Morgunblaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1984
39
fólk f
fréttum
Enginn hafði áhuga
á hársápunni
+ Victoria Principal, Pam í Dall-
as, var nýlega í London til aö
auglýsa hársápu og fleiri slt'kar
vörur og hélt því blákalt fram,
að þetta tiltekna vörumerki
væri það eina, sem konum væri
bjóðandi, annað væri bara rusl.
Þaö er hins vegar ekkert rusl,
sem Victoria fær fyrir aö aug-
lýsa sápuna, heldur um 90 millj-
ónir ísl. kr. í beinhörðum pen-
ingum.
Victoria reyndi að sjálfsögöu
að vinna fyrir kaupinu sínu og
hélt marga blaðamannafundi til
að auglýsa ágæti vörunnar. Þaö
vantaöi heldur ekki að vel væri
mætt en hins vegar haföi enginn
minnsta áhuga á sápu af einni
eða annarri tegund, heldur sner-
ust allar spurningarnar um hana
sjálfa. Victoriu leiddist þaö eðli-
lega og oftar en einu sinni rauk
hún í fússi út af blaðamanna-
fundunum. Þessi mynd var tekin
þegar Victoria var einu sinni sem
oftar búin að fá nóg af hnýsninni
og sneri baki í Ijósmyndarana,
sem voru komnir til aö taka af
henni myndir.
Cjristina megrar
ságThjónabandið
+ Chrístina Onassis, ríkasta
kona í heimi, ætlar að fara að
gifta sig og er sá lukkulegi
Frakki að nafni Thierry Roussel.
Þau eru raunar gamlir elskend-
ur og virtust fyrst vera í hjú-
skaparhugleiöingum fyrir 15 ár-
um.
Christina er metin til meira en
þyngdar sinnar i gulli og er hún
þó engin horrengla, heldur nærri
100 kíló. Þaö finnst Thierry hins
vegar fullmikið af því góöa og
leggur nú hart aö unnustu sinni
aö grenna sig. Af þessum sökum
hefur hún aö undanförnu veriö á
spænskri megrunarstofnun.
Þessi mynd var tekin í fyrrasumar, en þá var Christina Onassis
mjög einmana og óhamingjusöm. Þrjú hjónabönd farin í vaskinn og
eina huggunin voru peningarnir, sem hún fékk eftir pabba sinn, 700
milljónir dollara.
COSPER
Cm
COSPEk
— Hvers vegna í ósköpunum heldurðu að ég hugsi ekki um annað
en fatahengispíuna?
+ Dallas-stjarnan i.inda 3ray er
nú búin að veröa stér fiti um
olíukóng og er þá ekki ítt viö
J.R., heldur mann tð ítafni Rob-
ert Franklin.
Robert þessi er \*ist «nginn
smákarl í olíuviöskiptunum og
þarf engar áhyggjur aö aafa af
samkeppninni viö akurkinn J.R. á
Southfork. Hann á nefnilega bú-
garð i Texas, sem er tíu sinnum
stærri.
Veriö
velkomin.
ópavogsbúár
athugið!
Viö bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem:
Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun,
[bjástur, stripur, skol, djúpnæringu o.s.frv.
Opiö fra kl. 9—18 á virkum dögum
og kl. 9—12 á laugardögum.
Pantanir teknar í síma 40369.
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
ÞINGHÓLSBRAUT 19.
Sparneytnir bílar þurfa
ekki að vera þröngir
og óþægilegir. Það
sannar MAZDA 323
MAZDA 323 er rúmgóður og sparneytirm
alvörubíll á smábílaverði.
Þú fórnar allt of miklu í rými og
þægindum, ef þú kaupir suma afþessum
„smábílum" sem eru á markaðnum og
endar með að borga allt of mikið fyrir
allt of lítið.
Hugsaðu þig því tvisvar um, því að
MAZDA 323 kostar aðeins
Kr. 273.000 í Deluxe útgáfu,
með ryðvörn
og 6 ára rydvarnarábyrgð.
MAZDA 323
Sættu þig ekki við neitt
minna!
BÍLABORGHF
Smiðshöfða 23. sími 812 99
Metsölubladá hverjum degi!