Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 t Ástkær litla dóttir okkar og systir, SIGURBORG EVA MAGNÚSDÓTTIR, Holtsgötu 28, Ytri-Njarövík, lést á heimili sínu aöfaranótt 4. mars. Jaröarförin auglýst síöar. María Ingibjartsdóttír, Magnús Haukur Kristjónsson, Kristján Haukur Magnússon. t Maðurinn minn og faöir okkar, GUDMUNDUR SIGURVIN SIGURÐSSON, vörubifreiöastjóri, Bólstaöarhlíð 35, andaöist mánudaginn 5. mars. Elín Jónasdóttir og börn. t Elskuleg eiginkona mín og móöir okkar, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Sævangi 6, Hafnarfiröi, lést í Kaupmannahöfn laugardaginn 3. mars. Bergsveinn Guömundsson og börn. i Eiginmaður minn, \ KRISTINN MARTEINSSON, Dagsbrún, Neskaupslaö, andaðist á heimili sínu 5. mars. Rósa Eiríksdóttir. t Faðir okkar, tengdafaöir og afi, BALDUR KRISTJÁNSSON, píanóleikari, Laugarásvegi 71, Reykjavík, andaöist í Borgarspítalanum sunnudaginn 4. mars. Kristján S. Baldursson, Soffía U. Björnsdóttir, Elsa Baldursdóttir, Kristján Guömundsson, Guöjón Baldursson, Kristín Blöndal, Birgir Bragi Baldursson og barnabörn. t Hjartkær eiginmaöur minn, KRISTJÁN HAUKUR MAGNÚSSON, Hábergi 38, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum þriöjudaginn 6. mars. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir hönd móöur, barna, tengdabarna og systra hins látna, Hrefna Lúthersdóttir. t MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR frá ísafiröi, sem andaöist 2. þ.m., veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 8. marz kl. 10.30. Emma Ólafsdóttir, Ólafía S. Sigurðardóttir, Jón K. Jóhannsson og barnabörn hinnar látnu. t Útför mannsins míns, föður, tengdafööur og afa, SÖRLA HJÁLMARSSONAR, Hörgshlíö 2, Reykjavík, fer fram fimmtudaginn 8. mars kl. 15.00 frá Fossvogskirkju. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Guöbjörg Pétursdóttír. Minning: Soffía Haralds Haraldsdóttir Ka-dd 6. janúar 1930 Dáin 28. febrúar 1984 í dag kveðjum við í hinsta sinn tengdamóður okkar, Soffíu Har- alds Haraldsdóttur. Þegar hugsað er til baka og hugurinn fær að reika úr einu í annað frá liðnum árum, þá verður úr hljómfögur sinfónía tilfinninga. Soffía var sterk persóna sem lét fátt buga sig á lifsleiðinni, eins og hennar síð- ustu mánuðir bera glöggt vitni, er hún lá sína erfiðu banalegu. Aldr- ei kvartaði hún eða sýndi neina uppgjöf, reyndi eftir fremsta megni að styrkja börnin sín og okkur sem næst henni stóðu, og talaði gjarnan um að best væri að sætta sig við hið óumflýjanlega. Það er ekki að skapi Soffíu að við lofsyngjum kosti hennar, en samt er ekki hægt að láta óskrifað að hún hafi verið lífsglöð og skemmtileg kona. Oft var hlegið mikið í hennar návist því hún sá oftast skoplegu hliðina á tilver- unni, og svo laus var hláturinn hennar að hann smitaði út frá sér. Alltaf var gott að leita til Soffíu ef við þurftum, sem ósjaldan var. Hún var alltaf tilbúin til þess að rétta hjálparhönd, þannig er henni best lýst. Við viljum trúa því að einhver tilgangur sé með öllu góðu og slæmu í okkar jarðneska lífi. Þá er betra að sætta sig við það að Soffía hafi þurft að ganga í gegn- um þann erfiða sjúkdóm sem leiddi hana til dauða. En það er nú einu sinni svo, að ef við ekki fáum að kynnast því slæma, þá kunnum við ekki að meta það góða, svona sér skaparinn fyrir öllu. Soffía óttaðist ekki dauðann, hún var svo viss um að annað og æðra líf tæki við eftir þetta líf, enda trúði hún líka því að einhver tilgangur væri með öllu. Með þessum orðum kveðjum við góða tengdamóður og þökkum henni samfylgdina, þökkum henni fyrir ást hennar til barna okkar og ekki síst fyrir allt það sem við get- um lært af hennar samfylgd. Við munum geyma minningu hennar um allan aldur. Við biðjum góðan guð að varðveita hana og búa henni hlýjan og notalegan samastað á þeirri lífsbraut er nú hefur tekið við. Ég lifi í Jesú nafni í Jesú nafni ég dey. Þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt í Kristí krafti ég segi: Kom þú sæll, þá þú vilt.“ Hallgr. Pétursson Elín Jakobsdóttir, Elín K. Björnsdóttir. í dag verður jarðsungin frá Fossvogskirkju tengdamóðir mín, Soffía Haraldsdóttir, húsfrú í Hafnarfirði. Hún fæddist í Reykjavík 6. janúar 1930 og var því aðeins 54 ára að aldri er hún lést í Landspít- alanum eftir margra vikna bar- áttu við banvænan sjúkdóm. Foreldrar Soffíu voru hjónin Björn Haraldur Sigfússon frá Brekku í Svarfaðardal, vörubif- reiðarstjóri í Reykjavík, og Þór- unn Úlfarsdóttir frá Fljótsdal í Fljótshlíð. Soffía missti föður sinn aðeins eins árs gömul. Þórunn lifir dóttur sína. Hún býr nú á Drop- laugarstöðum í Reykjavík. Eftirlifandi bræður Soffíu eru Njáll og Úlfar Haraldssynir, bú- settir í Hafnarfirði, og Björn Har- aldur Sveinsson á Akureyri. Birna, tvíburasystir Soffíu, lést í barnæsku úr lungnabólgu, aðeins tæpra sjö ára gömul. Soffía ólst upp með móður sinni og systkinum í Reykjavík. Þórunni tókst með dugnaði og harðfylgi að sjá sér og börnunum farborða eft- ir að heimilisfaðirinn lést úr berklum í upphafi krepputíma á íslandi. Börnin ólust upp við heimilishald, sem einkenndist af útsjónarsemi, nýtni og vinnusemi móðurinnar. Kveöjuorð: Anna Matthíasdótt ir frá Grímsey Fædd 24. ágúst 1905 Dáin 21. febrúar 1984 Hinn 21. febrúar sl. andaðist Anna Matthíasdóttir frá Grimsey í Landakotsspítala, eftir þunga legu á 79. aldursári. Mér er ljúft og skylt að minnast hennar, ekki síst fyrir það hve vel hún reyndist Guðnýju heitinni, eiginkonu minni, er lést fyrir rúmu ári. Guðný var systurdóttir Önnu. Anna fæddist í Grímsey 24. ág- úst 1905. Foreldrar hennar voru sr. Matthías Eggertsson, sem lengi var prestur í Grímsey, og kona hans, Guðný Guðmundsdótt- ir. Anna lauk kennaraprófi 1927, en stundaði kennslustörf aðeins þrjá vetur. Síðan vann hún hjá Landssíma Islands í Reykjavík og ávann sér hylli yfirboðara sinna og samstarfsfólks fyrir störf sín öll og framkomu, sem öllum var til fyrirmyndar. Anna var 8. barn þeirra hjóna sr. Matthíasar og Guðnýjar sem upp komst af 13. Nú eru tvær systur á lífi af þessum stóra systkinahópi. Er Guðný, kona mín, missti föð- ur sinn þegar hún var á ferming- araldri, stóð móðir hennar uppi með fjögur ung börn. Leið tii mennta var eKKi áuuSÓÍÍ t þeim árum. En þá gerðist það, að Anna hljóp undir bagga og kostaði Guð- nýju til náms við héraðsskólann í Reykholti í tvö ár, 1935—1937. Það var undirstaða þeirrar menntun- ar, sem hún síðan hlaut sem hús- mæðrakennari. Mér er kunnugt um, að Anna hjálpaði fjölda fólks. Það sem ein- kenndi hana allt hennar líf var, að „sælla er að gefa en þiggja". Anna giftist aldrei, en bjó með systur sinni Rannveigu og á þeirra heimili áttu foreldrar Onnu at- hvarf í fjölda ára og sýndi hún mikla fórnfýsi við hjúkrun þeirra þar til yfir lauk. Það þótti sjálfsagt að önnur dóttir okkar Guðnýjar, Anna, yrði skírð í höfuð nöfnu sinnar. Vona ég að það nafn verði henni til heilla, og þó hún öðlist ekki nema brot af þeim mannkostum, sem frænka hennar var búin, þá er vel farið. Sem fyrr greinir var Anna ein- stök mannkostakona. Aldrei mátti hún aumt sjá, svo að hún reyndi ekki að koma til hjálpar, en aldrei minntist hún á það við nokkurn mann. Eigingirni var ekki til I fari hennar. Hún átti við erfiðan sjúkdóm að stríða frá því í nóvember sl. Cg þjáðist oft mikið. Þegar svo er komiö cr hinn mannlegi máttur Eftir að skólagöngu lauk starf- aði Soffía um skeið við afgreiðslu- störf. Atján ára gömul kynntist hún Benedikt Kjartanssyni og fluttist ári síðar til hans á æsku- heimili hans í Hafnarfirði. Fljót- lega stofnuðu þau sitt eigið heim- ili, giftu sig og eignuðust saman fimm börn. Þeu eru, talin í al- dursröð: Ingibjörg sjúkraliði, gift Sigmundi Sigfússyni, Haraldur Þór matreiðslumaður, giftur Elínu Jakobsdóttur, Benedikt, starfs- maður ÍSALs, giftur Elínu K. Björnsdóttur, Viðar sjómaður og Birna bankastarfsmaður, trúlofuð Orra Ingvarssyni. Öll eru börnin búsett í Hafnarfirði. Barnabörnin eru orðin átta talsins. Fljótlega eftir að Soffía og Benedikt stofnuðu heimili, lærði hann málaraiðn. Þau bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði, síðast í Mjósundi 15. Þar var heimili Soffíu er ég tengdist fjölskyldu hennar og kynntist henni fyrst fyrir ellefu árum. Eftir að þau Benedikt slitu samvistir fluttist Soffía á Vitastíg 7 í Hafnarfirði og bjó þar síðustu tvö árin. Soffía var kona kröfuhörð við sjálfa sig, reglusöm og skylduræk- in. Hún flíkaði ekki tilfinningum sínum við aðra. Hún krafðist lítils fyrir sjálfa sig, ef til vill of lítils. Soffía var góð húsmóðir, hélt heimili sínu alltaf vel þrifnu og snyrtilegu. Hún var nýtin og nægjusöm, saumaði sjálf fatnað á börnin. Ekki vann hún utan heim- ilis meðan börnin voru að vaxa úr grasi, hafði það ákveðna viðhorf að börn ættu að njóta þess að hafa mæður sínar heima ef þess væri fær engu um breytt er betra að hverfa úr þessum heimi en lifa við þjáningar. Ég veit, að Anna er komin til betri heims, laus við líkamlegar þjáningar, og þar hefur henni ver- ið vel fagnað. Eftirlifandi systrum hennar, Rannveigu og Agnesi, svo og öðr- um frændsystkinum, sendi ég innilegar samúðarkveðjur frá mér og börnum mínum. Það er mikils virði að hafa fengið að kynnast jafn göfugri mannkostakonu og Anna var. Blessuö sé minning hennar. Guðjón Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.