Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 3 „Ráðherrann veit vel hvar þetta fóik er“ — hann þarf ekki að leita að því, segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir um ummæli fjármálaráðherra „VIÐ HÖFUM ítrekað bent Albert Guðmundssyni, fjármálaráðherra, á að það viðgangist misrétti gagn- vart félagsmönnum í Sókn, Fram- sókn og fleiri félögum hjá ríkis- stofnunum. Hann hefur ekkert viljað gera til að bæta hag þeirra,“ sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Starfsstúlknafélagsins Sóknar, í samtali við blaðamann Mbl. í framhaldi af viðtali blaðsins við fjármálaráðherra á bls. 2 í blaðinu í gær. I*ar var haft eftir Albert, að „ef ASÍ gæti bent sér á sambærilegt misræmi annars stað- ar (en hjá Dagsbrún, innsk. Mbl.) myndi hann að sjálfsögðu leiðrétta það einnig... Ég verð að finna þetta fólk og ASÍ að hjálpa mér til þess“, sagði ráðherrann. „Ég var í desember sl. í samn- inganefnd fyrir Alþýðusam- bandið," sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. „Þá fórum við Ásmundur Stefánsson og Guð- mundur Þ. Jónsson á fund ráð- herrans — og að minnsta kosti þriggja aðstoðarmanna hans — og kynntum honum kröfur okk- ar, m.a. um 15 þúsund króna lág- markslaunin. Við fórum einnig fram á, að hann veitti konum í Framsókn desemberuppbót eins og t.d. BSRB-félagar hjá ríkinu fengju. Hann neitaði því á þeirri forsendu að þær væru of margar og að hann treysti sér ekki til þess af þeim sökum. Síðan höfum við í Sókn átt bæði munnleg og bréfleg sam- skipti við ráðherrann um mis- rétti, sem okkar konur í vinnu hjá ríkisspítölunum sæta varð- andi barnaheimilispláss þar. Sóknarkonur fá alls ekki inni á þeim heimilum og Albert hefur vísað málinu frá sér á Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra. Fjármálaráðherra hefur í engu sinnt réttlætiskröfu okkar í þessu máli. Hann veit vel af þessu fólki og þarf ekki að leita að því,“ sagði Áðalheiður Bjarn- freðsdóttir. fíalaráðherra um bréf Að sjálfsögðu leiðrétti ég — ef ég finn þetta fólk Fjármálaráöherra hefur haft bréf Alþýdusambands íslands, þar sem það fer fram á sömu vilyröi fyrir félagsmenn sína og ráðherra hefur gefið Dagsbrún fyrirheit um, til at- hugunar. Sagði ráöherrann í viðtali við Mbl. í gær, að hann v*ri að reyna að fínna út, hvort einhverjir innan ASÍ væru beittir aama misrétti og Dagsbrúnarmenn hjá því opin- bera. „Ég vil ekkert fullyrða um þetta, en ég verð þá að finna þetla fólk og ASI að hjálpa mér til þess,“ sagði hann. Albert sagði varðandi bréf ASI að i Dagsbrúnarsamningum væri um aö ræða verkamenn sem ynnu hjá ríkinu og hefðu ekki beina samninga við ríkið. Hann kvaðst halda að verkalýðsfélögin innan ASl og Verkamannasambandsins semdu beint við viðkomandi ríkis- aðila, en ef ASÍ gæti bent sér á sambærilegt misræmi annars staðar þá myndi hann að sjálf- sögðu leiðrétta þaö einnig. Hann kvað málið í athugun í Ijósi þessa. Ráðherrann var þá spurður, hvort Dagsbrúnarmenn hefðu haldið því fram að þeirra félagar væru þeir einu sem þessu misrétti væru beittir. Hann svaraði: „Ég leitaði upplýsinga hjá mínu fólki og þeir gátu ekki séð sambæri- legan mismun annars staöar, þar sem flest önnur verkalýðsfélög semja beint við ríkið, sem Dags- brún gerir ekki. Ég vil þó ekki full- yrða neitt um þetta. Ég verð þá að finna þetta fólk og ASl að hjálpa^ mér til þess.“ Frétt í Mbl. í gær, sem Aðalheiður vísar til í viðtalinu. Fjórir sækja um Borgar- skipulag FJOKAR umsóknir bárust um stöðu forstöóumanns Borgarskipulags Reykjavíkur. Umsóknirnar voru lagðar fram á borgarráðsfundi í gær og verður á sama vettvangi fjallað nánar um þær nk. (ostudag. Umsóknir bárust frá Bjarna Reimarssyni, landfræðingi, Lín- eyju Skúladóttur, arkitekt, og Þorvaldi S. Þorvaldssyni, arkitekt. Eftir að umsóknarfrestur rann út 29. febrúar barst fjórða umsóknin frá Haraldi V. Haraldssyni, arki- tekt. Leitað verður umsagnar skipu- lagsnefndar borgarinnar áður en borgarráð veitir stöðuna. Fráfar- andi forstöðumaður Borgarskipu- lagsins er Guðrún Jónsdóttir, sem mun á næstu 2—3 árum vinna að sérstökum verkefnum varðandi skipulag miðborgar Reykjavíkur. Á fundi borgarráðs í gær var jafnframt úthlutað 44 byggingar- lóðum undir raðhús og einbýlis- hús, þar af 37 í Grafarvogi. Aðrar úthlutunarlóðir voru í Jakaseli, Selási og við Neðstaberg, skv. upp- lýsingum Markúsar Arnar Ant- onssonar, forseta borgarstjórnar. Grindavíkurskákmótið: Jón L. efstur SJÖUNDA umferð alþjóðaskákmóts- ins í Grindavík var tefld í gærkvöldi. Úrslit urðu þau, að Jón L. Árnason vann Helga Olafsson, Haukur Angan- týsson vann Elvar Guðmundsson, Lombardy vann McCambridge, og jafntefli gerðu Björgvin Jónsson og Larry ('hristiansen. Skákir Gutmans og Jóhanns Hjartarsonar og Ingvars Asmundssonar og Knezevics fóru í bið. Jón L. Árnason er efstur á mótinu með 5 V4 vinning, næstur er Christi- ansen með 5 vinninga, þriðji Gut- man með fjóra vinninga og biðskák og fjórði Helgi Ólafsson með fjóra vinninga. Næsta umferð verður tefld í kvöld. Kona rænd á götu MIÐALDRA kona var rænd nærri söluturninum Florida á Hverfisgötu um hálftíuleytið í gærkvöldi. Réðust að henni tveir piltar, hrifsuðu af henni veskið og hurfu út í myrkrið. í veskinu voru um 12 þúsund krónur í peningum, skilríki hennar og tvær bankabækur. Fyrr í gær hrifsuðu þrír piltar veski af konu á Bergþórugötu. Bæði málin voru í frumrannsókn er Mbl. fór í prentun í gærkvöldi. NU VERÐUR KLUBB-KVOLD UTSYNAR sunnudaginn 11. marz í KARNIVALSTIL BCCAÐWAy Aðsóknin að Klúbb-kvöldum Fríklúbbsins og Útsýnar hefur verið slík, að ekki hefur verið unnt að anna eftirspurn. Þriðja klúbbkvöldið verður nk. sunnudag og nú er ráö að tryggja sér miða í tíma. Jafnhliða kynningu á nýrri, fjölbreyttri sumaráætlun Utsýnar með glæsilegum ferðamöguleikum og kynningu á FRÍ-KLÚBBNUM, sem veitir þér þjónustu og afslætti innan- lands og utan á stórlækkuöu verði, er í boði bæjarins bezta skemmtun og fjöldi happavinninga. " rlr DIXIE-BAND SVANS Gestir eru hvattir til að klæða sig frumlega í Karmvalstíl, en annars er allur klæðnaður — og flest annað leyfilegt — eins og vera ber í Karnivalhátíð. Á síðustu klúbbkvöldum seldist allt upp löngu fyrirfram, svo tryggðu þér miða í tíma í Broad- way, símar 77500 og 687370. Skemmtiskrá: Kl. 19.00: Húsiö opnaö með músík og Ijúffengum fordrykk handa matargestum, sem koma fyrir kl. 20.00. Ný video-kynning Útsýnar í gangi, sem sýnir góöa veðriö, fjörið og káta fólkið í Útsýnarferö- um við beztu aöstööu sem völ er á í sumarleyfinu. Happdrættis- miðinn hljóöar upp á ókeypis ÚTSÝNARFERÐ í vasann! Kynnir hinn skemmtilegi og síhressi Hermann Gunnarsson Kl. 20.00: Kjötkveðjuhátíöin. Ljúffengur kvöldveröur. Verð aðeins kr. 450.- Le Potage la Creme Canard Rjómalöguð alifuglasúpa. Les Medaillons D’Agneau De Boeuf Glóðarsteikt Broadway-buffsteik með smjörsteiktum sveppum, bökuðum jarð- eplum, sykurgljáðum gulrótum, rjóma- soðnu blómkáli, hrásalati og Madeirasósu. Matreiðslumeistari: Ólafur Reynisson. Dixie-Band Svansins, leikur fjöruga Karnivalmúsík Dinnertónlist: Hillel Tokazter. Inn í Karnival-boröhaldiö fléttast lauflétt feröakynning „Hopp og Hí“ á sviöinu, fislétt fimleikasýning í Frí-klúbbstíl með þátttöku gesta undir stjórn Kristínar Sigtryggsdóttur. Vaxtarræktarparið glæsilega, Kári og Arndís, sýna falleg form. Ungur íslenzkur söngvari með „gullrödd“ tekur lagið. Tízkusýning: Módelsamtökin sýna nýjasta bað- og sportfatnaöinn frá Sportfataverzluninni Spörtu og Henson. Danssýning frá steppstúdíói Draumeyjar — og „Seiðandi suðrænt“. Dansnýjung frá Kolbrúnu Aðalsteins. Fegurðarsamkeppni — Ungfrú og Herra ÚTSÝN, valin úr hópi gesta. Síðustu forvöð að komast í forkeppnina. Bingó — 3 umferðir — glæsilegir ferðavinningar. Inn á milli, og síðast en ekki síst, verður dansinn stiginn af list, lífsnautn og dillandi fjöri í sönnum Karnival-Klúbbstíl til kl. 01.00. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar og í diskótekinu verða Jón Axel Ólafsson og Gunnar Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.