Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 Sigurvegarar í sveitakeppni á bridgehátíð 1984, sveit Alan Sontag. Myndin var tekin aðfararnótt þriðjudagsins. Það er Björn Theodórsson, forseti Bridgesambands íslands, sem afhenti verðlaunin. Talið frá vinstrí: Mark Molson, Alan Cokin, Steve Sion, Alan Sontag og Björn. MorgunbiaAið/Arnór. Stjórn Landsmálafélagsins Varðar ályktar: Bændur fái lánin strax í hendur Bridgehátíð 1984 — sveitakeppni: Yfirburðasigur hjá Alan Sontag og félögum hans SVEIT Alans Sontag, bandaríska heimsmeistarans, sýndi gífurlega yf- irburði í sveitakeppninni á Bridge- hátíð sem lauk aðfaranótt þriðju- dagsins. Hlaut sveitin 161 stig af 170 mögulegum, en hafa verður í huga að spilaðir voru 16 spila leikir, þann- ig að árangurinn er enn glæsilegri fyrir það. Jöfn og skemmtileg keppni var aftur á móti um 2. sætið í mótinu. Tvær sveitir urðu jafnar að stig- um, Samvinnuferðir/Landsýn og sveit Gests Jónssonar. Hinir fyrr- nefndu höfðu betra punktahlutfall úr mótinu og voru þar með í öðru sæti. Sveit Tony Sowter varð í fjórða sæti og Thorsten Bernes í fimmta sæti. 1200 dalir voru í 1. verðlaun, 800 dalir í 2. verðlaun og 500 dalir í 3. verðlaun. Nánar verður sagt frá mótinu í bridgeþætti. MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi ályktun frá stjórn- arfundi Landsmálafélagsins Varðar, sem samþykkt var sam- hljóða á fundi félagsins í gær: „Stjórn Landsmálafélagsins Varðar minnir á að þriðjudag- inn 25. október 1983 hélt félag- ið ráðstefnu um málefni land- búnaðarins. Kom þar fram í máli Eyjólfs Konráðs Jónsson- ar alþingismanns að árið 1979 var samþykkt þingsályktun um að ríkisstjórninni sé falið að hlutast til um að settar verði reglur um rekstrar- og afurða- lán landbúnaðarins, sem tryggi að bændur fái í hendur þá fjár- muni sem þeim eru ætlaðir um leið og lánin eru veitt. Á sömu ráðstefnu las þing- maðurinn upp orðsendingu frá viðskiptaráðherra, Matthíasi Á. Mathiesen, þar sem hann hugðist framfylgja þessu rétt- lætismáli og sagði: „Viðskipta- ráðherra hefur tekið mál þetta sérstaklega upp við Seðlabanka íslands í sambandi við heildar- endurskoðun á rekstrar- og af- urðalánakerfinu. Stefnt er að því að endurkaup afurðalána, annarra en af útflutningsaf- urðum, flytjist til viðskipta- banka og sparisjóða, og mun það greiða fyrir því að fjár- magnið fari beint frá lána- stofnunum til bænda." Stjórn Landsmálafélagsins Varðar fagnar þessari ákvörð- un og yfirlýsingu viðskipta- ráðherra og treystir á að þessu máli verði hrint tafarlaust í framkvæmd." Fulltrúi sandinista heimsækir ísland UM ÞESSAR mundir er staddur hér á landi fulltrúi sandinista, Edga Vél- ez frá Nicaragua. Er hún hér í boói eftirtalinna samtaka: El Salvador- nefndarinnar á íslandi, Kvenna- framboðsins, Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Alþýðubandalagsins, Menningar- og friðarsamtaka ís- lenskra kvenna, Fylkingarinnar, Bandalags jafnaðarmanna, Vináttu- félags Islands og Kúbu, Æsku- lýðsfylkingar Alþýðubandalagsins, Samtaka herstöðvaandstæðinga og Stúdentaráðs Háskóla íslands. Þann 7. mars flytur Vélez ræðu á Hótel Borg þar sem fundarefnið er: Hvað er að gerast í Nicaragua? Á eftir verða fyrirspurnir og um- ræður. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, mun Vélez ávarpa fund nokkurra kvenna- samtaka í Félagsstofuun stúdenta. [ raðauglýsingar — raóauglýsingar — raðauglýsingar Maöur er nefndur Jóhann Pétur Sveinsson Næstkomandi föstudagskvöld 9. mars kemur Jóhann Pétur Sveinsson laganemi á umræðukvöld hjá Heimdalli. Yfirskrift kvöldsíns veröur „fatlaðir og féiagaatðrf*. Fundurinn veröur sKv., venju haldinn í kjallara Valhallar og hefst kl 20.30. Veitingar. Næstu föstudagskvöid veröa á sama staö og tíma, eftirtalin umræöukvöld. Föstudagur 16. mars. .Unga fófkiö og krisfindómurinn". Sr. Ólafur Jó- hannsson, skólaprestur. Föstudagur 23. mars. .Staöa kvenna innan Sjálfstæöisflokksins*. Ester Guömundsdóttir, þjóöfélagsfræöingur. Föstudagur 30. mars. .Framtiö fjölmiölunar*. Kristján Jóhannsson framkvæmdastjóri AB. Föstudagur 6. april. .Hryöjuverk vinstri manna á hugtökum" G. Kjartansson, heimspekinemi. Kjartan ALLIR VELKOMNIR. TÝR Kópavogi NATO gagnvart Sovét 2. fundur í fundaröð Björn Bjarnason veröur framsögumaöur á fimmtu- dagskvöldi 8. mars í Sjálf- stæöishúsinu aö Hamraborg 1, 3. hæö, kl. 20.30. Sýnt verður myndband þar sem borin er saman styrkur Atlantshafsbandaiagsins og Varsjárbandalagsins. Allir eru velkomnir. Björn Bjarnaaon Stjórn TÝS. Stjórnmálanámskeið á Sauöárkróki Dagana 9.—11. mars veröur haldiö stjórn- málanámskeiö í Sæborg, Sauöárkróki. Auk undirstööuatriða í ræöumennsku og félags- störfum, veröur fjallaö um verkalýðs- og kjaramál og stefnu Sálfstæðisflokksins og störf hans í núverandi ríkisstjórn. Meöal leiöbeinenda verða Hilmar Jónasson form. Verkamannafélagsins Rangæings og Friörik Friöriksson 1. varaform. SUS. Nánari upplýsingar veitir Jón Ásbergsson í síma 5600 eöa 5544. Sjálfstæðisfélögin, Sauöárkróki. Mosfellssveit Viðtalstími oddvita Sjálfstaeöisflokksins, Magnúsar Sigsteinssonar, og formanns skipulagsnefndar, Jóns M. Guömundssonar, veröur í fundarsal Hlégarös, uppi, i dag, miövikudag 7. marz, milli kl. 17 og 19. Allir veikomnir meö tyrir- spurnir og ábendingar um sveitarstjórnarmál og annaó er þeim liggur á hjarta. Sjálfstæöisfélag Mosfellinga Sjálfstæðiskvennafélagið Edda — Kópavogi heldur fund mánudaginn 12. mars í Hamraborg 1, 3. hæö kt. 20.30 Dagskrá: 1. Þuriöur Pálsdóttir heidur erindi um breytingaskeiö kvenna. 2. Umræöur 3. Kafti Allar konur hvattar til aö mæta. Stjórnin. Gildi norrænnar sam- vinnu fyrir íslendinga Ráöstefna á vegum utanríkismálanefndar SUS i Valhöll, miövikudag- inn 7. mars kl.20.30. Framsöguerindi flytja: Matthías Á. Mathiesen, ráóherra norrænar samvinnu. Indriöi G. Þorsteinsson, rithöfundur. Snjólaug Ólatsdóttir, starfsmaöur íslands- deildar Noröurlandaráös. Ráöstefnustjóri: Ólatur isleifsson, hagfræö- ingur. Öllum heimill aögangur. Utanrikismálanetnd SUS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.