Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 33 * íslensk bárujárnssveit er loksins fædd: Frábærir tónleikar er Drýsill tryllti lýðinn Bárujárnssveítin Drýsill kom í fyrsta sinn tram opinberlega í höfuöborginni á Borginni á fimmtudagskvöld og hvílík byrj- unl Óhætt er að segja, aö flutn- ingur íslenskrar hljómsveitar hef- ur ekki heltekiö áhorfendur á jafnskömmum tíma í háa herrans tíð. Reyndar var Járnsiðan allt of seint á feröinni þetta merka fimmtudagskvöld og mætti ekki til leiks fyrr en Drýsill átti eftir 3—4 lög. Tæplega 100 áhorfendur hafa sennilega veriö í salnum, en þarna voru menn mættir til þess aö meö- taka bárujárniö óbrætt. Ekki stór hópur, en traustur og á örugglega eftir aö hlaöa hratt utan á sig. Þótt hljómsveitarmeðlimir vildu þakka fyrir sig meö kurt og pí að afloknum frábærlega vel heppnuð- um tónleikum (eöa svo sögöu traustir og vanir heimildarmenn Járnsíöunnar a.m.k.) voru áhorf- endur ekki á þeim buxunum aö sleppa þeim af sviöinu. Lýöurinn klappaöi og stappaöi og tókst aö herja út 3 aukalög og þau ekki af verri endanum. Fyrst var þaö lce Cream Man meö Van Halen, þá Stand Up and Shout með Dio og síöan Tush meö ZZ Top. Allt snilldarlega flutt og ekki síst Dio-lagiö, þar sem kvart- ettinn fór á kostum. Eiríkur stór- kostlegur þrátt fyrir hæsina, Einar betri en nokkru sinni, Siggi Reynis eins og vel smurö fjórgengisvél á trommunum og Jón Ólafsson, „kominn alla leið úr Breiöholtinu“, undraöruggur á bassanum. Ég sakna þess aö hafa ekki heyrt „orginal“-efni sveitarinnar, en eftir að hafa heyrt ofangreind lög i flutningi Drýsils eru allar efa- semdir á bak og burt. Loksins höf- um viö eignast bárujárnssveit, sem unun er aö hlusta á. Járnsíöan skorar á alla unnendur þessarar tónlistar aö fjölmenna á tónleika Drýsils og Centaur í Safari nk. fimmtudag. P.s. Centaur gleymdist ekki. Umsjónarmaöur síöunnar neyddist til aö þeysa af vettvangi um þaö bil er Centaur hóf leik sinn. Umfjöllun um þá eðlu sveit veröur birt eftir Safari-tónleikana. Psychic TV, eöa hluti sveitarinnar. kvikmyndagerö, auk þess sem hann heföi upplýst, aö sér þætti ekkert gaman aö standa í tónleika- haldinu öllu lengur. Að því er virö- ist fylgir Geoff honum hvert fótmál og því varö einnig úr aö hann hætti. Sögusagnir eru á kreiki þess efnis, að RCA-plötufyrirtækiö hafi Psychic TV splundraðist og missti CBS-samninginn Tveir meölima Paychic TV hafa sagt skilið viö sveitina á sama tíma og hún hefur oröiö aö sjá á bak plötusamningi sínum viö stórfyrírtækiö CBS. Taliö er aö samningur þessi hefði fært Psychic TV milljón sterlingspund í aöra hönd hefði hljómsveitin staóiö vió sinn hluta samkomu- lagsins. Þaö eru þeir Peter Christoph- ersson og Geoff Rushton, sem eru hættir, en þeir voru báöir á meöal stofnenda hljómsveitarinnar á sín- um tíma. Eins og lesendur Járnsíöunnar rekur e.t.v. minni til heimsótti Psychic TV okkur skömmu fyrir jól, efndi til tónleika í Menntaskólan- um viö Hamrahlíð auk þess sem tveir meölimanna, Orridge-þariö, létu splæsa sig saman undir hand- leiöslu allsherjargoðans Svein- bjarnar Beinteinssonar. Aö sögn P. Orridge má rekja samningsrofin við CBS til þeirrar staöreyndar, að fyrirtækiö var aö- eins reiöubúiö aö greiöa 35.000 pund (1,4 millj. ísl. króna) fyrir upp- tökur á plötunni „Dreams Less Sweet“. Hún kostaði hins vegar heldur meira í upptöku. „Einhver hjá CBS sagöi viö mig, að þeir hjá fyrirtækinu heföu hald- iö aö þeir væru að semja viö venjulega rokksveit meö óvenju- legt „image“ er þeir buöu okkur samninginn. Annaö kom hins veg- ar á daginn og þeir hafa sagt aö þeir skilji okkur ekki alveg,“ sagöi Orridge. Hvaö varöar brotthlaup meölim- anna tveggja sagöi Orridge þaö stafa af því, aö Peter heföi verið orðinn allt of önnum kafinn viö Bárujárnssveitin Drýsill kom í fyrsta sinn fram opinberlega í höfuðborginni á Borgínni á fimmtudagskvöld og hvílík byrj- unl Óhætt er aö segja, aö flutn- ingur íslenskrar hljómsveitar hef- ur ekki heltekiö áhorfendur á jafnskömmum tíma í háa herrans tíð. Reyndar var Járnsíöan allt of seint á feröinni þetta merka fimmtudagskvöld og mætti ekki til leiks fyrr en Drýsill átti eftir 3—4 lög. Tæplega 100 áhorfendur hafa sennilega veriö í salnum, en þarna voru menn mættir til þess aö meö- taka bárujárniö óbrætt. Ekki stór hópur, en traustur og á örugglega eftir aö hlaöa hratt utan á sig. Þótt hljómsveitarmeölimir vildu þakka fyrir sig meö kurt og pí aö afloknum frábærlega vel heppnuö- um tónleikum (eöa svo sögöu traustir og vanir heimildarmenn Járnsíöunnar a.m.k.) voru áhorf- endur ekki á þeim buxunum aö sleppa þeim af sviöinu. Lýöurinn klappaöi og stappaöi og tókst aö herja út 3 aukalög og þau ekki af verri endanum. fullan hug á aö semja viö Psychic TV nú þegar samningurinn viö CBS er fyrir bí. Fyrst var þaö lce Cream Man meö Van Halen, þá Stand Up and Shout meö Dio og síöan Tush með ZZ Tóp. Allt snilldarlega flutt og ekki síst Dio-lagiö, þar sem kvart- ettinn fór á kostum. Eiríkur stór- kostlegur þrátt fyrir hæsina, Einar betri en nokkru sinni, Siggi Reynis eins og vel smurð fjórgengisvél á trommunum og Jón Ólafsson, „kominn alla leiö úr Breiöholtinu", undraöruggur á bassanum. Ég sakna þess aö hafa ekki heyrt „orginal“-efni sveitarinnar, en eftir aö hafa heyrt ofangreind lög í flutningi Drýsils eru allar efa- semdir á bak og burt. Loksins höf- um viö eignast bárujárnssveit, sem unun er aö hlusta á. Járnsíöan skorar á alla unnendur þessarar tónlistar aö fjölmenna á tónleika Drýsils og Centaur í Safari nk. fimmtudag. P.s. Centaur gleymdist ekki. Umsjónarmaöur siðunnar neyddist til aö þeysa af vettvangi um þaö bil er Centaur hóf leik sinn. Umfjöllun um þá eðlu sveit verður birt eftir Safari-tónleikana. Drýsill og Centaur í Safari á morgun Einar Guðberg Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. í Njarðvík, stend- ur viö nýja gagnvamartækið, sem Rammi hefur fest kaup á. Morgunblaðið/Einar Falur. Rammi hf. kaupir tæki til að gagnverja timbur: Islendingar hafa sofið á verð- inum í 14 ár — segir Einar Guðberg, framkvæmdastjóri Ramma Gluggaverksmiðjan Rammi hf. í Njarðvík hefur tekið upp nýja aöferð við gagnfúavörn hér á landi, sem er fólgin í því, að fúavarnarefnið geng- ur inn í viðinn, en er ekki aðeins borið utan á, eins og tíökast hefur. Hefur fyrirtækið fest kaup á búnaði til gagnfúavarnar á fullunnum tréeiningum og hafið framleiðslu á fúavörðum gluggum. Búnaður og fúavarnarefnið er framleitt af Gori A/S í Danmörku. „Islendingar hafa sofið á verðin- um í þessu efni í 14 ár,“ sagði Ein- ar Guðberg Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Ramma. „Árið 1969 var lögleitt á hinum Norðurlönd- unum að láta gagnverja timbur, og því hefði okkur verið í lófa lag- ið að gera slíkt hið sama þá. Hér eru gríðarlega miklir fjármunir í húfi, því morknir gluggar kosta þjóðina miklu stærri upphæðir en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Ég er ekki frá því að hægt sé að líkja þessu sinnuleysi við alkalí- vandamálið, sem enginn hugleiddi fyrr en allt var í óefni komið," sagði Einar. Einar sagði að viður hefði áður verið gagnvarinn hér á landi, en þá hefði verið notuð saltvatns- upplausn, en ekki olíuupplausn eins og Rammamenn nota. „Salt- vatnsbaðið veitir ágæta vörn gegn fúa,“ sagði Einar, „en viðurinn verður jafn móttækilegur fyrir raka eftir sem áður. Rakaflutning- ur í timbrinu veldur rúmmáls- breytingum, sem geta valdið mikl- um skaða. Með því að nota olíu má koma í veg fyrir að timbrið drekki í sig raka, því olían fyllir upp í frumur viðarins þannig að vökvi kemst ekki inn fyrir yfirborðið. Gagnvarnartækið sem Rammi hf. hefur fest kaup á er hannað með það fyrir augum að uppfylla samræmdan staðal Norræna timburverndarráðsins — NTR, þar sem sagt er til um flokkun gagnvarins timburs og ýmis skil- yrði gagnvarnar. Tækið sjálft er tvíþætt. Neðri hlutinn er geymir fyrir 13 þúsund lítra af olíuupp- lausn. Olían streymir upp í efri hlutann, timburstokkinn, sem tek- ur tæpa 6 rúmmetra af viði í hvert sinn. Þetta gerist fyrir tilstilli yfirþrýstings í timburstokknum, en við gagnvörnina er ýmist beitt undirþrýstingi og undirþrýstingi, þótt hið síðarnefnda sé aðalein- kenni aðferðarinnar og hún þess vegna oft nefnd „vacuum-fúa- vörn“. Það tekur 45 mínútur að gagnverja við í þessu tæki. Tækið kostaði Ramma hf. um 1,5 milljónir króna og var sett upp þann 15. desember sl. Sagði Einar Guðberg að framleiðslan yrði nokkru dýrari fyrir bragðið, sennilega í kringum 7—8% dýrari í fullunna glugga, en á móti kæmi að menn spöruðu sér viðarvörn að miklu leyti, auk þess sem sannað væri að viður sem gagnvarinn væri á þennan hátt entist mun lengur. Framleiðslan verður undir óháðu gæðaeftirliti Iðntæknist- ofnunar íslands og varan merkt eftir reglum NTR. Auk eigin framleiðslu mun Rammi taka að sér gagnfúavörn fyrir aðra. Sovézku þingkosningarnar: Þátttakan yfir 99% Moskvu, 5. mars. AP. YFIR 99% allra atkvæðisbærra manna í Sovétríkjunum greiddu at- kvæði í almennum þingkosningum þar í landi á sunnudag. Fóru kosn- ingar þessar fram í öllum 15 lýðveld- um Sovétríkjanna og í sumum þeirra höfðu 99,9% greitt atkvæði þegar kl. 6 síödegis. í Rússneska lýðveldinu, sem er stærsta Sovétlýðveldið, var þátttaka aðeins minni eða 99,5%, er kjörstöðum var lokað kl. 9 um kvöldiö. Aðeins frambjóðendur komm- únistaflokksins eða frambjóðend- ur, sem sá flokkur hafði lýst bless- un sinni yfir, voru í kjöri. Kosn- ingar sem þessar fara fram á fimm ára fresti og hefur kommún- istaflokkurinn alltaf fengið yfir 99% atkvæða. Sérhver sovézkur þegn 18 ára og eldri hefur atkvæð- isrétt í þessum kosningum. Kosn- ingabaráttan náði hámarki sl. föstudag með ræðu, sem Konst- antin Chernenko, hinn nýi leiðtogi kommúnistaflokks Sovétríkjanna, flutti. Chernenko flutti 45 mínútna langa ræðu fyrir hópi áheyrenda í sjónvarpssal. Hrópuðu þeir nafn hans 25 sinnum, áður en hann hóf að flytja ræðu sína og á meðan flutningur hennar stóð yfir klöpp- uðu þeir 20 til 30 sinnum fyrir ræðumanni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.