Morgunblaðið - 11.04.1984, Side 14

Morgunblaðið - 11.04.1984, Side 14
u Loðnuvertíð lokið: Á^RÍL lífel 570.000 lestir bárust á land LOÐNUVERTÍÐ er nú lokið, en síð- ustu skip tilkynntu um afla þann 4. þessa mánaðar. Nam loðnuaflinn í þessum mánuði aðeins um 500 lest- um. Heildaraflinn varð um 570.000 Miðstjórn ASÍ hótar riftun samninga ef komi til skattahækkana í ÁLYKTUN sem samþykkt var á fundi miðstjórnar á fimmtudag seg- ir, að miðstjórn Alþýðusambands fs- lands vari stjórnvöld við að koma fram áformum um stórfelldar skattahækkanir sem ráðherrar hafi hótað að undanfornu. Slíkt áhlaup á afkomu launafólks myndi valda því að forsendur gildandi kjarasamn- inga væru brostnar og þau griðrof væru á ábyrgð stjórnvalda. í ályktuninni segir éinnig, að með nýgerðum kjarasamningum hafi verið stefnt að því að við- halda á samningstímanum þeim kaupmætti sem launafólk hafi bú- ið við á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og bæta sérstaklega stöðu þeirra tekjulægstu og þeirra sem búa við þunga framfærslu. Það sé grundvallarforsenda samning- anna að stjórnvöld hagi stefnu sinni í samræmi við þau markmið sem sett voru við samningsgerð- ina. Icstir, en endanlegt magn liggur ekki enn fyrir. Lokaaflatölur einstakra skipa liggja enn ekki fyrir og heldur ekki yfirlit yfir aflahæstu löndun- arstaði. Eftir því sem næst verður komist varð Hilmir SU aflahæstur með rúmar 19.000 lestir, Eldborg- in HF var með tæpar 19.000, Sig- urður RE með um 17.000, Júpíter RE með um 16.500 og Grindvík- ingur GK með rúmar 15.000 lestir. Samkvæmt upplýsingum Fiski- félags íslands voru aflahæstu löndunarstaðirnir eftirfarandi: Vestmannaeyjar með 90.750 lestir (tvær löndunarstöðvar), Seyðis- fjörður 59.200 lestir (tvær löndun- arstöðvar), Siglufjörður 56.900 lestir, Eskifjörður 50.200 lestir, Neskaupstaður 45.000 lestir, Rauf- arhöfn 34.400 lestir og Reykjavík 34.000 lestir. Engri loðnu var land- að í Reykjavík fyrir áramót, en þar eru tvær löndunarstöðvar en í eigu sama fyrirtækis. Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja rlkisins, sagði f samtali við blm. Morgunblaðsins, að um þessar mundir virtist eftirspurn eftir mjöli vera að minnka aftur. Fyrir skömmu hefði mjöl verið selt til Júgóslavíu fyrir um 7 dollara próteineiningin, en annars væri verðið um þessar mundir á bilinu 6,45 til 6,60 dollarar. Einnig væri Íítil eftirspurn eftir lýsi og verð á því hefði haldizt nær óbreytt að undanförnu. Vegna þessa væri nokkur hætta á frekari verðlækk- unum, en birgðir í landinu væru ekki miklar nú. vfelL sU* Aflaklær gera sér glaðan dag Hér má sjá skipverja á Hilmi SU frá Fáskrúósfirði og eiginkonur þeirra gera sér glaðan dag í veitinga- húsinu Broadway sl. laugardag að lokinni velheppnaðri vertíð. Hilmir varð aflahæsta skip loðnuvertíðar- innar með rúmlega 19 þúsund tonn. Fleiri skipshafnir voru í Broadway þetta kvöld og voru skipstjórarnir kallaðir upp á svið og þeim afhent blóm frá skipverjum. Var þeim fagn- að vel og innilega af gestum, ekki síst Eggert Þorfinnssyni, skipstjóra á Hilmi, aflakóngi loðnuvertíðarinn- ar. Á minni myndinni er Eggert skip- stjóri ásamt eiginkonu sinni, Krist- ínu Olafsdóttur. Morgunblaðift/KÖE. Siglingamálastjóra líkaði ekki við mennina, sem hófu verkið - segir Árni Johnsen, alþingismaður „ALLIR helztu forsvarsmenn örygg- ismála sjómanna lýstu því yfir þegar Sigmundsgálginn var fyrst sýndur veturinn 1981 að hér væri um að ræða byltingu í öryggismálum sjó- manna og meðal þeirra sem þetta sögðu má nefna Harald Henrysson, forseta SVFÍ, Hannes Hafstein, framkvæmdastjóra SVFÍ, og Þórball Hálfdánarson hjá Sjóslysanefnd og t.d. Pál Guðmundsson hjá Siglinga- málastofnun. Á árinu 1981 var Sig- mundsbúnaðurinn settur í stærstan hluta Eyjaflotans án þess að lög skipuðu fyrir um slíkt," sagði Árni Johnsen, alþingismaður, meðal ann- ars, er blm. Morgunblaðsins innti hann álits á óskum Guðmundar Ein- arssonar, alþingismanns, og Magn- úsar Jóhannessonar, setts siglinga- málastjóra, um opinbera rannsókn á ummælum hans í Morgunblaðinu miðvikudaginn 4. aprfl. „í ársbyrjun 1982 var gefin út reglugerð um sleppibúnað björg- unarbáta þar sem gert var ráð fyrir sjálfvirkum sleppibúnaði, sem hefur fylgt Sigmundsbúnaði frá upphafi. Um mitt ár 1982 var jafnframt unnið að endurhönnun á nokkrum atriðum í Sigmunds- búnaðinum, sem reynslan sýndi að ástæða væri til að bæta úr. Endur- hönnun var lokið í júlí. Þá var í rauninni ekkert til fyrirstöðu að koma þessari byltingu Sigmunds um borð í allan íslenska flotann á um það bil hálfu ,ári ef Siglinga- málastofnun hefði komið eðlilega fram í þessu máli, en þá hófust sífelldar frestanir á málinu með málatilbúnaði af hálfu Siglinga- málastofnunar, þar sem farið var á svig við staðreyndir. Haustið 1982 sendi Sjóslysanefnd Sig- mundsgálga til Siglingamála- stofnunar en Sjóslysanefnd tók strax upp baráttu fyrir Sig- mundsbúnaðinum þegar hann var fyrst reyndur. Sjóslysanefnd bauð Siglingamálastofnun að Sigmund Jóhannsson uppfinningamaður og Friðrik Ásmundsson, skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmanna- eyjum, kæmu til Reykjavíkur með gálgann og kynntu hann fyrir skipaskoðunarmönnum víða af landinu en þeir voru þá á nám- skeiði í Reykjavík. Þessu var hafn- að, en hins vegar fóru að berast fréttir frá ýmsum stöðum af land- inu skömmu síðar, þess eðlis að skipaskoðunarmenn Siglinga- málastjóra ráðlegðu sjómönnum og útvegsmönnum að kaupa ekki Sigmundsbúnaðinn, ekkert lægi á og von væri á betri búnaði og ódýrari. Á sama tíma fréttist það að Vélsmiðja í Njarðvíkum væri farin að vinna að framleiðslu sleppibúnaðar, sem byggðist á hugmynd Sigmunds að öðru leyti en því að notaður var gormur í staðinn fyrir belg. Þórhallur Hálf- dánarson hjá sjóslysanefnd hefur staðfest í samtali við mig og fleiri að forsvarsmenn umræddrar vélsmiðju í Njarðvíkum hefðu sagt sér að þeir hefðu farið út í verk- efnið fyrir áeggjan siglingamála- stjóra. Síðan hefur málið ekki snúist um það af hálfu Siglinga- málastofnunar hvort besti búnað- urinn færi í skipaflota landsins til öryggis fyrir sjómenn, heldur hvaða tegund, vegna þess að sigl- ingamálastjóra líkaði ekki við mennina sem hófu verkið, en að sjálfsögðu hefði það verið eðli- legra að siglingamálastjóri hefði beðið Vélsmiðjuna Þór og sjálfan uppfinningamanninn að kanna aðra útfærslu á tækinu ef þeim þótti ástæða til. Þannig hefur þetta tæki sem átti nr. 1 að auka öryggi sjómanna, orðið að ein- hverju peningamáli og allan þenn- an tíma hefur verið leyfð uppsetn- ing á gormabúnaði sem hefur ekki haft sjálfvirkan sleppibúnað eins og Sigmundsbúnaður. Það var svo loks eftir hið hörmulega slys er Hellisey fórst að Siglingamála- stofnun samþykkti sjálfvirkan sleppibúnað á gormabúnaðinn, eftir dagsskoðun, en það ótrúlega skeði að þá var samþykktur sjálf- virkur búnaður, sem byggist á sömu tækni og Siglingamálastofn- un hefur haldið fram í 5 ár að væri óhæf eða síðan búnaður var reyndur í bátum sunnanlands og á Vestfjörðum fyrir 5 árum. Þannig hefur því seinkað um 1V4 ár að þessi búnaður væri kominn I allan flotann og til þess að kóróna allt bauð Siglingamálastofnun öllum skipaskoðunarmönnum, sem fóru á vegum stofnunarinnar til Viking I Danmörku, að heimsækja vél- smiðjuna I Njarðvík, þegar heim kom, en gleymdu bæði Stálvík í Garðabæ og vélsmiðjunni Þór f Vestmannaeyjum. Einhvern tíma hefðu slfk vinnubrögð opinberrar stofnunar þótt undarleg," sagði Árni Johnsen. Opinberrar rannsóknar óskað á um- mælum Arna Johnsen alþingismanns BÆÐI Guðmundur Einarsson, al- þingismaður, og settur siglinga- málastjóri, Magnús Jóhannesson, hafa farið þess á leit við sam- gönguráðherra, að fram fari opin- ber rannsókn á ummælum alþing- ismannsins Árna Johnsen í Morg- unblaðinu miðvikudaginn 4. apríl síðastliðinn. Þar segir Árni meðal annars, að ef ekki hefði komið til baktjaldamakk Siglingamálastofn- unar og Olsen-smiðjunnar og ef reglugerð um sleppibúnað björgun- arbáta hefði verið framfylgt, hefði fullkominn sleppibúnaður verið kominn um borð í öll íslenzk fiski- skip. Guðmundur Einarsson, al- þingismaður Bandalags jafnað- armanna, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að hann hefði sent samgönguráðuneytinu umrædda ósk. Fullyrðing Árna um baktjaldamakk Siglinga- málastofnunar og Olsen-smiðj- unnar jafngilti því, að verið væri að ásaka opinbera stofnun um misferli S starfi og það væri býsna alvarlegt. Því teldi hann fulla ástæðu til að þetta væri at- hugað nánar, ásökunin væri mjög alvarlegt. Hann vildi fá úr þessu skorið en vildi ekki leggja neitt mat á það, hvort þessi ásökun ætti við rök að styðjast. Magnús Jóhannesson, settur siglingamálastjóri, sagði f sam- tali við blm. Morgunblaðsins, að hann kannaðist ekki við neitt baktjaldamakk. Þetta væru svo alvarlegar ásakanir, að hann hefði óskað eftir því við sam- gönguráðherra, að hlutlaus rannsókn á þessu máli færi fram. f raun lægju allir starfs- menn Siglingamálastofunar undir þeim og þetta hefði gengið allt of lengi. Matthías Bjarnason, sam- gönguráðherra, sagði í samtali við blm. Mbl. að þessar óskir hefðu borizt ráðuneyti hans, en hann hefði enn ekki haft tíma til að kanna málið og gæti því ekki tjáð sig um það á þessu stigi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.