Morgunblaðið - 11.04.1984, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984
43
Blúskompaníið er
raknað úr rotinu
„Blúskompaníið er vaknað af
dvalanum," segir í fréttatilkynn-
ingu, sem Járnsíðunni hefur bor-
ist frá aðstandendum þess. Ef
einhver er búinn að gleyma því
um hvað þessi sveit snýst er rétt
að geta þess, aö margir af kunn-
ustu hljóðfæraleikurum landsins
hafa gist hana á undanförnum ár-
um.
Þeir, sem nuna skipa Blúskomp-
aniið, eru þeir Guðmundur Ing-
ólfsson, pianó- og harmonikkuleik-
ari, Magnús Eiríksson, gítar- og
munnhörpuleikari, Pálmi Gunn-
arsson, bassaleikari, og Sigurður
Karlsson, trommuleikari.
Fyrstu tónleikar kompanísins eft-
ir endurlífgunina voru haldnir á
Höfn i Hornafiröi í boöi jassklúbbs-
ins þar í bæ. Segir í tilkynningunni,
að allar móttökur þar hafi verið
frábærar. Kompaniið hyggst koma
fram á nokkrum stööum á næst-
unni og byggist efnisskráin upp á
blús í ýmsum myndum og jassi.
Blúskompanííð nýþvegiö og
strokið.
INSÆLDA-
LISTARNIR
Vínsældalisti Járnsíðunnar og H-100
1 (4) SHAME/Astaire
2 (-) LET THE MUSIC PLAY/Shannon
3 (1) SOMEBODY’S WATCHING ME/Rockwell
4 (-) TO BE OR NOT TO BE/Mel Brooks
5 (-) BORN TO DANCE/Astaire
6 (3) STREET DANCE/Break Machine
7 (2) HOLIDAY/Madonna
8 (-) JEALOUS/Hazel O’Connor
9 (7) NEW DIMENSION/lmagination
10 (9) BREAK DANCE/lrene Cara
Bretland — Litlar plötur
1 (1) HELLO/Lionel Richie (4)
2 (7) A LOVE WORTH WAITING FOR/Shakin’ Stevens (2)
3 (3) ROBERT DE NIRO’S WAITING/Bananarama (3)
4 (13) YOU TAKE ME UP/Thompson Twins (2)
5 (9) PEOPLE ARE PEOPLE/Depeche Mode (2)
6 (2) IT’S RAINING MEN/The Weather Girls (4)
7 (4) IT’S A MIRACLE/Culture Club (3)
8 (5) WHAT DO I DO/Galaxy (4)
9 (14) BOLERO/Michael Reed Orchestra (5)
10 (6) YOUR LOVE IS KING/Sade (4)
11 (20) PRETTY YOUNG THING/Michael Jackson (2)
12 (15) CHERRY OH BABY/UB 40 (2)
13 (8) STREET DANCE/Break Machine (7)
14 (-) NELSON MANDELA/Special AKA (1)
15 (-) GLAD IT’S ALL OVER/Captain Sensible (1)
16 (-) LUCKY STAR/Madonna (1)
17 (10) JOANNA/Kool and the Gang (7)
18 (-) AIN’T NOBODY/Rufus and Chaka Khan (1)
19 (17) AN INNOCENT MAN/Billy Joel (7)
20 (11) 99 RED BALLOONS/Nena (8)
★ Eitt og annaö hefur gengiö á í birtingu vinsældalista Járnsíöunnar.
Baeöi Tónabæjar- og bandaríska listann vantar aö þessu sinni og
listinn frá H-100 birtist full seint. Var valinn á föstudag í fyrri viku.
Þetta kemst þó vonandi allt í réttar skoröur næst.
* The Weather Girls hafa vakiö mikla athygli fyrir lag sitt It’s Raining
Men. Þá hefur útlit dúettsins ekki síöur vakiö athygli. Þær vega
nefnilega hvor um sig vel á annaö hundraö kíló og kölluöu sig
reyndar áður... Two tons of fun!
Fri vinstri á myndinni eru JUrgen von Heymann sendikennari, Heinz Pallasch sendiráðunautur, Guðmundur
Magnússon háskólarektor og Einar Sigurðsson háskóiabókavörður.
Háskóla Islands gefn-
ar 600 v-þýskar bækur
í NÓVEMBER sl. var haldin á
Kjarvalsstöðum þýsk bókasýning,
sem sýningarsamtök þýskra bóksala
og bókaforlaga stóðu að. Alls voru
sýnd um 1600 bindi frá samtals 150
bókaforlögum.
Að sýningunni lokinni voru öll
ritin gefin menningarstofnunum
hér á landi. I hlut Háskólabóka-
safns, og safna tengdum Háskóla
íslands komu um 700 bindi. Sam-
kvæmt upplýsingum vestur-þýska
sendiráðsins gengu sýningarritin
að öðru leyti til Þýska bókasafns-
ins, Myndlista- og handíðaskólans,
Tónlistarskólans í Reykjavík og
Landsbókasafns íslands.
Heinz Pallasch afhenti gjöfina
fyrir hönd hinna þýsku bókaútgef-
enda við athöfn í Háskóla Islands.
f ræðu hans kom meðal annars
fram að þær bækur sem féllu í
hlut Háskóla íslands voru einkum
á sviði læknisfræði, jarðfræði og
orkumála. Hann lét í ljós þá ósk
sína að íslendingar sýndu þessum
bókum áhuga og ennfremur að
bókasýning eins og sú sem fram
fór á Kjarvalsstöðum yrði endur-
tekin í náinni framtíð.
Háskólabókasafninu þykir mik-
ill fengur í þessari bókagjöf en
eins og kunnugt er standa Vest-
ur-Þjóðverjar mjög framarlega á
sviði útgáfu vísindarita.
Bækurnar verða til sýnis í
nokkra daga í handbókasal Há-
skólabókasafns.
vegna elds
30 útköll
Vogum, 6. aprfl.
í ársskýrslu Brunavarna Suðurnesja fyrir 1983 greinir Ingiþór Geirsson
slökkviliðsstjóri frá því að útköll slökkviliðs hafi verið 30 á árinu, þar sem
um cld var að ræða, þrisvar vegna dælingar úr bátum, og sautján æfingar,
auk þess sem varðstöður vegna eldsneytislosunar í Keflavíkurhöfn voru 32,
eða 718 vinnustundir.
Algengustu orsakir eldsvoða eru
sagðar í skýrslunni, óvarlega farið
með eld, í átta tilfellum, og leikur
barna með eld, í sex tilfellum.
Eldsupptök eru oftast á tímabili
frá kl. 18 til kl. 21, í 12 tilfellum,
en á tímabilinu frá miðnætti til
sex að morgni varð enginn elds-
voði. Flest útköll voru í skip og
ökutæki, sex sinnum, síðan í rusl,
sinu og mosa, fimm sinnum.
Tjón í eldsvoða varð mest þann
17. maí er eldur varð laus i
Hraðfrystihúsinu Keflavík hf. I
öðrum tilfellum varð lítið tjón, í
18 tilfellum varð tjón minna en
ein milljón, og i 11 tilfellum varð
tjón ekkert, segir í skýrslunni.
í ársskýrslu BS segir Ingiþór
m.a. um brunann í Keflavík hf.: „í
þessu útkalli kom vel í ljós hvað
samstarf siökkviliða á Suðurnesj-
um er mikilvægt og þýðingarmik-
ið, þegar um svona stórelda er að
ræða, en til aðstoðar slökkviliði
BS komu slökkvilið Keflavíkur-
flugvallar og slökkvilið Miðnes-
hrepps." Síðar segir Ingiþór: „Það
sem réð mestu um að ekki fór verr
en skyldi var að slökkviliðin gátu
skipt með sér verkum. Þannig var
slökkviliði Keflavíkurflugvallar
fengið það verkefni að verja næstu
byggingar auk þess að vinna að
slökkvistarfi, meðan slökkvilið BS
og slökkvilið Miðneshrepps unnu
að slökkvistarfi og að verja frysti-
geymslur, vélasal og umbúðaloft.
Þrátt fyrir mikið tjón á húsinu
tókst þó að bjarga frystiklefa sem
hafði að geyma fullunnar fisk-
birgðir, einnig frystitæki og véla-
sal. Vinnslusalur sem var undir
umbúðaloftinu brann og þau tæki
sem í honum voru.“ Eldsupptök
voru á umbúðalofti, en þar voru
ýmis eldfim efni, og frystihúsið
með elstu frystihúsum landsins og
mikið byggt úr timbri.
E.G.