Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 126 nauðgunar- kærur til RLR á sex og hálfu ári Rannsóknalögregla ríkisins hef- ur skráð alls 126 nauðgunarkærur frá því hún hóf starfsemi sína árið 1977, og til áramóta 1983/1984. Af þeim kærum hafa 40 ekki farið lengra af ýmsum ástæðum, 2 hafa verið sendar öðrum umdæmum, 2 eru enn í rannsókn og 82 hafa verið sendar ríkissaksóknara til frekari meðferðar. Þetta kom m.a. fram í svari Jóns Helgasonar dómsmálaráðherra, við fyrirspurn frá Kristínu Halldórsdóttur, en hún spurðist fyrir um afdrif nauðg- unarmála. Þá sagði Jón að af þeim tilvik- um sem kærð hefðu verið á tímabilinu 1. júní 1977 til 31. desember 1983, hefðu 58 leitt til ákæru. Eins og fram kemur hér að ofan hafa 82 kærur verið sendar ríkissaksóknara á fyrrgreindu tímabili frá rann- sóknalögreglunni, en einnig hafa nokkrar kærur verið send- ar frá öðrum umdæmum, en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir. Hins vegar hafa ákærur verið gefnar út í 58 tilvika. Þá hafa a.m.k. 24 mál ekki leitt til út- gáfu ákæru af hálfu ríkissak- sóknara. Sagði Jón að helstu ástæður þess að ekki hefði komið til út- gáfu ákæru vegna nauðgunar- kæru og væru þessar helstar: Framkomin sakargögn þykja ekki nægileg eða líkleg til sak- fellis. Þó sakargögn þyki eigi veita sönnun fyrir nauðgun, get- ur verið að þau veiti upplýsingar um önnur brot, t.d. líkamsárás, frelsisskerðingu og þ.h. og því grundvöllur fyrir að gefa út ákæru fyrir þau brot. Þá geti verið að mál séu felld niður vegna sannanaskorts. Þá hefur komið fyrir að sögn Jóns, að sá sem nauðgun kærir, viðurkennir síðar að hafa vísvitandi lagt fram ranga kæru. Af þeim áðurgreindu 58 til- fellum sem ákært hefur verið fyrir, hafa 44 leitt til dóms, en 14 eru ódæmd. Refsingar eru yf- irleitt á bilinu 12—18 mánaða fangeisi, en sé um fleiri nauðg- anir að ræða hefur refsing orðið tvö og hálft ár og einu sinni 3 ár í fangelsi. Myndasýning- ar í Menning- arstofnun Menningarstofnun Banda- ríkjanna mun í dag kl. 17.30 gang- ast fyrir myndbandasýningu á fréttum frá bandarísku sjón- varpsstöðinni ABC um samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna undanliðin 50 ár. í bígerð er að halda miðviku- dagssýningum þessum áfram og verður eftirleiðis lögð áhersla á efni sem lýtur að kosningabar- áttunni í Bandaríkjunum þar eð nú er þar kosningaár. Aðalbjörn Jóakimsson, skipstjóri á Hafþóri, við skip sitt í gær. Morgunbla4M)/Úiru. ísafjörður: Rannsóknaskipið Haf- þór með góðan rækjuafla — skil ekki hvernig hægt var að telja fiskistofnana við landið á þessu skipi, segir Aðalbjörn Jóakimsson skipstjóri Tölvusnillingurinn Flynn, sem Jeff Bridges leikur. Bíóhöllin sýnir „Tron“ BÍÓHÖLLIN sýnir um þessar mundir kvikmyndina „Tron“. Framleiðandi er Walt Disney. Að- alhlutverk er í höndum Jeff Bridg- es. Hann leikur tölvusnilling að nafni Flynn. Þetta er einskonar ævintýramynd sem gerist að hluta til í annarri víðáttu, rafeinda- heimi. Hvellhettum og dínamíti stolið BROTIST var inn í geymslur í grjótnáminu við Öskjuhlíð og þaðan stolið um 120 hvellhettum og um 3 kg. af dínamíti. Ekki er ljóst hvernær brotist var inn, líklega um helgina. Járnkistur voru brotnar upp og hvellhett- unum og dínamítinu stolið. Rannsóknalögreglan biður þá, sem kunna að búa yfir vitneskju um hvar sprengiefnið er niður- komið, vinsamlega að láta sig vita. Ísafírdi, 6. mars. HAFÞÓR, skip Hafrannsókna- stofnunar, sem hér er í ieigu til rækjuveiða, kom úr sinni fyrstu veiðiferð tii ísafjarðar í gær með tæpar 40 lestir af ísaðri rækju eftir sjö daga veiðiferð. Aflinn fékkst í Reykjafjarðarál og 50 mflur norður af Horni. Helmingur rækjunnar var í stærðarflokknum 90—120 stk. í kg, hinn helmingurinn minni rækja. Fréttaritari Mbl. á ísafirði ræddi við Aðalbjörn Jóakimsson, skipstjóra, um borð í skipinu í dag. Hann lét vel af veiðunum og sagði að búnaður skipsins hefði allur verið í lagi þótt hann væri yfirleitt orðinn mjög gamaldags og allskostar ólíkur þeim tækjum, sem Aðalbjörn á að venjast, en hann hefur verið skipstjóri og stýrimaður á skuttogaranum Bessa frá Súðavík. „Það er einn sæmilegur dýpt- armælir í brúnni en léleg stað- setningartæki og það er greinilegt, að þarna hefur vantað veiðikappið í störfin. Ég skil ekki hvernig hægt var að telja fiskistofnana við fsland á þessu skipi Hafrann- sóknastofnunarinnar," sagði Aðal- björn. „Allur spilbúnaður er mjög hægur og seinvirkur en við erum með nýtt rækjutroll frá Netagerð Vestfjarða og toghlera frá J. Hinrikssyni í Reykjavík og reynd- ist hvort tveggja mjög vel.“ í fyrstu veiðiferðinni voru þrettán menn um borð en eftir- leiðis verða tólf í áhöfn þangað til settur verður frystibúnaður í skip- ið en þá þarf eitthvað að fjölga mönnum. f dag eru þrjú stór skip önnur á rækjuveiðum og er von á enn einu einhvern næstu daga. Aðalbjörn sagðist draga það mjög í efa að rækjustofninn þyldi mikið meiri sókn en var á sl. sumri nema ný veiðisvæði fyndust. Hafþór er leigður þremur rækjuverksmiðjum hér, O.N. Olsen, Rækjustöðinni hf. og Rækjuverksmiðjunni hf. í Hnífs- dal. Framkvæmdastjóri útgerðar- innar er Birgir Valdimarsson. Hann sagði í stuttu spjalli að útgerðin legðist vel í sig. Ekki þýddi annað en að vera bjartsýnn, því hér væri eiginlega á ferðinni fyrsta nýjungin í útgerðarmálum fsfirðinga síðan skuttogaratíma- bilið hófst fyrir tæpum fimmtán árum. Hann taldi uppá að ef afl- inn yrði ekki minni en í fyrstu veiðiferðinni og að engin óhöpp yrðu ætti útgerðin að geta staðið undir sér. Hann tók undir það með Aðalbirni, að flestur búnaður um borð í Hafþóri væri orðinn ansi gamaldags og þyrfti endunýjunar við. Hafþór er leigður hingað til eins árs. Hann fer aftur til veiða í kvöld. - Úlfar. Ekki eðlilegt að skipta mönnum út eingöngu endurnýjunarinnar vegna — segir Ásmundur Stefánsson „SÚ GAGNRÝNI sem fram hefur komið er af sitt hvorum toganum. Vinnubrögð gagnvart þessum samningum hafa verið gagnrýnd og því nánast haldið fram af einstökum aðilum. að samningurinn sem gerður var, hafi nánast verið einkamál mitt og Magnúsar Gunnarssonar. Sú gagnrýni byggir ekki á staðreyndum, því ákvarðanir um hvernig á málum skyldi haldið, voru teknar á formannafundi í byrjun desember og þegar línur fóru að skýrast, voru málin rædd í miðstjórn og samböndum og síðan voru teknar ákvarðanir á formannafundum j febrúar. í reynd kom mjög stór hópur að öllum ákvörðunum," sagði Ásmundur Stefánsson, forscti ASÍ, í samtali við Mbl., en hann var spurður álits á gagnrýni þeirri sem verkalýðsforystan hefur orðið fyrir eftir gerð síðustu samninga. „Þá er einnig uppi sú gagnrýni að virknin innan verkalýðshreyf- ingarinnar sé mjög slök og það sé okkur að kenna sem erum í for- ystu heildarsamtakanna. Ég dreg ekki úr því að eflaust gætu fund- ist einhverjir menn sem gætu gert sumt af því og kannski allt sem við gerum mikið betur en við, en ég held að grundvallaratriðið í félagslegu starfi sé sjaldnast það, hvernig einhver ákveðinn ein- staklingur er, heldur hitt, hvern- ig tekst að fá fólk til að vinna saman. Það er augljóst að innan verkalýðshreyfingarinnar eigum við í erfiðleikum þar, eins og kannski flest önnur félagasamtök í landinu," sagði Ásmundur. „Starf í verkalýðsfélögum er tímafrekt starf fyrir hvern og einn, menn þurfa að setja sig inn í mál, fylgja þarf þeim eftir og sá tími sem þetta tekur er yfirleitt utan hefðbundins vinnutíma. Ef menn gerðust virkir í félögunum gætu þeir einnig orðið fyrir tekjutapi, álag á fjölskyldu gæti orðið mikið og ýmis atriði væri hægt að telja upp sem stuðla að því að erfitt er að fá fólk til að vera virkt í hreyfingunni," sagði Ásmundur. Ásmundur gat þess, að það sem heildarsamtökin gætu gert til úr- bóta, væri upplýsingamiðlun um stöðuna á hverjum tíma. ASÍ hefði staðið fyrir auknu fræðslu- starfi undanfarin ár, út væri gef- ið fréttabréf, og einnig tímaritið Vinnan og ennfremur hefðu ýmis smárit verið gefin út. Aðspurður um það, hvort verkalýðsforystan hefði staðið í vegi fyrir eðlilegri endurnýjun, og viljað sitja ein að kjötkötlun- um, sagði Ásmundur, að stærstur hluti formanna út um landið væri í vinnu á sínum vinnustöðum og hefðu sín félagsstörf sem auka- störf. „Það er ekki um stóra kjöt- katla að ræða í þessu efni, þetta eru ekki svo eftirsóknarverð störf og reyndar ekki svo eftirsótt heldur, þó önnur staða geti verið í helstu félögunum. Varðandi endurnýjun í stjórn heildarsam- takanna, þá komu 9 af 15 nýir inn í miðstjórnina síðast. Endurnýj- un er ágæt, en hún er ekki markmið í sjálfu sér, það er ^Jtki eðlilegt að skipta mönnum út, sem unnið hafa vel, eingöngu endurnýjunarinnar vegna," sagði Ásmundur Stefánsson. Inge Eriksen flytur fyrir- lestur DANSKI rithöfundurinn Inge Krik- sen, sem þekktust er fyrir skáldsög- una „Victoria og verdensrevolution- en“, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla ís- lands fimmtudaginn 8. mars kl. 17.15 ■ stofu 422 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Kvinder og science fiction" og verður hald- inn á dönsku. Öllum er heimill aðgangur. Athugasemd Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi athugasemd frá Hall- dóri Bjarnasyni fyrir hönd rit- nefndar tímaritsins Sagna: „í greinum um íslandssögu- kennslu í Mbl. undanfarið hefur oft verið vitnað til tímaritsins Sagna sem tóku sögukennslu sér- staklega fyrir í 1983-heftinu, m.a. er vitnað i ummæli Erlu Krist- jánsdóttur, núverandi námstjóra í samfélagsfræði í blaðinu 18.2. sl. og Erla sögð „talsmaður" mennta- málaráðuneytisins. Þegar hún svaraði spurningum Sagna í nóv- ember 1982 hafði hún ekki tekið við starfi námstjóra en það láðist okkur að taka fram. Biður rit- nefnd hlutaðeigandi fyrirgefn- ingar á þeim misskilningi sem þessi yfirsjón hefur valdið. Af þessu er ljóst að ummæli hennar í Sögnum verða með engu móti túlkuð sem stefna menntamála- ráðuneytisins. Auk þess var leitað til allra þeirra sem svöruðu spurn- ingum Sagna sem einstaklinga en ekki sem talsmanna stofnana. Rit- nefnd Sagna raðaði síðan svörun- um saman, með það fyrir augum að fá fram sem ólíkust sjónar- mið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.