 12. 13 <QP.>
lKonq. 14, 21 IQP.)
lKona. 14. 21 (QP. >
DanFora.. PIIV (QP.)
2Konq. 14. 26 (OP. )
1 Konq. 12, 4 (QP.>
DanFor«. . PlIIr (QP. )
ÍM. 30. 28 <BO. )
Sír. 27. 13 (QP.>
9. 8
(QP. )
Orð úr Guðbrandsbiblíu
Eftir að tölvan hefur verið mötuð á tilheyrandi stað-
reyndum getur hún skilað af sér ýmis konar orðalist-
um. Hér fer á eftir smátt sýnishorn af orðum úr Guð-
brandsbiblíu. Er tölvan þá látin skila af sér lista yfir
orð úr þeirri heimild. Listinn gefur mynd af því hvernig
hvert orð er skráð inni í tölvunni. Fyrst er orðið sjálft,
síðan orðflokkur þess, hér sýndur með latneskum
skammstöfunum, aldur elzta dæmis og hins yngsta,
þegar fieiri en eitt dæmi eru til. sl6 og f20 merkir þá
að elzta heimild um orðið sé frá síðari hluta 16. aldar
og yngsta dæmi frá fyrri hluta hinnar 20. Þá kemur
dæmafjöldi frá einu og upp í fimm. Ef dæmi eru fleiri
en fimm, er notast við táknið > Þá kemur orðgerðar-
merking, og loks er nánar tilgreind elzta heimild:
Plfrjgwt'
Iblnbib
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁFSNBRAUTAFS-
STÖÐINNI
OG Á KASTRUP-
FLUGVELLI
Svedberg
baóskápar
henta öllum
Baöskápar í öllum stæröum frá
Svedberg. Yfir 100 mismunandi
eininga. Hægt er aö velja þær
einingar sem henta best og
raöa saman eftir þörfum hvers
og eins. Hvítlakkaðar, náttúru-
fura eöa bæsaö. Dyr slóttar,
rimla eöa meö reyr. Spegla-
skápar eöa aöeins spegill.
Handlaugar úr marmara blönd-
uöum/polyester. Háskápar,
veggskápar, hornskápar og
lyfjaskápar. Baöherbergisljós
meö eöa án rakvélatengils.
Loftljós og baöherbergisáhöld
úr furu eöa postulíni.
Verðlaunad ,
fvrir gæði
og hönnun svedhebgs
# Nýborgr
Ármúla 23. Sími 86755.
Útsölutlaðir:
Byko, Kópavogi.
Fell, Egilsstöðum.
Gler og málning, Akranesi.
J.L. byggingavörur, Reykjavík.
Kjartan Ingvarsson, Egilsstööum.
Miöstööin, Vestmannaeyjum.
Raftækni, Akureyri.
Smiösbúö, Garöabæ.
Trésmiðjan Borg, Húsavík.
4
iBMMb n
Wterkurog
kj hagkvæmur
auglýsingamióill!