Morgunblaðið - 14.02.1984, Síða 21

Morgunblaðið - 14.02.1984, Síða 21
MORGÚNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984 29 fyrir neðan. Á neðsta vegarbútnum urðu ungmennin frá Vík innlyksa aöfaranótt Morgunblaðið/Fridþjófur. g vegir í im stöðum mikið strax á sunnudeginum en þó er þarna geysilega mikið vatn og miklar skemmdir á veginum og görðunum," sagði Sveinn. „Garðarn- ir ná allt frá Þórólfsfelli innst i Fljótshlíðinni og eru í bútum niður að Dímon en svo í einu lagi þaðan og langleiðina niður að sjó.“ Varnargarðarnir, sem byggðir voru að mestu á árunum milli 1940 og 1950, eru beggja vegna Mark- arfljóts, hvergi lægri en tveir metr- ar og neðan við Dímon talsvert hærri, að sögn Sveins. Þeir hafa ekki gefið sig fyrir vatnsflaumnum að neinu marki fyrr en nú. Fjögur ungmenni voru í bíl á leið frá Hvolsvelli til Víkur þegar vatnið rauf skarð í veginn og urðu þau inn- lyksa milli vatna. Þegar starfsmenn Vegagerðarinnar komu þar að upp úr kl. 2 aðfaranótt sunnudagsins urðu þeir varir við bílinn og var björgunarsveitin á Hvolsvelli kölluð út, því ekki var hægt að komast að bílnum nema á bát. „Við fórum fyrst þarna að til að kanna aðstæð- ur en sóttum svo gúmmíbátinn," sagði einn björgunarsveitarmanna, Örn Hauksson, í samtali við blm. Morgunblaðsins. „Við komumst vandræðalaust framhjá fyrsta skarðinu og gátum komist í kallfæri við krakkana en síðan var ekkert að gera annað en að bíða birtu, enda var mikið um grynningar, girðingar og jakahröngl. Klukkan var orðin hálftíu þegar þau voru komin á þurrt. Við fórum með þau austur fyrir, því hægara var að sigla þar og þar tók við þeim bíll björgunar- sveitarinnar í Eyjafjallahreppi." i á Suðurlandsvegi austan Hvolsvallar síödegis í gær. Morifunblaðið/RAX. Þorsteinn Pálsson á fundi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri: Verð til bænda verði óháð afkomu vinnslufyrirtækja — samkomulag um að breyta verðmyndunarkerfi landbúnaðarvara ÞORSTEINN PÁLSSON formaöur Sjálfstæðisflokksins sagði á fjölmennum fundi á Akureyri sl. laugardag þaö sína skoðun, aö treysta ætti stööu bænda í þjóðfélaginu meö því að verð á afurðum þeirra yrði framvegis ákveöiö óháð afkomu vinnslufyrirtækjanna. Verðmyndunarkern í landbúnaði yrði með því hið sama og í iðnaði. Sagði Þorsteinn samkomulag milli stjómarflokkanna að vinna að skipulagsbreytingum á þessu sviði. Þorsteinn sagði þetta í fram- sem leggja mikið upp úr því að fá haldi af umfjöllun hans um að huga þyrfti að margskonar skipu- lagsmálum í atvinnulífi lands- manna. Hann sagði síðan: „Um langan tíma hafa verið miklar erj- ur í landinu á milli neytenda og framleiðenda landbúnaðarvara. Það er svo komið að bændur eru litnir hornauga af neytendum, framleiðsluvörur þeirrar keyptar. Við megum ekki undir neinum kringumstæðum láta þetta ástanda magnast. Við vitum það líka, að bændur í þessu landi búa margir hverjir nú við mikla erfið- leika. Þeir hafa orðið fyrir þyngri búsifjum en ýmsar aðrar stéttir. Eigi að síður magnast óánægjan. Á þessu sviði þurfum við því að vinna að skipulagsbreytingum og við höfum samið um það við okkar samstarfsflokk, að að því skuli unnið. Ég held að það væri hyggi- legt að treysta stöðu bænda með því að ákveða verð á þeirra afurð- um óháð afkomu vinnslufyrir- tækjanna. Ég held að með því móti mætti skapa bændum sterk- ari og betri aðstöðu og ég held að það mundi fullnægja kröfum neyt- enda, að vinnslufyrirtæki land- búnaðarins lytu sama verðmynd- unarkerfi og iðnaðurinn.“ Pólitísk ábyrgð á stjórn- um ríkisbankanna — meðan þeim er ekki breytt í hlutafélög FORMAÐUR Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Páisson, sagði m.a. á fundi sem Sjálfstæðisflokkurinn gekkst fyrir á Akureyri sl. laugardag, að hann teldi það í hæsta máta óeðlilegt, ef sú þróun héldi áfram sem nú hefði örlað á, að bankarnir yrðu einhvers konar sjálfseignarstofnanir bankastjóra og bankaráða, sem enga ábyrgð bæru gagnvart einum eða neinum. Hann sagði það aftur á móti skoðun sjálfstæðismanna, að breyta ætti ríkisbönkunum í almenn hlutafélög og losa þannig um pólitíska stjórn þeirra. Um þetta hefði þó ekki náðst samstaða í nefnd sem unnið hefði að endurskoðun bankakerf- isins. Þorsteinn sagði m.a., að hann gæti tekið undir þær yfirlýsingar að pólitísk afskipti af bankakerf- inu væru of mikil á fslandi. Það þekktist ekki í nokkru öðru lýð- frjálsu landi að þrír fjórðu hlutar bankakerfis væru undir opinberri stjórn. Hugmyndir sjálfstæð- ismanna um að gera bankana að hlutafélögum, sem smám saman yrði hægt að selja á almennum markaði, hefðu aftur á móti ekki fengið hljómgrunn og því væri það svo að pólitísk ábyrgð væri á stjórnum bankanna og eitt af mik- ilvægustu verkefnum þeirra eins og annarra atvinnufyrirtækja að ráða stjórnendur. Það væri því í hæsta máta óeðlilegt að sú þróun héldi áfram að bankarnir yrðu einhvers konar sjálfseignarstofn- anir bankastjóra og bankaráða. „En það má fara aðra leið,“ sagði Þorsteinn síðan, „það má fara millileið, ef menn vilja í raun og veru vinna að því marki að draga úr pólitískum afskiptum. Ég nefni hér að það kæmi fyllilega til álita að innistæðueigendur í við- skiptabönkunum myndu sjálfir velja bankaráð og hafa þannig úr- slitaáhrif um hverjir veldust til að stjórna bönkunum. Með því móti mundu bankastjórar bera fulla ábyrgð gagnvart innistæðueigend- um sjálfum. Meginmáli skiptir að þeir sem stjórna bönkunum beri ábyrgð gagnvart eigendum, hlut- höfum, ríkisvaldinu eða inni- stæðueigendunum. Ég tel fyllilega ástæðu til að fara þá leið, ef það er raunverulegur áhugi á að draga úr of miklum áhrifum bankakerfis- ins,“ sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins að lokum. Framkvæmdastjórn Listahátíðar sendir mótmæli til Chernenko: Sovétmenn láta eins og Tarkowsky sé ekki til — segir Guðbrandur Gíslason framkvæmdastjóri KRAMKVÆMDASTJORN Listahátíðar ákvað á fundi sínum þann 2. febrú- ar sl. að skrifa Andropov, þáverandi forseta Sovétríkjanna og aðalritara Kommúnistaflokksins, og láta í Ijós vonbrigði sin með að sovésk menning- aryfirvöld hafi látið eins og sovéski leikstjórinn André Tarkowski væri ekki til. Er forsaga málsins sú að framkvæmdastjórnin samþykkti á sl. ári að bjóða Tarkowsky á kvikmyndalistahátíðina sem nú stendur yfir, auk þess sem farið var fram á að fá nýjustu mynd hans, Nostalgíu, til sýningar. Er skemmst frá því að segja að kvikmyndadeild menntamálaráðuneytisins í Moskvu sinnti hvorugu erindinu, lét reyndar eins og þau hefðu aldrei verið borin upp, en bauðst þess í stað til að senda þrjár aðrar myndir á hátíðina. „Tarkowsky á ekki upp á pall- borðið hjá sovéskum yfirvöldum og hafa þau látið eins og maðurinn og verk hans væru ekki til,“ sagði Guðbrandur Gíslason sem gegnir störfum framkvæmdastjóra Lista- hátíðar í samtali við blm. Morgun- blaðsins. „Samtök listamanna víða í Evrópu hafa mótmælt þeirri þögn sem sovésk yfirvöld hafa sveipað um Tarkowsky og með okkar bréfi viljum. við sýna samstöðu með þeim listamönnum austan járn- tjalds, sem ríkisstjórnir ákveða að þegja í hel ef þeir fylgja ekki þeirri línu sem ákveðin er af pólitískum yfirvöldum. Andropov tók hins vegar upp á því að deyja áður en bréfið var sent og því verður það stílað á Chernenko, sem nú hefur verið skipaður aðalritari Komm- únistaflokksins. Þegar við fórum fram á það að fá Nostalgíu til sýningar svöruðu Sovétmenn um hæl með þakkar- bréfi um að fá að taka þátt í Lista- hátíðinni, en minntust ekki einu orði á Nostalgíu eða Tarkowsky, heldur buðu okkur þrjár aðrar myndir. Ég þáði það boð, með þeim fyrirvara þó, að myndirnar yrðu ekki sýndar nema okkur líkaði þær. Sem varð ekki raunin og því eru þær ekki á hátíðinni," sagði Guðbrandur. „Þeir eru hræddir við hann, hann er svo mikið skáld," sagði Thor Vilhjálmsson rithöfundur, þegar blm. Morgunblaðsins spurði hann álits á því hvers vegna Tark- owsky væri í ónáð hjá sovéskum ráðamönnum, en Thor hefur haft mikinn áhuga á Tarkowski og m.a. reynt að fá myndir eftir hann á fyrri listahátíðir. „Tarkowsky er einn af fínustu filmurum heimsins og nýjasta mynd hans, Nostalgía, var númer eitt hjá International Film Guide á síðasta ári, þegar þeir völdu fremstu höfunda og kvikmyndir ársins, þar sem landi okkar Lárus Ýmir kom einnig glæsilega við sögu. Annars var Tarkowsky fyrst frægur á Vesturlöndum fyrir kvikmynd um helgimyndamálar- ann Andrej Ruoblov, sem var uppi á 16. öld. Mér skilst að Frakkar hafi á sínum tíma keypt pakka af rússneskum myndum og þegar þeir fóru að gramsa í pakkanum fundu þeir þessa mynd, fóru að sýna hana og hún vakti mikla hrifningu. Þá hrukku Rússar við — myndin átti víst aldrei að fara úr landi. Síðar kom Spegillinn, marg- slungin og stórbrotin mynd, sem má skilja á marga vegu, orkar eins og ljóð. En það er í henni margt, sem má túlka sem gagnrýni á sov- éskt þjóðskipulag, sem hinum nærsýnu ritskoðurum þar eystra féll ekki í geð. Þessa mynd sá ég í París fyrir nokkrum árum og vildi fá á listahátíð, en það tókst ekki þá, enda var fyrst og fremst leitað til Rússanna í sendiráðinu, sem höfðu sýnilega takmarkaðan áhuga á þeirri fyrirgreiðslu. En Fjalakötturinn náði hins vegar í myndina frá Bretlandi ári síðar, en ég held að það sé öllu vænlegra að leita á þau mið eftir rússneskum myndum. Að vísu útveguðu Rússar okkur eina mynd eftir Tarkowsky, Stalk- ar, sem sýnd var hér á kvikmynda- hátíð, enda er kannski erfitt fyrir hálfringlaða ritskoðendur, sem sjaldnast eru skarpir, að hafa hendur á svo torskilinni mynd, miklu listaverki," sagði Thor.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.