Morgunblaðið - 22.03.1984, Page 30

Morgunblaðið - 22.03.1984, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1984 Terotex Heildsala — Smásala , Q FMfill RFR-T? Armúla 36. sími 82424. Pósthólf 4180, 104Reykjavík Afmæliskveðja: Sr. Stefán V. Snævarr prófastur á Dalvík .Hvað heimtar Drottinn annað af þér en að gjöra rétt, ástunda kærleika og fram ganga í lítillæti fyrir Guði þín- um?“ (Míkas 6.8) Séra Stefán er sjötugur í dag, elztur í embætti allra núverandi sóknarpresta í landinu. Það er þó ekki á honum að sjá, því að þótt heilsa hans hafi oft átt í vök að verjast um dagana, er hann á þessum tímamótum hinn hress- asti, bæði til líkama og sálar og lætur sig ekki muna um það að þjóna tveimur prestaköllum. Vallaprestakalli hefir sr. Stefán þjónað frá öndverðu ári 1941 og hefir því verið andlegur höfðingi yfir fornu ríki Valla-Ljóts í 43 ár. Er það fágætt núorðið, að prestar nái svo háum embættisaldri og enn fágætara að þeir sitji svo lengi í sama stað. Það verður því ekki efað, að sr. Stefán hafi lent í „viðkunnanlegum stað“, enda veit ég að heils hugar mundi hann taka undir hið fornkveðna: „Mér féllu að erfðahlut indælir staðir og arf- leifð mín líkar mér vel.“ Sr. Stefán tók við embætti af sr. Stefáni Kristinssyni, sem prestur var á Völlum frá aldamótum og prófast- ur lengi. Hvort nokkur Stefán er nú á lausum kili til að sækja um prestakallið, er það losnar innan tíðar, er ég ekki svo fróður að vita um. Guðmundur ríki sagði við skjólstæðing sinn einn, er flytja vildi til Svarfaðardals, að „þar væri snæsamt og lægi á vetrar- nauð mikil". Verður það víst ekki hrakið og mun sú staðreynd ef til vill hafa átt sinn þátt í því, að hinn fríði staður að Völlum var niður lagður sem prestssetur og það flutt til Dalvíkur. Ekki er því að neita að heppilegast sé að prestarnir sitji þar í kalli sínu, sem fólkið er flest saman komið, þó að reisn ætti að vera meiri yfir hinum „fornu frægðarsetrum" en götunafni og húsnúmeri í bæ. Engu að síður þykir mér miklu vænna um Hólaveg 17 á Dalvík heldur en Velli, þótt sögufrægir séu. Séra Snævarr er öfgalaus mað- ur, heilbrigður í skoðunum og ein- staklega þægilegur í viðmóti og yfirlætislaus. Hann er mannvinur yzt og innst. „Húmoristi" er hann annálaður og brosir ekki síður að sjálfum sér en hverju öðru. Ein- hvern tímann sagði hann, að Guð- mundur góði Arason hefði verið fyrsti presturinn á Völlum og síð- an hefðu prestar þar farið stöðugt batnandi! En líklega hefir enginn nærstaddra áttað sig á því að þetta var ekki eins mikil skrýtla og ætla mátti. Að Guðmundi góða ólöstuðum er ég ekki í vafa um, að hann hefði engan veginn hentað Svarfdælingum jafn vel og séra Snævarr. Enda flosnaði Guð- mundur fljótt upp frá Völlum, og „fór að flakka um landið", segir Jón biskup Helgason í Kristnisögu sinni. Fyrst ég fór annars að minnast á „húmorinn", sem stundum er nefndur „piparinn í plokkfiski lífs- ins“, þá verð ég að segja smásögu frá gamalli tíð. Stefán Valdemars- son var þá í Menntaskólanum á Akureyri. Og eins og enn gerist höfðu nemendur ekkert á móti því að fá frí, einstaka sinnum. Og nú kom einu sinni upp sá kvittur í skólanum, að kóngurinn væri dauður! Hvernig sem það nú or- sakaðist, tóku kennarar þetta trú- anlegt og gáfu þá að sjálfsögðu frí! Ekki sel ég söguna dýrar en ég keypti. En einhvern veginn kvis- aðist það, hver mundi verið hafa höfundur þessarar snjöllu hug- myndar. En það er af kóngi að segja, að honum varð ekkert meint við og Iifði góðu lífi í mörg herr- ans ár eftir að saga sjá gerðist! 3éra Snævarr varð prófastur 1967. Starf þeirra er annað og miklu meira en það að hirða svo- lítið hærri laun en venjulegir sóknarprestar hafa. Og þetta starf getur verið eilítið mæðissamt á stundum. Er þá fyrst til að taka þetta „klassíska" sleifarlag með skil á reikningum kirkna og Bladburöarfólk óskast! Austurbær Ármúli Síöumúli kirkjugarða. En prófastar eiga að innheimta þá og endurskoða. Virð- ist helzt sem hér sé um náttúru- lögmál að ræða, sem enginn fær við ráðið og ekki prófastar heldur. Og svo eru það nú prestarnir, og vík ég síðar svolítið að þeim efn- um. Prófastsdæmi sr. Snævars nær frá Úlfsdölum til Varðgjár að austan. Því ætti þó að réttu lagi að fylgja væn sneið af vestanverðri Þingeyjarsýslu, hefði landnám Helga magra verið látið ráða sýslumörkum. Barst það einhvern tímann í tal, að farið skyldi með heilagt stríð á hendur prófasti þingeyskra og land þetta endur- heimt. Var það ætlunin að pró- fastur vor, þótt engi „styrjaldar- maður“ sé, færi fyrir fylkingunni með bryntröll Valla-Ljóts í hendi, og mundi þá lítið verða um varnir norður þar. Ekki situr á mér að lastmæla þeirri ágætu stétt, prestastettinni. Enda er hún á hátíðastundum bor- in lofi miklu og henni þökkuð öll menningarleg tilvera þjóðarinnar frá upphafi vega til þessa dags, og líklega með réttu! Ekki er þó fyrir það að synja að prestar geti, með smákóngaeðli sínu, vaidið yfirboð- urunum einhverjum áhyggjum. Ekki segi ég þó þetta vegna þess, að ég hafi orðið nokkurs slíks var (að heitið geti) hjá sr. Stefáni. Heldur er þetta svona almennt talað. Og heyrt hefi ég vísubrot, sem mig grunar að sé komið úr herbúðum prófasta er bendir til þessa: „Prófastar eru prúðasta lið, en prestarnir óstýrilátir." Fyrri hendinguna er mér ljúft að sam- þykkja, er ég hugsa til prófasts míns, en þeirri seinni vísa ég heim til föðurhúsa, undir Eilífsfjalli. Ýmsum myndum frá liðinni tíð bregður upp í hugann, er ég minn- ist míns góða vinar, sr. Stefáns. Og allar eru þær ljúfar og ánægju- legar, sumar jafnvel broslegar. Mig langar til að bregða hér einni upp. Ekki vegna þess að hún sé svo merkileg í sjálfri sér, heldur vegna þess að mér kemur alltaf hlátur í hug, er ég minnist hennar. Séra Snævarr þolir það vel, að brosað sé svolítið á hans kostnað við þetta tækifæri. Og ég veit, að annarri eins kímnigáfu og hann er gæddur, muni honum líka það vel og brosa með. A fermingarbarna- mótum var það jafnan eitt skemmtiatriðið, að prestar þreyttu kapp við börnin í boð- hlaupi. Sérstaka athygli og kæti vakti það, hvernig séra Stefán bar fæturna. Sagt var, að þegar Gunn- ar Hámundarson brá sverði, hjó hann svo títt að þrjú sýndust á lofti vera. Svipað má segja um prófast. Hann bar fæturna svo ótt, að þeir sýndust miklu fleiri en þeir auðvitað voru. Enda fleygði honum áfram með feikna hraða. Séra Stefán Snævarr er sam- vizkusamur embættismaður og vill hafa hlutina í góðu lagi. Hann hefir þó tileinkað sér spakyrði Hávamála: „Ríki sitt skyli ráð- snotra hverr í hófi hafa.“ Hann er maður, sem engan lætur „kenna á valdi sínu“. Með eðlislægri hóg- værð og góðmennsku vill hann koma málunum áleiðis. Og þegar til lengdar lætur verður það sú vinnuaðferðin, sem skilar beztum árangri. „Vamma varr“ hefir séra Stefán gengið sinn æviveg, „heið- þróaður hverju ráði“. Heill honum sjötugum. Ekki vil ég svo skiljast við þessi fáu og fátæklegu orð mín, að ekki sé minnzt prófastsfrúarinnar, Jónu Magneu Gunnlaugsdóttur. Salómon segir, að væn kona sé kóróna manns síns. Og svo sann- arlega er frú Jóna væn kona. Mannkosti hennar þarf ég ekki að tíunda og ætla mér ekki. Allir sem til hennar þekkja vita um þá, og vita að séra Stefán hefir ekki stað- ið einn síns liðs í lífsbaráttunni. Elskulegt viðmót hennar yljar manni um hjartarætur. Séra Stef- án verður að sætta sig við það, að fleirum en honum þyki vænt um frú Jónu! Þakkir færi ég svo þeim góðu hjónum fyrir vináttu alla, gest- risni og góðvild á liðinni tíð og bið þeim og börnum þeirra allra heilla í tilefni dagsins. Bjartmar Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.