Morgunblaðið - 14.02.1984, Side 33

Morgunblaðið - 14.02.1984, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984 41 fólk í fréttum Dennís Holahan og Loretta Swift. „Hot Lips“ loksins gift + Loretta Swit, sem jafnan var kölluð „Hot Lips“ í MASH-þáttunum, er nú loks- ins gengin í það heilaga þrátt fyrir margar yfirlýsingar um að hún ætlaði aldrei að giftast. Sá lukkulegi heitir Dennis Holahan og er leikari en þau kynntust við upptökur á MASH þar sem Dennis var í gestahlutverki. Brúðkaups- veislan var dálítið sérstök því Áfengið búið að eyði- leggja Peter Lawford + Sumir muna kannski ennþá eftir leikaranum Peter Lawford, sem frægastur var fyrir það að kvænast Pat, systur John heitins Kennedys. Þá þótti ekkert sam- kvæmi almennilegt nema þau hjónin væru meðal gestanna og ekki minnkaði vegur Peters þeg- ar hann gerðist félagi þeirra Frank Sinatra og Sammy Davis jr- Peter er nú sextugur að aldri og aðeins skuggi af sjálfum sér. Fyrsta skrefið niður á við steig hann þegar hjónin skildu og síð- an sá áfengið um að reka smiðs- höggið á verkið. Peter er illa far- inn á líkama og sál og lifrin að mestu ónýt vegna of mikillar vodkadrykkju. Peter Lawford hefur að und- anförnu dvalist á Betty Ford- stofnuninni fyrir áfengissjúkl- inga en þar hefur margt frægt fólk gert tilraun til að snúa við blaðinu eins og t.d. Elizabeth Taylor. Peter ætlar nú að fara að skrifa endurminningar sínar og segist ekkert ætla að draga und- an, hvorki hvað snerti hann sjálfan né aðra. Ekki er þó víst, að bókin sú verði honum til framdráttar. Vinir hans hafa allir snúið við honum baki vegna drykkjuskaparins og eins líklegt, að bókin geri þá að eilífum hat- ursmönnum hans. COSPER Ég er farinn að halda að það sé vín í vatnskönnunni. að þau buðu 150 manns í fagn- að á fínum veitingastað í Bev- erly Hills en sögðu ekki frá því fyrr en gestirnir voru komnir hvert tilefnið væri. Þau Denn- is og Loretta eru nú í brúð- kaupsferðinni og eru líklega að skoða það, sem þau langaði mest til að sjá, en það eru pýr- amídarnir í Egyptalandi. Eric með Ceciliu Peck. Leikara- börnin fella hugi saman + Eric Douglas, yngsti sonur leikarans Kirk Douglas, og Cec- ilia Peck, dóttir Gregory Pecks, eru nú búin að rugla saman reit- um sínum, í bili a.m.k. Að vísu eru þau ekki gift ennþá en full- yrt er, að þess verði ekki langt að bíða. Cecilia var einu sinni orðuð við Albert prins af Mónakó og hún hefur aldrei verið í neinum vandræðum með aðdáendur. Nú er það þó aðeins Eric, sem er í náðinni hjá henni og þau eru tíð- ir gestir á þeim veitingastöðum í New York, sem sóttir eru af fína fólkinu. Eric Douglas er þegar farinn að geta sér nokkurt orð sem leikari og hann segist stað- ráðinn í að sýna, að hann geti staðið á eigin fótum en sé ekki bara sonur hans pabba síns. Aðalfundur Stjórnun- arfélags íslands Aöalfundur Stjórnunarfélags íslands veröur haldinn í Víkingasal Hótels Loftleiða, fimmtudaginn 16. febrúar nk. og hefst kl. 12.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. I Aö loknum aöalfundarstörfum mun Eyjólfur Konráö Jónsson, alþingismaöur, flytja erindi er hann nefnir „Þáttur fiskeldis í umsköpun íslensks atvinnulífs". Vinsamlegast tilkynniö þátttöku til skrifstofu Stjórn- unarfélagsins í síma 82930. MILLIVEGGJA PLOTUR Stærðir: 50x50x 5 50x50x 7 50x50x10 ■■1 VANDAÐAR PLOTUR VIÐRÁÐANLEGT VERÐ B |y| Fáanlegar úr gjalli eða vikri PANTANIR: Bíldshöfða 3, sími: 91-85833 og hjá Iðnverk h/f Nóatúni 17, 105 Rvk. Símar: 91-25930 og 91-25945 Bladburðarfólk óskast! Austurbær Vesturbær Úthverfi Þingholtsstræti Tjarnargata 39— Sæviðarsund

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.