Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 7 GsMámií? Útþrá í brjóst borin Dani eAa NorAmaður, sem hyggst hleypa heim- draganum, getur einfald- lega setzt upp í bifreið sína og ekið sem leið liggur um flest lönd Kvrópu, að Mið- jarðarhafi, eða næstum hvert sem er. Svo einfalt er málið ekki þegar landinn á í hlut Hann vinnur lengri vinnudag en flestir aðrir, þreyir lengra skammdcgi og harðari vetur, og er á stundum langeygur eftir sól og suðrænni strönd, enda útþráin í brjóst borin. Hann þarf fyrst að kosta til dýru flugi, hvort sem hald- ið er til hins gamla eða nýja heims. Og til skamms tima þurfti hann, einn Vesturlandabúa, að una sérskatti og svörtum mark- aði með gjaldeyri. hessi skattur kom ekki einvörðungu á gjaldeyri orlofsfólks, heldur ekkert síður gjaldeyri fólks sem fór utan til styttra náms (námskeiðahalds), við- skipta eða til að rækta fjöl- skyldu- og vinabönd. Gjaldeyrisskatturinn var lagður á með bráðabirgða- heimild frá Alþjóðabank- anum og mun fsland hafa verið eina aðildarlandið sem hafði slíka undanþágu til að skattleggja ferða- gjaldeyri. I'að var meir en tímabært að leggja af þá afdalamennsku sem í þess- ari skattheimtu fólsL Aftur á bak inn í fortíðina l>að er táknrænt að for- menn A-flokkanna, Svavar Gestsson og Kjartan Jó- hannsson, skuli gefa út nefndarálit á Alþingi, þar sem þcss er krafizt, að fs- lendingar gangi aftur á bak inn í fortíðina: sérsköttun á ferðagjaldeyri, með öllu því er fylgir og tilheyrir. I*að er einnig táknrænt að nefnd- aráliti þessara tvímenninga skuli Ijúka svo: „Guðrún Agnarsdóttir, þingmaður samtaka Kvennalista. er samþykk þessu nefndar- SVAVAR GUORÚN Stjórnarandstaðan heimtar skatt á ferðagjaldeyri í júlí 1983 vóru gefin út bráöabirgöalög um afnám 10% álags á ferðagjaldeyri. Tilgangurinn var margs konar: 1) aö afnema tvö- falt gengi, 2) að koma í veg fyrir svartan gjaldeyrismarkað, 3) aö efla traust á íslenzkum gjaldmiðli og 4) fullnægja skuldbindingum gagnvart Alþjóöabankanum. Þegar þessi bráðabirgöalög komu til staðfestingar Alþingis á dögunum bregöur svo viö aö fulltrúar Alþýöuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista krefjast þess aö þau veröi felld og þar eyri almennings. áliti". Samtök um kvenna- lista hafa í þingstörfum fyrst og fremst reynzt hús- hjálp Alþýðubandalags og haft litla sem enga sér- stöðu tíl mála. Einnig að þessu leyti ganga þær inn í fortíðina: vinnukonuhlut- verkið. Bandalag jafnaðar- manna hefur hinsvegar sérstöðu í þessu máli sem ýmsum öðrum hinar síð- ustu þingvikur. Guðmund- ur Einarsson, þingmaður BJ, sagði í umræðu um málið á Alþingi: „l>etta gjald tekur í fyrsta lagi til skeramtiferða fjölda fólks. Það tekur til styttri náms- ferða og ég tel að fjarlægð okkar frá meginlöndum heims og stærstu upplýs- ingalindum heims og menningarsvæðum sé okkur nægur þrándur í götu, þó að skattheimta af hálfu ríkisvaldsins komi ekki þar að auki. I>ess vegna er ég efnislega sam- þykkur því, að það sé fellt niður álag á ferðagjaldeyri ..." I'annig tók Guð- mundur Einarsson efnis- lega undir rökstuðning meö tekiö upp á ný 10% Þorsteins l'álssonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins, sem mælti fyrir nefndaráliti stjórnarliða, að þingið staðfesti niður- fellingu gjaldeyrisálags- ins. f þessu máli og öllum öðrum sannast, að aftur- haldið er í Alþýðubanda- laginu. Atlagan að- frjálsu athafnalífi Einar K. Guðfinnsson, viðskiptafræðingur, segir í nýlegri forystugrein í Vest- urlandi: „Meginatlagan að frjálsu athafnalífi á íslandi hefur undanfarin ár verið gerð af sósíalistum. I>að er varla tilviljun að eftir ftmm ára stjórnarþátttöku Al- þýðubandalagsins stendur íslenskt atvinnulíf jafn illa og raun ber vitni. álag á feröagjald- Að undirlagi Alþýðu- bandalagsins fór fram stór- felldasti fjármagnstilflutn- ingur sem þekkst hefur hér á landi. Ekki frá þeim sem betur mega sín til hinna. — Nei. I>vert á móti. í anda stefnumiða Alþýðu- bandalagsins voru stór- felldar fjárhæðir fluttar frá sparifjáreigendum landsins til þeirra sem skulduðu. llm siðfræði slíks háttalags mætti hafa mörg orð. I>au verða þó að bíða betri tíma. I’ess í stað skal vikið að annarri afleiðingu þessa. Ekki fór hjá því að þessi stefna Alþýðubandalagsins og taglhnýtinga þess dræpi niður sparnað og ráðdeild í þjóðfélaginu. Sparnaður, sem um langt árabil var um og yfir fjórðung af þjóðarframleiðslu, hrapaði á árinu 1980 ofan í I9r» af þjóðarframleiðslu og hafði þá ekki verið minni í þrjá áratugi. I>etta gerðist ekki vegna samdráttar í þjóðar- framleiðslu eða versnandi ytri skilyrða. I>að var ein- faldlega efnahagsstefna Al- þýðubandalagsins sem gerði þetta að verkum.” Mjólkursamsalan framfylgir ekki reglugerð um söluskatt: Veldur matvörukaup- mönnum vandræðum KAUPMENN eiga nú í erfiö- leikum vegna reglugerðar sem fjármálaráðuneytið hef- ur sett um söluskatt af kókó- mjólk. Þeir óttast bakreikn- inga þar sem Mjólkursamsal- an er enn ekki farin að fram- fylgja reglugerðinni. Að sögn ólafs Björnssonar formanns félags matvörukaup- manna hafa kaupmenn áhyggjur af því að þurfa ef til vill að greiða reikning fyrir vörugjaldi af kókó- mjólk ef þeir leggja söluskatt á kókómjólk. Mjólkursamsalan er ekki enn farin að framfylgja fyrrgreindri reglugerð. Þetta er mjög bagalegt fyrir kaupmenn þar sem þeir eru eigi að síður skyldað- ir til að innheimta söluskatt af þessari vöru. Mbl. hafði samband við Guð- mund Sigþórsson hjá landbúnað- arráðuneytinu og spurðist fyrir um hvernig jtessi mál stæðu. Guð- mundur sagði að þetta væri mjög erfitt mál. Eftir túlkun fjármála- ráðuneytisins væri kókómjólk söluskattsskyld nú en mönnum þætti þetta undarleg ráðstöfun þar sem matvörur væru í flestum tilvikum undanþegnar söluskatti. Menn væru ekki allir sammála þeirri flokkun fjármálaráðuneyt- isins að kókómjólk væri kakó- drykkur en ekki mjólk. Ef þessu væri haldið til streitu væri þar með komið í veg fyrir frekari vöruþróun á þessu sviði. Guð- mundur sagði að verið væri að at- huga þetta mál nánar um þessar mundir og vonaðist hann til að lausn fengist innan tíðar. Taxti hárskera und- an verðlagsákvæðum VERÐLAGSRAÐ hefur ákveðið að fella taxta hárskera undan verðlags- ákvæðum, en taxtar hárgreiðslufólks hafa ekki verið háðir verðlags- ákvæðum. koma verðmyndunarkerfinu í frjálsara horf, en vandlega yrði fylgst með hvernig þetta yrði framkvæmt og það háð ákvæðum um uppsetningu verðlista og fleira. Verðgæsla yrði ströng til að koma í veg fyrir hugsanlega mis- notkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.