Morgunblaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1984 Dúkkulísurnar verða í Safari í kvöld. „1984“ — tónleikaröð SATT: Tvær kvennahljóm- sveitir spila í Safari Febrúar: Fjölgun um- ferðarslysa Nytjalist í Norræna húsinu DANSK-íslenski listamaðurinn Snorre Stephensen sýnir um þessar mundir nytjalist í Norræna húsinu. Eru það ýmiskonar keramikhlutir til daglegra nota og stendur sýningin fram til 8. aprfl. Snorre Stephensen er fæddur í Kaupmannahöfn árið 1943 og stundaði nám við Konunglegu dönsku postulínsverksmiðjuna og Listiðnaðarháskólann, en þaðan lauk hann prófi árið 1965. Upp frá því hefur hann rekið eigin vinnu- stofu og skapað þar margar frum- gerðir að nytjahlutum úr keramik og postulíni og hafa faðir hans, Magnus, og bróðir hans, Hannes, unnið með honum. Einnig hafa þeir fengist við að hanna bygg- ingarflísar úr gljábrenndu keram- ik. Snorre Stephensen dvaldist við nám í Japan 1966—1967 og gaf út bókina „Brugsting fra Japan" ásamt föður sínum. Snorre hefur hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir list sína, m.a. gullpening í Faenza árið 1974, og hann hefur haldið sýningar bæði heima og erlendis. Hann starfði sem hönn- uður við Konunglegu dönsku postulínsverksmiðj una 1970—1978, en nú starfar hann sem kennari við Listiðnaðarskólan í Kaupmannahöfn. Ennfremur hefur hann unnið sem styrkþegi við arkitektaskólann í Árósum. Snorre Stephensen kennir nú um tíma við Myndlista- og hand- íðaskólann í Reykjavík og meðan hann dvelst hérlendis býr hann í gestaherbergi Norræna hússins. AÐRIR tónleikarnir í tónleikaröð SATT undir heitinu „1984“ verða haldnir í Safari í kvöld. Fyrstu tón- leikarnir voru haldnir í Sigtúni sl. fostudag. Komu þar fram fjórar hljómsveitir. Þrjár hljómsveitir koma fram á tónleikunum í kvöld og eru það DANSKI rithöfundurinn Ole Nydahl flytur fyrirlestur í Norræna húsinu í dag milli klukkan 18 og 19 og á morgun, föstudag, milli klukkan 16 og 18. Fyrirlesturinn fjallar um tí- betska menningu, lamatrú og hug- leiðslu, en Nydahl hefur dvalist langdvölum í Tíbet í Himalajafjöll- Dúkkulísurnar, Dá og Jelly Syst- ur. Þær fyrst- og síðasttöldu eru eingöngu skipaðar kvenfólki og sú þriðja skartar söngkonu. Er að öðru leyti skipuð karlmönnum. Verð aðgöngumiða á tónleikana í kvöld er kr. 200. Allur ágóði rennur til SATT. Ole Nydahl hefur ritað tvær bækur um lamatrú, sem út komu á árunum 1972 og 1973 og hefur hann ferðast víða um heim og haldið fyrirlestra um tíbetska menningu. Hann mun dveljast á íslandi til 27. mars. Umferðarslys í febrúarmánuði urðu 746 talsins á landinu öllu. Þetta er veruleg slysaaukning frá þvf í sama mánuði í fyrra. Þá urðu umferðarslysin alls 561 talsins. Sem fyrr hafði yfirgnæfandi meirihluti slysanna einvörðungu eignatjón í för með sér. Alls slösuðust 45 manns í þeim 30 tilvikum, þar sem meiðsl urðu á fólki. Er það veruleg aukning frá sama mánuði í fyrra, þegar aðeins 25 slösuðust, en hins vegar svipað- ur fjöldi og í febrúar árið 1982. Þá slösuðust 44 í umferðaróhöppum. Ef janúar og febrúar á þessu ári eru bornir saman kemur 1 ljós, að nokkur fjölgun er á slysum í febrúar. Slys án meiðsla eru 716 í febrúar en 693 í janúar. Sem fyrr segir slösuðust 45 manns í um- MORGUNBLAÐINll barst í gær at- hugasemd frá Stjórnunarfélagi Islands, þar sem fjallað er um frétt, sem birtist á miðsíðu Mbl. í fyrradag undir fyrirsögn- inni: „Ryður enskan 1 burt íslenzku tölvumáli?“ Tölvufræðsla Stjórnunarfélagsins hefur frá upphafi kappkostað að nota íslensk orð í stað erlendra fræðiheita. Þó getur það reynst erfitt þegar ís- lenskar þýðingar orðanna eru ekki til eða þá að nýyrði þau sem samin hafa verið, ganga þvert á viðurkenndar ferðinni í febrúar en 31 í januar. Eitt dauðaslys varð í umferðinni í janúar, en ekkert í febrúar. Þetta er sami fjöldi dauðaslysa og á fyrstu tveimur mánuðum síðasta árs. málvenjur manna. í slíkum tilfellum eru ensku orðin oft látin fylgja með til frekari skilningsauka á því sem verið er að fjalla um. t umræddri auglýsingu var verið að auglýsa erlent námskeið með erlend- um leiðbeinanda og erlendum gögn- um, og var hluti textans jafnframt hafður á ensku svo enginn þyrfti að vera í vafa um innihald námskeiðsins. Hvernig hægt er að leggja út af því þannig, að íslenskt mál sé á undan- haldi fæ ég ekki séð. Reykjavík 20/3 1984, Friðrik Sigurðsson, forstöðumað- ur tölvufræðslu Stjórnunarfélags tslands. NYTT LYKTARLAUST KOPAL Á ELDHÚSIÐ Fyrirlestur um tíbeska menningu um. Athugasemd frá tölvudeild Stjórnunarfélags íslands KOPAL FLOS og KOPAL JAPANLAKK Nú er þér óhætt að leggja til atlögu við eldhúsið heima KÓPAL-lctkkið er lyktarlaust og mengar því ekki and- hjá þér. Þú getur lakkað auðveldlega með nýja rúmsloftið. Áferðin er skínandi falleg, bæði gljáandi KÓPAL-lakkinu - bæði veggi, skápa, innréttingar, borð (KÓPAL JAPANLAKK) og perlumött (KÓPAL FLOS). Þú og stóla án þess að hafa áhyggjur af sterkri lykt eða getur lakkað svo að segja hvað sem er - og skolað höfuðverk af þeim sökum. síðan pensla og áhöld með vatni. Betra getur það varla verið. Aðalfundur Öldrunar- fræðafélagsins AÐALFUNDUR Öldrunarfræðafélags íslands verður haldinn flmmtudaginn 22. mars kl. 20.30 í matstofu Borgar- spítalans. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Sagt frá námskeiði fyrir öldrun- arlækna sem haldið var í Man- chester fyrr í vetur. Athygli er vakin á fundi Öldrunar- fræðafélags íslands með prófessor Grimley Evans sem mun halda fyrirlestur í fundarsal Borgarspítal- ans G-l, föstudaginn 30. mars kl. 13.15. Fyrirlesturinn ber nafnið Organizing Geriatric Services. Á eft- ir verða fyrirspurnir og umræður. Fundur í Stýrimanna- skólanum í kvöld: Kvóti eða ... bjóðast betri leiðir? „KVÓTl eða bjóðast fleiri leiðir?" er yflrskrift fundar, sem skólafélag Stýrimannaskólans boðar til í kvöld kl. 20.15. I fréttatilkynningu frá skólafé- lagi Stýrimannaskólans segir að framsögumenn á fundinum verði Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, Guðjón Kristjáns- son, Valdimar Indriðason, Sig- hvatur Björgvinsson og Skúli Al- exandersson. Þar segir ennfremur: „Með fundinum vonumst við til þess að gagnrýnisraddir gegn kvótakerfinu bendi okkur á aðrar og betri leiðir til að leiða okkur á rétta braut við stjórnun fiskveið- anna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.