Morgunblaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1984 3 Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra: Tel eðlilegt að Mikli- garður sé sjálf- stæður skattaðili „ÉG HEFÐI talið eðlilegt að Mikli garður væri sjálfstæður skattaðili, en mér hefur verið tjáð, af embættis- mönnum, að algengt sé að eigendur fyrirtækja, þó svo að um hlutafélag sé að ræða, séu einn skattaðili," sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, aðspurður vegna fréttar Mbl. 16. mars sl. um að stórmarkaðurinn Mikligarður sé ekki sjálfstæður skattaðili, heldur séu skattar fyrir- tækisins geröir upp í sköttum eig- enda, þ.e. KRON, SÍS og kaupfélag- anna í Mosfellssveit, Hafnarfirði og Keflavík. Fjármálaráðherra kvaðst nú vera að láta athuga hvort eðlilegt væri að breyta þessu fyrirkomu- lagi. Sagðist hann ekki hafa ákveð- ið hvort hann myndi beita sér fyrir lagabreytingu, þannig að stór- mörkuðum yrði gert að vera sjálf- stæðir skattaðilar, engar ákvarð- anir yrðu teknar fyrr en hann hefði fengið staðfestar allar upplýsingar um málið. Guðjón Einarsson fulltrúi látinn GIJÐJÓN Einarsson er látinn í Reykjavík 79 ára að aldri. Guðjón fæddist 18. júní 1904 að Holtahólum á Mýrum, Austur- Skaftafellssýslu, sonur hjónanna Guðrúnar Eiríksdóttur og Einars Sigurðssonar. Guðjón lauk prófi frá Verslunarskóla íslands 1927 og hóf störf hjá Eimskipafélagi ís- lands sama ár og vann þar óslitið til 1971, er hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Guðjón var fyrsti íslenski al- þjóðaknattspyrnudómarinn og vann alla tíð mikið að félagsmál- um bæði innan íþróttasamtak- anna og Verslunarmannafélags Reykjavíkur, þar sem hann var formaður í mörg ár. Guðjón Ein- arsson var heiðursfélagi í knatt- spyrnufélaginu Víkingi. Eftirlifandi kona Guðjóns er Hjördís Hjörleifsdóttir. Risa-rótarhnyðja á Skógarsandi Þó enn eigi eftir að ganga frá end- manna hópur, flest Bretar, hefur stíl við Star Wars og E.T. og mun anlegum samningum verður vart unnið við leikmyndasmíði síðast- ísland eiga að vera í hlutverki annað séð en að kvikmyndafyrirtæk- liðna viku. Fyrirtækið mun einnig einhverskonar eyðihnattar. ið bandaríska 20th Century Fox hafi vera búið að gera samninga við Á myndunum sést risastór rót- fullan hug á að taka hluta myndar fjölda íslendinga um að annast arhnyðja, sem gegna á veigamiklu sinnar „Enemy Mine“ hér á landi. verklegar framkvæmdir af ýmsu hlutverki í leikmyndinni, og hvar Þessar ljósmyndir voru teknar tagi víðsvegar um land. Kvik- unnið er við grindina. austur á Skógarsandi, þar sem 30 myndin verður ævintýramynd í Hellissandur: Nýtt frystihús tekið í notkun Hellissandi, 19. mars. REYTINGSAFLI hefur verið hjá Rifshafnarbátum undanfarið og hafa bátar fengið frá 10 tonnum og allt upp í 35 tonn í einum róðri. Til að mynda fékk einn bátur, Hamrasvan- urinn, 195 tonn í sjö róðrum og afla- hæstu bátarnir eru Hamrasvanur með 450 tonn, Rifsnes með 420 tonn og Saxhamar með 410 tonn. Nýtt frystihús, sem nefnist Búrfell, var tekið í notkun á Rifi nýlega og er það í eigu Hrings Hjörleifssonar og fleiri aðila. Starfsmenn frystihússins eru um 20 manns. Fréttaritari. ------- °3 viVr Minnum á islands- mót í vaxtarrækt 25. mars nk. Gestur mótsins Mohamed Makkawy, atvinnu- maður í vaxtarrækt. grilla° ýaý°f,á 3.272 kronum Gunnar Aðgöngumiðaverð eftir kl. 23 er kr. 150 Guöbergur Siguröur Rúnar Sigurdór Þorsteinn Garöar Stebbi Einar Astrid okksvnwg— TTpOKKLOGQ^ SíITmÉSnhín k i ftNPWUj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.