Morgunblaðið - 14.02.1984, Síða 48
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984
Fyrstu mörk bakvarðanna
tryggðu Liverpool sigur
Neal og Kennedy gerðu sín fyrstu mörk í vetur. United tók Luton í kennslustund
Frá Bob Hennessy, fréttamanni
Morgunblaösint í Englandi og AP.
• Norman Whiteside skoraöi tvö mörk fyrir Manchester United í stórsigrinum gegn Luton á sunnudaginn. Hér hleypur hann
fagnandi frá markinu eftir að hafa skorað annaö markanna. Vinstri bakvörður Luton, Michael Small, er númer þrjú. Hann var
slakur gegn United. Morgunblaöiö/Símamynd AP
BAKVERDIR Liverpool, Alan
Kennedy og Phil Neal, skoruöu
mörk liðsins í 2:1 -sigrinum ó Ars-
enal á Anfield á laugardag og
voru það fyrstu mörk þeirra fé-
laga í vetur. Liverpool hafói leikiö
fjóra leiki án sigurs fyrir þennan
leik, en liöið er enn efst (1. deild-
inni — þremur stigum á undan
Nottingham Forest sem hefur
leikið mjög vel undanfariö og er
fjórum stigum á undan Man-
chester United, sem burstaöi
Luton 5:0 á sunnudag. Þeim leik
var sjónvarpaö beint um Eng-
land.
Sigur Liverpool á Arsenal var
nokkuö dýrkeyptur: enski lands-
liösmaöurinn Sammy Lee nef-
brotnaöi. Kenny Dalglish og Gra-
eme Souness eru báöir meiddir og
léku ekki meö og Mark Lawrenson
missti úr leiki vegna meiösla ný-
lega. Lawrenson lék aö visu meö
aö nýju á laugardag.
Liverpool réö lögum og lofum á
vellinum nær allan tímann en gekk
illa aö skora. Alan Kennedy skor-
aöi fyrsta markiö á 13. mín. og
Liverpool sótti mjög stíft eftir það.
En þaö var svo Graham Rix sem
jafnaöi fyrir Arsenal skömmu áöur
en flautaö var til leikhlés. Sigur-
markiö kom ekki fyrr en á 77. mín.;
Phil Neal skoraöi þá meö hörku-
skalla eftir hornspyrnu Craig John-
ston.
Lawrenson frábær
„Arsenal leggur meiri áherslu á
sóknarleikinn undir stjórn Don
Howe en ég hef nokkru sinni séö
liöiö gera. í mínum huga er Arsenal
ekki til sem leiðinlegt liö,“ sagöi
Joe Fagan, framkvæmdastjóri Liv-
erpool eftir leikinn. Charlie Nichol-
as komst lítiö áieiöis gegn Mark
Lawrenson í leiknum, og áhorfend-
ur kölluöu niörandi orö aö honum
allan leikinn. „Ég fæ svona viötök-
ur á hvaöa velli sem viö spilum á,“
sagöi Nicholas eftir leikinn. Hann
hældi Mark Lawrenson mikiö eftir
leikinn. „Hann er besti varnarmað-
ur á Bretlandi. Ég er ekki í nokkr-
um vafa um þaö,“ sagöi Nicholas.
Lawrenson lék frábærlega á laug-
ardag og var valinn maöur leiksins
í öllum blööunum. Áhorfendur á
Anfield voru 34.642.
United lék sér aö Luton
Vörn Luton átti vægast sagt af-
leitan dag í sjónvarpsleiknum á
sunnudag. Sérstaklega var Micha-
el Small, ungur vinstri bakvöröur
liösins, slakur og löbbuöu leik-
menn United framhjá honum eins
og væri hann myndastytta. Mike
Duxbury og Remi Moses reyndust
honum sérstaklega erfiöir. Small
var tekinn útaf í seinni hálfleiknum
og kom Raddy Antic inn á í hans
staö.
Arthur Graham sat á vara-
mannabekknum í þessum leik hjá
United og Graham Hogg, miövörö-
urinn ungi, kom aö nýju inn í liöiö
viö hliöina á Kevin Moran í vörn-
inni.
Fyrsta mark leiksins geröi Bryan
Robson á 36. mín. Hann komst inn
í vítateig af sjálfsdáðum og skoraöi
örugglega; syfjulegir varnarmenn
Luton áttu ekki möguleika á aö
stööva hann. Norman Whiteside
skoraöi annaö markiö fjórum mín.
síðar: Arnold Múhren sendi langa
fyrirgjöf frá vinstri, Les Sealy
markvöröur Luton kom út en
Whiteside var á undan honum aö
boltanum og skallaöl í tómt mark-
iö. Staöan var 2:0 í hálfleik.
Robson meiddist
Bryan Robson geröi sitt annað
mark á 79. mín. Hann fór upp
hægra megin, komst inn á vítateig
og vippaöi skemmtilega yfir Sealy
og í markið er hann kom út á móti.
Robson og Sealy skullu saman og
varö Robson aö yfirgefa völlinn
fjórum mín. stðar. Áöur haföi
Frank Stapleton reyndar skoraö
fjóröa mark United. Whiteside lék
inn á vítateiginn, enn hægra meg-
in, og gaf á Stapleton sem var frír í
dauöafæri og gat hann varla ann-
aö en skoraö. Fimm mín. fyrir
leikslok skoraöi Whiteside síöasta
markið, hans annaö mark í leikn-
um. Stapleton gef þá fyrir og
Whiteside potaöi í netiö af stuttu
færi, óvaldaöur.
Birmingham — Wolves 0—0
Coventry — West Hsm 1—2
Liverpool — Arsenal 2—1
Norwich — Aston Villa 3—1
Notts County — Watford 3—S
QPR — Nottingham Forest 0—1
Southampton — Sunderland 1—1
Stoke — Ipswich 1—4)
Tottenham — Leicester 3—2
West Bromwich Albion — Everton 1—1
Luton — Man. Utd. 0—5
Staðan
Ltverpool 27 16 7 *JL. 1 55
Nottingham Forest27 16 4 7 53:31 52
Man. United 27 14 9 4 51:29 51
West Ham 27 15 5 7 44:26 50
QPR 26 13 4 9 43:24 43
Southampton 26 12 7 7 30:23 43
Tottenham 27 11 7 9 46:44 40
Luton 25 12 3 10 41:36 39
Norwich 27 10 9 8 33:30 39
Coventry 26 10 8 8 35:33 38
Watford 27 11 4 12 48:48 37
Aston Villa 26 10 7 9 38:41 37
Everton 26 9 6 9 21:27 35
Arsenal 27 10 4 13 42:39 34
Ipswich 26 9 S 12 36:35 32
Sunderland 26 6 6 10 26:36 32
WBA 27 9 4 14 30:45 31
Bírmingham 27 8 6 13 27:33 30
Leicester 27 7 8 12 42:49 29
Stoke 27 5 8 14 23:47 23
Notts County 26 5 5 16 36:57 20
Wolverhampton 26 4 8 16 21:53 18
Luton fékk tvö marktækifæri í
leiknum en Gary Bailey varöi frá-
bærlega í bæöi skiptin. En sigur
United var aö sjálfsögöu öruggur
og sanngjarn; leikmenn liösins áttu
tvívegis skot í tréverk Luton-
marksins.
Sigurganga West Ham
heldur áfram
Þrátt fyrir meiösli nokkurra lykil-
manna hefur West Ham gengið
mjög vel undanfariö. Liöiö sigraöi
Coventry 2:1 á útivelli á laugardag
eftir aö hafa veriö 1:0 yfir í hálfleik.
Dave Bamber, framherji Coventry,
kom West Ham á bragöiö meö
sjálfsmarki. Phil Parkes, mark-
vöröur West Ham varöi nokkrum
sinnum sérstaklega vel en Tony
Cottee tryggöi West Ham sigur er
hann skoraöi á 75. mín. eftir send-
ingu Alan Dickens. Steve Hunt
minnkaöi muninn meö marki einni
mín. fyrir leikslok. Coventry hefur
dalaö mikiö eftir frábæra byrjun í
haust. Liðið hefur unniö tvo af síö-
ustu þrettán leikjum. Áhorfendur:
13.271.
Venables ekki hrifinn
af Forest
„Mór leiöist knattspyrnan sem
Nottingham Forest leikur, leik-
menn liösins leggjá aöaláherslu á
aö eyðileggja fyrir andstæöingum
sínum. Viö hjá Rangers reynum aö
spila skemmtilega knattspyrnu —
þaö er sú knattspyrna sem óg trúi
á,“ sagöi Terry Venables fram-
kvæmdastjóri QPR eftir aö liö
hans hafði tapaö 0:1 gegn Forest í
London. Gary Birtles skoraöi eina
mark leiksins, hans 13. mark í vet-
ur, á 14. mín. Forest hefur nú unn-
iö fimm síöustu útileiki sína. Eftir
mark Birtles lagöi Forest áherslu á
vörnina. Áhorfendur: 16.692.
Notts County byrjaöi vel gegn
Watford. Rachid Harkouk og Trev-
or Christie (víti) skoruöu fljótlega
en síöan skoraöi Watford fimm
mörk. Nigel Callaghan geröi tvö og
Kenny Jackett fyrlr leikhló og
George Reilly og Maurice John-
ston skoruöu í seinni hálfleiknum.
Trevor Christie skoraöi þriöja ann-
aö mark County; átjánda mark
hans í vetur. Áhorfendur voru aö-
eins 8.078.
Tottenham tekur við sér
Tottenham er aö rétta úr kútn-
um eftir slakt gengi undanfariö og
liöiö vann sinn annan heimasigur í
röö er Leicester kom í heimsókn.
Mark Falco skoraöi Tony Galvin í
fyrri hálfleik en Leicester náöi aö
jafna. Gary Lineker jafnaöi meö
tveimur mörkum (á 58. og 72.
mín.). Steve Archibald geröi sigur-
markiö meö glæsilegu skoti af 20
2. deild
Brighlon — Swanaea 1—1
Cambridge — Chelsea 0—1
Cardiff — Leeds 0—1
Derby — Blackburn 1—1
Fulham — Cryslal Palsce 1—1
Huddersfield — Oldham 0—1
Manchester Cily — Portsmouth 2—1
Middlesbrough — Barnsley 2—1
Newcastle— Grimsby 0—1
Sheffield Wednesday — Charlton 4—1
Shrewsbury — Carlisle 0—0
Staðan
Chulwa 29 16 9 4 60:32 57
ShefL Wed. 27 18 7 4 53:25 55
Man. City 27 15 6 6 46:29 51
Grimsby 27 13 10 4 39:27 49
Newcastle 26 15 3 8 51:37 48
Blackburn 27 12 11 4 38:31 47
Carlisle 27 12 10 5 31:19 46
Charlton 28 13 7 8 38:37 46
Huddersfield 27 10 9 8 37:35 39
Middlesbrough 27 9 8 10 30:29 35
Brighton 27 9 7 11 42:41 34
Leeds 25 9 8 10 34:35 33
Shrewsbury 26 8 9 9 30:34 33
Portamouth 27 9 5 13 43:38 32
Cardíff 26 10 2 14 33:38 32
Oldham 27 9 5 13 30:45 32
Crystal Palace 26 8 6 12 28:34 30
Barnsley 26 8 5 13 37:38 29
Fulham 27 6 9 12 31:38 27
Derby County 27 6 6 15 24:50 24
Swansea 27 3 6 18 23:54 15
Cambridge 27 2 8 17 20:50 14
m færi sex mín. fyrir leikslok.
Áhorfendur: 24.810.
WBA lék betur á laugardag en í
síöasta heimaleik sínum þar á und-
an. Liöiö hafði tapaö 0:5 gegn For-
est í miðri viku en gerði nú jafntefli
1:1 gegn Everton. Derek Mount-
field kom Everton yfir á 47. mín. en
Mike Perry jafnaöi á 71. mín.
Áhorfendur voru 10.313.
Southampton átti allan leikinn
gegn Sunderland og Steve Moran
skoraöi úr víti á 35. mín. en Lee
Chapman jafnaöi fyrir gestina níu
mín. fyrir leikslok. Jöfnunarmarkiö
kom eins og köld vatnsgusa fram-
an í leikmenn Southampton. Liöiö
sótti og sótti en tókst ekki aö
skora nema einu sinni. Áhorfendur
á The Dell voru 16.968.
Sigur Norwich á Aston Villa var
öruggur. Þrjú mörk seint í leiknum
tryggöu sigurinn. John Deehan
skoraöi tvívegis gegn sínum gömlu
félögum og Mike Channon geröi
eitt. Gary Shaw minnkaði muninn
meö síöustu spyrnu leiksins.
Áhorfendur voru 14.392, meöal
þeirra Bobby Robson, landsliös-
þjálfari Englands, og var hann fyrst
og fremst aö fylgjast meö Chris
Woods, markveröi Norwich.
Woods stóö sig vel, varöi þrisvar
frábærlega vel.
Wolves náði stigi
Wolves náöi stigi í Birmingham
— þriöja stigiö sem liöiö nær í tólf
útileikjum — í lélegum leik miö-
landaliöanna. Birmingham átti all-
an leikinn en John Burridge varöi
þrisvar meistaralega og kom í veg
fyrir sigur Birmingham. Áhorfendur
voru 14.319.
lan Painter skoraöi sigurmark
Stoke gegn Ipswich, en hann haföi
komiö inn á sem varamaöur. Ips-
wich missti varnarmanninn Irvin
Gernon út af í fyrri hálfleiknum og
var óttast aö hann væri fótbrotinn.
hann lenti í samstuöi viö Mark
Chamberlain. Ipswich var óheppiö
aötapa. Áhorfendur: 10.315.