Morgunblaðið - 07.03.1984, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.03.1984, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 NEW YOKK-BREF Ég lét þess getið í fyrra pistli, að sumarið hefði verið seint til að víkja þegar því bar, og sumir voru að vona að haustið reyndi þá kannski að teygja ofurlítið úr sér líka. En því var nú ekki að heilsa. Vetur karl var sko ekki á þeim buxunum að láta svína á sér og krafðist síns ríkis án alls múðurs þegar um sólstöður. Og til þess að sýna að krap væri í karlinum, eða hvers væri mátturinn og dýrðin, slæmdi hann kaldri loppu á hita- stillinn og keyrði hann niður úr öllu valdi. Rigningin, sem þegar var búin að slá öll met — tvöföld á við meðalár — breyttist óðar í slyddu og snjó, og þótt hóflega væri að farið, mjöllin varla einu sinni í skóvörp, má segja að við fengjum hvít jól. Frostið á jóla- dagsmorgun komst niður fyrir 15 gráður, sem er fremur sjaldgæft hér í borg. Hafandi þannig fest sig í sessi, mýkti vetur kari sig ofur- lítið, þótt vart verði sagt hann sýndi nein blíðuhót. Þrátt fyrir nokkurra daga milt veður undan- farið, mundi hráslagi og kæla sennilega best lýsa veðurfarinu þessar næstliðnu vikur. Dýrt drottins orð Þegar svo háttar er fátt betra en að verma sig við elda heims- menningarinnar, sem hér er hverjum þeim föl sem ber sig eftir henni — og peningaráð hefur. Leikhús hér í borg eru nú orðin svo dýr, að varla er nema fyrir auðkýfinga að sækja þau án þess afsláttarmiðar komi til, eða stæði. Reyndar er verðmunur allmikill milli einstakra leikhúsa og ein- stakra sýninga. Dýrastir eru söng- leikirnir að sjálfsögðu, enda mest í þá borið, og þeir eru að jafnaði mannflestir. Aðgöngumiðar að slíkum sýningum er nú algengt að kosti upp undir 50 dali, og ódýr- ustu sætin — aftast á efri svölum — eru varla fáandi fyrir minna en 25—30 dali. Þetta þýðir það, að ef hjón langar að sjá söngleik og kjósa sér góð sæti í sal, kostar það ekki minna en 90 dali. Fýsi þau svo að borða úti, munu útgjöld þeirra fyrir eitt kvöld hæglega geta komist upp í 170 dali. Ódýrari sæti og minni íburður í mat getur að vísu helmingað þessi útgjöld, en lægra verður varla komist ef fullt gjald er greitt. Þetta eru sem sé ekki skemmtanir fyrir þurfa- linga. Jafnvel venjulegir sjónleikir eru farnir að kosta 30—37 dali á mann og undantekning er ef ódýrustu sæti fást fyrir minna en um og yfir 20 dali. Það er svo komið, að mjög fá leikhús auglýsa lengur miðaverð af ótta við að hrinda frá væntanlegum sýningargestum. Þá er ályktað sem svo, að þeir sem á annað borð eru komnir að kaupa miða muni láta slag standa og borga þá 10—15 dali umfram, sem fælt hefðu þá frá ef verð hefði ver- ið auglýst. Svo að öllu réttlæti sé fullnægt, verð ég þó að skýra frá því að oft eru afsláttarmiðar fáanlegir. Al- gengast er að slíkir miðar séu seldir um eftirmiðdaginn (efir kl. 4 eða 6) á sýningar sama kvöld. Fyrir þá er venjulega tekið hálf- virði eða þar um bil. En jafnvel með helmingsafslætti er leikhús- för dýr ánægja. Af er sú tíð, þegar ódýr leikhússæti kostuðu varla meira en bíómiði, 2—3 dali. Ég man jafnvel eftir að hafa farið á Broadway-sýningu fyrir 90 sent! Carmen séra Péturs Þrátt fyrir þetta verðlag þyrpist fólk í leikhús og á matsölustaði í ■stanslausum straumi; það eru hrein undur hversu mikið er af efnuðu fólki í New York. (Hin hliðin á þeim peningi er auðvitað sú, að það er jafnmikið af blá- snauðu fólki, sem aldrei fer í leikhús; forheimskandi sjónvarp er þeirra andlega fæða, hamborg- arar líkamleg.) Eitt mest umtalaða leikhús- verkið hér þetta leikár — og það LEIKHUSIN A MANHATTAN Jeremy Irons og Glenn Close fara með aðalhlutverkin í leikriti Tom Stoppards, „The Real Thing“. mest umdeilda — er La tragédie de Carraen, eða Harmleikurinn um Carmen, sem Sir Peter Brook hef- ur sett á svið. Þetta er auðvitað ekki venjulegur sjónleikur, heldur er hér komin ópera Bizets i nýjum búningi og um það bil helmingi styttri — í rauninni sjónleikur með tónlist. Söngur og tal er á frönsku. Umsagnir gagnrýnenda um sýn- ingu þessa skiptust mjög í tvö horn. Leikdómendur — og leikhús- fólk yfirleitt — voru ósparir á lof- ið. töldu þetta „voldugan nútíma- legan harmleik ... sem brugðinn (væri) ásæknum myndum“, svo að eitthvað sé eftir haft, en óperu- unnendur og tónlistargagnrýnend- ur létu sér margir fátt um finnast, þótti sem músík Bizets hefði feng- ið óþyrmilega útreið, klippt og skorin eins og hún er í búta og síðan stokkuð upp og leikin af að- eins þrettán manna hljómsveit. Það var því með nokkurri eftir- væntingu að ég fór upp í Lincoln Center, þar sem „séra Pétur" fékk inni þegar hann flutti leikhópinn sinn frá upphaflegu aðsetri hans í París. Það jók enn á tilhlökkun mína, að ég hafði áður séð slíkar úrvalssýningar þessa sama leik- stjóra sem Marat-Sade, Jónsmessu- næturdraum, og Lé konung. Én frá því er skemmst að segja, að þetta urðu mér einhver sárustu von- brigði sem ég hef orðið fyrir í leik- húsi langalengi. Ég hef séð óperu Bizets á sviði New York óperunnar í Lincoln Center og haft óskipta ánægju af, en þessi Carmen þótti mér allt að því leiðinleg. Það var ekki svo mjög að ég saknaði íburð- ar í sviðsetningu, sem jafnan er talsverður í raunverulegri óperu- uppfærslu, heldur hitt, að hér var fátt sem vakið gat hrifningu manns eða eftirvæntingu, leyst kenndir manns úr læðingi. Harm- leikurinn skyldi hér undirstrik- aður með beru sviði — aðeins okkurlitan sand að sjá — þar sem sviðsbreytingar voru táknaðar með fáeinum einföldum hlutum eins og litlu gólfteppi, svæflum og þess háttar; það sem á vantaði urðu áhorfendur að gera sér í hug- arlund. Á sama hátt var för frá einum stað á annan táknuð með rambi um sviðið. Við þessar að- ferðir er ekkert að athuga í sjálfu sér; þær hafa oft verið notaðar áð- ur með góðum árangri. En nú brá einhvern veginn þannig við, að þetta virtist allt óraunverulegt og helst til þess fallið að valda rugl- ingi. Þann þunga ástríðna og til- finninga, sem maður skyldi halda að bera mundi Harmleikinn um Carmen uppi, var hvergi að finna, og ef frá eru skildar breytingar á texta og áðurnefnd uppstokkun tónlistarinnar, var nýstárleikinn við sýninguna eins og við gamlar lummur. Það bætti ekki heldur úr skák, að þrátt fyrir ögrandi fas og tilburði til kynþokka var Carmen sú er ég sá (þær eru fimm alls, sem skiptast á) hvergi nærri það girndarráð sem fengi mig til að trúa að menn berðust til bana um hana. Þótt músík Bizets sé alltaf yndi á að hlýða, varð ég því fegn- astur er sýningu lauk. Hlerað eftir að upp var staðið: — Jæja, hvernig fannst þér sýningin? — Hún minnti mig á Shake- speare. — Shakespeare? Hvernig þá? — Mikið umstang út af engu! Svo sem eðlilegt má teljast, fjalla öll þrjú verkin um frelsi, bæði andlegt og líkamlegt, og í öll- um er höfundurinn (eða staðgeng- ill hans; nafni er breytt) aðalper- sónan. Niðurstaða allra þriggja er í rauninni einnig hin sama: Þótt hundeltur sé og fangelsaður af yf- irvöldum, er höfundurinn i reynd hinum frjálsari sem látnir hafa verið í friði. Þar sitja allir við sama borð, yfirmaður hans í brugghúsinu, sem vill fá hann til að skrifa njósnaskýrslu um sjálf- an sig; vinirnir, sem mest er í mun að honum hrjóti eitthvert þeirra „gæða“ sem þeir hafa selt eða svæft samviskuna fyrir; og skáldbróðirinn, sem fær hann til að undirrita mótmælaskjal, sem hann sjálfur þorir ekki að skrifa undir. Þættir Havels eru samdir af mikilli kímni, og þótt hann láti aldrei ásökunarorð falla í garð eins eða neins — miklu fremur meðaumkun — þá eru skeyti í verkunum sem hitta beint í mark. Lee Grant, sem margir munu kannast við sem ágæta kvik- myndaleikkonu, setti þættina á svið og hefur gert það vel og skynsamlega. Þetta var að öllu leyti mjög ánægjuleg sýning. sjálfstæðum einþáttungum, svipmyndum úr lífi höfundarins. Tveir hinir fyrri, „Viðtal" og „Einkasýning", voru ritaðir 1975, þegar Havel vann sem verkamað- ur í bjórbrugghúsi (þar sem hinn fyrsti gerist), en sá síðasti, „Mót- mæli“, varð til 1978, eftir að höf- undurinn hafði fyrst verið fang- elsaður fyrir mannréttinda- starfsemi sína. Þar sem sýningar á verkum Havels eru bannaðar í Tékkóslóvakíu, voru allir þættirn- ir upphaflega leiknir á einkasýn- ingum á heimilum vina hans. Ósvikin ánægja Annar innfluttur sjónleikur — og einn hinn besti sem hér er nú á sviði — er The Real Thing eftir Tom Stoppard. Þótt Stoppard sé nú enskari en sjálf Járnkellingin, er hann einnig upprunninn í Tékkóslóvakíu, svo að segja má að Tékkar hafi verið allfyrirferðar- miklir á fjölunum í New York þennan vetur. Nafnið á þessum leik, The Real Thing, lætur ekki vel að þýðingu. Það eru að vísu ekki nema þrjú ofureinföld orð, sem hverju um sig er auðvelt að snúa, en ég get ekki í fljótu bragði munað eftir neinum þeim orðum eða orðasambandi í íslensku, sem réttilega geti túlkað meiningu þeirra án langra skýr- inga. Þegar þessi leikur verður færður upp heima — og að því kemur áreiðanlega — mun honum sennilega fundinn einhver allt annar titill. Nafnið — og innihald leiksins í heild — höfðar sem sé til þess sem er upprunalegt, ósvikið, ekta, þ.e.a.s. ekki eftirlíking. Þannig er t.d. gerður samanburð- ur á viðbrögðum manna við sams konar atburðum í daglegu lífi (the real thing) og á leiksviði (eftiröp- un), upprunalegri tónlist (the real thing) og dægurlögum leiddum af henni (öpun), raunverulegum ástæðum til athafna og þeim sem hafðar eru að yfirskini. Þessi athugun og samanburður nær einnig til tilfinningalífsins, því að á ytra borði fjallar leikurinn um tryggð og ótryggð í ástum og hjónabandi. Þetta er því marg- slungið verk, sem hægt er að njóta á fleiri en einn hátt. Stoppard er með mestu íþrótta- mönnum á enska tungu þeirra sem nú eru starfandi höfundar, og þeir málfimleikar sem hann hefur oft leikið sér að í fyrri verkum verða að vissu leyti einnig að skotspæni í þessum leik. En hagleikur hans á mál og orðfæri er samt enn áber- andi. Það sem hann hefur nú auk- ið við, er dýpt þeirrar alvöru, sem að baki liggur orðaskylmingunum og kímninni, því að sá er enn einn Einkasýning frá Tékkóslóvakíu Eins og Carmen kom frá París, þannig hafa einnig flestir þeir sjónleikir, sem mesta lukku hafa gert hér þetta árið, verið erlendur innflutningur. Svo er t.d. um Kinkasýningu (A Private View) eft- ir tékkneska andófsmanninn Vaclav Havel. Þessi sýning er reyndar saman sett úr þrem %A ''ýjé'", j _____________________ Marilyn Rockafellow og Calvin Levels í hlutverkum sínum í „Ótakmarkaður aðgangur“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.