Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984
Innilega þökk til allra þeirra er glöddu mig með heim-
sóknum, gjöfum og skeytum á áttræðisafmæli mínu
þann 5. febrúar. Guð blessi ykkur öll.
Þórdur Ingþórsson,
Sólheimum 14.
VEISLUSALIR
(Obnnt
Fáeinir dagar lausir til
árshátíða og
einkasamkvœma
Við gerum yður tilboð sem
erjitt er að hafna.
Upplýsingar í síma 20132 — 17759
SKRIFSTOFU
STJÓRNUN
Námskeiðið er ætlað skrifstofustjórum og öðrum sem annast
skipulagningu og stjóm á skrifstofum.
Tilgangur námskeiðsins er að kynna stöðu skrifstofu innan fyrirtækja
og hvaða þýðingu starfsemi þar hefur fyrir fyrirtækið í hetld. Gera grein
fyrir hvernig skipuleggja á starfsemi á skrifstofu í heild, hvernig verka-
skiptingu er eðlilegt að koma á og hvernig nýta má ritvinnslu til að auka
hagræðingu verkefna.
Fjallað er um hlutverk skrifstofunnar og gerð grein fyrir þeim verkefnum
sem þar eru unnin. Kynnt verður hvemig stjórnskipulag má hafa á skrif-
stofum, verkaskiptingu og annað varðandi starfsmannahald. Að lokum
verður fjallað um mögulegar hagræðingaraðgerðir og kynnt nýjustu
skrifstofutæki sem notuð verða á skrifstofu framtíðarinnar.
Lelðbeinendur: Sveinn Hjörtur Hjartarson rekstrarhagfræðingur.
Lauk prófi í rekstrarhagfræði frá rekstrarhagfræðideild Gautaborgar-
háskóla 1979. Starfar nú sem rekstrarráðgjafi hjá Hagvangi h/f.
Kolbrún Þórhallsdóttir ritari. Lauk prófi frá Verslunarskóla Islands en
starfar nú hjá Skýrslutæknifélagi Islands.
Tfmi: 1984. 20.-30. febrúar kl. 14-18, samt. 16 klst.
TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU
í SÍMA 82930
Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Starfsmenniunarsjódur Slarfsmannafélags
Kíkisstofnana styrkja félagsmenn sína til þátttöku á þessu námskeidi. Upplýsingar
gefa vidkomandi skrifstofur.
STJORNUNARFELAG
ÍSLANDS ií»23
AF ERLENDUM VETTVANGI
Eftir DREW MIDDLETON
Víetnamski herinn er nú hinn öflugasti í SA-Asíu.
Rússar hafa hreiðrað
vel um sig í Víetnam
BANDARÍSKI flotinn fylgist æ betur með vaxandi umsvif-
um Sovétmanna í Suðaustur-Asíu, einkum og sér í lagi í
herstöðunum í Cam Rahn flóa og Da Nang í Víetnam, eftir
því sem hermálasérfræðingar og diplómatar i Bandaríkj-
unum og Asíu segja. Hafa Bandaríkjamenn, Japanir og
fleiri lönd í næsta nágrenni talsverðar áhyggjur af hinum
sívaxandi herstyrk Sovétmanna, sem nær nú óslitinn í
lofti, á landi og legi frá Síberíu til Víetnam.
Að sögn bandarískra hernað-
arsérfræðinga bendir þetta
til þess að Sovétmenn hafi á síð-
ustu árum verið að styrkja
geysilega stöðu sína. Þeir segja,
að allt frá lokum síðari heims-
styrjaldarinnar hafi Sovétmenn
búið yfir miklum herstyrk í Vla-
divostok og fleiri síberískum
hafnarborgum. Ef til ófriðar
kæmi, væru þær hersveitir vel
staðsettar til að höggva strand-
högg í Japan og Kína. Á hinn
bóginn henta herstöðvarnar ekki
til að láta til skarar skríða í
Suður-Kínahafi, gegn skipalest-
unum sem sigla milli Persaflóa
og Mið-Austurlanda annars veg-
ar og Japan hins vegar.
Meðan á Víetnamstríðinu stóð,
byggði Bandaríkjaher gífurleg
hernaðarmannvirki sem Sovét-
menn njóta nú góðs af í Cam
Rahn. Er þar flotaaðstaða góð og
úrvalsherflugvöllur, sem og í Da
Nang. Vel upplýstir aðilar á
þessum slóðum hafa fullyrt að
uppbygging hernaðarmann-
virkja og herstyrks Rússa hafi
farið ört vaxandi síðustu sex
mánuðina eða svo. Framan af
létu Sovétmenn sér nægja að
fljúga eftirlits- og njósnaflug frá
flugvöllunum í Víetnam, en síðla
á síðasta ári voru sex TU-16-
sprengjuflugvélar, „greifingjar"
svokallaðir, komnar til Cam
Rahn. Einnig eru í höfninni
herskip og kafbátar, auk þess
sem stöðvarnar við Cam Rahn og
Da Nang eru einungis mannaðar
Sovétmönnum.
Frá Cam Rahn geta Sovét-
menn sótt að suðausturhluta
Kína. Þeir hafa styrkt heri sína
við síberísk-kínversku landa-
mærin verulega. Þar eru nú alls
52 herdeildir, 9 af þeim búnar
skriðdrekasveitum, auk þess sem
Sovétmenn hafa komið fyrir 125
SS-2o meðaldrægum kjarnorku-
flaugum á þessum slóðum og
hafa til taks milli 50 og 60
TU-22M-sprengjuflugvélar, sem
færar eru um að flytja kjarn-
orkusprengjur 5.000 mílna vega-
lengd.
Frá hernaðarlega mikilvægu
sjónarmiði geta Sovétmenn nú
vel við unað. f fyrsta lagi hafa
þeir nú umkringt Kínverja ef svo
mætti að orði komast, með her-
stöðvum fyrir sunnan og norðan
landið. í öðru og víðtækara lagi,
má segja, að Sovétmenn séu nú í
úrvalsaðstöðu til að sækja tií
vesturs, til Malakkasunds og
klippa á olíuflutninga til Japan.
Komi til átaka við Persaflóa og
Sovétmenn sjá ástæðu til að
blanda sér beint í átökin, geta
kafbátar, herskip og tundurspili-
ar þeirra „valsað um“ allt norð-
anvert Indlandshaf og gert nær
hvað sem nafni er gefandi undir
vernd orrustu- og sprengjuflug-
véla sem myndu hefja sig til
flugs frá sex fullkomnum her-
flugvöllum Sovétmanna í Afgan-
istan.
Þá má ekki gleyma því, að
staða Sovétmanna er nú geysi-
sterk í Suðaustur-Asíu þrátt
fyrir að sex ríki.á svæðinu hafi
bundist samtökum til að sporna
við framgangi kommúnista.
Víetnamar eru Sovétmönnum
afar mikilvægir bandamenn.
Stjórnarher Víetnams telur eina
milljón manna, en það er stærri
her en bandalagsríkin sex geta
stillt upp til samans. Banda-
ríkjamenn hafa herstöðvar á
Filippseyjum og höfðu þær áður
en ítök Rússa í Víetnam komu til
sögunnar. Uppgangur Rússa hef-
ur því að minnsta kosti skapað
jafnvægi milli stórveldanna í
þessum heimshluta, jafnvel ýtt
því dálítið Sovétmönnum í hag.
Drew Middleton er blaðamaður
hjá New York Times.