Morgunblaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1984
Lena Ackfeldt sérfrœðingur frá
Guerlain verður í versluninni fimmtudag, föstudag og
laugardag og kynnir vor make up frá Guerlain ásamt
nýrri nature/le krem-línu fyrir útiverufólk (sportfólk).
Komiö og kynnist frábærri vöru.
Sérstök tilboö veröa þessa daga.
— Make up á staðnum.
Nú er svo sannarlega hægt aö stóla
á sólina í Hafnarstræti.
Sólbaöstofan SÆLAN í Ingólfs-
stræti er flutt í Hafnarstræti 7, 2 hæö.
í Hafnarstræti skín sólin allan virka
daga frá kl. 07.00 - 22.00.
Laugardaga kl. 07.00 - 20.00
Sunnudaga kl. 09.00 - 20.00
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir MAGNÚS SIGURÐSSON
Batnandi sambúð
þýzku ríkjanna
SAMSKIPTI þýzku ríkjanna virðast nú betri en verid hefur um margra
ára skeið. Þetta kemur fram á margan hátt. Fleiri fá nú að flytjast burt
frá Austur-Þýzkalandi en nokkru sinni, síðan Berlínarmúrinn var reistur
1961. Þannig hafa 9.500 Austur-Þjóðverjar fengið leyfi til þess að flytjast
til Vesturlanda frá síðustu áramótum miðað við 7.700 allt sl. ár og Franz
Josef Strauss, leiðtogi kristilega flokksins í Bæjaralandi, hefur gefið í
skyn, að ef til vill fái milli 30 og 40 þúsund Austur-Þjóðverjar að flytjast
brott á árinu.
Erich Honecker, leiðtogi
austur-þýzkra kommúnista,
hefur þegið boð um að koma í
opinbera heimsókn til Vestur-
>ýzkalands á þessu ári. Austur-
þýzk stjórnvöld hafa heitið því
að beita ekki skotvopnum gegn
flóttamönnum á landamærum
ríkjanna í minna mæli en áður.
Allar horfur eru á, að samningar
um notkun járnbrautarinnar í
Berlín náist bráðlega, sem er
mjög mikilvægt í samskiptum
þýzku ríkjanna. Þá er áformað
að ræða ýms fleiri samstarfssvið
á næstunni.
Slæmur fjárhagur
Enginn skyldi samt Iáta sér
detta það í hug, að bætt sambúð
eigi rót sína að rekja til breytts
hugarfars hjá austur-þýzkum
stjórnvöldum. Meginástæðan er
einfaldlega sú, að Austur-
Þýzkaland er nú svo illa á vegi
blaðaviðtali fyrir nokkrum dög-
um.
Ekki voru allir sömu skoðun-
ar. Peter Boenisch, talsmaður
vestur-þýzku stjórnarinnar,
flýtti sér að vara fólk við
sannleiksgildi þessara orða, þar
Þeim, sem koma frá Austur-Þýzkalandi, er komið til bráðabirgða fyrir í
bænum Giessen.
statt fjárhagslega, að stjórnvöld
þar telja sig ekki hafa efni á því
framar að fjandskapast út í
Vestur-Þjóðverja.
Heimskreppan hefur leikið
Austur-Þýzkaland illa. Góðir
markaðir á Vesturlöndum hafa
dregizt saman af völdum henn-
ar. Skuldirnar við Vesturlönd
hafa aukizt mjög og nema um
9.400 millj. dollara. Um 80% af
þeim gjaldeyri, sem fæst frá
Vesturlöndum, fara í að greiða
vexti og afborganir af þessum
skuldum. Ekki bætir það úr
skák, að Rússar hafa dregið úr
olíuútflutningi sínum til lands-
ins, svo að Austur-Þjóðverjar
verða að kaupa þeim mun meiri
olíu annars staðar og þá fyrir
harðan" gjaldeyri. Viðskipti á
milli þýzku ríkjanna innbyrðis
hafa hins vegar haldið áfram að
vaxa. Á síðasta ári jukust þau
enn eða um 4,6%.
Þrátt fyrir þessi auknu verzl-
unarviðskipti innbyrðis hefur
sambúð þýzku ríkjanna verið
slæm. Það var ekki fyrr en á síð-
asta ári, sem þau bötnuðu mjög
og það býsna skyndilega, eftir að
Vestur-Þjóðverjar féllust á að
Erich Honecker, leiðtogi austur-þýzkra kommúnista (til vinstri), og
Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýzkalands. Mynd þessi var tekin er þeir
hittust í Moskvu í febrúar sl. þar sem þeir voru viðstaddir útfbr Juri
Andropovs, leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins.
sem slíkt gæti beinlínis verið
lífshættulegt. Minnti hann á, að
vitað væri um 200 tilfelli á síð-
asta ári, þar sem austur-þýzkir
landamæraverðir hefðu beitt
skotvopnum.
Kohl varar við óskhyggju
í síðustu viku fannst Helmut
Kohl kanslara einnig ástæða til
þess að vara við þeirri ósk-
hyggju, að samskipti þýzku ríkj-
anna færðust nú í það horf að
kallast „eðlileg". Hann kvaðst
ánægður með, að samskiptin
hefðu batnað, en minnti á landa-
mærin, sem væru milli ríkjanna
og skæru Þýzkaland þvert.
„Hvergi kemur skiptingin milli
austurs og vesturs jafn skýrt og
átakanlega í ljós og á landamær-
um þýzku ríkjanna," sagði Kohl.
Þá ítrekaði hann fyrri yfirlýs-
ingar stjórnar sinnar um, að
frelsi og virðing fyrir mannrétt-
indum væri forsenda fyrir friði í
Evrópu.
„Sá, sem í einlægni vill koma á
varanlegum friði í Evrópu, verð-
ur að fjarlægja múra og gadda-
víra, hætta að kynda undir hatri
og fjandskap og falla frá hótun-
um um valdbeitingu gagnvart
þeim, sem krefjast þess, að
mannréttindi séu virt,“ sagði
Kohl ennfremur í ræðu sinni,
sem hann flutti á Sambands-
þinginu í umræðu um ástand
ríkisins.
Fátt virðist því hafa breytzt í
reynd í Austur-Þýzkalandi. Phil-
ipp Jenning, erindreki vestur-
þýzku stjórnarinnar staðfesti
það í blaðaviðtali nú um helgina,
að yfir 400.000 Austur-Þjóðverj-
ar hefðu sótt um að fá að fara til
Vestur-Þýzkalands. Það er
órækari vitnisburður um
ástandið í Austur-Þýzkalandi en
allt annað.
(Heimildir: Die Zeit,
Der Spiegel o.fl.)
lána Austur-Þjóðverjum 1 millj-
arð marka. Hið breytta viðhorf í
samskiptum þýzku ríkjanna kom
glöggt í ljós á hinni árlegu vöru-
sýningu í Leipzig, sem nú er ný-
lokið. Þangað fóru um 50 vest-
ur-þýzkir stjórnmálamenn,
þeirra á meðal kunnir áhrifa-
menn eins og Franz Josef
Strauss.
Ekki er nema ár síðan frétta-
maður spurði Strauss, eftir að
kristilegu flokkarnir höfðu tekið
við völdum á ný í Vestur-Þýzka-
landi, hvort haldið skyldi áfram
austurstefnu þeirri, sem verið
hafði ráðandi allt frá árinu 1970
og svaraði Strauss þá: „Ég hef
ekki barizt gegn þessari stefnu í
13 ár til þess eins að taka hana
upp sjálfur."
Breytt afstaða Strauss nú
kemur ekki hvað sízt fram í því,
að einmitt hann hefur beitt sér
fyrir stórfelldum lánveitingum
til Austur-Þýzkalands. Þá hefur
hann ekki hikað við að taka und-
ir yfirlýsingar austur-þýzkra
stjórnvalda um að dregið hafi
verið úr hörkunni austan megin.
„Mér hefur verið tjáð, að nú sé
ekki framar skipað að skjóta á
landamærunum," sagði Strauss í