Morgunblaðið - 11.04.1984, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984
47
Einar í 17. sæti á lista yfir
beztu spjótkastara allra tíma
• Einar Vilhjálmsson spjótkastari á núna 17. besta afrek í greininni frá upphafi. Einar æfir núna
mjög markvisst fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles. Sjá viötal við Einar á bls. 63.
Einar Vilhjálmsson er í 17. sæti
á lista yfir beztu spjótkastara
heims frá upphafi. Einar var í 28.
sæti listans eftir sigurkast sitt í
keppni Noröurlandanna og
Bandaríkjanna í Stokkhólmi í
fyrra, þar sem hann lagði heims-
metshafann, Tom Petranoff, aö
velli. Einar kastaði þá 90,66
metra. Metkast hans á frjáls-
íþróttamótinu í Austin á föstu-
dag, Texas Relays, færir hann
hins vegar upp um níu sæti. Alls
hafa 35 menn kastað spjóti yfir 90
metra frá upphafi. Einn þeirra er
þó ekki talinn með á listanum,
sem hér fer á eftir, þar sem
heimaland hans á ekki aðild aö
Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu:
1. Tom Petranoff Bandaríkjunum
99.72 Los Angeles 15 5/1983
2. Ferenc Paragi Ungverjalandi
96.72 Tata 23/4/1980
3. Detlef Michel A-Þýzkalandi
96,72 A-Berlín 8/6/1983
4. Bob Roggy Bandaríkjunum
95.80 Stuttgart 29/8/1982
ó. Miklos Nemeth Ungverjalandi
94,58 Montreal 26/7/1976
8. Michael Wessing V-Þýzkalandi
94,22-OslÓ 3/8/1978
7. Heino Puuste Sovétríkjunum
94,20 Birmingham 5/6/1983
d. Klaus Wolfermann V-Þýzkal.
94,08 Leverkusen 5/5/1973
9. Hannu Siitonen Finnlandi 93,90
Helsinki 6/6/1973
10. Pentti Sinersaari Finnlandi
93,84 Auckland 27/1/1979
11. Janis Lusis Sovétríkjunum
93.80 Stokkhólmi 6/7/1972
12. Seppo Hovinen Finnlandi
93,54 Helsinki 23/6/1976
13. Antero Puranen Finnlandi
93,74 Saarijarvi 24/6/1979
14. Helmut Schreiber V-Þýzkal.
92,72 Ulm 27/7/1979
15. Jorma Kinnunen Finnlandi
92,70 Tampere 18/6/1969
16. Pauli Nevala Finnlandi 92,64
Helsinki 6/9/1970
17. Einar Vilhjálmsson 92,40 Aust-
in 6/4/1984
18. Dainis Kula Sovétríkjunum
92,06 Moskvu 21/6/1980
19. Terje Pedersen Noregi 91,72
Osló 2/9/1964
20. Mark Murro Bandaríkiunum
91,44 Tempe 27/3/1970
21. Klaus Tafelmeier V-Þýzkal.
91,44 Kevelear 23/5/1983
22. Uwe Hohn A-Þýzkalandi 91,34
Aþenu 7/9/1982
23. Wolfgang Hanisch A-Þýzkal.
91,14 Helsinki 28/6/1978
24. Kent Eldenbrink Svíþjóð 91,14
Stokkhólmi 4/9/1Ö83
25. Arto Harkonen Finnlandi 91,04
Helsinki 28/5/1981
26. Esa Utriainen Finnlandi 90,94
Helsinki 13/8/1979
27. Cary Feldmann Bandaríkjunum
90,92 Bakersfield 19/5/1973
28. Jorma Jaakola Finnlandi 90,86
Kaarlela 8/8/1976
29. Piotr Bielczyk Póllandi 90,78
Bydgoszcz 22/6/1976
30. Manfred Stolle A-Þýzkalandi
90,68 Erfurt 4/7/1970
31. Mike O'Rourke Nýja Sjálandi
90,58 Auckland 22/1/1983
32. Mike Barnett Bandaríkjunumm
90,34 Walnut 24/4/1983
33. Per Erling Olsen Noregi 90,30
Osló 28/6/1983
34. Jorma Markus Finnlandi 90,18
Tyrnává 6/6/1982
35. Leif Lundmark Svíþjóð 89,92
Karlskrona 20/6/1979
Ekki er taliu með afrek suður-
afríska spjótkastarans Koos van
der Merwe, sem kastaði 91,24 í
Middleburg í S-Afriku 5. febrúar í
fyrra, þar sem S-Afríkumönnum
hefur verið úthýst úr Alþjóðafrjáls-
íþróttasambandinu vegna kyn-
þáttastefnu stjórnarinnar í Höfða-
borg.
— ágás.
íslandsvinur býður
frjálsíþróttafólki
frítt húsnæði í Kaliforníu
— ÞAD er alveg endanlega
ákveöið aö ef við veröum valdir
til keppni á Ólympíuleikunum í
Los Angeles í sumar, þá kom-
um við ekkert heima fyrr en eft-
ir leikana. Ég, Óskar, Oddur og
sjálfsagt fleira frjálsíþróttafólk
mun halda til Kaliforníu og æfa
þar og undirbúa okkur í mánað-
artíma.
Við höfum veriö svo heppin aö
þaö er búiö aö útvega okkur hús-
næöi í Los Angeles okkur aö
kostnaðarlausu, sagöi Einar
Vilhjálmsson spjótkastari í spjalli
við Mbl.
Að sögn Einars er það mikill
islandsvinur, Bud Nelson aö
nafni, sem lætur frjálsíþróttafólk-
inu húsnæöi í té því aö kostnað-
arlausu. Frjálsíþróttafólkiö ætlar
aö æfa og og mjög líklega að
keppa í tveimur til þremur mót-
um í Kaliforníu fyrir leikana.
Bud Nelson á ættir sínar aö
rekja til islands og hefur haft
samband við frjálsíþróttafólkið
sem æfir í Texas. Vegna þess
kunningsskapar bauð hann is-
lendingunum húsnæðið í Kali-
forniu.
— ÞR.
20. sigur
Niki Lauda
Austurríkismaöurinn Niki
Lauda sigraði í S-Afríku „Grand
Prix“-kappaksturskeppninni um
síðustu helgi. Var þetta tuttugasti
sigur Lauda í „Formula 1“-kapp-
akstrinum. En alls hefur hann
tekiö þátt í 143 Grand Prix-
keppnum. Hann varð heims-
meistari árin 1975 og ’77. Tími
Lauda var 1:29 mín 23,430 sek.
Meðalhraöi Lauda á þeim 75
hringjum sem eknir voru var
206,587 km á klst.
Lauda kom i mark 1:05,950 mín.
á undan Prost sem varö í öðru
sæti. Bretinn Derek Warwick varö
í þriöja sæti, og ftalinn Patrese í
fjórða. Röð efstu manna í stiga-
keppninni er þessi eftir tvær
keppnir:
stig
Alain Prost Frakkl. 15
Niki Lauda Austurríki 9
Keke Rosberg Finnl. 6
Elio de Angelis Ítalíu 4
• Niki Lauda er enn í fremstu
víglínu. Hann sigraöi { Kyalami
„Grand Prix '-kappakstrinum um
síðustu helgi.
• islenska badmintonlandsliöið tekur um þessar mundir þátt í Evr-
ópumeistaramótinu sem fram fer í Preston á Englandi. Liöinu hefur
gengið vel, sigraði Noreg, Frakkland og Ítalíu en tapaði naumt fyrir
Belgíu. í efri röð má sjá Guömund, Þorstein og Brodda, og í neðri röð
þær Kristínu, Þórdísi og Elísabetu. Fararstjóri er Sigríður M. Jónsdótt-
ir.
5—0 sigrqr gegn
Noregi, Italíu
og Frakklandi
ÍSLENSKA landsliðið í badmin-
ton tapaöi í fyrrakvöld naumlega
fyrir Belgíu 2—3. Heföi landslið-
inu tekist aö sigra í þeirri viöur-
eign þá hefði landsliðiö færst
uppúr 3. deildinni og leikiö í .2.
deild á næsta Evrópumóti.
Landsliðið sigraöi mjög örugg-
lega i fyrstu þremur leikjum sínum.
Keppt var gegn Frakklandi, Noregi
og ftalíu og lyktaöi öllum viður-
eignunum með 5—0-sigri fslend-
inga. Lék badmintonfólkiö mjög
vel í öllum landsleikjunum fjórum
og mjög litlu munaöi í síöustu viö-
ureigninni sem var gegn Belgíu.
Nú tekur einstaklingskeppni viö
og má búast viö góðri frammi-
stöðu þar.
Landsleikur
í kvöld
ÞRIDJI og síðasti landsleikur ís-
lenska kvennalandsliösins gegn
því franska verður í kvöld kl.
19.30 í íþróttahúsinu í Vest-
mannaeyjum. Forleikur hefst kl.
18.15 á milli Þórs og Týs í 2. fl.
karla. Má búast viö fjörugum og
spennandi landsleik í kvöld í Eyj-
um.