Morgunblaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1984 Varið land Jónatan Þórmundsson prófessor: Stóraukin út- þensla Sovétmanna hefur sannað rétt- mæti aðgerðanna Þór Vilhjálmsson og Þorvaldur Búason bera kistuna med undirskriftalistunum inn í Alþingishúsið 21. marz 1974. HVAÐ SEGJA ÞEIR í DAG? í framhaldi af viðtölunum, sem Mbl. birti í gær, þegar tíu ár voru liðin frá afhendingu undirskrifta 55.522 íslendinga undir kjörorðinu Varið land, birt- ast hér viðtöl við aðra forvígismenn Varins lands, þá sem náðist til. Þeir voru spurðir hvað þeim væri eftirminnilegast frá þeim tíma þegar undirskriftasöfn- unin stóð yfir. „MARGT ER minnisstætt úr baráttu okkar Varins lands-manna, er hófst fyrir rúmum tíu árum og stóð í nokkur ár. Vitaskuld verður lengi í minnum hafður sá glæsilegi sigur, sem við unnum i sjálfri und- irskriftasöfnuninni og í málaferlun- um, sem sigldu í kjölfarið. Þess vegna ætti ekki að vera lengur ástæöa til beiskju vegna þeirrar hat- ursherferðar, er við máttum þola. Það er þó stundum hægar sagt en gert að gleyma því, sem á dagana dreif á þessu umrótatímabili. En fátt er svo illt, að einungi dugi. Ég vissi til dæmis betur en áður, hverjir voru raunverulegir vinir og hverjir ekki, og það fór ekki alltaf eftir skoð- unum manna á varnarmálum og að- gerð okkar hjá Vörðu landi,“ sagði Jónatan Þórmundsson prófessor. Jónatan sagði síðan: „Það sem er mest um vert er þó það, að á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hefur það sýnt sig og sannað, að við höfðum rétt fyrir okkur. Þarf ekki annað en að minna á stór- aukna útþenslu, umsvif og ofríki Sovétmanna, meðal annars á Norðurlöndum. Ekki verður held- ur sagt, að ýmislegt, sem annars Olafur Ingólfsson bankastarfsmaður: Þurfum að vera föst fyrir í varnarmálunum „VIÐBRÖGÐIN eru mér minnis- stæðust, þessi stórkostlegu við- brögð fólksins. Við bjuggumst aldrei við í upphafi að fá nema nokkur þúsund undirskriftir, en þær urðu rúmlega 55 þúsund. Þá eru það viðbrögð andstæðing- anna, en þeir urðu bæði hryggir og reiðir og fylltust gremju og vonleysi, þegar þeir sáu viðbrögð fólksins. Þeir voru búnir að telja sjálfum sér trú um að fólk væri almennt með þeim,“ sagði Ólafur Ingólfsson, sem nú er banka- starfsmaður í Los Angeles í Bandaríkjunum. Ólafur sagði ennfremur: „Ég tel að þessar góðu undirtektir hafi komið til af því að fólk hafi vantað vettvang til að tjá sig. t Það var búinn að vera mikill og hávær áróður herstöðvaand- stæðinga í töluvert langan tíma. Þeir blönduðu Víet-Nam, Nixon og bandarískri utanríkisstefnu í málið, en utanríkisstefna Banda- ríkjanna og NATO eru sitthvað. Enn þann dag í dag höfum við dæmi um að Evrópumenn eru mótfallnir utanríkisstefnu Bandaríkjamanna í nokkrum atriðum, svo sem í Grenada-mál- inu. Áróðursöflunum tókst sem sagt að blanda saman NATO, Bandaríkjunum og vestrænni samvinnu. Fólk fékk þarna tækifæri til að tjá sig og gerði það svo að varla gleymist. Varðandi mála- ferlin þá var ég sammála þeim sem ákváðu að hefja þau. Þá vil ég benda á að það hefur ýmislegt sannast á seinni tímum af því sem við héldum fram og bentum á. Má þar nefna kafbátana við Svíþjóð, Afganistan-málið, sem sannar auðvitað að kenningin um að það hafi verið samþykkt eitthvað í Yalta, sem hefði átt að verða óbreytt um aldur og ævi, varðandi áhrifasvæðin. Ég held að Afganistan hafi áreiðanlega ekki verið á því svæði, en Rússar eru þó búnir að leggja það undir sig. — Við þurfum því að vera föst fyrir í varnarmálunum. Það breytir því enginn að NATO hef- ur sannað gildi sitt og er ennþá í fullu gildi." Kistan með undirskriftalistunum hefur verið í öruggri gæzlu á Lögreglustöð- inni í Reykjavík, innsigluð og læst. í tilefni af tíu ára afmælinu fengu forráðamenn Varins lands að líta listana augum. Lögreglumenn bera kistuna inn í Alþingishúsið sl. þriðjudag. Ljósm. Mbi. RAX. Valdimar J. Magnússon framkvæmdastjóri: Staðfesti vilj’a yfirgnæfandi meirihluta þj’óðarinnar „Minnisstæðastur er að sjálf- sögðu hinn ótrúlegi árangur, sem náðist í undirskriftasöfnuninni und- ir kjörorðinu Varið land. Meirihluti kjósenda, miðað við venjulega þátt- töku í kosningum, tjáði hug sinn til varnasamstarfs lýðræðisþjóðanna í AtlanLshafsbandalaginu og varnar- samningsins við Bandaríkin. Ilndir- skriftasöfnunin staðfesti það, sem ávallt hefur mátt vera Ijóst, að yfir- gnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill tryggja frið, frelsi og öryggi með sameiginlegu átaki lýðræðisríkja," sagði Valdimar J. Magnússon fram- kvæmdastjóri. Valdimar sagði ennfremur:* „Háreysti ogyfirgangur kommún- ista og meðreiðarsveina þeirra hafði að því er virtist ært hóp stjórnmálamanna svo þeir höfðu misst átta og töldu sig vera ein- angraða í stuðningi við varnar- samstarfið. Undirskriftasöfnunin var kærkomið tækifæri fyrir al- menna borgara til að beina villu- ráfandi alþingismönnum inn á rétta braut aftur. Þegar 55.522 íslendingar höfðu þannig látið í ljósi skoðun sína gat aðeins verið spurning um það, hvernig hinir misvitru stjórn- málamenn, sem höndlað höfðu í andstöðu við vilja þjóðarinnar, sneru sig út úr vandanum, sem þeir höfðu komið sjálfum sér og þjóðinni í. Ekki er unnt að minnast þessa tíma án þess að geta viðbragða kommúnista. Þjóðviljinn hóf heiftúðugar árásir á einstaka for- ystumenn Varins lands. Hann mat stöðu sína svo, að hér dygðu engin málefnaleg rök, árangri myndi hann helst ná með persónuníði. Launaðir blaðamenn Þjóðviljans og aðrar dulur kommúnista fóru hamförum í nær 200 tölublöðum á hálfu öðru ári. Þessi viðbrögð komu ekki á óvart, þau eru komm- únistum eðlislæg. Tilgangurinn var að hræða fólk frá því að láta í ljósi skoðanir andstæðar komm- únistum. Málshöfðun nokkurra forystu- manna Varins lands gegn æruníð- ingum var viðleitni til að tryggja skoðanafrelsi á íslandi gagnvart þeirri skoðanakúgun, sem Þjóð- viljinn reynir að stunda með æru- meiðingum. Nokkrir velunnarar Þjóðviljans klæddust sauðagæru yfir úlfshárin og í nafni málfrels- ins studdu þeir þessar tilraunir Þjóðviljans til að þagga með óhróðursskrifum niður í þeim, sem kjósa frelsi, öryggi og lýð- ræði. Það má hins vegar segja, að Stefán Jónsson hafi kastað sauða- gærunni, er hann sagði í sjónvarpi fyrir kosningar vorið 1974, að ekk- ert væri unnt að gera við þau 55 þúsund, sem undirrituðu áskorun Varins lands, en á fjórtán for- göngumönnum Varins lands mætti taka. Boðskapurinn er einfaldur: Vilja meirihluta kjósenda ber alls ekki að virða, og með því að leggja þá í einelti, sem leyfa sér að leíða hann í ljós, á að reyna að koma í veg fyrir, að meirihlutavilji nái fram að ganga." Valdimar sagði að lokum: „ís- lendingar verða að halda vöku sinni. Lýðræðið verður að vernda og verja fyrir einræðis- og ofbeld- isöflum innanlands sem utan.“ staðar er gert og sagt, stefni í meiri friðarátt en áður. Margir, sem fyrrum efuðust um réttmæti aðgerðar Varins lands, eru okkur nú þakklátir fyrir framtakið. Því miður eru horfur ekki slíkar í heiminum nú, að von sé til þess, að breyting geti á næstunni orðið á stefnu okkar íslendinga í varn- armálum. Flestir íslendingar vona þó áreiðanlega að fá að lifa þá stund, er svo friðvænlega horfir í heiminum, að við getum horft á eftir síðasta erlenda hermannin- um yfirgefa land okkar. Sjálfur hafði ég og fjölskylda mín ýmiss konar óþægindi af þátttöku minni í aðgerð Varins lands, til dæmis símaónæði og alls konar sálfræðihernaði andstæð- inganna. Maður á þó alltaf að líta á björtu hliðarnar. Ég tel þannig, að við megum vera þakklát fyrir það, að í landi okkar láta ofbeld- issinnaðar sálir yfirleitt sitja við orðin tóm, en grípa ekki til líkam- legrar valdbeitingar, eins og títt er í útlöndum, þegar skoðanir ein- hvers hugnast þeim ekki. Þegar rætt er um viðbrögð við skoðunum annarra, má ég til með að minnast á það, sem kom mér kannski mest á óvart í allri baráttunni. Ég uppgötvaði sem sé, að umburðarlyndi og virðing ís- lendinga fyrir skoðunum annarra er miklu takmarkaðri en ég hafði talið í takmarkalausri aðdáun minni á íslenzku frjálslyndi, jafn- rétti og lýðræðisást. Stundum fannst mér gæta hjá stuðnings- mönnum okkar óþarflega mikillar virðingar og jafnvel hræðslu við fámenna ofbeldisklíku andstæð- inganna. Menn hafa líka átt það til að gefa upp á bátinn hina svo- kölluðu umdeildu menn, sem þora að hafa skoðanir, fylgja þeim eftir og fara sínar eigin leiðir. Alloft var haft orð á því við mig, að það væri pólitískt vitlaust fyrir mig að taka þátt í þessu, og voru viðmælendur mínir þá víst að hugsa um pólitískan frama, af því að ég hafði þá nokkru áður verið að gutla svolítið í pólitík. Ég svar- aði því gjarnan til, að ef það væri ljóður á ráði manns að fylgja eftir skoðunum sínum og leita síðan til löglegra dómstóla ríkisins sér til verndar og úrskurðar um rétt- mæti meiðandi blaðaskrifa, þá væri pólitíkin einfaldlega á villig- ötum og ég með öllu áhugalaus um þátttöku í henni. Ég tók stundum eftirfarandi dæmi til samanburð- ar. í því ágæta lýðræðis- og frjáls- lyndislandi Danmörku þótti það ekkert tiltökumál, er sjálfur for- sætisráðherrann (sósíalisti) höfð- aði meiðyrðamál (og vann það) gegn ritstjóra hægriblaðs nokkurs út af einum ummælum. Á sama tíma máttum við Varins lands- menn þola ófrægingarherferð í Þjóðviljanum og víðar, er hafði staðið mánuðum saman með ótal greinum og hundruðum meiðandi ummæla, áður en við loks ákváð- um að bera hönd fyrir höfuð okkur. Dómarnir í meiðyrðamálunum eru að minni hyggju mikilvægast- ir fyrir þá sök, að þeir gefa ókomnum kynslóðum nokkra hugmynd um veruleikann í þessu máli, bæði um aðgerð okkar Var- ins lands-manna og hvers eðlis ófrægingarherferð andstæð- inganna var. Það er góður siður á tímamótum sem þessum að þakka öllum þeim, sem studdu við bakið á okkur með ráðum og dáð, og er það hér með gert,“ sagði Jónatan Þórmundsson prófessor að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.