Morgunblaðið - 14.02.1984, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984
13
Ameríkuhótelið
Ameríkuhótelið
Nafn i frummáli: Hótel des Amériques.
Stjórn: André Téchiné.
Handrit: André Téchine og
Gilles Taurand.
Kvikmyndataka: Bruno Nuytten.
Hljóó: l'aul Lainé.
Leikmynd: Jean-Pierre Kohut-Svclko.
Tónlist: Philippe Sarde.
Listahátíð/ 84/ Regnboginn
Patrick Dewaere er einn þessara
undramanna sem ætíð stela senunni
jafnvel þegar stórstirni á borð við
Catherine Deneuve standa þar eigi
allfjarri. Kannski eru það augun
sem dáleiða áhorfandann, en De-
waere hefur þetta sérkennilega blik
í auga sem prýddi James Dean. En
þeir sem guðirnir elska deyja ungir,
Dean ekki nema hálffimmtugur
þegar hann ók sportbíl á tré af slíku
afli að ekki þarf að spyrja að leiks-
lokum og Dewaere lítið eldri þegar
hann féll fyrir eigin hendi. Fróðir
menn hafa tjáð mér að slíkum
hörmungaratburðum fari ætíð
fjölgandi í kreppu. Ekki var að sjá
að kreppti að í lífi Patrick Dewaere
þá hann kastaði sér fram af hengi-
fluginu því hann hafði aldrei haft
meira að gera, önnum kafinn við að
greypa ímynd sína í kvikmyndasög-
una í myndum á borð við „Plein
Sud“ sem Luc Béraud stýrði og „Un
Mauvais fils“ sem Claud Sautet
gerði á því herrans ári ’82.
En kannski var Dewaere ekkert
að látast í þessum myndum, þar sem
hin draumlyndu augu lýsa á víxl ör-
vinglun og ljúfsárum trega, fremur
en í „Hótel des Amériques" þar sem
hann er í hlutverki ungs manns er
hefir þann starfa í sumarleyfisborg-
inni í Biarritz syðst á Atlantshafs-
strönd Frakklands að vísa túristum
um nálæga merkisstaði. Líf þessa
unga manns er svo sem slétt og fellt
á yfirborðinu, en við kynnumst
brátt því helvíti sem hann í raun
gistir. Það er einsog hann nái hvergi
fótfestu og virðist alfarið á valdi
hins ópersónulega túrhests, sem er
aðeins bundinn stutta stund við
hestasteininn. Kannski er þessi rót-
lausi ungi maður afsprengi túr-
hestasamfélagsins, þar sem menn
mála himnaríki á veggi danssalar?
Þó nær hann um stund sambandi
við Héléne (Deneuve) sem starfar
um stundarsakir á spítala staðarins.
En takið eftir, aðeins um stundar-
sakir, því fyrr en varir er Héléne
horfinn í átt til Parísar og hinn ungi
maður stendur einn eftir fyrir fram-
an myndina af himnaríki — túr-
hestavertíðinni er lokið það árið.
Samt ber ekki að skilja þetta svo
að ástarævintýri unga mannsins og
hjúkrunarkonunnar hafi verið í ætt
við Costa del Sol ævintýri slík sem
margir hérlendir kannast við. Hél-
éne vildi bindast hinum unga
manni, en sorgin kom í veg fyrir að
traust tengsl mynduðust milli þess-
ara ógæfusömu persóna. Svo er mál
með vexti að Héléne hafði nýlega
misst ástmann sinn í faðm hafsins
og var því ófær um að bindast á ný
tilfinningaböndum. Sannarlega dap-
urleg mynd: Hótel des Amériques, en
ber ekki kvikmyndahátíð að gefa
sannferðuga mynd af lífinu eins og
því er lifað á filmu?
Skeifan 3h - Sími 82670
Eigum ávallt til
afgreiðslu af lager
öryggisskó og
stígvél með stálplötu
í sóla og stálhettu
* . '
a ta.
4 4 iji*-
Kvikmyndahátíö Listahátídar
Fliótandi himinn
Kvikmyndír
Ólafur M. Jóhannesson
Nafn á frummáli: Liquid Sky.
FramleiðandkSlava Tsukerman 1983.
Handrit: Slava Tsukerman, Anne
Carlisle, Nina Kerova.
Listahátíð / 84 / Regnboginn
í kynningu Listahátíðarnefnd-
ar á kvikmynd Slava Tsuker-
man: Liquid Sky eða Fljótandi
himinn stendur meðal annars:
Hún er gróflega opinská og á all-
an hátt óvenjuleg í stíl, byggingu
og efnismeðferð, enda er efnivið-
urinn sjálfur ekki það sem mað-
ur á almennt að venjast í amer-
ískri kvikmynd: kynlífi, eitur-
lyfjaneyslu, pönkrokki og vís-
indaskáldskap er blandað saman
á svo furðulegan hátt að líklega
er ekki of sterkt til orða tekið
þótt sagt sé að slíkt hafi ekki
sést í amerískri kvikmynd fram
til þessa. „Lítum nánar á þessa
staðhæfingu. Ég er ekki alveg
sammála því að myndin sé gróf-
lega opinská. Að vísu er þar
gengið beint til verks, en frábær
myndataka og stórkostleg tón-
list hefja mynd þess yfir gróf-
leikann, nær væri að kalla hana
ljóðræna, þótt munnsöfnuður
leikaranna sé ekki ætíð eftir
kokkabókum skáldanna. Hvað
efnið varðar þá er illgerlegt að
skilja kynlífið, eiturlyfjaneysl-
una, pönkið og vfsindaskáld-
skapinn eins og þessu er súrrað
saman í myndinni. Er raunar
næsta vonlaust að flokka þann
veruleika sem þarna birtist og
líma á hann aðskiljanlega
merkimiða — veruleika þessarar
myndar verður nefnilega aðeins
lýst með einu orði — þar ríkir
FIRRING.
Liquid Sky lýsir þeirri firringu
sem virðist að finna í ríkum
mæli meðal listmenna stórborga
N-Ameríku. Þannig er listmenn-
inu, sem í þessu tilviki er pönk-
módel, stillt upp fyrir framan
myndavélar kaupahéðna eins og
hverri annarri söluvöru. Ekki
skortir dópid þá listmennið
múðrar og krefst stærri skerfs
af kökunni. Og hvað kynlífið
áhrærir, verður listmennið að
leggjast undir hvaða umba sem
vera skal — önnur leið er ekki
fær á toppinn, sem í þessu tilviki
er heróínvíma. Ekki furða að
listmennið fagni geimálfunum,
sem í myndinni sækja í ópíum
eins og býflugur hunang, en slíkt
efni ku myndast í heila manns á
sælustundum ástalífsins. Þannig
losa geimálfarnir listmennið við
allar afæturnar — umboðs-
mennina, tískuljósmyndarana
leiklistarkennarana, leik-
stjórana. Þeir njóta sælustunda í
faðmi listmennisins sem liggur
undir þeim einsog sérhönnuð
gína keypt í Kínabúð.
Er sérlega áhrifaríkt lokaat-
riði myndarinnar þegar list-
mennið klæðir sig í brúðarkjól
og vafrar uppá þak penthússins
þar sem hinar listrænu pönk-
myndatökur eiga sér stað. Þar
bíða geimálfarnir í fljúgandi
diskinum og hið ófullnægða
listmenni rekur heróínspraut-
una í handlegg — þá fyrst finnur
það þá sælu sem umboðsmenn-
irnir, tískuljósmyndararnir,
1984
leiklistarkennararnir og leik-
stjórarnir hafa lofað og telja sig
geta veitt hinu unga listmenni í
krafti peninga og aðstöðu — en á
samri stundu og heróníð ertir
heilastöðvarnar hverfur list-
mennið í hóp umbanna inní disk-
inn fljúgandi. Listmenninu er
sum sé alls ekki ætlaður staður í
heimi listarinnar.
Ætli sé annars nokkuð farið
að fyrnast yfir lýsingu Voltaire
á hlutskipti leikkvenna einsog
hann lýsir því í Birtíngi: „ ... útá
landsbyggðinni er siður að bjóða
þeim í veitíngahús; í París er
þeim sýnd virðíng ef þær eru
laglegar og þeim er kastað í
skolpræsin þegar þær eru dauð-
ar.“ í Liquid Sky er listmenninu
unga að vísu ekki kastað í
skolpræsi heldur upp í fljótandi
disk, þar nýtur það máski þeirr-
ar virðingar sem á skorti í hinu
lifanda lífi.
STIGIÐ SKREF FRAM
TIL MEIRA ÖRYGGIS
Opwtil kl.19
mánudaga
þriðjudaga
miðvikudaga
fimmtudaga
TT A ri TT ATTD Skeifunni 15
XI ilU 1 Reykjavík