Morgunblaðið - 22.03.1984, Page 5

Morgunblaðið - 22.03.1984, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1984 5 Sjö tónverk eftir Áskel Másson flutt í Wigmore Hall í Lundúnum: Góð aðsókn og jákvæð gagnrýni SJÖ TÓNVERK eftir Áskel Másson voru flutt á tónleikum í Wig- more Hall í Lundúnum síðastliðinn þriðjudag og þar af voru tvö verk, „Tríó“ og „Kadensa“, frumflutt á tónleikunum. Áskell sagði í gær er blm. Mbl. haföi samband vió hann, að aðsókn að tónleikunum hefði verið góð og viðtökurnar mjög góðar og breska blaðið Daily Telegraph hefði í gær birt mjög jákvæða gagnrýni um tónleikana. Archie Newman sem sér um almenningstengsl hjá konung- legu fílharmóníusveitinni í Lundúnum er helsti hvatamaður þessara tónleika, en Áskell sagði að fyrir um það bil einu og hálfu ári hefði Archie komið að máli við Einar Benediktsson sendi- herra íslands og skömmu síðar hafi undirbúningur þessara tón- leika í Wigmore Hall hafist. Sama kvöld og tónverk Áskels voru flutt í Wigmore Hall voru tvennir aðrir tónleikar haldnir í Lundúnum þar sem nútímaverk breskra tónskálda voru frum- flutt, en að sögn Áskels virtist það ekki hafa áhrif á aðsókn tónleikanna í Wigmore Hall. Fjögur þeirra tónverka sem flutt voru á tónleikunum voru sérstaklega samin fyrir ákveðna hljóðfæraleikara, sem léku ein- leik í tilteknum verkum. Guðný Guðmundsdóttir konsertmeist- ari lék einleik á fiðlu í „Teikn" sem Áskell samdi sérstaklega fyrir hana. Unnur Sveinbjarn- ardóttir víóluleikari lék einleik í verkinu „Kadensa" sem samið var fyrir hana, Einar Jóhannes- son klarinettleikari lék einleik á klarinett í „Blik“, tónverki sem sérstaklega var samið fyrir hann og sænski slagverksleikarinn Roger Carlsen lék einleik í verkinu „Sonata" sem ennfrem- ur var sérstaklega samið fyrir hann. Þess má geta að Roger Carlsen er væntanlegur til ís- lands vorið 1985 og mun hann þá leika á slagverk með Sinfóníu- hljómsveit Islands. „Tríó“ og „Kadensa" verða endurflutt hér á landi á Lista- hátíðinni sem haldin verður í Áskell Másson tónlistarmaður Reykjavík í júnímánuði og mun Unnur Sveinbjarnardóttir þá koma til iandsins til að leika ein- leik í „Kadensa", en hún er bú- sett og starfandi í Þýskalandi. Tónverkin sem flutt voru í Wigmore Hall eru samin frá 1977 til haustsins 1983. Áskell Másson sagðist vera ánægður með útkomu tónleikanna, en geysimikil undirbúningsvinna lægi að baki þeirra, auk þess sem kostnaður við slíka tónleika væri mjög mikill. Kvaðst hann vilja koma á framfæri þakklæti til Jane Grey, umboðsmanns tón- leikanna, og Ármanns Reynis- sonar, „sem sá til þess að endar næðu saman," eins og Áskell Másson tónskáld sagði að lokum. Modern Iceland: Nýtt tímarit með fjöl- þætt markmið og tilgang FYR8TA tölublað Modrrn Iceland, nýs tímarits á ensku, kom út um síðustu áramót og hefur undanfarnar vikur verið til dreifingar erlendis á vegum sendiráða Islands og fulltrúa íslenskra fyrirta kja sem starfa á erlendri grund. Einnig hafa erlend sendiráð á Is- landi og fjölmargir aðilar í íslensku viðskiptalífi komið blaðinu á fram- færi við erlenda samstarfsmenn sína. Auk þess hefur blaðið legið frammi handa gestum á stærstu hót- elum landsins og farþegum I milli- landaflugi. í frétt frá Markúsi Erni Antons- syni, sem er ritstjóri og útgefandi tímaritsins, segir að Modern Iceland hafi hlotið mjög góðar viðtökur og erlendir umboðsmenn íslenskra fyrirtækja hafi látið í ljós ánægju sína með það og hafi þeir bent á nauösyn þess að slíkt tímarit hæfi göngu sína til kynningar á íslensku atvinnulífi og útflutningsfram- leiðslu. Modern Iceland mun með ræki- legri umfjöllun efla kynningu á ís- lenskum framleiðsluvörum á erlend- um vettvangi, og þeim útflutnings- fyrirtækjum, sem vörurnar selja. Lögð verður áhersla á að kynna þjónustu islenskra samgöngufyrir- tækja og stofnana sem erlendir við- skiptamenn eiga samskipti við. Stefnt verður að því að veita les- endum Modern Iceland innsýn í þróun opinberra mála í Iandinu og kynna samninga og samskipti ís- lands og annarra ríkja á sviði við- skipta, efnahags- og stjórnmála. Næsta tölublað Modern Iceland er þegar í undirbúningi og kemur út Ljósm. Mbl. Ólafur K. fyrstu vikuna í maí. Blaðið verður prentað í 10.000 eintökum og verður því dreift á vegum utanríkisráðu- neytisins og sendiráða Islands er- lendis, erlendra sendiráða á íslandi, Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins, samtaka útflutningsatvinnuveg- anna, Verslunarráðs Islands, sam- göngufyrirtækjanna og einstakra fyrirtækja annarra sem hafa föst viðskiptasambönd um heim allan. Modern Iceland er í venjulegu tímaritsbroti, litprentað að hluta. Ritstjóri og útgefandi Modern Ice- land er Markús Örn Antonsson og eru skrifstofur blaðsins í Vesturgötu 4,101 Reykjavík, sími 27566. FALKINN Austurveri, sími: 33360. Suðuriandsbraut 8, sími: 84670. Fáikanum er landsins mesta úrval af hljómplötum. (Hér er adeins örlítiö brot) Iffifv'AN MORRISON Ips. m 11«í i.a&m hkur* ! Van Morrison „Live at the Grand opera house Belfast" Morrison er án efa einn af stærri spámönnum rokktón- listarinnar síöastliöin 15—20 ár. Þetta hefur veriö stórkost- legur konsert í Belfast. nAlchemi“ — Dire Straits — Live Nýja platan Dire Straits er án efa ein besta hljómleikaplata sem fram hefur komiö í rokkinu síöustu ár. Hér eru saman kom- in öll frægustu lög þeirra félaga í nýjum og bættum útsetningum ómissandi í safnið. Linton Kwesi Johnson „Making History“ Ljóöaskáldiö og lagahöfundur- inn Linton Kwesi Johnson fer hér á kostum ásamt hljómsveit Dennis Bovell. Hver man ekki hina ógleymaniegu tónleika þeirra félaga i Sigtúni á síóasta ári. Queen „The Works“ Þetta er ein besta plata þeirra frá „Queen". Inniheldur m.a. hiö vinsæla lag „Radio Ga Ga“. John Lennon „Milk & Honey“ Síöasta plata Lennon gerir þaó gott, enginn sannur aödáandi Lennon sleppir þessari. Scorpions „Love at First sting“ Nýja piatan frá „Scorpions" er komin i verslanir okkar sjóð- heit. Marillion „Fugazi“ Nýjasta plata Marillions er kom- in einnig og muna allir hve vel þeim strákum tókst til í fyrst- unni. FÁLKINN Laugavegi 24, s. 18670. Póstkröfur, s. 85149. Bone Symphony Hér er á ferö enn einu sinni hin vinsæla plata frá Kobba og Magg og co. sem inniheldur m.a. lagið „It’s jungle out there" Kostar aóeins 299 kr. Bon Jovi — „Bon „Jovi“ Black Sabbath — „Born again“ Saga — Allar Genesis — „Genesis“ ABC — Beauty stab Orange Juce — „Texas Fever“ Zamfir — „í kyrrö og ró“ Pink Floyd — Allar 12“ plötur To be or not to be — Mel Brooks lllegal alien — Genesis Radio Ga Ga — Queen Frankie Goes to Hollywood — Relax Wonderland — Big Country Soul Train — Swanway Love over gold — Dire Straits og fleiri og fleiri og fl. Viö höfum troöfullar verslanir af nýjum og gömlum hljómplöt- um. Kauptu plötuna þína á réttum staö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.