Morgunblaðið - 14.02.1984, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984
31
Skipum sem fyllt
hafa aflamark sitt heim-
ilt að veiða áfram
segir Halldór Ásgrfmsson
„VIÐ erum að undirbúa það, að
hcimila aukningu á loðnuveiðunum
í samræmi við tillögur fiskifræð-
inga. I'að tekur hins vegar nokkurn
tíma og verður ekki ákveðið end-
anlega fyrr en eftir fundi með EBE
og Norðmönnum í næstu viku. Við
höfum hins vegar ákveðið aö heim-
ila þeim skipum, sem fyllt hafa afla-
mark sitt að halda veiðunum áfram.
I«að er mikilvægast að ná loðnunni
eins fljótt og mögulegt er og nýta
tímann til hins ýtrasta," sagði Hall-
dór Ásgrímsson, sjávarútvegs-
ráðhcrra, í samtali við Morgunblað-
ið.
Halldór sagði ennfremur, að
ekki væri enn ljóst með hvaða
hætti veiðunum yrði stjórnað eft-
ir viðbótina. Það yrði ákveðið í
samráði við hagsmunaaðilja eins
og verið hefði að undanförnu við
stjórnun fiskveiða.
Þessi viðbót væri mjög þýð-
ingarmikil fyrir loðnuflotann,
verksmiðjurnar og það fólk, sem
atvinnu hefði af veiðunum. Þess-
ari atvinnugrein hefði legið við
gjaldþroti, en veiðarnar, sem
hefðu verið heimilaðar í haust,
hefðu bjargað henni og væntan-
leg viðbót yrði vonandi til þess,
að menn kæmust yfir erfiðasta
hjallann.
Þá sagði Halldór Ásgrímssön
aðspurður, að eftir því sem loðnu-
afli skipanna ykist þýddi það
minni hluta þeirra í botnfiskveið-
unum.
10 ára KM-húsgögn 10 ára
Vegna 10 ára afmælis okkar bjóöum viö
10% afslátt
af öllum vörum
KM-húsgögn
Langholtsvegi 111 — Reykjavík
10 ára símar 37010 — 37144.
10 ára
Ljósmynd: Rafn ólafsson.
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifrædingur, um borð í Bjarna Sæmundssyni.
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur:
Óhætt að veiða 265
þúsund lestir af loðnu
til viðbótar
„ÞAÐ náðist mjög góð mæling á
hrygningarstofninum í lok leiðang-
urs okkar og á miðnætti 9. febrúar
var hann metinn um 875.000 lestir.
Vaninn er að skilja eftir um
400.000 lestir til hrygningar og mið-
að við náttúruieg afföll af stofnin-
um og að 240.000 lestir voru þá
komnar á land, telst okkur til að
óhætt sé að leggja til að veiddar
verði 265.000 lestir á þessari vertíð
til viðbótar þcim 375.000 lestum,
sem áður hafði verið ákveðið að
leyfa að veiða,“ sagði Hjálmar
Vilhjálmsson, fiskifræðingur í sam-
iali við blm. Morgunblaðsins.
„Nú eru um 13 til 14% af
þyngd loðnunnar hrogn og fer
því að styttast að hrygning hefj-
ist, en loðnan er misjöfn og gæti
hrygningin því staðið langt fram
eftir marsmánuði og veiðar þá
um leið. Skýringin á því, að við
leggjum nú til þessa viðbót er sú,
að við höfum fundið meiri loðnu
en í haust og þar að auki hefur
hún þyngst nokkuð að meðaltali,
sem er óvenjulegt. Aðstæður til
mælinga nú reyndust betri en í
haust og er frávikið á stofn-
stærðinni meðal annars vegna
þess og þyngdaraukningarinnar.
Það er ljóst að friðun stofnsins
seinnihluta vetrarvertíðar 1981,
en á þeim árgangi byggist veiðin
að mestu nú, hefur haft mikið að
segja. Þá hafa vaxtarskilyrði í
sjónum verið þessum árgangi
með hagstæðara móti.
í leiðangrinum fengust einnig
upplýsingar um ókynþroska
loðnu, sem ekki mun hrygna fyrr
en að ári. Næsta mál á dagskrá
okkar er því að vinna úr þeim
gögnum og sjá hvort við verðum
einhvers vísari um það hvers má
vænta næsta .haust og vetur,"
sagði Hjálmar Vilhjálmsson.
DANSKUR
LINGAPHON E
CMJC
CBC'
Áður: 3.160 Nú: Kr. 1.960
Viö léttum undir meö nemum á öllum aldri og
bjóðum hin árangursríku Lingaphone-námskeið í
dönsku á stórlækkuðu kynningarverði.
Lingaphone er fullkominn málakennari fyrir fólk á
öllum aldri og ómetanlegur stuðningur við þá
fjölmörgu grunnskólanemendur sem þreyta sam-
ræmt próf í vor einmitt með aðstoð segulbands.
Kr. 1.960
fyrir danskt/íslenskt námskeið með íslenskum
skýringartexta, dansk/ísienska orðabók, 4
snældur og aðra nauðsynlega fylgihluti.
LINGAPHONE ER LEIÐIN
TIL LÉTTARA NÁMS
Hljóðfærahús Reykjavíkur
Laugavegi 96 - Sími 13656
/HIKLIG4RDUR
MARKAÐUR VIÐSUND