Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 15 eftir Hallberg Hallmundsson kostur þessa leiks, að hann er jafnleiftrandi kíminn og flest fyrri verk þessa höfundar. Sviðsetning og leikur allur er að segja má óaðfinnanlegur. Þar til ber helst að nefna Mike Nichols sem leikstjóra, og kæmi mér ekki á óvart þótt hlutdeild hans ætti eftir að vinna honum enn ein verð- laun fyrir bestu leikstjórn þetta ár. En einnig er fyrir að þakka næmri túlkun enska leikarans Jer- emy Irons, sem fer með aðalhlut- verkið, og Glenn Close, sem leikur stærsta kvenhlutverkið. Reyndar eru aðrar persónur leiksins líka framúrskarandi vel með farnar, og sviðsmyndin er í alla staði vel gerð og vönduð. Það verður enginn svikinn af þessum sjónleik. Sem leikhús mætti kaila hann „the real thing“. Indælt fólk í stríði Þriðji innflutti sjónleikurinn, sem ég hef séð nýlega, einnig frá Englandi, nefnist And a Night- - ingale Sang ... eða Og næturgali söng.., og er eftir C.P. Taylor, sem enn kann að vera ókunnur á íslandi; hann lést fyrir tæpum þrem árum aðeins 52 ára gamall. Taylor er best þekktur fyrir leik sinn um útrýmingarherferð naz- ista gegn gyðingum á valdatíma þeirra í Þýskalandi. Sá leikur nefnist Góður (Good), og er kallað- ur harmleikur samkvæmt efninu, en er í rauninni ritaður í léttu formi með íofinni músík. Hann var sýndur hér fyrir tæpum tveim árum, en hlaut ekki verðskuldaðar viðtökur, þótt hann gengi um nokkurt skeið; það var í rauninni mjög svo athyglisverður leikur. Og næturgali söng ... er ritaður á svipaðan hátt — sungnum dæg- urlögum fléttað inn í gang leiksins — en er engan veginn jafnalvar- legs eðlis. Þetta er nánast saga einnar almúgafjölskyldu í New- Laurence Dale og Hélene Delavault leika Don José og Carmen í „Harm- lciknum um Carrnen**. castle frá byrjun til enda heims- styrjaldarinnar siðari, sögð í gam- ansömum tón, en þó alltaf ákaf- lega raunsönn. Það var undravert hve þessum bandarísku leikurum tókst vel að ná og halda Norð- ymbralandsframburðinum; mér fannst stundum ég stæði aftur við girðinguna á Skipton Camp á Skólavörðuholtinu eins og þegar ég var strákur, og slagararnir sem sungnir voru, eins og „Oh Johnny, Oh Johnny, How You Can Love“, gerðu ekkert til að spilla þeirri til- finningu. Taylor fegrar engan veginn líf þessarar fjölskyldu. Þetta er fá- tækt fólk en þó bjargálna og lifir hversdagslegu subbulífi — að minnsta kosti á nútímavísu. En honum þykir vænt um þessar per- sónur sínar, og þótt hann skopist svolítið að þeim, gerir hann aldrei lítið úr þeim eða sýnir þeim fyrir- litningu. Árangurinn er sá, að manni verður hlýtt til þessa fólks og hefur óblandna ánægju af að eyða kvöldstund með því. Val í hlutverk er með afbrigðum gott og leikur allur í besta lagi. Ef ég vissi ekki betur, hefði ég haldið að allir leikararnir væru breskir. Vandamál athugað Eini innlendi bandaríski sjón- leikurinn sem ég hef séð síðan ég skrifaði síðasta ^ pistil er Open Admissions, eða Ótakmarkaður að- gangur. Hann fjallar um vandamál það sem skapaðist þegar aðgangur að opinberum æðri skólum, eins og t.d. Borgarháskóla New York (City University of New York, eða CUNY), var heimilaður öllum þeim sem lokið höfðu prófi úr framhaldsskóla án tillits til náms- árangurs eða einkunna. Það kom sem sé í ljós, að stór hluti þeirra nemenda sem úr framhaldsskól- unum komu var alls ófær um að takast á við þær námskröfur sem æðri menntastofnanir gera (eða kannski réttara sagt, ættu að gera). Að þessu hefur kveðið svo rammt, að margir þeir nemendur sem nú stunda nám í college — samsvarandi efri bekkjum menntaskóla eða fyrstu árum í há- skóla á íslandi — geta jafnvel ekki lesið svo að gagn sé að, hvað þá að þeir geti skrifað heillega setningu. Orsökin til þessa ástands er sú, að til þess að valda ekki þeim sem miður eru gefnir eða af einhverj- um öðrum orsökum standast ekki námskröfur, hefur verið ákveðið að útskrifa þá samt sem áður fremur en að fella þá aftur og aft- ur og halda þeim eftir á lægri námsstigum. Slíkt háttalag er þó ekki annað en frestun á vandan- um; það er skammgóður vermir að pissa í skó sinn. Afleiðingin hefur orðið sú, að kröfur æðri menntastofnana til námsárangurs Stoppard, höfundur „The Real Thing". hafa verið lækkaðar, menntunin útþynnt þar til hún er lítils eða einskis virði. Ótakmarkaður aðgangur tekur þetta vandamál til meðferðar með því að sýna árekstur ungs blökku- pilts við framsagnarkennara hans, sem er hvít kona. Pilturinn hefur lestrarkunnáttu og -skilning venjulegs tíu ára barns en hefur samt sem áður fengið B-einkunn- ir, eða milli 8 og 9 á íslenskum einkunnaskala. En hann er óheimskur og skilur að þær góðu einkunnir sem hann fær sí ofan í æ munu koma honum að litlu haldi þegar hann á að fara út i atvinnulífið og vinna fyrir sér, því að hann skortir alla þá kunnáttu, sem að baki þeim eiga að standa. Hann krefst þess því af kennara sínum, að hann kenni. Leikur þessi er mjög áhrifarík- ur, einkum fyrir frábæran samleik þeirra tveggja, sem fara með hlut- verk kennarans og piltsins, en það er ekki bent á neina lausn vandans, enda ekki auðhlaupið að. Með því að gefa áhorfendum einn- ig nokkra innsýn í heimilis- og persónulegar ástæður aðalpersón- anna ýjar þó höfundurinn, Shirley Lauro (sjálf kennari um margra ára skeið) að því að hér sé um yfirgripsmikið þjóðfélagslegt fremur en eingöngu fræðslu- vandamál að ræða. Hversu sem um það er, virðast New York-búar þó ekki telja sig þurfa að gefa því mikinn gaum, því að sýningum var hætt eftir hálfa þriðju viku vegna lítillar að- sóknar. Um það kann einhverju að valda, að gagnrýnendur voru allt of neikvæðir í umsögnum sínum um þessa sýningu. Svó var mál með vexti, að leikurinn hafði áður verið sýndur sem einþáttungur, en var síðan lengdur og breikkaður einmitt í þvi skyni að hann gæti náð til stærri hóps áhorfenda. Flestir gagnrýnendur töldu að leikurinn hefði verið betri í sínu styttra formi og án þeirra skýr- inga á persónuhögum, sem lengri gerðin lét í té. Má vera að rétt sé, en þó þætti mér forvitnilegt að vita hvort þessir sömu gagnrýn- endur hefðu getað fetað sig í hina áttina, ef þeir hefðu fyrst séð lengri gerðina: Hefðu þeir þá kom- ist að þeirri niðurstöðu að leikur- inn mundi betri ef hann yrði stytt- ur? Sjálfur mundi ég svara þeirri spurningu neitandi. Nýir söngleikir Ekki get ég skilist svo við þetta leikhússpjall að ég minnist ekki lítillega á nýja söngleiki, þótt ég hafi reyndar engan þeirra séð. Sá nýjasti, sem frumsýndur var fyrir fáeinum dögum, státar sig af Liza Minelli og Chita Rivera í aðalhlut- verkunum; þær leika mæðgur. Leikur þessi nefnist The Rink, sem á íslensku mundi útleggjast Skautavöliurinn — ekki svellið, því að titillinn á við svæði fyrir hjóla- skauta. Textinn er eftir Terence McNally, sem er allþekktur leik- ritahöfundur, en hefur ekki látið mikið á sér bera upp á síðkastið. Og varla munu viðtökur Skauta- vallarins auka honum kjark til að spóka sig, því að leiknum var yfir- leitt fremur fálega tekið. Tónlist- in, samin af John Kander og Fred Ebbe, sem ég kann engin frekari deili á, var þó talin frambærileg, og þær stöllur Liza og Chita þóttu standa sig vel. Þrátt fyrir það virðist leikurinn berjast í bökkum og ekki gott að vita hversu lengi hann verður sýndur. Krógi (Baby) heitir annar söng- leikur, sem sýndur hefur verið í nokkrar vikur og virðist vera kom- inn yfir byrjunarörðugleikana sem að steðjuðu í fyrstu. Eins og nafnið gefur til kynna, fjallar hann um fyrstu barneign ungs fólks, og hann fékk allþokkalega dóma bæði í blöðum og sjónvarpi. Þykir enda ekki góð pólitík hér- lendis að hafa á móti kornabörn- um; beinlínis óamerískt! The Tap Dance Kid heitir sá þriðji, og mætti kannski kalla hann Dansfíflið á íslensku; veit þó ekki hvort svo óvirðulegt heiti á við. Þessi söngleikur er að miklu leyti framinn af blökkufólki, og kemur þar fram í fyrsta sinn talsvert af nýjum, ungum skemmtikröftum, sem vel má vera að eigi eftir að láta að sér kveða síðar. Leikurinn fékk mjög þolan- legar viðtökur og hefur nú verið á fjölunum í þó nokkrar vikur. Hann ætti því að vera kominn yfir örðugasta hjallann. En eins og ég tók fram áður, hef ég engan þess- ara leikja séð og get því ekki um þá dæmt af eigin raun. New York, 16. febrúar 1984. Hallberg Hallmundsson er Ijóð- skáld. Hann býr í New York og heíur þýtt margt islcn.sk ra bók- mennta á ensku. Hann hefur skrif- að New York-bréf fyrir Morgun- blaðið. Allt í fjöri í Oklahoma Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Herranótt MR sýnir Oklahoma í Tónabæ. Höfundur tónlistar: Richard Rodgers. Texti: Oscar Hammerstein. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. Þýðing endurskoðuð af Kolbrúnu Halldórsdóttur. Þýðing söngtexta: Kolbrún Hall- dórsdóttir. Víða er stuðst við þýð- ingar Egils Bjarnasonar. Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir. Lýsing: Ágúst Pétursson. Búningar: Hildur Svavarsdóttir, Sig- ríður Matthíasdóttir og Þórunn Sig- fúsdóttir. Leikmynd: Baltasar K. Samper. Hljómsveitarstjórn og útsetning tónlistar: Ríkharður Örn Pálsson. Höfundur og stjórnandi dansa: Halla M. Árnadóttir. Ekki lítil upptalning þetta og eru þó aðeins fáir nefndir, því að tugir nemenda koma við leik í dansi og söng og textaflutningi. Oklahoma hlýtur að vera lang fjölmennasta og viðamesta sýning sem nemendur Menntaskólans í Reykjavík hafa nokkru sinni flutt. Hér á árum áður voru skólasýn- ingar — sem MR sat lengi vel einn að — afgreiddar með lýsingum eins og „að leikgleði og áhugi hinna ungu leikenda er lofsverð“ o.fl. En Menntaskólinn á sér eins og alkunna er lengri hefð í leiklist- arflutningi en nokkur annar skóli á landi hér, það er óhjákvæmilegt og raunar bara sanngjarnt að gera til leiksýninga MR alvarlegri kröf- ur en ýmissa annarra skólanem- enda. Á sýningum MR hafa margir okkar b- \ leikarar stigið sín fyrstu og óþarft að fara út í neina ningu né heldur hafa um þ g orð að menntskæl- Eftir að hafa nú velt fyrir sér hvaða áhrif þessi sýning skilur eftir, kemur jafnan upp í hugann þessi vonda aðstaða sem dregur úr því að heildarsvipur náist og allt þetta unga fólk fái reglulega að njóta sín. Leikmyndinni er haldið á smekklegan hátt í ákveðnu lág- marki, búningar eru hver öðrum betri og vandaðri að sjá, dansarar stóðu sig furðuvel miðað við að- stæður og leikstjórinn, Kolbrún Halldórsdóttir, hefur unnið þrek- virki með allan þennan stóra hóp; staðsetningar voru ágætar og mesta furða hvað tókst að forða að algert kraðak skapaðist á stund- um. Leikarar í stærri hlutverkum gerðu ýmislegt vel. Ingibjörg Svala Þórsdóttir fannst mér bera af, hún réði einna best við söng- inn, framsögnin bara skemmtileg og svipbrigði og hreyfingar óþvingaðar og fullt af húmor í henni. Halldóra Björnsdóttir í hlutverki Láru var fjarskalega frið ásýndum eins og Láru ber að ingar hafa einatt sýnt dirfsku í vali sínu á leikverkum. Ég get ekki neitað því, að mér þykir valið að þessu sinni nokkuð kyndugt. Oklahoma er vissulega litríkur og skemmtilegur söngleik- ur, en býsna bandariskur og til að ná verulegum glæsileik — ella nýtur hann sín náttúrulega ekki nema til hálfs, •— þarf meira en leikgleði og áhuga. Auk þess þarf betra hús en Tónabæ til sýningar þar sem margir tugir leikenda syngja og dansa og trimma og tralla, þar sem aðstaða er hreint ekki upp á marga fiska og aðstaða fyrir áhorfendur er það raunar ekki heldur. Þá er afleit lausn að þurfa að hafa hljómsveitina nán- ast ofan í leikurunum — þó svo að tjald sé sett á milli — auk þess sem hún spilaði alltof hátt og sterkt og kæfði margsinnis raddir óþjálfaðra og á stundum óstyrkra söngvara. vera, en vantaði einhvern tölu- verðan herslumun. Jóna Guðrún Jónsdóttir illúderaði vel í hlut- verki Ellu frænku, en hafði ekki vald á röddinni. Krulli Hilmars Jónssonar var vel gerður, þótt hann réði ekki frekar en ýmsir aðrir til fullnustu við söngflutn- inginn. En sennilega leikaraefni þar á ferð. Ali Hakim varð sniðug persóna hjá Kjartani Guðjónssyni þótt ekki væri hann sérlega aust- urlenskur í útliti. Zópónias Oddur Jónsson í hlutverki Villa gerði margt verulega snöfurmannlega og sama má segja um Ólaf Sam- úelsson, það virtist hugsaður og skemmtilegur flutningur. Þetta var hressilegt kvöld. Herranótt stendur jafnan fyrir sínu. Svo var einnig hér, þrátt fyrir að aðstaðan væri ekki upp á marga fiska og um valið á verkinu megi svo auðvitað deila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.