Morgunblaðið - 14.02.1984, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984
39
Jörundur Jóns-
son — Minning
Fæddur 30. marz 1908
Dáinn 3. fcbrúar 1984
Jörundur Jónsson vélstjóri frá
ólafsfirði andaðist á heimili sínu,
Ljósheimum 22 í Reykjavík þann
3. febrúar siðastliðinn. Hann
fæddist í Hrísey 30. marz 1908,
sonur Þorgerðar Jörundsdóttur og
Jóns Bergssonar og fluttist með
þeim um þriggja ára aldur til
Ólafsfjarðar, þar sem hann ólst
upp í tíu systkina hópi.
Hann kvæntist 1Ó. nóvember ár-
ið 1931 Guðlaugu Gísladóttur frá
Ólafsfirði og eignuðust þau tvö
börn, Jón Torfa og Þorgerði, og ólu
að auki upp Þorfinnu Stefánsdótt-
ur, systurdóttur Guðlaugar, frá
fimm ára aldri. Barnabörnin eru
orðin ellefu og barnabarnabörnin
jafn mörg.
Jörundur var einn vetur sem
unglingur á Alþýðuskólanum á
Laugum en varð að byrja innan
við fermingu á sjónum að hjálpa
til við framfærslu heimilisins, en
hann var elstur bræðranna en
fjórði í röð systkinanna. Fjórtán
ára að aldri réðst hann á „Önnu“
frá Akureyri, var svo á vélbátum
heima í nokkur ár en fluttist síðan
til Akureyrar þar sem hann var
vélstjóri á togaranum Narfa í tíu
ár og síðar á Jörundi. Þegar hann
hætti á sjónum gerðist hann véla-
gæzlumaður hjá KEA í nokkur ár,
en fluttist síðar til Reykjavíkur,
þar sem börnin voru þá orðin bú-
sett.
Fyrsta endurminning mín um
þennan hjartahlýja bróður okkar
tengist sjónum. Þá hefur hann
víst verið átján ára, en ég fjög-
urra. Þá gerði foráttubrim á stór-
straumsflóði og allt í einu náði
sjórinn í ökkla á gólfunum heima.
Eg man samt ekki neina hræðslu,
bara undrun og svo það að Jörund-
ur tók mig á háhest og óð með mig
í hús lengra frá sjónum. Önnur
minning er frá þessum sama vetri,
því þá klæddi hann mig í jólafötin
og nýju skóna, sem ég man enn.
Traust og gleði eru líka hugtök,
sem tengjast honum, og engu
breytti þó hann gifti sig, því ungu
hjónin bjuggu fyrstu árin á efri
hæðinni heima, og ég gerði engan
greinarmun á hver átti heima
hvar. Guðlaug lét mig vita hvað
var í matinn og ég mátti alltaf
ráða á hvorum staðnum ég borð-
aði.
Það var mikil gleðistund heima
þegar Torfi fæddist, ég var þá tíu
ára, en fannst endilega vanta börn
í húsið, og sannarlega var það
kraftakarl, sem kominn var.
Gaman var líka að taka þátt í
gleði Jörundar, þegar hann út-
skrifaðist úr Vélskólanum í
Reykjavík, ég var þá boðin með
honum í lokahófið. Þá, eins og svo
oft, var fjölskyldan víðs fjarri.
Vegna hafnleysis heima urðu sjó-
menn að fara vetur eftir vetur á
vertíð á Suðurlandi. Sumar kon-
urnar fóru oft með sem ráðskonur
í verbúðunum en stundum komust
þær ekki vegna ungra barna eða ef
til vill aldraðra foreldra.
Jörundur var hamingjusamur
maður, einn af fáum sem var alveg
laus við alla streitu. Hann var vel
kvæntur og átti miklu barnaláni
að fagna, og hann var vinmargur.
Á heimilinu heyrðist aldrei
styggðaryrði og oft var gestkvæmt
og glatt á hjalla. Hann hafði yndi
af góðri tónlist og glaðværð og
spiiaði á orgel og harmonikku á
dansleikjum á yngri árum.
Það var aðdáunarvert, hve öll
fjölskyldan reyndist honum vel,
þegar fór að halla undan fæti með
heilsuna, og þess vegna gat hann
verið heima til hinztu stundar, þar
sem hann fékk hægt andlát.
Hjartans þakkir frá okkur
systkinunum og systkinabörnun-
um fyrir ómetanlegar, hugljúfar
minningar. Innilegar samúðar-
kveðjur til eiginkonu, barna og
fjölskyldu.
Margrét
Þín náð það hefur svo til sett,
að sérhver skyldi læra
embætti sitt að iðka rétt
og handbjörg sig næra
um land og sjó,
en liðsemd þá
lofaðir þeim að veita,
sem treystu þér
og síðan sér
sinnar atvinnu leita.
í Guðs nafni og ótta enn,
eftir hans náðarorði,
veiðarfærunum vil ég senn
varpa frá skipsins borði.
Þetta mitt verk,
miskunnin merk,
minn Herra Jesú, blessi,
veiti hann mér,
hvað vild hans er,
von mín og bón er þessi.
(H. Pétursson)
Hjörleifur Jóns-
son — Minning
Fæddur 7. október 1910.
Dáinn 31. janúar 1984.
Það er vika liðin frá því útför
Leifs vinar míns var gerð. Hann
lézt aðfaranótt 31. janúar sl. sadd-
ur lífdaga.
Síðustu tvo áratugina var líf
hans endalaust andstreymi.
Heilsu hans fór hrakandi, og hann
háði vonlausa baráttu við Bakkus,
sem að lokum átti sinn þátt í láti
hans.
En það eru björtu árin öll, sem
ég vil muna, og fjölmargra
ánægjustunda er mér ljúft að
minnast, um ung hjón með barna-
hópinn sinn, sem ég passaði og
sagði sögur forðum. Um heim-
sóknirnar á æskuheimili mitt,
þegar setið var yfir kaffibolla hjá
„Möggu stóru". í minningu minni
var hugur hans alltaf opinn fyrir
því, sem fallegt var og listrænt.
Jafnan var hann léttur og spaug-
samur, ætíð stutt í hlátur, enda
fljótur að sjá hið broslega í tilver-
unni. Ritað mál var honum hug-
leikið, og hafði hann óblandna
ánægju af að vitna í kveðskap við
ólíklegustu tækifæri.
Ég get seint fullþakkað það, sem
hann gerði fyrir mig og mína.
Leifi var mjög barngóður, og
hændust börnin að honum hvar
sem hann var. Um það getur und-
irrituð bezt vitnað. Sælar eru
minningarnar frá sumrunum í
sumarbústaðnum í hrauninu við
Hólmsá, þar sem allur frænd-
systkinahópurinn dvaldist vikum
saman í sátt og samlyndi. Þá stóð
ekki á honum að benda okkur
krökkunum á fegurð umhverfisins
og kenna okkur að sjá út „hallir"
og „álfaborgir" í hrauninu. Hann
elskaði blómin og öll dýr. Hver lít-
ill afleggjari varð að stóru og fal-
legu blómi í umsjá hans.
Þessi fátæklegu orð eru aðeins
brot af þeim góðu minningum,
sem ég á um Leifa. Nú, þegar hann
er kvaddur að sinni, fylgja honum
góðar óskir og þakkir þeirra, sem
vel vissu hve ljúfur vinur hann
var.
„Margs er aö minnast
margt er að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast.
Margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð."
Stykkishólmur:
Minningarathöfn um skip-
verja á Haferninum
Stykkishólmi, 6. febrúar.
LAUGARDAGINN 4. þ.m. fór fram í
Félagsheimilinu í Stykkishólmi
minningarathöfn um Kristrúnu Á.
Óskarsdóttur er fórst með mb. Haf-
crni í fiskiróðri við Bjarneyjar á
Breiðafirði 31. okt. sl. Einnig var
minnst félaga hennar sem þá fórust
líka, þeirra Péturs Jack og Ingólfs
Kristinssonar.
Hófst athöfnin með því að leikið
var sorgarlag. Jóhanna Guð-
mundsdóttir lék á orgel og Daði
Þór Einarsson á básúnu.
Þá flutti séra Gísli Kolbeins
minningarræðu og kirkjukórinn
söng undir stjórn Jóhönnu Guð-
mundsdóttur.
Félagsheimilið var þéttsetið og
margir komu langan veg að til að
vera við þessa minningarathöfn
sem var bæði hátíðleg og alvöru-
þrungin.
Fréttaritari.
Unna
f
ATHYGLl skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
+
Móðir okkar,
ELÍN EINARSDÓTTIR,
fyrrum hjúkrunarkona,
andaöist 3. febrúar. Útförin hefur fariö fram.
Þökkum auösýnda samúð.
Helga M. Thors,
Jón E. Gunnlaugsson.
t
Eiginmaöur minn,
STEINGRÍMUR EINARSSON
fró LAgholti,
Framnesvegi 59, Reykjavík,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 15. febrúar kl.
13.30.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Slysavarnafélag
fslands.
Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna,
Þuríöur Ágústa Simonardóttir.
+
Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir, amma og langamma,
JÓNÍNA PÁLSDÓTTIR,
er andaöist 6. febrúar á sjúkradeild Hrafnistu, veröur jarösungin
frá kirkju Fíladelfíusafnaöarins, Hátúni 2A, miövikudaginn 15.
febrúar kl. 13.30.
Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna,
Páll Júlíus Einarsson.
+
Frænka okkar og einlæg vinkona,
UNNUR BRYNJÓLFSDÓTTIR,
Barónsstíg 13,
andaöist á heimili sínu laugardaginn 11. febrúar.
Jaröarförin ákveöin síöar.
Anna Sigriöur Gunnarsdóttir,
Brynjólfur Harald Gunnarsson,
Guðmundur Gísli Gunnarsson,
Gunnar Þór Gunnarsson,
Kristján Þór Gunnarsson,
Edda Guömundsdóttir,
Pétur Jónsson.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vinarhug og samúö viö
andlát og jaröarför,
BRYNDÍSAR ELÍASDÓTTUR,
Reynihvammi 34,
Kópavogi.
Kristján Þór,
Kristrún Kristófersdóttir,
Kristján Ólafsson
og aörir vandamenn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR,
Ásgarði 33.
Þórdís Árnadóttir,
Árni Magnússon, Móeiöur Þorláksdóttir,
Jensína Magnúsdóttir, Hjörleifur Þóröarson,
Hersteinn Magnússon, Sigrlöur Skúladóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
jarðarför hjartkærrar eiginkonu. móöur, tengdamóöur, ömmu og
langömmu,
UNNAR GUOFINNU JÓNSDÓTTUR,
Grenimel 15.
Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarfólki á deild 11B
Landspítalanum fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar.
Hólmgeir Jónsson,
Eyvör M. Hólmgeirsdóttir, Steingrímur Helgason,
Aöalbjörg Hólmgeirsdóttir, Lárus Guögeirsson,
barnabörn og barnabarnabarn.