Morgunblaðið - 11.04.1984, Side 16
16T t
MIÍMHUBMfUR Ji&[4í5HftKIJ8&IOM
Bílasýningin
Huröir Voayager-bílsins eru stórar, og Ifklega er þetta fyrsti fólksbfllinn hérlendis raeð rennihurð. Átta manns
komast með góðu móti í sæti bflsins. Morgunblaðið/Gunnlaugur.
Jöfur hf.
Brimborg hf.:
Charade Turbo
TURBO krfli Daihatsu, nýr bfll á ís-
landi, hefur vakið athygli á sýning-
unni.
Turbo-búnaður Charade er
þannig úr garði gerður að hann
vinnur á öllum vélarsnúning, dett-
ur ekki út á lágsnúning eins og
algengt er með slíkan búnað. 80
hestöfl komast til skila í bílnum
og því hefur fjöðrunin verið
endurbætt. Að innan er Charade
Turbo með þægilegum sætum.
Þrátt fyrir aukinn vélarkraft á
bensíneyðsla ekki að aukast mikið
umfram það sem gengur og gerist
í venjulega bílnum, sem einnig er
kynntur á sýningunni.
Peugeot 205 hefur ekki sést á landinu fyrr, en hann er vinsæll í Evrópu.
Átta manna fjölskyldubíll
ÁTTA manna fólksbfll vekur athygli
í sýningarbás Jöfurs hf., en það er
glænýr Crysler Vöyager. Bfllinn er
óvenjulegur, líkur sendibfl en meö
íburð vandaðs fólksbfls.
Fjórar hurðir eru á bílnum, ein
þeirra rennihurð hægra megin á
hlið bílsins. Hurðirnar eru allar
stórar og því auðvelt að komast að
íburðamiklum sætunum, en tveir
sex manna bekkir eru afturí í bíln-
um. Aftan á bílnum er síðan stór
hurð og farangursrými, en taka
má bekkina úr bílnum og þá má
flytja í honum stóra hluti. Vél
bílsins er 101 hestafl. Hinsvegar
er bíllinn hannaður sem fjöl-
skyldubíll og því kannski ekki
nauðsynlegt að hafa meira afl,
nema nota eigi bílinn mikið til
flutninga.
Skoda er í bás Jöfurs. Tvær
gerðir af Skoda eru fáanlegar, 120
og síðan Rapid. Sá síðarnefndi er
tveggja dyra. Nýtt létt tann-
stangastýri er komið í Skoda, sem
gjörbreytir eiginleikum bílsins.
Innréttingin er einföld.
Charade Turbo.
Honda Civic Shuttle er fimm dyra bfll, sem er í laginu eins og hátt byggður
station-bfll, þó stuttur sé.
Honda:
Nýtískulegt útlit
NÝJU Honda-bflarnir á sýningunni
eru allir með mjög nýtískulegt útlit
og með verklegum vélarbúnaði.
Þeir allra nýjustu eru Civic
Shuttle og Civic Coupe CRX. Sá
fyrrnefndi er í útliti eins og hátt
byggður station-bíll. Fimm hurðir
eru á bílnum og mikið pláss innan
þeirra, sem gefur tækifæri til að
flytja stóra hluti með því að fella
niður aftursætin. Civic Coupe
CRX er lítill með sportlega eigin-
leika. Innan dyra er ágætt pláss
fyrir ökumann og farþega frammí,
en aðeins eru barnasæti aftur í
bflnum. Felstir Honda-bílar hafa
nú 12 ventla vélar, í stað 8, sem er
algengast í bílum í dag.
Kristinn Guðnason:
Nýr Renault
RENAULT er nýkominn á mark-
aðinn og bíllinn sem Kristinn
Guðnason hf. kynnir er búinn
2,0 I vél, sem skilar 103 hestöfl-
um I)IN.
BMW-bifreiðir eru á sýning-
unni, sá stærsli BMWT 728i.
Hann er búinn sex strokka vél
sem vinnur létt undir álagi og
fæst bæði með fimm gíra bein-
skiptingu og nýhannaðri sjálf-
skiptingu, fjögurra gíra, með
hæsta gírinn sem yfirgír.
Hafrafell:
Tveir smáir Peugeot
PEUGEOT 205 hefur selst vel í
Evrópu, en hefur ekki sst hér-
lendis fyrr en á bás Hafrafells.
Peugeot 205 er einn af mörg-
um smábílum, sem komið hafa
fram að undanförnu. Hægt er að
kí \ v ! m
fá 205 með 50—80 hestafla vél
og með fjögurra eða fimm gíra
kassa. Frændi 205-bílsins er
Talbot Samba, sem Hafrafell
sýnir einnig. Hann er byggður
upp á svipaðan hátt. Samban
RE\\UI.T2.-»
fæst með tveim mismunandi afl-
miklum vélum og fjögurra og
fimm gíra kassa. Báðir eru bíl-
arnir framdrifnir með vélina
frammí. Aðrir bílar sem Hafra-
fell sýnir hafa sést hér áður.
Renault-línan á sýningunni, nýi bfllinn Renault 35 er fremstur á myndinni.