Morgunblaðið - 14.02.1984, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984
27
Ballesteros bestur í Evrópu
HVER er besti golfleikeri í Evr-
ópu? Það eru eflaust ekki allir
sammála um hver það, en nýlega
voru birtar niðurstöóur þær sem
tölva komst aö eftir aö hún haföi
verið mötuö á öllum hugsanleg-
um og óhugsanlegum upplýsing-
um um þá sem taldir voru líkleg-
astir til aö vera ofarlega á lista
yfir bestu golfleikara í Evrópu.
Tölvan raöaöi golfleikurunum
niöur eftir því hvar þeir standa í því
aö slá upphafshögg, nákvæmni
þess, hversu nákvæm högg þeirra
eru inn á flötina, hversu vel þeim
gengur aö slá úr sandgryfjum og
hversu góöir púttarar þeir eru. Úr-
slitin í þessari athugun uröu þau
aö Severiano Ballesteros er talinn
hafa nokkra yfirburöi í þessari
vinsælu íþrótt en hann er meöal
þeirra hæstu í öllum þeim þáttum
sem athugaðir voru.
Þeir sem koma næstir snillingn-
um eru þeir Nick Faldo og Bern-
hard Langer en þeir eru þó nokkuö
á eftir honum. Hér á eftir fer tafla
þar sem sést í hvaöa sæti hver og
einn þeirra þremenninga lentu í aö
mati tölvunnar:
• Ballestero* er högglengsti golfleikari ( Evrópu.
Hér sást hann slá aitt af sínum löngu og nákvæmu
upphafshöggum.
• Langer er mjög öruggur þegar hann lendir ( sandgryfjum og á þessari
mynd sást hann á uppáhaldsstaönum sínum en „bunkerar“ hafa ekki
hingað til þótt eftirsóknarveröir staöir að lenda á.
Ballesteros Faldo Langer
Lengd upphafshöggs: 1. sæti 13. sæti 3. sæti
Nákvæmni upphafshöggs: Nákvæmni viö aö leika 9. sæti 10. sæti 37. sæti
inn á flöt: 6. sæti 6. sæti 5. sæti
Sandgryfja (bunker): 12. sæti 4. sæti 1. sæti
Pútt: 3. sæti 29. sæti 29. sæti
Samtals stig: 31 stig 62 stig 75 stig
- Pútt er ekki sterkasta hliðin hjá Nick Faldo en
engu aö síöur veröur hann aö pútta og hár sást
hann eftir eitt slíkt.
• Kosevo-aöalleikvangurinn ( ólympíuþorpinu í Sarajevo. Þarna fer keppnin í listhlaupi og skauta
hlaupi fram. Morgunblaðið/ Simamyndir AP
• Gífurleg öryggisgæsla er á vetrarólympíuleikunum í Sarajevo, og er bæöi fjölmennt liö lögreglu og
hersins viö gæslu á keppnisstööum svo og í ólympíuþorpinu. Þessi mynd er tekin fyrir utan Kosevo-
leikvanginn þar sem setningarathöfnin fór fram. Bæði lögregla og hermenn eru sagöir taka starf sitt
mjög alvarlega og vera viö öllu búnir.
Saunders fékk
nýja bifreið
Áhangendur beðnir að safna
fé til kaupa á leikmönnum
Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgunblaðsins á Englandi.
Ahangendaklúbbar Birming-
ham hafa nú veriö beðnir aö
reyna aö safna peningum til
kaupa á nýjum leikmönnum.
Birmingham er ekki allt of stönd-
ugt félag, þannig aö þetta þarf
kannski ekki aö koma á óvart —
nema vegna þess aö félagiö er
nýbúið aö kaupa Daimler-bifreiö
handa framkvæmdastjóranum
Ron Saunders.
Daimlerinn kostaöi 28.000
pund, en þess má geta aö Saund-
ers hefur í samningi sínum viö fé-
lagiö ákvæöi þess efnis aö hann
geti fengiö nýjan bíl aö eigin vali
annaö hvert ár. I hitteöfyrra fókk
hann sér Mercedes Benz en var nú
orðinn leiöur á honum! Benzinn var
metinn á 23.000 pund en félagiö
seldi hann á 16.000 pund. Þess má
geta aö föst árslaun Saunders hjá
félaginu eru 50.000 pund.
Margir áhangenda Birmingham
eru ekki mjög hressir meö þá bón
félagsins aö þeir safni fé til kaupa
á leikmönnum þegar Saunders
lætur eyöa peningum félagsins í
bílakaup handa sjálfum sér og lái
þeim þaö hver sem vill.
• Ron Saunders
Arsenal-addáendur
ætla sér í páskaferð
Aðdáendaklúbbur Arsenal á ís-
landi hefur ákveöiö aö fara í
páskaferð til Lundúna föstudag-
inn 20. apríl, síöan veröur komið
heim mánudaginn 23. apríl. Aö
sjálfsögöu veröur fariö á High-
bury laugardaginn 21. aprtl, þar
sem veröur á dagskrá leikur
Lundúnarisanna Arsenal og Tott-
enham Hotspur og mun sá leikur
vafalaust veröa geysilega
skemmtilegur leikur tveggja stór-
skemmtilegra liöa. Arsenalklúbb-
urinn á íslandi mun standa aö
undirbúningi þessarar feröar og
mun meöal annars veröa komiö á
fót happdrætti sem tengt yröi
þessari ferö, og yröi þaö þá ein-
göngu ætlað klúbbfélögum í aö-
dáendaklúbbi Arsenal á íslandi.