Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 AF ERLENDUM VETTVANGI EFTIR ARNE OLAV BRUNDTLAND Sovéskir landamærahermenn með grímur og í verndarklæðum taka þátt í æflngum þar sem þeir eru þjálfaðir til að berjast með kjarnorku-, efna- og sýklavopnum. Er unnt að semja um fækkun efnavopna? Við bíðum öll eftir því að sjá merki um vilja til raunverulegrar afvopn- unar. Þess vegna þarf það ekki að koma á óvart að ummæli sendiherra Sovétríkjanna á afvopnunarráðstefnunni í Genf hafa vakið athygli. Victor Israelyan sendiherra segir að Sovétríkin séu ekki fráhverf hugmyndinni um að að koma á fót stöðugu alþjóðlegu eftirliti á þeim stöðum þar sem eyðilegging efnavopna fer fram. Veitið þó athygli hinu óljósa orðalagi. Eivinn Berg, ráðherraritari í norska utanríkisráðuneytinu, hefur sagt að þessi ummæli séu mikilsverð og ánægjuleg. I>au eru skref í rétta átt vegna þess að með þeim er komið til móts við kröfur Vesturlanda um virkt eftirlit. Um efna- og sýklavopn gilda alþjóðalög, Genfarsamþykkt frá 1925 og sáttmáli frá 1972. í fæstum orðum sagt er bannað að nota efnavopn, en ekki er bannað að hafa þau í fórum sínum; aftur á móti er hvort tveggja bannað, að nota sýklavopn og að hafa þau í fórum sínum. Alþjóðalögin benda þó ekki á neina örugga leið sem hægt er að fara til að tTRKja að samþykktunum sé fylgt. Til marks um það er t.d. deilan um eftirlit með meintri notkun „guls regns“ í Laos, Kambódíu og í Afganistan. Skilgreiningarvandi Leysa verður fjölda erfiðra vandamála áður en hægt er að komast að samkomulagi um úr- bætur. Þau snúast m.a. um sjálfa skilgreininguna á þvi hvað efna- og sýklavopn séu. Hvert á að vera innihald samkomulags- ins? Á að taka inn í myndina getuna til þess að efna til eitur- hemaðar? Hve langt á að ganga í því að hafa afskipti af rétti ríkis til að reka efnaiðnað? Á að banna framleiðslu varnartækja, sem dregið geta úr áhrifum efnavopna, ef þau eru notuð þrátt fyrir alþjóðlegt bann? Gera verður ráð fyrir því að það sé hægur leikur fyrir ríki sem rekur efnaiðnað að láta fram- leiða ný efnavopn ef áhugi er fyrir hendi. Þekking á því hvern- ig framleiða má efnavopn verður ekki afmáð. Efnavopnajafnvægið Sem stendur eru það einkum Sovétríkin, Frakkland og Banda- ríkin sem eiga efnavopn og ef til vill eiga þessi ríki líka sýkla- vopn. í sovéska hernum eru efnavopn ætíð við höndina og jafnvel í fórum fámennra her- sveita. Bandaríkin hafa hraðað endurnýjun efnavopna sinna, m.a. vegna þess að erfiðleikar eru á viðhaldi hinna eldri vopna. Sérstakur áhugi er á hinum svonefndu tvíefna-vopnum, sem sett eru saman úr tveimur efn- um og er hvort þeirra um sig hættulaust en verða eitur- verkandi þegar þeim er blandað saman. Afstaða manna til efnavopna mótast af hugmynd, sem kenna má við ógnarjafnvægi. Menn vilja koma í veg fyrir notkun þeirra með því að sýna fram á þeir geti brugðist við henni með því að svara í sömu mynt. Mun- urinn á efnavopnum og kjarn- orkuvopnum er sá að unnt er að verja almenna borgara og her- menn fyrir hinum fyrrnefndu. Það er erfitt að beita efnavopn- um því þeir sem það gera eru sífellt með hugann við það að verða ekki sjálfir fórnarlömb þeirra. Hugsum okkur t.d. hvað gerðist ef vindátt breyttist skyndilega þar sem efnavopnum er beitt. Útrýming efnavopna Það er í allra þágu að efna- og sýklavopnum verði útrýmt. En það er erfitt í framkvæmd, m.a. vegna þess að þekking á því hvernig framleiða má þau verð- ur áfram til. Norðmenn hafa lagt sitt af mörkum til útrýmingar þessara vopna með því að skilgreina þau sem tortýmingarvopn og bannað þau á norsku landsvæði, á sama hátt og þeir hafa bannað kjarn- orkuvopn. Erfitt er að dæma um hvort þessi afstaða hefur haft einhver veruleg áhrif, t. d. á Sovétríkin. Sennilegra er að áhugi Sovét- manna á afvopnun stafi af ótta þeirra við að taka þátt í nýju vígbúnaðarkapphlaupi við Bandaríkjamenn. Bandaríkjamenn hafa sýnt hyggindi með því að ögra ekki Sovétmönnum með hótunum um að auka efnavígbúnað sinn ef þeir fallist ekki á afvopnun. Það hefur heldur ekki reynst nauð- synlegt að blása í herlúðra og auglýsa samstöðu bandalags- ríkjanna á Vesturlöndum Kannski þessi hljóðláta og sveigjanlega stefna eigi erindi inn á önnur svið vígbúnaðar- kapphlaupsins? Arna Olar Brundtland er séríræð- ingur í öryggis- og afropnunarmál- um rið norsku utanríkismálastofn- unina. íslandssaga/samfélagsfræði Frá samfélags- fræði til samhyggju — eftir Guðmund Magnússon í þessari grein hef ég í hyggju að reifa efasemdir mínar um náms- greinina „samfélagsfræði". Ég ætla að ræða um þá samhyggju sem boðuð er í námsskrá hennar, misnotkun sem hún býður upp á öðrum greinum fremur og mis- hugsun sem mér virðist í hug- myndinni að henni. Ég hélt því fram í útvarps- þætti á fullveldisdaginn sem leið að ýmsar hugmyndir og stað- hæfingar í námsskrá í samfé- lagsfræði (frá 1977) væru sam- hyggjuættar, þ.e. sósíalískar, og aðfinnsluverðar af þeim sökum. Ein skýringin á samhyggjunni í námsskránni er væntanlega sú að einn aðalhöfunda hennar, Loftur Guttormsson lektor við Kennaraháskólann, er jafnframt einn aðalhöfunda stefnuskrár Alþýðubandalagsins (frá 1974) og hefur á málþingum sósíalista haft miklar áhyggjur af „hug^ myndalegu forræði borgara- stéttarinnar í skólum". Alþýðu- bandalagsmenn leyna því ekki að þeir vilja nota skólana í „stéttabaráttunni" og til marks um það eru t.d. eftirfarandi um- mæli sem látin voru falla á ráðstefnu þeirra um „skóla og þjóðfélag" vorið 1978: „Segja má að bæði forystulið verkalýðs- hreyfingarinnar og sósíalískra flokka [svo] hafi að vissu leyti svikið verkalýðsstéttina með því að hafa ekki sett fram mótaða stefnu um skóla sem raunveru- lega þjónaði hagsmunum verka- lýðsstéttarinnar. Skal þó jafn- framt játað, að amk. sumar þeirra breytinga sem unnið hef- ur verið að að undanförnu, m.a. við framkvæmd grunnskólalaga, eru sennilega spor í rétta átt, en þau [svo] ganga að sjálfsögðu allt of skammt." (Skóli og þjóð- félag, útg. miðstjórn Alþýðu- bandalagsins, Rvík 1979, bls. 11). Nú hefur Wolfgang Edelstein í Vestur-Berlín, sem titlaður er „sérfræðilegur ráðunautur menntamálaráðuneytisins", mótmælt fullyrðingum mínum í útvarpinu. Hann segir í grein í Mbl. 8. febrúar sl. að samfélags- fræði sé „borgaraleg, frjálslynd og lýðræðissinnuð (þ.e. trú vest- rænum stjórnskipulagshefðum og sannfæringu um siðferðilegt gildi einstaklingsins)." Ummæli Edelsteins hafa því miður ekki við rök að styðjast, eins og hver sá sem kynnir sér námsskrána getur gengið úr skugga um. Öll áhersla hennar er á samvinnu og samhyggju, en að frelsi, frumkvæði og hugvjti einstaklinga á „vettvangi sam- félagsins", ef nota má það orða- lag, er hvergi vikið. í náms- skránni, sem hefur sérstaka kafla um „lykilhugtök" og „meg- inhugmyndir" samfélagsfræð- innar, er t.d. ekki að finna þrjú af grundvallarhugtökum vest- rænnar stjórnskipunar, frelsi, eignarrétt og markað, en mikið er lagt upp úr því að nemendur „viðurkenni nauðsyn samhjálpar og sameiginlegrar þjónustu" (bls. 41, 31 og viðar). Og varla ætlar Édelstein að halda því fram að sú hæpna kenning í námsskránni, að mismun milli einstaklinga „megi að verulegu leyti rekja til samfélagsgerðar- innar" (bls. 16) sé „borgaraleg og frjálslynd"? Fremur held ég að ástæða sé til að eigna marxistum þessa firru. Staðhæfing á bls. 18 um að „togstreita" sé „hreyfiafl í þróun" samfélags gæti líka verið komin beint úr þrætubók marx- ista; eftir á að hyggja virðist mér þó sennilegra að þetta sé frasi sem lítil eða engin hugsun búi á bak við, en alkunna er að slíkir frasar eru eitt höfuðein- kenni á svonefndum „félagsvís- indum", sem samfélagsfræði grunnskóla dregur dám af. Misnotkun sam- félagsfræðinnar Eins og margsinnis hefur komið fram ér samfélagsfræði ætlað að leysa af hólmi náms- greinar eins og átthagafræði, ís- landssögu, mannkynssögu og landafræði. „Viðfangsefni henn- ar tengjast einnig mannfræði, sálarfræði, hagfræði, stjórn- málafræði, þjóðháttafræði og Hvað er að fólkinu? — eftir Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur f öllu því moldviðri, sem þyrlað hefur verið upp í sambandi við nýgerða kjarasamninga, hefur eitt gengið mest yfir mig. Það er hamagangurinn yfir barnabóta- aukanum, hækkun á mæðra- og feðralaunum o.þ.h. Formaður einstæðra foreldra fussar við og fólk, sem ég hef álitið vel upplýst, hrópar um að verið sé að borga fyrir atvinnu- rekendur, þetta sé mútufé, ölm- usa eða annað verra. Ég spyr: Hvað er að fólkinu, sem lætur svona? Fáfræði eða reiði yfir þvi að því skyldi ekki detta svipað í hug á meðan það hafði tækifæri „ ... mér er ómögulegt að skilja það fólk, sem í öðru orðinu segist berjast fyrir þjóðfélagslegu réttlæti og jöfnun lífskjara, en um- hverfist svo, þegar spor er stigið í rétta átt.“ til? Eg segi fáfræði, vegna þess, að svo lítur út sem þetta fólk viti ekki að við höfum verið og erum að borga í gegnum skattinn barnabætur til atvinnurekenda, bankastjóra, heildsala, þing- manna og ráðherra, já, yfirleitt til allra, sem eiga börn innan 16 ára. Ég og mínir samherjar hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.