Morgunblaðið - 22.03.1984, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 22.03.1984, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1984 33 II hluti Skrifstofustjóri Alþingis, Friðjón Sigurðsson, rýfur innsiglið. Yfirþingvörður, Jakob Jónsson, situr hjá en hann opnaði lásinn að kistunni. Qttar Yngvason hæstaréttarlögmaður: Minnisstæður stuðn- ingur fjölmargra al- þýðubandalagsmanna „ÞAÐ SEM mér er einna minnis- stieðast frá undirskriftasöfnun Var- ins lands í ársbyrjun 1974 eru hinar góðu og almennu undirtektir, sem söfnunin fékk hjá fólki í öllum stett- um og úr öllum flokkum. Hinn þögli meirihluti fékk þarna Uekifæri til að tjá sig. Þetta var tækifæri sem hann beið eftir,“ sagði Óttar Yngvason hæstaréttarlögmaður. Óttar sagði síðan: „Undirskrift- ir meirihluta atkvæðisbærra landsmanna á svo stuttum tíma voru afgerandi úrslit og fyrirfram ótrúleg. Ég held, að engum okkar hafi dottið í hug fyrirfram, að meirihluti kjósenda kæmi til með að skrifa undir yfirlýsingu Varins lands, enda var ekki endilega að því stefnt. Þá er mér ákaflega minnisstæð þátttaka fjölmargra alþýðubanda- lagsmanna og afdráttarlaus stuð- ningur þeirra við varnarsamvinnu vestrænna þjóða og þátttöku ís- lands í henni. Þetta kom kannski skýrast fram í Kópavogi, þar sem lítil skrifstofa var opnuð til að annast skipulag undirskriftasöfnunarinnar undir umsjón Gissurar Kristjánssonar. Það var ekki aðeins að fólk undir- ritaði, þegar það var heimsótt, heldur kom fjöldi fólks óbeðinn á skrifstofuna og þar á meðal marg- Þeir stofnuðu Varið land: Bjarni Helgason, jarðvegs- fræðingur, Björn Stefánsson fjármálastjóri, Hreggviður Jónsson framkvæmdastjóri, Hörður Einarsson hæstarétt- arlögmaður, Jónatan Þór- mundsson prófessor, Ólafur Ingólfsson bankastarfsmaður, óttar Yngvason hæstaréttar- lögmaður, Ragnar Ingimarsson prófessor, Stefán Skarphéð- insson sýsiumaður, Unnar Stefánsson viðskiptafræðing- ur, Valdimar J. Magnússon framkvæmdastjóri, Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðing- ur, Þorvaldur Búason eðlis- fræðingur, Þór Vilhjálmsson forseti Hæstaréttar. ir alþýðubandalagsmenn og konur. Þetta kom á óvart, og við vorum þakklátir þessu fólki. Þessi stað- reynd hefur oft komið mér í hug á undanförnum árum, þegar utan- ríkismál landsins hafa verið til umræðu." „Eftirminnilegast er sennilega fyrsta kvöldið, þegar undirskrifta- söfnunin hófst. Ég var að borða kvöldmatinn undir lestri fréttanna. Lestrinum var naumast lokið, þegar síminn hringdi. Það var þá alþýðu- flokksmaður á Akureyri, sem spurði, hvort þeir Norðanmenn mættu ekki líka vera með. Þá hringdi maður frá Bolungarvík, sem ég aðeins lítillega kannaðist við, — og ég mun víst ekki hafa lokið við matinn minn það kvöldið. Ég settist við símann, kom mér fyrir og skrifaði niður pantanir á undirskriftalistum," sagði Unnar Stefánsson viðskiptafræðingur. Unnar sagði þetta fyrsta kvöld hafa verið táknrænt fyrir undir- skriftasöfnunina. Hann sagði síð- an: „Undirskriftasöfnunin var fyrst og fremst samstillt átak hinna almennu borgara í landinu, sem tóku málið í sinar hendur, og vildu fá að tjá sig svo stjórnvöld- um yrði alveg ljós vilji þjóðarinn- ar. Þessi mikla stemmning átti sér vafalaust alllangan aðdraganda. Fólki var almennt brugðið, þegar svo virtist sem stjórnvöld ætluðu að gera alvöru úr því að krefjast brottflutnings varnarliðsins í trássi við vilja meirihluta lands- manna og með fruntalegri fram- komu í garð næstu grannþjóða og vinaþjóða, sem töldu öryggi sínu ógnað með slíku framferði. Viss öfl höfðu haldið uppi áróðri fyrir því, að nú væri „friðsamleg sambúð" milli stórvelda, okkur væri aðeins hætta búin af varnar- liði hér og það kæmi ekki okkur til hjálpar, ef á þyrfti að halda, eins og sannast hefði í landhelgisdeil- unni, sem þá var fólki enn í fersku minni. Það geta engir fjórtán né heldur fjörutíu menn skipulagt slíka fjöldahreyfingu sem þarna varð til. Það hefur aldrei áður tek- ist og verður líklega seint endur- tekið. Jarðvegurinn verður að vera til staðar. Ástæðan fyrir heift Þjóðviljans á þessum tíma var annars eðlis. Með hávaðanum og útifundunum var reynt, eins og nú, að láta líta svo út, að hinn háværi minni- hlutahópur í þessu máli væri miklu fjölmennari. Aðsúgur Þjóð- viljans að forgöngumönnum Var- ins lands og tilbúin dæmi um mis- „Allt á sínum stað,“ sagði yfirþingvörður er hann hafði talið bindin, en þau eru 33 að tölu. Bjöm Stefánsson fjármálastjóri: „AUGLJÓST er að undirskriftasöfn- un þessi hafði mikil og jákvæð áhrif á fólk og vakti það til umhugsunar um varnir landsins og gildi vest- rænnar samvinnu," sagði Björn Stef- ánsson fjármálastjóri. Birni sagðist svo frá: „Mér er það í fersku minni, er mér var í byrjun árs 1974 boðið að taka þátt í að ýta á flot undirskriftasöfnun meðal landsmanna um varnir landsins. Hópur þessi samanstóð af 14 áhugasömum mönnum um vestræna samvinnu. í upphafi var stefnt að því að ná undirskriftum að minnsta kosti 5 þúsund manns, en er yfir lauk höfðu safnast um 55 þúsund undirskriftir. Það sem kom mér mest á óvart var, hversu lifandi áhuga fólk hafði á málinu og voru margir mjög fúsir til að rétta okkur hjálparhönd við söfnun undir- notkun atvinnurekendavalds til að fá fólk til að skrifa undir, var í senn viðvörun til eigin stuðn- ingsmanna og lesenda Þjóðviljans og í senn afsökun fyrir hina, sem „orðið hefði fótaskortur" og „látið undan þrýstingi" vinnuveitenda sinna. Við svöruðum aldrei árás- um Þjóðviljans, enda var það eins gott fyrir þá. Sárast af öllu hefði þeim sviðið sú staðreynd, sem þarna kom í ljós. Við sáum, sem til þekktum, að Þjóðviljinn er í varn- armálum alls ekki talsmaður allra stuðningsmanna Alþýðubanda- lagsins. Þetta var mér einn eftir- minnilegasti lærdómur undir- skriftasöfnunarinnar. Unnar sagði að lokum: „Auðvit- að verða ábyrgir íslendingar ávallt að halda vöku sinni i sjálfstæðis- og öryggismálum þjóðarinnar, en ég held þó, að árangur undirskriftasöfnunarinn- ar 1974 endist að minnsta kosti einn áratug enn. Meðan hún er í fersku minni, má bjóða andstæð- ingunum upp á að endurtaka hana, en til þess mun áreiðanlega ekki koma, sem betur fer.“ Vakti fólk til umhugsunar skriftanna. Ég er þess fullviss að undirskriftasöfnunin hafði mikil og jákvæð áhrif á fólk og vakti það til umhugsunar um varnir lands- ins og gildi vestrænnar sam- vinnu," sagði Björn Stefánsson að lokum. Stefán Skarphéð- insson sýslumaður: Skorinorð skilaboð þjóðarinnar „MÉK ERU minnisstæðar þær góðu undirtektir sem undirskriftasöfnun Varins lands fékk fyrir tíu árum. Svar þjóðarinnar var afdráttarlaust og skorinort. Mér er einnig minn- isstæð sú persónulega ófrægingar- herferð sem hafin var af þeim, sem telja sér skylt að reka erindi Moskvukommúnismans hér á landi, gegn forvígismönnum Varins lands. Þessi krossferð vinstri manna mis- tókst með öllu, eins og oft áður,“ sagði Stefán Skarphéðinsson sýslu- maður. Stefán sagði síðan: „Ég vil nota tækifærið og minna þá sem hlynntir eru vestrænni menningu og samvinnu á að halda vöku sinni gegn þeim sósíalísku öflum sem skaðað hafa þjóðina meira á síð- ustu áratugum en nokkur plága fyrri tíma. Nýjasta áróðursbragð vinstri manna er í nafni friðarhreyfinga. Ég leyfi mér að fullyrða að ís- lenzka þjóðin vill frið, en að því takmarki er ekki unnið með því að slíta sig út úr vestrænu varnar- samstarfi. — Minnumst því þátt- tökunnar í undirskriftasöfnun Varins lands á sínum tíma.“ Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður: Afdráttarlaus boð- skapur þjóðarinnar Þorsteinn, Þorvaldur og Ragnar rifjuðu upp gamlar endurminningar þegar þeir litu listana augum á ný. Skrifstofustjóri lengst til hægri, en hann sagði að kistan yrði áfram í „öruggri gæzlu“ Alþingis. „UM Þ/ER mundir, sem undirskrift- asöfnun Varins lands fór af stað, gætti verulegs kvíða meðal íslenzks almennings um framvindu varnar- og öryggismála íslands. En hinar góðu undirtektir, sem undirskrifta- söfnunin hlaut þegar í upphafi, breytti í einu vetfangi þessum ugg í kröftuga sóknarbaráttu varnarsinna fyrir málstað sínum. Þaö var engu líkara en mikill meirihluti íslenzkra kjósenda hefði beðið eftir tækifæri til þess að tjá hug sinn í öryggismál- um þjóðarinnar — og það tækifæri gafst þarna," sagði Hörður Einars- son hæstaréttarlögmaður. Hörður sagði ennfremur: „Áhrif undirskriftasöfnunarinnar í stjórnmálalífi þjóðarinnar urðu aðallega tvíþætt: Hún lamaði um langt skeið baráttu kommúnista og annarra svokallaðra herstöðva- andstæðinga gegn varnarviðbún- aði í landinu. Og hún færði stjórn- málamönnum í lýðræðisflokkun- um þremur heim sanninn um, að ekki þyrfti á því að halda til öflun- ar lýðhylli að daðra við sjónarmið herstöðvaandstæðinga. Boðskapur þjóðarinnar til stjórnmálamann- anna var afdráttarlaus: Þjóðin vildi varið land. Vissulega er sá mikli stjórn- málasigur, sem islenzkir lýðræðis- sinnar fengu með undirtektunum við undirskriftasöfnunina, eftir- minnilegur. En það hefur litla þýðingu að orna sér við eld minn- inganna um fengna sigra. Slíkt hugarástand getur verið hættu- legt og valdið andvaraleysi. And- stæðingar Varins lands hafa nú náð að safna vopnum á nýjan leik og hafa klæðzt enn nýju dular- gervi, sem of margir lýðræðissinn- ar virðast láta blekkjast af. Baráttu íslendinga og annarra lýðræðisþjóða fyrir öryggi sínu er aldrei lokið. Því ríður á mestu, að þjóðin haldi vöku sinni.“ Unnar Stefánsson viöskiptafræðingur: Samstillt átak borgara

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.