Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
55. tbl. 71. árg.____________________________________MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins -
Sækjast
eftir sigri
í Vermont
Montpelier, Vermont, 6. marz. AP.
Demókratar í Vermont efndu til
óbindandi forkosninga í dag, en úrslit
voru ekki kunn þegar Mbl. fór í prent-
un.
Gary Hart vonaðist til að kjósend-
ur í Vermont fylgdu fordæmi ná-
grannaríkjanna og veittu sér braut-
argengi í keppninni um útnefningu
demókrataflokksins við forseta-
kosningarnar í nóvember.
í forkosningunum í Vermont eru
ekki valdir fulltrúar á flokksþing
demókrataflokksins í júlí, en bæði
Hart og Mondale vonuðust eftir sigri
er hefði sálrænt gildi.
Kjörsókn var lítil framan af degi í
Burlington en stöðugt streymi í
kosningaskrifstofur í Montpelier.
Jimmy Carter fyrrum forseti
sagði að ef forsetakosningar færu
fram í dag héldi Ronald Reagan auð-
veldlega velli, en demókratar ættu
möguleika í haust ef þeir sameinuð-
ust um frambjóðanda sinn.
Hart Mondale
fsraelskir hermenn standa vörð við höfnina í Sídon í suðurhluta Líbanon. Þar særðust 11 ísraelskir hermenn á sunnudag er sprengjur, sem skæruliðar höfðu
komið fyrir, sprungu. AP/Símamynd.
Viðræður deiluaðila
í Líbanon boðaðar
Beirút, Bern, 6. marz. AP.
Noregur:
Hægriflokk-
urinn í sókn
Osló, 6. marz. Frá Jan Krik Lauré,
rrétlaritara Mbl.
Hægriflokkurinn er í sókn að nýju eftir
slæma útreið í sveitarstjórnakosning-
unum í fyrrahaust og nýtur nú fylgis
um 30 af hundraði kjósenda sam-
kvæmt skoðanakönnunum.
f kosningunum í haust fékk flokk-
urinn um 25% atkvæða, en hefur
unnið jafnt og þétt á, og í síðustu
könnun er fylgi hans orðið 29,4%.
Fylgi Verkamannaflokksins hefur
minnkað á sama tíma, og er talið að
uppljóstrunin um njósnir Arne Tre-
hoíts fyrir Rússa sé helzta skýringin.
Hægriflokkur er talinn taka fylgi
fyrst og fremst af hinum íhaldssama
Framfaraflokki, sem fylgi hefur
hrunið af, samkvæmt könnunum.
Búist er við að fylgi Hægriflokks
eigi enn eftir að aukast þar sem Erl-
ing Nordvik hefur sagst mundu taka
við flokksformennsku að nýju. Nord-
vik hefur sagt að hann ætli að reyna
að blása nýju lífi í flokkinn.
STRÍDANDI fylkingar í Líbanon
hafa fallizt á að hefja aðra lotu frið-
arviðræðna næstkomandi mánudag í
Lausanne í Sviss, og bauð Amin
Reagan sagði í dag að Bandarík-
in yrðu að hjálpa Rússum til að
finna leiðir að samningaborðinu í
viðræðum um fækkun kjarnorku-
vopna, en að sögn þingmanna, sem
ræddu nýlega við ráðamenn í
Moskvu, eru valdherrar þar van-
trúaðir á samningavilja Banda-
ríkjamanna.
TASS-fréttastofan sagði að
Gemayel forseti formlega til við-
ræðnanna í dag, en þær fara fram í
Beau Rivage-hótelinu.
Andstæðingar Gemayels kváð-
Reagan og Kohl hefði mistekist að
finna nýjar leiðir til takmörkunar
vígbúnaðar og afvopnunar, en
Kohl sagði í Washington að það
væri ekki vesturveldanna að stíga
næsta skref til bættra samskipta
austurs og vesturs, mörg slík skref
hefðu verið stigin án samsvarandi
viðleitni austantjaldsríkja.
ust reiðubúnir að vinna að nýju og
varanlegu vopnahléi og lýstu sam-
starfsvilja í viðræðum um þjóðar-
sátt, þar sem forsetinn hefði orðið
við aðalkröfu þeirra um riftun
samkomulags við ísraela um
brottflutning erlendra herja frá
Líbanon.
Nabih Berri leiðtogi shíta og
Walid Jumblatt leiðtogi drúsa
höfðu í dag dregið úr kröfum um
afsögn Gemayels, sem hingað til
hafa verið eindregnar. Jumblatt
sagði að Gemayel þyrfti ekki að
segja af sér, heldur þyrfti að
leggja stefnu hans á hilluna. Berri
sagði að ef Jumblatt reyndist ófús
til afsagnar, væru shítar tilbúnir
til samninga um stjórnarhætti.
Kuwait varð fyrsta Persaflóa-
ríkið til að styðja þá ákvörðun
Gemayels að rifta samkomulaginu
við fsraela, og sögðust ráðamenn
vona að þetta væri fyrsta skrefið
til einingar og öryggis í Líbanon.
Einnig hvöttu Egyptar ísraela
til að ihuga leiðir til að koma á
öryggi og jafnvægi í Líbanon, er
styrkja myndu sjálfstæði landsins
og um síðir leiða til brottflutnings
erlendra herja og þjóðarsáttar.
Kohl efins um
leiðtogafund
\Va.shington, 6. marz. AP.
HELMUT KOHL kanzlari Vestur-Þýzkalands sagði að Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti hefði fullvissað sig um að hann myndi íhuga gaumgæfilega
að sækjast von bráðar eftir fundi með Konstantin Chernenko, leiðtoga
sovézka kommúnistaflokksins. Kohl kvaðst hins vegar efins að fundur af
þessu tagi yrði haldinn í bráð vegna bandarísku forsetakosninganna í haust.
írakar neita efnavopna-
notkun og hefja gagnsókn
Bagdad, 6. marz. AP.
ÍRAKAR hófu gagnsókn í dag á olíu-
svæði, sem fimm írönsk stórfylki
lögðu undir sig fyrir 10 dögum, að
sögn varnarmálaráðherra írak, sem
neitaði ásökunum um að írakar
hefðu beitt efnavopnum í styrjöld-
inni við íran.
í bandaríska utanríkisráðuneyt-
inu þykir hins vegar nær áreiðan-
legt að írakar hafi beitt efnavopn-
um undanfarnar tvær vikur, og í
dag lést í Vínarborg einn írönsku
hermannanna, sem bar þess merki
að hann hefði hlotið sár, sem rekja
mætti til efnavopna.
íranir buðu sendifulltrúum er-
lendra ríkja að heimsækja sjúkra-
hús í dag, þar sem særðir her-
menn liggja, sem sagðir eru hafa
orðið fyrir barðinu á eiturvopnum.
íranir halda því fram að Irakar
hafi fengið efnavopn frá Bret-
landi, sem utanríkisráðherran
breski neitar. Kvaðst hann
hlynntur rannsókn á því hvernig
írakar hefðu komist yfir efna-
vopn, en íranir hafa í hyggju að
óska eftir því við Sameinuðu þjóð-
irnar að þær láti málið til sín
taka.
Háttsettur ísraeli sagði að rift-
un samkomulagsins yrði til að
flýta ákvarðanatöku um framtíð
hersveitanna í Líbanon og brott-
flutning þaðan.
Ljóst er að ákvörðun Gemayels
að rifta samkomulaginu við ísra-
ela hefur orðið til að draga úr
spennu í Beirút, en samt sem áður
kom til stöku átaka í nótt og
morgun, með þeim afleiðingum að
tveir óbreyttir borgarar féllu og
16 særðust.
Héldu
sjófugla
vera
froskmenn
Stokkhólmi, 6. mar/ Frá Olle Fkström,
fréttaritara Mbl. AP.
Talsmaður sænska sjóhersins
sagði að í Ijós hefði komið, að
hermenn á kafbátaleitarsvæðinu
við Karlskrona hefðu skotið á
sjófugla á mánudagskvöld, en
ekki froskmenn sem voru að
reyna landgöngu, eins og þeir
hefðu talið sig vera að gera.
Tíðindalaust var af leitar-
svæðinu í dag, en strangri leit
er þó haldið áfram. Til marks
um það var skoðað ofan í lík-
kistu við útför í Karlskrona,
þar sem líkfylgdin fór um það
svæði sem vörður er hafður á.
Yfirmaður sænska herráðs-
ins, Bror Stefenson, skýrði
leiðtogum stjórnarandstöðu-
flokkanna frá stöðu kafbáta-
leitarinnar, og sagði á annan
tug áreiðanlegra vísbendinga
um ferðir óþekkts kafbáts hafa
komið fram síðustu þrjár vik-
urnar, sumar síðustu dagana.