Morgunblaðið - 22.03.1984, Page 23

Morgunblaðið - 22.03.1984, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1984 23 Opinberar jarðarfarir hafa sett sinn svip á lífið í Sovétríkjunum að undanfórnu og orðið gárungunum tilefni til alls kyns brandara, svokallaðra „jarðarfarabrandara". Gömlu, góðu dagarnir á næsta leiti í Rússíá 21. mars. f MOSKVU hefur nú litið dagsins Ijós ný syrpa með myndum af þeim leiðtogum kommúnistaflokksins, sem enn eru ofan moldar. Er Chernenko að sjálfsögðu númer eitt en aðrar breytingar litlar. Sovéskir kerfiskarlar virðast hins vegar vongóðir um, að „gömlu, góðu Brezhnev-dagarnir" kunni að vera á næsta leiti. Sovétmenn eru orðnir vanir því, að einn öldungurinn taki við af öðrum og hafa þessi tíðu um- skipti ýtt undir nýja brandara- smíði, svokallaða „jarðarfarar- brandara". „Hvaða fimm ára áketlun er það, sem örugglega mun takast að halda?" er spurt í einum og svarið er: „Fimm ára jarðarfararáætlunin." Annar seg- ir frá manni, sem bíður þess að skoða Andropov á líkbörunum, og vörðurinn biður hann um passa. „Ég þarf ekki passa," segir mað- urinn. „Ég er með áskriftarkort." í Sovétríkjunum er óljóst með margt en þó ekkert eins og heilsufar leiðtoganna. Sendi- nefnd vestur-þýskra jafnaðar- manna kom frá Moskvu fyrir nokkrum dögum og við heimkom- una var hún spurð sömu, gömlu spurninganna. Hvernig leið Chernenko? (Hann andar en með erfiðleikum þó.) Gekk hann einn og óstuddur? (Já, já, það gerði hann.) Stuttur valdatimi Andropovs einkenndist af aga og kröfuhörku, sem sovéska yfirstéttin hafði ekki átt að venjast undir Brezhnev, en nú virðist vera farið að þjóta öðru vísi í fjöllunum. Til marks um það er nefnt, að eiginkona Chern- enko kom í fyrsta sinn fram opinberlega þegar hún kaus til Æðsta ráðsins á dögunum og var þá klædd dýrindis loðfeldi, sem ekki þarf að leita í sovésku rikis- verslununum. Þykir engin hætta á að eiginkonur annarra embætt- ismanna hafi látið það fram hjá sér fara. Gömlu, góðu Brezhnev- dagarnir eru sem sagt að renna upp aftur. I utanríkismálunum er ekkert á seyði hjá Kremlarmönnum og verður ekki fyrr en ljóst er hvern- ig Reagan reiðir af í kosningun- um í haust. Alexander Bovin, fréttaskýrandi Izvestia, sagði í grein nýlega, að samningaviðræð- ur eða fundur ráðamanna stór- veldanna væri óhugsandi á þess- um tíma. „Það væri eins og að kasta björgunarvesti til Reag- ans,“ sagði hann. Eins og nú er háttað í Kreml er líklegt, að Konstantin Chernenko sé aflögufær með flest annað en björgunarvesti. (Heimild: The Sunday Telegraph.) Forkosningar demókrata: Er byrinn búinn hjá Gary Hart? Thecopier that’s 3 colors better. Canon Ljósritarar í þrem litum AgW < ,tnun NP-270 NEW < amm NP-270 NEW < anon NP-270 27 Ijósrit á mínútu Stækkar og minnkar Ijósrit Örtölvuskipunin lætur vélina Ijós- rita betur en frumritiö (Automatic Expoure). NEW < aiM>n NP-270 NEW < .inon NP-270 NEW < .»11**11 NP-270 Pappírsstærö B6 — A3, pappírs- þykkt 58—120 g/m Verö aöeins 148,500 Fáanlegir fylgihlutir. 1. Pappírsmatari (Paper Deck) 2. Afritaraöari (Sorter) 3. íleggjari (Document Feeder) 4. íleggjari sjálfvirkur (Automatic Document Feeder) Mondale sigraði í lllinois og Minnesota Chicago, 21. mars. AP. WALTER F. Mondale, fyrrum vara- forseti, bar sigurorð af Gary Hart í forkosningum demókrata í Illinois og þykir nú nokkuð hafa skipt um með þeim keppinautunum á ný. Mondale hefur nú óumdeilanlega forystu og svo virðist sem Hart sé dálítið aö missa vindinn úr seglunum. Niðurstöðurnar í Illinois eru þær, að Mondale fékk 41% atkvæða, Hart 36%, Jackson 20% og aðrir minna. Er þetta mesti sigur Mondales siðan hann vann í Iowa fyrir mánuði en auk þess sigraði hann í kosningum flokksmanna í heimaríki hans, Minnesota, og fékk þar 65% at- kvæða. Illinois er mjög mikilvægt ríki í forkosningunum vegna þess, að það er nokkurs konar samnefnari fyrir Bandarikin hvað snertir at- vinnumál, skiptingu kynþáttanna og fleira. Fer það yfirleitt saman, að sá, sem sigrar í Illinois, sigrar i landinu öllu. Walter Mondale vildi ekki gera of mikið úr sigri sínum og sagði barátt- una enn jafna og harða. Hart óskaði Mondale til hamingju með sigurinn en sagði, að ef kosið hefði verið viku síðar myndi honum hafa vegnað bet- ur. í skoðanakönnunum kom hins vegar fram, að það var Mondale, sem sótti í sig veðrið undir lokin, en ekki Hart. Fylgi Jesse Jacksons kom á óvart og er talið, að hann hafi fengið atkvæði allt að 75% svertingja. Forkosningar verða í New York 3. apríl nk. og verður þar hart barist. Edward Koch, borgarstjóri, hefur nú lýst yfir stuðningi við Mondale, sem vegur þungt hjá gyðingum, og auk þess hefur Mondale stuðning verka- lýðshreyfingarinnar og flokksvélar- innar. Margt bendir því til, að hann muni vinna sigur þar. Shrifuélin hf Suöurlandsbraut 12. Sími 85277 MetsöluNadá hverjum degi! HÓTEL BORG Gómsætar kræsingar allan daginn. Alla daga. Sími 11440.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.