Morgunblaðið - 14.02.1984, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Svéinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið.
Að gæta álitsins
út á við
Frá því var skýrt í Morgun-
blaðinu á sunnudag, að
Einar Benediktsson, sendi-
herra íslands í London, hefði í
bréfi til The Times mótmælt
fréttum um hundahald í
Reykjavík. „Það slæma orð,
sem ísland hefur fengið á sig
vegna skrifa um hundahald er
afar ósanngjarnt," segir sendi-
herrann réttilega í bréfi sínu.
Orð hans kunna þó að vera
léttvæg meðal alls almennings
sem lætur stjórnast af ábyrgð-
arlausum æsifréttum götu-
blaðanna og les ekki bréfa-
dálka úrvalsblaðanna. Bréf
sendiherrans til The Times er
skynsamlegasta og besta leiðin
í stöðunni, bréfið hefur áhrif á
aðra fjölmiðla. Við sem sitjum
hér heima gerum okkur ekki
nægilega ljóst hve slíkar and-
úðarbylgjur geta breiðst hratt
og víða.
f bandaríska vikuritinu
Time sem hefur heimsút-
breiðslu birtist á dögunum rit-
dómur um ferðabók. Er það í
sjálfu sér ekki í frásögur fær-
andi nema af því að undir lok
greinarinnar veltir höfundur
því fyrir sér í hvaða tilgangi
megi ferðast til ókunnra landa.
Hann kemst meðal annars að
þeirri niðurstöðu að til íslands
geti menn farið til að „soga í
sig dellu". Að órannsökuðu
máli er ógjörningur að segja
hvað fyrir ritdómaranum vakir
með þessum orðum en þess má
minnast að fyrir skömmu birt-
ist fréttagrein í Time um
hundahald í Reykjavík með
neyðarlegri skopmynd.
Frá því var sagt í Morgun-
blaðinu á sínum tíma að í
kringum áramótin efndi
breska vikuritið Economist til
spurningakeppni meðal les-
enda sinna. Þar var meðal ann-
ars leitað svara við því hvaða
þjóð væri skuldugust miðað við
hlutfall af þjóðarframleiðslu.
Þarna komst ísland á blað.
Ekki er ár liðið síðan íslend-
ingar voru framarlega í heims-
meistarakeppninni um verð-
bólgubikarinn. Vorum við með-
al fimm efstu í þessari keppni
sem þykir síður en svo eftír-
sóknarverð hjá þeim sem annt
er um stjórn eigin mála, af-
komu sína og almenna stöðu.
Þá væri barnaskapur að ætla
að það spyrðist ekki út um víða
veröld hvernig komið er fyrir
þorskstofninum hér við land
nú tæpum áratug eftir að við
fengum fulla stjórn á ís-
landsmiðum og rákum stór-
virk, erlend veiðiskip á brott. Á
meðan Hjörleifur Guttorms-
son var iðnaðarráðherra vann
hann markvisst að því að spilla
áliti þjóðarinnar meðal þeirra
sem mestan áhuga gátu haft á
því að kaupa raforku hér á
landi.
Það er áhyggjuefni að
bandarískum ritdómara skuli
detta í hug „della“, þegar hann
hugsar um ferðalag til íslands.
J Við hljótum að líta svo á að hér
sé um „afar ósanngjarnt" mat
að ræða svo að vitnað sé til
orða Einars Benediktssonar,
j sendiherra, vegna hundahalds-
! ins — enginn er þó dómari í
sjálfs sín sök. Mestu skiptir að
við höldum þannig á okkar eig-
j in málum að það rýri ekki álit
I á okkur út á við og efli sjálfs-
j virðingu inn á við.
j Óljóst
| alvörumál
Morgunblaðið sneri sér til
Ragnhildar Helgadóttur,
j menntamálaráðherra, og
I spurði hana álits á tiliögu
| þrettán þingmanna um friðar-
j fræðslu, en samkvæmt henni á
menntamálaráðherra „að hefja
undirbúning að frekari fræðslu
um friðarmál á dagvistunar-
stofnunum, í grunnskólum og
framhaldsskólum landsins."
Ragnhildur Helgadóttir svar-
aði spurningu blaðsins með
þessum orðum: „Mér finnst til-
lagan óljós og greinargerðin
enn óljósari."
í orðum menntamálaráð-
herra felst réttmætur áfellis-
dómur yfir þessari tillögu. Með
henni er á óljósan hátt verið að
hreyfa alvörumáli. Hvað svo
sem hugmyndum um friðar-
fræðslu líður, en þær eru mjög
á reiki hjá tillögumönnum eins
og fram hefur komið, er mikið
áhyggjuefni hvernig þingmenn
hreyfa hverju alvörumálinu á
eftir öðru án þess að hafa fyrst
gert það upp við sig að því er
virðist hvaða tilgangi mál-
flutningurinn þjónar.
Hér að ofan er að því vikið
hvernig samsafn mála, stórra
og smárra, hefur haft áhrif á
álit íslensku þjóðarinnar út á
við. Til lengdar hefur það einn-
ig orðið til þess að spilla áliti
alþingis meðal almennings,
kjósenda, að þingmenn rjúka
til og flytja lítt ígrundaðar til-
lögur um hitt og þetta, oft og
tíðum vegna þess að þeir mis-
skilja strauma í almennings-
álitinu. Óljósa tillagan með
enn óljósari greinargerð um
friðarfræðslu er nýjasta dæm-
ið um þetta.
Séð austur eftir Suðurlandsvegi í áttina að Eyjafjallajökli. Brúin yfir Markarfljót við enda vegarins til vinstri, Dímon þar
sunnudagsins.
Miklar skemmdir af flóðum á Suöurlandi:
Varnargarðar oi
sundur á mörgi
— óvíst hvenær hægt verður að
opna aftur fyrir almenna umferð
„ÞAÐ GENGUR hiegt að gera við veg-
inn enda er vatnið svo mikið, að engin
leið er að loka skörðunum fyrr en gert
hefur verið við varnargarðana. Hvort
það tekst í kvöld eða nótt get ég ekki
sagt um ennþá," sagði Jóhann Smári
Lárusson, verkstjóri hjá Vegagerðinni
á Hvolsvelli, í samtaii við blaðamann
Mbl. síðdegis í gær. Þá voru starfs-
menn Vegagerðarinnar og ýmsir fleiri
að vinna að því að ryðja upp nýjum
varnargörðum ofan brúarinnar yfir
Markarfljót, þar sem miklar vega-
skemmdir urðu í vatnavöxtunum að-
faranótt sunnudagsins. Víða á Suður-
og Suðausturlandi urðu vegaskemmd-
ir vegna flóðanna en mest tjón líkast
til á Suðurlandsvegi austan Hvolsvall-
ar.
Jóhann Smári sagði að allsendis
væri óvíst hvenær hægt yrði að
opna veginn aftur fyrir almennri
umferð. „Fyrst þarf að gera við
varnargarðana og þessa stundina er
verið að aka í þá grjóti með sjö
vörubílum. Þarna eru fleiri stórvirk
tæki í notkun og væntanlega á þeim
eftir að fjölga í kvöld," sagði hann.
„Garðarnir eru illa farnir, einkum
þrír þeirra, og ég gæti trúað að allt
að 150 metrar væru farnir úr þeim
með grjóti og öllu saman. Þegar
fljótinu hefur verið beint í réttan
farveg verður hægt að komast á
milli á stærri bílum og jeppum — að
minnsta kosti inn í Fljótshlíð í birt-
unni. Ég ráðlegg engum að fara
þetta í myrkri enda er jakaburður-
inn svo mikill."
Hann sagði að þegar Markarfljóti
hefði verið komið undir brúna aftur
neðan við Dímon væri þó ekki nema
hálfur sigur unninn, því þá myndi
vatn vaxa mikið við Seljaland. Það
gætu því liðið einhverjir dagar áður
en ástandið yrði eðlilegt aftur.
Það var klakastífla í Markar-
fljóti, sem var upphaf skemmdanna
á varnargörðunum og veginum
austan við Leifsstaði. Vatnið fór
m.a. í gamlan farveg, svokallaðan
Álafarveg, og í gegnum veginn á
nokkrum stöðum, skv. uppiýsingum
Sveins ísleifssonar, lögregluvarð-
stjóra á Hvolsvelli. „Flóðið sjatnaði
Nokkrar vegaskemmdir urðu einnig á Suðausturlandi. Þessi mynd var tekin síðdegis á sunnudag
í Papafirði, þar sem rofnað höfðu tvö skörð í veginn milli Hafnar og Djúpavogs. MorgunblaðiO/Friðþjófur
Unnið að viðgerður