Morgunblaðið - 11.04.1984, Síða 26

Morgunblaðið - 11.04.1984, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 Neytendamál fyrir héraðsdómstólum „Jómfrúrræöa44 Jóns Magnús- sonar á Alþingi HÉR FER á eftir fyrsta þingræða, „jómfrúrræða“, Jóns Magnússonar (S), þriðja varaþingmanns Sjálfstæð- isflokks í Reykjavíkurkjördæmi, er hann mælti fyrir fyrirspurn til Jóns Helgasonar, dómsmálaráðherra, um „minniháttar einkamál fyrir hér- aðsdómi", eða svokölluð neytenda- mál. „Ég hef leyft mér að bera fram eftirfarandi fyrirspurn til hæst- virts dómsmálaráðherra: Hvað líður undirbúningi að setn- ingu laga um meðferð minniháttar einkamála fyrir héraðsdómi? Á Alþingi 1976—1977 var lögð fram og samþykkt þingsályktun- artillaga um fljótvirkari og ódýr- ari meðferð minniháttar mála fyrir héraðsdómstólum. Flutn- ingsmenn voru Bragi Sigurjóns- son o.fl. Tillagan var á þessa leið, með leyfi forseta: „Alþingi ályktar að leggja fyrir ríkisstjórnina að hún láti nú þegar semja frumvarp til breytinga á lögum og geri aðrar ráðstafanir til undirbúnings því, að komið verði á fljótvirkari og ódýrari meðferð minniháttar mála fyrir héraðs- dómstólunum. M.a. geti dómari ákveðið, að mál sem höfðuð eru af viðskiptavini verslunar eða þjón- ustufyrirtækis vegna viðskipta við fyrirtækið, hljóti skjótari og ódýr- ari afgreiðslu en nú tíðkast. Með- ferð þessari megi beita við minni- háttar mál, sem varða allt að kr. 100.000,-. Við þessar lagabreyt- ingar verði meðferð líkra minni- háttar mála í öðrum löndum höfð til hliðsjónar, en reglur færðar til íslenskra aðstæðna." Hér ber að geta, að sú fjárhæð sem nefnd var í þingsál.till. var gamlar krónur. í ýmsum löndum hafa verið lögfestar reglur, sem heimila ein- faldari og ódýrari meðferð einka- mála en almennt gildir. í þessu sambandi má benda á Bandaríkin, Bretland og Svíþjóð. í Bandaríkj- unum hefur þessi skipun mála verið við lýði í sumum ríkjum allt frá árinu 1912, en lög um þessi efni voru sett í Bretlandi árið 1973 og í Svíþjóð árið 1974. Einkenni þessara svokölluðu minniháttar einkamála eru þau að einungis er heimiluð einfaldari málsmeðferð fyrir dómstólum þegar kröfufjár- hæð er undir ákveðinni há- marksfjárhæð. í Bandaríkjunum er miðað við 1000 dollara, í Bret- landi 2.000 pund og í Svíþjóð sænskar krónur 10.400.00. Mark- mið slíkrar lagasetningar í um- ræddum löndum er að tryggja það, að fólk geti náð rétti sínum án þess að þurfa að leggja í meiri- háttar kostnað eða bíða eftir úr- slitum máls óhæfilega langan tíma. Þá er og annað einkenni þessara mála í umræddum lönd- um, að ekki er dæmdur annar málskostnaður, en sem nemur ferðakostnaði viðkomandi og kostnaði við endurrit og birtingu dóms. Á undanförnum árum hefur víð- ast hvar á Vesturlöndum verið leitast við að auðvelda og hraða meðferð einfaldra innheimtumála. Má í því sambandi m.a. benda á lögfestingu svonefndra áskorun- armála nú lög nr. 97 frá 1978. Sú lagasetning og önnur svipaðs eðlis koma aðallega þeim til góða, sem stunda einhverja atvinnustarf- semi. I kjölfar aukins neytendastarfs og ríkari neytendavitundar á síð- ari árum hefur athyglin beinst í auknum mæli að því hvernig ein- staklingar geti á sem auðveldast- an hátt náð rétti sínum. Hefur mönnum fundist að venjuleg dómstólameðferð væri of seinfarin og kostnaðarsöm, sér- staklega varðandi mál um lágar fjárhæðir. Þessi mál eru þó iðu- lega ekki jafnauðveld úrlausnar og þau innheimtumál, sem ég gerði að umræðuefni áðan. Einstakling- inn getur hins vegar skipt miklu máli að eiga möguleika á því að fá úrlausn slíkra mála án allt of mik- ils kostnaðar. Það skiptir líka máli í þessu efni, að seljendur vöru og þjónustu viti af því, að neytendur eiga þess kost, að fá úrtausn mála Jón Magnússon með ódýrum og skjótvirkum hætti. Slíkt veitir nauðsynlegt að- hald, skapar aukið jafnræði á markaðnum og getur skapað for- dæmi um það hvað séu góðir versl- unarhættir eða þjónusta. • í greinargerð með þingsálykt- unartillögunni um fljótvirkari og ódýrari meðferð minniháttar mála fyrir héraösdómstólum frá 1976—1977 segir svo með leyfi for- seta: „í neysluþjóðfélagi eins og því íslenska fer ekki hjá því að upp komi fleiri eða færri deilumál, m.a. milli neytenda og þeirra sem selja þeim vörur og þjónustu. Mörg þessara mála varða hvert um sig ekki mikla upphæð og verður það óhjákvæmilega til þess, að neytandanum þyki ekki borga sig að eyða tíma og fé fyrir dómstólum. Á þennan hátt fer for- görðum heilbrigt aðhald, sem verslunarstéttunum er nauðsyn- legt. Þá segir einnig með leyfi for- seta: Þessa meðferð mála mætti einnig nýta í öðrum skyldum smá- málum og létta þannig vinnuálag á dómstólum, en það hlýtur þá einnig að leiða til hraðari með- ferðar umfangsmeiri rnála." Þann 6. nóvember 1979 fól þá- verandi dómsmálaráðherra, Vil- mundur Gylfason, borgardómur- unum Friðgeiri Björnssyni og Hrafni Bragasyni að vinna að undirbúningi löggjafar um fljót- virkari og ódýrari meðferð minni- háttar mála fyrir héraðsdómstól- unum, svonefndra neytendamála. Eftir því sem ég best veit skiluðu þeir Friðgeir og Hrafn verki sínu í apríl árið 1980. Þannig að drög að frumvarpi og greinargerð lá þá fyrir. Þar sem mér er ekki kunnugt um að nokkuð hafi gerst í málinu síðan, en fullbúin frumvarpsdrög hafi legið fyrir um árabil, leyfi ég mér að bera fram framangreinda fyrirspurn til hæstvirts dóms- málaráðherra." Jón Helgason, dómsmálaráð- herra, sagði téð frumvarp hafa verið sent til réttarfarsnefndar, þá tiltækt var, en hún hafi ekki enn sent umsögn um það. Þess væri hinsvegar að vænta að hreyf- ing kæmist á málið innan tíðar. Jón Magnússon (S) kvað 8 ár frá því Alþingi hafi með þingsályktun gefið fyrirmæli um, að frumvarp skyldi „nú þegar" samið — og 4 ár frá því frumvarpsdrög vóru til. Það væri því meira en tímabært að lífsmark sæist með fram- kvæmdinni. Tekjuskattur sérskattur á almenn laun: Óréttlátur skattur í hripleku skattakerfi - sagði Jóhanna Sigurðardóttir Innheimtur tekjuskattur einstakl- inga 1983 nam 2.100 m.kr. en 470 m.kr. hjá lögaðilum. Samtals nam inn- heimtur tckjuskattur 2.500 m.kr. 1983. Ekki liggur fyrir í tekjubók- haldskerfi ríkisins, hvern veg greidd- ur tekjuskattur skiptist milli einstakl- inga, sem eingöngu hafa launatekjur, og einstaklinga, sem jafnframt hafa rekstur. Þessar upplýsingar komu fram í máli Alberts Guðmundssonar, fjármálaráðherra, er hann svaraði fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðardóttur (A) á Alþingi í gær. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR (A) hélt því fram í máli sínu að tekjuskattur væri að meginhluta skattur á almenn laun og gegndi ekki lengur sama hlutverki til tekjujöfnunar í þjóðfélaginu og áð- ur. Fram væru komnar tvær tillög- Jóhanna Sigurðardóttir Albert Guðmundsson ur til þingsályktunar um niðurfell- ingu tekjuskatts sem bentu til að þingvilji stæði til þeirrar þróunar. Hinsvegar bæri að harma það að ekki fengist upplýst, hve stór hluti launaskatts kæmi eingöngu af laun- um, en það væri trúa sín, að það væri unginn úr tekjuskattsheimt- unni. Tekjuskatturinn væri eins- konar sérskattur á launatekjur og óréttlátur sem slíkur í hripleku ósanngjörnu skattakerfi okkar. ALBERT GUÐMUNDSSON, fjár- málaráðherra, sagði að fjöldi skattskyldra einstaklinga 1983 á gjaldaárinu 1983 hefði verið um 168.000. Tekjuskattur hafi verið lagður á 88.350 einstaklinga. Þar af hafi rúmlega 21.000 verið með reiknað endurgjald, skv. álagn- ingarskrá. Fjöldi einstaklinga með álagt aðstöðugjald hafi verið sam- tals 15.688. Tekjuskattur var hins- vegar lagður á 2.435 lögaðila 1983. Fjármálaráðherra sagði það yfir- lýsta stefnu Sjálfstæðisflokksins að stefna að afnámi tekjuskatta, þó aðstæður á líðandi stund leyfðu ekki að það spor væri stigið lengra en gert hafi verið með tekjuskatts- lækkun á sl. ári. I.jóxm. Mbl friðþjófur. Nílardansararnir Egypskir dagar á Hótel Loftleiðum EGYPSKIK dagar standa nú yfir á Hótel Ijoftleiðum og eru þeir haldnir á vegum egypska flugfélagsins EgyptAir, ferðaskrifstofunnar Útsýnar, Flugleiða og Hótels Loftleiða. Egypsku dagarnir hófust þann 10. apríl sl. og standa fram til sunnu- dagsins 15. apríl nk. í tveimur sölum hótelsins, Blómasal og Vikingasal. Á dagskrá skemmtikvöldanna eru m.a. Nílardansarar, egypskur dansflokk- ur með aðsetur í Svíþjóð, sem hingað er kominn í tilefni Egypsku dag- anna. Dansflokkurinn hefur á að skipa sjö dansara og stjórnanda þeirra, Bahi Barakt, sem semur dansana, æfir og leikur undir að hluta til. Þá er á Egypsku dögunum í boði egypskur matseðill sem sam- anstendur af svokölluðum Alex- andría-rækjum, glóðarsteiktu lambakjöti, Tehina í salati, vínberj- alaufum í hrísgrjónum, grænmetis- salati og „eftirlætisréttinum hans Pasha“, ferskum ávöxtum í ávaxta- líkjör. Sem fyrr segir standa fjórir aðilar að Egypsku dögunum, þar á meðal ferðaskrifstofan Otsýn sem hyggur á heimsreisu til Egyptalands í október nk. Dvalið verður i 21 dag og allar helstu fornminjar egypskrar menn- ingar skoðaðar. Fréttir l'rá bæjarstjórn Akureyrar Akureyri, 10. aprfl. Kynnisferð til Noregs Bæjarráð hefur lagt til að veittur verði 30 þús. kr. styrkur sex einstaklingum, sem mynda „þverfaglegan samstarfshóp um fyrirbyggjandi starf varðandi fíkniefnaneyslu unglinga," en þeir hyggjast fara til Noregs f náms- og kynnisferð. Hópurinn mun samanstanda af læknum, sálfræöingum og félagsfræðing- um, sem starfa við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Dvalarheimilið Hlíð Bæjarráð hefur heimilað að boðinn verði út 2. áfangi bygg- ingar við Dvalarheimilið Hlíð, það er að gera áfangann fok- heldan. En bæjarráð bendir jafnframt á að verulega vantar upp á að fjármagn til fram- kvæmdanna sé fyrir hendi og leggur áherslu á að stjórn dval- arheimilanna leggi fram ítar- lega fjármögnunar- og kostnað- aráætlun áður en verklok verða ákveðin og samningar undirrit- aðir um verkið. Aldraðir vilja byggja Félag aldraðra á Akureyri hefur óskað eftir því við bæjar- ráð að félaginu verði úthlutað lóðum við Þórunnarstræti, þar sem risið gætu hús fyrir aldraða, sem reist yrðu á vegum félags- ins. Gerir félagið tillögu um að byggð verði þétt við Þórunn- arstræti svo að koma megi þess- um húsum fyrir. Fulltrúar fé- lagsins hafa rætt þetta erindi við bæjarráð, sem samþykkti að vísa því til skipulagsnefndar. Þyrluflugvöllur við Fjórðungssjúkrahúsið Bæjarráð hefur samþykkt með fyrirvara um samþykki Flugmálastjórnar ríkisins, að byggður verði þyrluflugvöllur við Fjórðungssjúkrahúsið. Fulltrúar á vinabæjamót Æskulýðsráð Akureyrar hefur tilnefnt eftirtalda til að vera fulltrúa bæjarins á æskulýðs- leiðtogaviku í Lahti í Finnlandi 9. til 15. júní nk: Séra Pálma Matthíasson frá Æskulýðsfélag- inu Glerbroti, Sigrúnu Aðal- steinsdóttur, Þór, Sigurbjörn Arngrímsson, Svifflugfélagi Ak- ureyrar, Stefán Gunnlaugsson, KA, Jakob Tryggvason, Iþrótta- félagi fatlaðra, Jón Knutsen, Flugbjörgunarsveit Akureyrar, Elínu Antonsdóttur, Æskulýðs- ráði Akureyrar, Viðar Björgvin Tómasson, Skátafélagi Akureyr- ar, Davíð Stefánsson, Dynheim- um, Hólmgeir Valdimarsson, Hestamannafélaginu Létti. Laxdalshús Stjórn húsfriðunarsjóðs telur nauðsynlegt að varið verði kr. 769.600.- til Laxdalshúss, þannig að unnt sé að halda áfram fram- kvæmdum við neðri hæð hússins og unnt verði að taka hana í notkun í byrjun júní með það í huga að veitingasala geti farið þar fram. í framhaldi af þessari ákvörðun hefur stjórnin falið fulltrúum sínum að hefja við- ræður við Guðbjörgu Tryggva- dóttur um hugmyndir hennar varðandi veitingarekstur í Lax- dalshúsi. Listaverkagjöf hafnað Fram kemur í bókun stjórnar Menningarsjóðs Akureyrar, að Akureyrarbæ hafi verið boðin listaverk Elísabetar heitinnar Geirmundsdóttur að gjöf en því hafi verið hafnað. Formanni menningarsjóðs hefur verið falið að kanna þetta mál nánar, m.a. hver hafi hafnað gjöfinni. For- maður stjórnar Menningarsjóðs J er Valgerður Bjarnadóttir, for- seti bæjarstjórnar og bæjar- ráðsmaður. GBerg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.