Morgunblaðið - 11.04.1984, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984
19
iRák.
Bygging hesthúss
gengur greiðlega
Ánægjulegt var að sjá hversu
vel miðar með hina veglegu
hesthúsabyggingu á Hólum. A síð-
asta ári var byggt við sjálft hest-
húsið og er sá áfangi ætlaður fyrir
kennslu og rannsóknarstarfsemi,
einnig verður í þessu húsi góð
kaffistofa.
Síðastliðið sumar var
heyjað í vothey í hesthúshlöðuna
og voru hestarnir fóðraðir á vot
eyi nú í vetur í fyrsta skipti. Að
sögn Ingimars Ingimarssonar
tamningamanns eru þeir þokka-
lega ánægðir með útkomuna á
votheysfóðruninni. Eftir því sem
Jón Bjarnason skólastjóri tjáði
blaðamanni var búið að ákveða
framhald á byggingu hesthússins
á þessu ári en allt sé nú í óvissu
með framhald vegna marg-
umrædds fjárlagagats sem stjórn-
málamenn glíma nú við að fylla
upp í þessa dagana.
Stúlka sigrar enn á ný
Þá má kannski segja að Hvann-
eyringar hafi ekki verið alveg eins
óheppnir með veður þó slæmt væri
það. { stað mikillar vindhæðar
fengu þeir dágóðan skammt af
rigningu. f fyrra vann stúlka
skeifukeppnina á Hvanneyri í
fyrsta skipti frá upphafi og annað
árið í röð er það kvenmaður sem
sigrar, en það var Rúna Einars-
dóttir frá Mosfelli sem hélt uppi
merki íslenskra kvenna að þessu
sinni en hún keppti á hryssunni
Gná frá Krossi í Lundarreykjadal.
{ öðru sæti varð Leifur Bragason
frá Selfossi á hryssunni Stolt frá
Hnausum. Hlaut hann einnig
ásetuverðlaun Félags tamninga-
manna. í þriðja sæti varð svo
Kristján Jónsson á Rák frá Völl-
um. í heild var útkoman góð og er
þá átt við bæði menn og trippin
sem tamin voru. Margir efnilegir
tamningamenn sýndu getu sína og
trippin voru með betra móti.
Hestamannafélagið
Grani 30 ára
Það var fyrir um það bil 30 ár-
um að Gunnar Bjarnason gekkst
fyrir stofnun hestamannafélags á
Hvanneyri og hafa nýir nemendur
hverju sinni gengið í þetta félag. í
tilefni afmælisins afhenti Hjalti
Pálsson félaginu að gjöf inn-
rammað plakat með myndum af
hinum ýmsu hrossakynjum og
voru skýringar á íslensku prentað-
ar undir hverja mynd. Var þessi
gjöf gefin af innflutningsdeild
sambandsins.
Gefið var út blað í tilefni skeifu-
keppninnar á Hvanneyri og var
það selt á skeifudaginn. Ágóðinn
af sölu blaðsins verður lagður í
sjóð sem stofnaður var í tilefni
þrjátíu ára afmælis Grana.
Ástæðan fyrir stofnun þessa sjóðs
mun vera sú að ekki er útlit fyrir
að hið opinbera kosti hesthús-
byggingu á næstunni. En í grein í
blaðinu sem ber yfirskriftina
„Ekki er ráð nema í tíma sé tekið"
skrifar einn nemenda, Gísli
Kristjánsson, eftirfarandi: „Það er
von okkar og vissa að þegar við
komum hingað að Hvanneyri á 50
ára afmæli Grana (það er að segja
eftir 20 ár, innskot blaðamanns)
til þess að fylgjast með skeifu-
keppninni, þá munum við geta
gengið inn í nýtt og sómasamlegt
hesthús. Það væri óskandi að
gamlir Hvanneyringar og aðrir I
velunnarar skólans sæju sér fært
að stuðla að stækkun sjóðsins og
að sjálfsögðu þeir sem koma til
með að stunda nám á Hvanneyri í
framtíðinni." Er þessu hér með
komið á framfæri.
Ekki er neinum blöðum um það
að fletta að nemendur ríða hér á
vaðið með þarft verkefni því segja
má að hesthúsið á Hvanneyri sé
tímaskekkja og mætti gjarnan
vitna þar í orð Skúla Kristjóns-
sonar er hann ritar í áðurnefnt
blað í tilefni afmælis Grana en
þar minnist hann á stofnun fé-
lagsins og segir meðal annars:
„Ýmsir byrjunarörðugleikar komu
fljótlega í ljós. Hesthúsið var lé-
legt og óhentugt og er raunar það
sama enn í dag.“ Fyrir þrjátíu ár-
um þótti þetta hesthús ekki nógu
gott og þrátt fyrir nokkrar endur-
bætur þykir vanta mikið á að það
geti talist boðlegt miðað við þær
kröfur sem gerðar eru til gripa-
húsa í dag.
Að síðustu er svo rétt að geta
úrslita í gæðingakeppninni sem
haldin var á Hvanneyri. Keppt var
í bæði A og B-flokki og voru það
bæði nemendur og starfsmenn
skólabúsins sem sýndu. { A-flokki
sigraði Vending frá Báreksstöð-
um, faðir Hlynur 910, eigandi Sig-
urborg Jónsdóttir, knapi Leifur
Bragason, einkunn 7,85. í öðru
sæti var Kúra frá Hvanneyri, fað-
ir Borgfjörð 909, eigandi Hjálmar
Gíslason, einkunn 7,36. í þriðja
sæti varð svo Andvari, eigandi
Halldór Steingrímsson, knapi
Bjarni K. Þórisson, einkunn 7,21. í
B-flokki sigraði Gná frá Krossi,
eigandi Óskar Halldórsson, knapi
Rúna Einarsdóttir, einkunn 8,14. í
öðru sæti Móses frá Krossi, eig-
andi Óskar Halldórsson, knapi Jón
Halldórsson, einkunn 7,71. í þriðja
sæti varð svo Rák frá Völlum, eig-
andi Hólmgeir Sigurgeirsson,
knapi Kristján Jónsson, einkunn
7,64. Og með þessum úrslitum
ljúkum við umfjöllun um skeifu-
dag bændaskólanna.
Nemendur á Hólum tóku einn lullarann og bundu saman hornstæða fætur þannig að hesturinn ítti ekki annarra kosta völ en að brokka eins og meðfylgjandi
myndir sýna.
__________Góður matur á gaffíi____________________
Kvöldverðarsveifla með Birni Thoroddsen og félögum