Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 31 tilraun sem var lidur í eðlisfræðikeppninni. Ljósm. Kristján Einarsson. Ragnar Guðmundsson: Svona keppni hvet ur fólk til að læra á víðari grundvelli „Þetta voru léttari verkefni en ég hafði búist við — þarna var ekki spurt um annað en maður átti að kunna og auðvelt að fást við allar spurningarnar. Hvernig manni hef- ur tekist upp með einstök verkefni er svo önnur saga,“ sagði Ragnar Guðmundsson nemandi í Mennta- skóla Reykjavíkur. Hefur þú áhuga á eðlisfræði frem- ur en öðrum fögum? „Nei, ég hef aldrei haft neinn sérstakan áhuga á eðlisfræði, en þetta fag hefur hins vegar alltaf legið vel fyrir mér.“ Hvað um framhaldsnám — ert þú ráðinn í að fara í Háskólann að hausti? „Já, ég er ákveðinn í að fara í Háskólann í haust en þáð er ekki alveg ráðið hvað maður tekur fyrir. Ég hef mikið spáð í við- skiptafræðinám en svo gæti ég vel hugsað mér að fara í einhverja verkfræðigrein." Hvað finnst þér um eðlisfræði- keppnina? „Mér líst bara vel á þessa hug- mynd að keppa í námsgreinum. Þetta hvetur fólk til að læra á víð- Ragnar Guðmundsson ari grundvelli en annars — þá á ég við að flestum hættir sjálfsagt til að læra bara fyrir prófin í stað þess að tileinka sér grundvallar- þekkingu í faginu. Og það vill nú verða svo að ef maður lærir bara með prófið í huga er þekkingin að mestu gleymd eftir tiltölulega stuttan tírna." Hallgrímur Einarsson: Keppendurnir fimm skoða sig um hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þyrfti að kynna háskólanámið betur „Þessar spurningar voru ekki þyngri en ég hafði búist við — tvær þeirra voru hins vegar úr námsefni sem við erum ekki búin að fara yfir ennþá svo ég hafði ekki möguleika á að fást við þær. Ég geri mér því ekki miklar vonir um árangurinn en það er mjög skemmtilegt að hafa fengið tækifæri til að komast hingað suður og skoða sig um hér í háskólanum,“ sagði llallgrímur Einarsson, nemandi í Menntaskól- anum á Akureyri. Hefur þú áhuga á eðlisfræði? „Satt að segja hef ég meiri áhuga á stærðfræði en einstakar greinar innan eðlisfræðinnar hafa þó verið áhugamál hjá mér, þ.e.a.s. þær sem snúa að rafmagni og raf- eindasviðinu. Við fengum að taka þátt í áfanga í vetur þar sem fjall- að var um rafeindatækni og rök- rásir, og var þar komið inná margt áhugavert." Ert þú ákveðinn í því að fara í háskólanám? „Já, ég er hérumbil ákveðinn í því að fara í rafmagnsverkfræði — það er mitt áhugasvið og virðist gefa góða atvinnumöguleika." Finnst þér að háskólanámið sé nógu vel kynnt fyrir nemendum í þínum skóla? Hallgrímur Einarsson „Það mætti vera meira um slíka kynningu en auðvitað ættu nem- endurnir sjálfir að standa fyrir því að þetta væri kynnt betur. Það er þannig aðeins við okkur sjálfa að sakast, en satt að segja held ég að það þyrfti að kynna háskóla- námið betur í hinum ýmsu grein- um.“ Skrifleg verkefni í síðari hluta Eðlisfræðikeppninnar Dæmi 1. a) Leiðið út lögmál Arkimedesar fyrir uppdrif í vökva. b) t lítilli laug er lítill bátur og í bátnum er steinn. Steininum er nú fleygt úr bátnum í laugina, þar sem steinninn sekkur til botns. Hvernig breytist vatnshæðin í lauginni? Hækkar, lækkar eða helst vatnshæðin óbreytt? Rökstyðjið svar ykkar. Dæmi 2. í láréttu flugi er lyftikraftur á flugvél í jafnvægi við þunga vélarinn- ar, m • g. f fyrstu nálgun er lyftikrafturinn í réttu hlutfalli við; Vi (q V2) þar sem q er eðlismassi loftsins og V hraði þotunnar. Þota, sem er á flugi í 10 km hæð og flýgur með hraðanum 900 km/klst., þarf að lækka flugið niður í um 3ja km hæð. a) Hver verður flughraði hennar þar í láréttu flugi, ef engu er breytt í vængjalögun, en eðlismassi loftsins fjórfaldast? í fyrstu nálgun gildir einnig að núningskrafturinn gegn hreyfingu þotunnar er í réttu hlutfalli við ofangreinda stærð, þ.e. (4-q-V2. b) Sýnið fram á að afl hreyflanna þurfi að vera í réttu hlutfalli við hraðann í þriðja veldi. c) Hvor flughæðin er hagkvæmari samkvæmt þessum forsendum? Dæmi 3. Myndin til hægri er tekin í blossaljósi og sýnir fall stálkúlu í þyngdarsviði jarðar. Kvarðinn á myndinni sýnir cm (10, 20, 30 o.s.frv.). Finnið tíðni blossaljóssins, sem var notað við myndatökuna. Dæmi 4. Einlita 60 W ljósgjafi gefur ljós af öldulengd ö.O-lO^ m. Gera má ráð fyrir, að ljósorkan sem ljósgjafinn sendir frá sér sé 5% af raforkunni sem hann notar. a) Hver er orka einnar ljóseindar (fótónu) úr þessu ljósi? b) Hve margar fótónur sendir ljósgjafinn frá sér á sekúndu? c) Hver er skriðþungi einnar fótónu úr þessu ljósi? •Nú er áðurgreindu ljósi beint að fótóelektróðu, og nemur hún allt ljósmagn ljósgjafans. Hún hefur þröskuldsorkuna 1,5 eV. d) Hver verður hreyfiorka fótóelektrónanna? e) Hver er stöðvunarspennan? f) Hver verður rafstraumurinn í fótóelektróðunni? g) Hvernig breytast svörin við d, e og f lið, ef ljósgjafinn tekur 100 W/lff í qf oA Gefið: Hleðsla e+ = 1,6-HK19 C ; h = 6.6310* 34 j s ; 1 eV = 1.610"19 J ; ljóshraði c = 3.0108 m/s. Dæmi 5. Taflan sýnir jónunarorku fyrir at- H 13,6 óm nokkurra frumefna, í elektrónu- He 24,6 54 voltum. Tölurnar í fyrsta dálki eiga Li 5,4 75 122 við fyrstu rafeindina, sem losnar, Be 9,3 18 153 217 o.s.frv. a) Berið saman tölurnar í fyrsta dálkinum, og skýrið stuttlega orsakir fyrir mun þeirra. b) Hvaða einföld töluleg venzl eru á milli öftustu orkugildanna? Útskýrið, eða sýnið með jöfnum, eðlisfræðilegar ástæður fyrir þeim venzlum. Dæmi 6. Á myndinni er sýnt lárétt hylki, 1 m á lengd en 0,5 m á hæð og breidd. Geisli rafeinda með hraða 2-10® m/sek. kemur inn í mitt hylkið og stefnir 2° upp á við. a) Segulsvið B, sem er jafnsterkt allstaðar í hylkinu, stefnir hornrétt á blaðið og sveigir geislann smátt og smátt niður á við. Finnið þann styrkleika sviðsins, sem nægir til þess að geislinn fari út um miðju hins endans á hylkinu. Ef vill, má nota að 2° er „lítið" horn. b) Segulsvið B stefnir langsum eftir hylkinu og er jafnsterkt allstað- ar í því. Sýnið hvernig nú má velja gildi á B þannig að geislinn fari út um gatið á miðjum hægri enda hylkisins. Massi rafeindar = 9.1-10+31 kg. Hleðsla : 1,6-10+19 C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.