Morgunblaðið - 14.02.1984, Qupperneq 12
MARTIN
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIOJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984
Áður en lagt var af stað til Bláfjalla og nýja lyftan vígð gerðust fimm sveitarfélög aðilar að Hlátjallafólkvangi, til viðbótar
við þau sjö sem fyrir voru. Á myndinni er samningurinn undirritaður. Fyrir framan eru þau Eiríkur Alexandersson,
framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Elín Pálmadóttir, formaður Bláfjallafólkvangsstjórnar og
Stefán Kristjánsson, fþróttafulltrúi og framkvæmdastjóri fólkvangsins. Fyrir aftan standa f.h. Albert K. Sanders,
bæjarstjóri í Njarðvíkum, Ellert Eiríksson, sveitarstjóri í Gerðahreppi, Leifur K. ísaksson, sveitarstjóri í Vatnsleysu-
strandarhrcppi, Jón K. Ólafsson, sveitarstjóri í Miðneshreppi, Anna S. Snæbjörnsdóttir, sveitarstjóri í Bessastaðahreppi
og Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Grindavík.
Fimm sveitarfélög gerast aðilar að Bláfjallafólkvangi:
Nf stólalyfta tekin í notkun
ÞAÐ VAR sannarlega ástæða fyrir
skíðaunnendur á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu til að fagna bættri aðstöðu
þann 7. febrúar sl., þegar vígð var ný
stólalyfta í Bláfjöllum. Nýja lyftan er í
Suðurgili og eru með tilkomu hennar
nú afkastamiklar lyftur í höfuðgiljun-
um þremur. Auk þeirra eru síðan
smærri lyftar inn á milli, en samanlagt
eru lyfturnar í Bláfjöllum átta talsins
og geta þær flutt 7.500 manns upp í
brekkur og á fjallatoppa á sama
klukkutímanum.
Nýja stólalyftan er svipuð lyft-
unni sem er í Kóngsgili. Lyftan er
700 metrar á lengd og fallhæðin er
150 metrar. Hún er af Doppelmayer-
-gerð og var kostnaður við hana, að
kílómetralangri raflínu úr Kóngsgili
og flóðlýsingu meðtöidum, nálega 14
milljónir króna.
Fjölmargir brugðu sér í Suðurgilið
Margir urðu til að óska aðstandend-
um Bláfjallafólkvangs og öllum á
Reykjavíkur- og Reykjanessvæðinu
til hamingju með nýju lyftuna. Hér
sést einn þeirra, Valdimar Örnólfs-
son.
f»; , *;
Bragðað á „Bláfjallatertunni".
Margir urðu til þess að reyna nýju lyftuna. A miðri myndinni er Eysteinn
Jónsson, sem fór fyrstu ferðina ásamt Elínu Pálmadóttur, formanni Bláfjalla-
fólkvangsstjórnar.
þegar lyftan var tekin í notkun, en
Elín Pálmadóttir, formaður stjórnar
Bláfjallafólkvangs, vígði lyftuna.
Fór Elín ásamt Eysteini Jónssyni,
fyrrum ráðherra, í fyrstu ferðina, en
Eysteinn hefur löngum verið mikill
áhugamaður um skíðaíþróttir og úti-
veru af ýmsu tagi. Eftir að menn
höfðu reynt nýju lyftuna og brekk-
urnar beggja vegna hennar var hald-
ið kaffisamsæti í Bláfjallaskálanum.
Þar var á borð borin heilmikil terta,
í laginu eins og skíðasvæðið með
þremur gnæfandi fjailstindum. Á
syðsta tindinum mátti síðan sjá
„skíðalyftu" úr súkkulaði. Fjölmarg-
ir urðu til þess að lýsa ánægju sinni
með nýju lyftuna og óskuðu sér og
öðrum íbúum Stór-Reykjavíkur-
svæðisins til hamingju með hana. En
við þau sveitarfélög sem til þessa
hafa átt aðild að Bláfjallafólkvangi,
Reykjavík, Kópavog, Seltjarnarnes,
Selvog, Hafnarfjörð, Garðabæ og
Keflavík, bættust fimm ný sama
daginn og hin nýja lyfta var vígð.
Það eru Njarðvík, Gerðahreppur,
Vatnsleysustrandarhreppur, Mið-
neshreppur, Bessastaðahreppur og
Grindavík.
Ljósm. Mbl./ KEE
Kammertónleikar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Aðrir kammertónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar Islands voru
haldnir í Gamla bíói um síðustu
helgi. Á dagskránni voru þrjú
verk, Hymni fyrir strengjasveit
eftir Snorra Sigfús Birgisson,
fiðlukonsert í d-moll jftir Mend-
elssohn og C-dúr-Serenaðan eft-
ir Tsjaíkofskí. Ei ileikari var
Þórhallur Birgissrn en stjórn-
andi Andreas Weiss.
Það er vissulega lofsverð nýj-
ung að fá til landsins unga
stjórnendur, þó nokkuð kunni
það að heppnast misjafnlega.
Andreas Weiss virðist kunna sitt
fag, eftir því sem séð verður af
slagi hans og allri uppfærslu
tónleikanna. Asamt því að fá til
landsins ungan erlendan stjórn-
anda var unga fólkið fslenska
einnig með í leiknum að þessu
sinni og er það til marks um að
ný kynslóð gagnmenntaðra
ungra tónlistarmanna er að
eigna sér framvindu tónlistar-
sögunnar í landinu.
Fyrsta verkið á tónleikunum
er eftir Snorra Sigfús Birgisson
og kallar hann það Hymna, áður
verið flutt af Nýju strengjasveit-
inni. Þetta er eins konar hljóm-
fræðidæmi, þar sem stundum
bregður fyrir „renesarls“-hljóm-
skipan, á köflum þægilega
hljómandi en í gerð sinni ekki
merkilegra en hljómsetningar-
dæmi nemenda í hljómfræði.
Það var skemmtilegur svipur
yfir flutningi Mendelssohn-
konsertsins í túlkun Þórhalls
Birgissonar. Þórhallur er snjall
fiðlari og gerði margt mjög vel,
þó nokkuð gætti óstyrks einkum
í upphafi verksins, sem vel er
skiljanlegt, með svo ungan og
lítt harðnaðan fiðlara í þeirri
erfiðu þraut að koma fram á tón-
leikum. Fyrir utan ágætan leik
og stundum mjög góðan, var það
nokkuð til bragðbætis að Þór-
hallur lék á íslenska fiðlu, smíð-
aða af Hans Jóhannssyni og
hvort sem það er að öllu leyti
verk Þórhalls, þá hljómaði fiðlan
Þórhallur Birgisson
mjög vel í höndum hans. Tónn-
inn virðist vera nokkuð hvass og
má vera að það sé vegna þess hve
fiðlan er ný. Hvað sem því líður
er hér enn eitt dæmið um þá
nýju kynslóð er svarar kalli við
þörfum samfélagsins. Það er því
nokkuð til umhugsunar að Hans
Jóhannsson skuli ekki hafa get-
að skapað sér skilyrði til að
vinna verk sín hér heima og hafi
því svo gott sem þurft að flýja
land. Það má vera að fólki hér á
landi muni þykja betra að greiða
honum í erlendum upphæðum
fyrir fiðlur og annað þar að lút-
andi, en í íslenskum peningum
hér heima.
Síðasta verkið var C-dúr-ser-
enaðan eftir Tsjaíkofskí. Verkið
er stórkostleg tónsmíð og var á
köflum vel leikið af fiðlusveit-
inni. Sú nýbreytni að halda
kammertónleika ér lofsverð við-
leitni til að auka fjölbreytni I
tónleikahaldi Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar. Það sem á vantar
er svolítil skerpa í auglýsingum
og fjölmiðlabrambolti, til að ná
því marki að hlustendur fjöl-
menni enn frekar á þessa tón-
leika er til þessa hafa verið mjög
skemmtilegir.