Morgunblaðið - 11.04.1984, Síða 48
Opið alla daga frá kl. 11.45-23.30. ^aokenmn
é|j|f toriíiMnM&MflBi Opió öll fimmtudags-, löslu- dags-, laugardags- og sunnu- dagskvö/d JJxfaoAlnm
AUSTURSTRÆTI 22, INNSTRÆTI, SlMI 11633. AUSTURSTRÆTI 22. (INNSTRÆTI). SÍMI 11340.
MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Tekjuöflun hlýtur að verða
einn þáttur í lausn málsins
Þingflokkar stjórnarliða fjalla um málið í dag, ríkisstjórnin á morgun
anurn og hefur ekki verið boö-
að til nýs fundar. Ekki miðaði í
samkomulagsátt í deilunni í
gær, skv. upplýsingum Mbl.
Náist ekki samkomulag fyrir
miðnætti annað kvöld hefst
verkfall flugfreyja á þessum
flugvélum og stöðvast þá
N-AtlantshafsHug Flugleiða.
Flugfreyjur gera þá kröfu, að
sex flugfreyjur verði um borð í
DC-8-63 vélum félagsins í stað
fimm, eins og verið hefur um tíu
ára skeið. Fyrstu fjögur árin, sem
þessi flugvélategund var notuð af
Loftleiðum og síðar Flugleiðum,
voru sex flugfreyjur um borð á
þessum leiðum, skv. upplýsingum
frá Flugleiðum. Fjöldi flugfreyja
hefur hins vegar aldrei verið
samningsatriði. Samkvæmt opin-
berum reglum um öryggismál í
„EINS og málum nú er háttað held
ég tæplega að alhliða samkomulag
náist í ríkisstjórninni um lausn
þessa vanda," sagði Albert Guð-
mundsson, fjármálaráðherra, á sam-
eiginlegum fundi sjálfstæðisfélag-
anna í Breiðholti í Gerðubergi í
gærkvöld. Þar ræddi hann m.a. um
1,8 milljarða króna hallann á fjárlög-
um ársins.
„TEKJUÖFLUN með einum eða öðr-
um hætti hlýtur ásamt öðru að verða
þáttur í lausn málsins," sagði Þor-
steinn Pálsson, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, er blm. Mbl. ræddi við
hann í gær um fyrirhugaðar ráðstaf-
anir t rfkisfjármálum. Ríkisstjórnin
ákvað eftir enn eina árangurslausa
umfjöllun sína um málið á fundi í
gærmorgun að fela formönnum
„Ég held að það sé til of mikils
ætlast að hver ráðherra fyrir sig
geri tillögur um svo mikinn sparn-
að í sínu ráðuneyti, að bilið verði
brúað með þeim hætti," sagði
ráðherrann. Hann bætti því við,
að fjárlög þessa árs gerðu þegar
ráð fyrir talsverðum sparnaði af
hálfu ráðherranna þannig að ef að
miklu meiri kröfur væru gerðar til
stjórnarflokkanna og fjármálaráð-
herra að ræða málið áfram í gær.
Niðurstöður þess fundar á, sam-
kvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar,
að leggja fyrir þingflokka stjórnar-
flokkanna í dag og síðan á að taka
málið upp á ný á ríkisstjórnarfundi í
fyrramálið, fimmtudagsmorgun.
Þingmenn stjórnarliða, sem blm.
Mbl. ræddi við í gær, lýstu sig
þeirra um sparnað þá yrði það ein-
ungis til þess að ráðuneytin yrðu
óstarfhæf. Það væri þjóðinni eng-
an veginn til góðs
„Ég tel persónulega að við verð-
um að dreifa úrlausn vandans á
lengri tíma og ég væri ánægður ef
tækist að leysa hann á næstu 2—3
árum,“ sagði fjármálaráðherra.
margir uppgefna á að fylgjast með
gangi málsins og höfðu menn títt á
vörum sér orðin „þæfingur" og
„þvæla“. Á ríkisstjórnarfundinum
í gærmorgun mættu hugmyndir
forsætisráðherra um 6% beinan
niðurskurð hvers ráðuneytis fyrir
sig harðri mótstöðu nokkurra ráð-
herra og samkvæmt heimildum
Mbl. eru litlar líkur á að forsætis-
ráðherra nái þar fram samþykki
þeirra.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, mætti ekki á
fundi með forsætisráðherra og
fjármálaráðherra í gær. Aðspurð-
ur sagði hann ástæðuna þá, að
hann hefði verið búinn að lofa sér
á annan fund á sama tíma. Hann
var spurður álits á stöðu málsins
og hvernig hann teldi réttast að
standa að ráðstöfunum. Hann
svaraði: „Ríkisstjórnin hefur það
verkefni að leysa þetta mál og hún
kemst ekki undan því að gera það,
fyrir þá sök að ella stefnir hér í
stórauknar erlendar lántökur. Ef
málið verður ekki leyst, þýðir það
ekkert annað en erlend lán. Fjár-
mögnun ríkissjóðs með enn meiri
lántökum en að var stefnt getur
ekki gengið. Það stefnir verðbólgu-
markmiðunum í verulega hættu,
eykur þensluna á peningamarkað-
inum og í efnahagslífinu. Hitt má
öllum vera ljóst, að við þessar
þröngu aðstæður í efnahagsmálum
er ekki auðvelt verk að ná endum
sarnan."
Formaður Sjálfstæðisflokksins
var þá spurður, hvaða leiðir hann
sæi til lausnar. „Menn verða að
átta sig á því, að það þarf að beita
ýmsum ráðum. I fyrsta lagi að
skera niður fyrir ákveðnum hluta.
f öðru lagi að afla nýrra tekna og i
þriðja lagi að láta neytendur
opinberrar þjónustu taka aukinn
þátt í kostnaði. Þetta eru þær meg-
inleiðir sem menn verða að fara,
að svo miklu leyti sem menn ætla
að komast hjá aukinni skulda-
söfnun."
Þorsteinn var spurður, hvort
þetta þýddi, að Sjálfstæðisflokkur-
inn væri horfinn frá þeim yfirlýs-
ingum að ekki komi til greina að
leggja á nýja skatta. Hann svaraði:
„Sjálfstæðisflokkurinn ber fyrst
og fremst ábyrgð á því að stjórn á
fjármálum ríkisins sé traust og
örugg og að hallarekstur leiði ekki
til aukinnar verðbólgu."
Sjá viðtöl við forsætisráðherra
og fjármálaráðherra á miðopnu.
Albert Guðmundsson um hallann á fjárlögum:
Vandinn verði leyst-
ur á 2—3 ára tímabili
Ferskfiskmarkaðurinn í Bremerhaven:
Rannsókn leiddi í
ljós þjófnað á fiski
Áskiljum okkur rétt til bóta, segir Kristján Ragnarsson
Atlantshafsflug-
ið að stöðvast?
Sáttafundur í deilu Flug-
freyjufélags fslands og Flug-
leiða um fjölda freyja um borð
í DC-8-63 vélum félagsins varð
árangurslaus í gærkvöldi.
Lauk fundinum á tíunda tím-
loftförum skal vera ein flugfreyja
á hverja 50 farþega. DC-8-63 flug-
vélarnar taka 249 farþega.
Þetta er umkvörtunarefni, sem
þarlendir aðilar hafa ekki vilja trúa.
Misferlið hefur síðan komið í ljós og
þetta er fljótt að verða að hárri tölu,
en hve há hún gæti verið er engan
veginn ljóst, en ætla má að þarna sé
um talsverðar upphæðir að ræða.
Vegna þessa hefur tilteknum aðilj-
um verið bannað að koma inn á
hafnarsvæðið um nokkurra mánaða
skeið. Við eigum von á því að niður-
staða sé væntanleg fljótlega enda
slíkt nauðsynlegt í jafnviðkvæmu
máli og þessu," sagði Kristján
Ragnarsson.
Beygja framundan
Þó vegir víða um land spillist er frost fer úr þeim og verði því erfiðir yfirferðar
munar sauðféð lítið um það. Þó skal ósagt látið hvort það tekur mikið mark á
umferðarmerkjum og varla þarf það að hægja ferðina mikið þó vinstri beygja
sé framundan, enda mun meiri von beitar utan vega við Steingrímsfjörð en á
aurblautum veginum. Morgunblaðið/Friðþjófur.
Formaður Sjálfstæðisflokksins um ráóstafanir í ríkisfjármálum:
opinber rannsókn hófst síðastliðið
haust og hún stendur enn. Meðal
annars þess vegna kom hingað fyrir
skömmu nefnd skipuð borgarstjór-
anum og hafnarstjóranum í Brem-
erhaven og tveimur þingmönnum til
að kynna okkur stöðuna. Það hefur
komið í ljós, að verulegt misferli í
þessum málum hefur átt sér stað.
Opinberir starfsmenn við höfnina
hafa verið staðnir að því að taka
fisk ófrjálsri hendi framhjá
markaðnum. Það er ljóst að ýmsir
trúnaðarmenn þarna tengjast þessu,
menn sem sjá um löndun, vigt,
flutninga og sölu. Málið hefur verið
tekið mjög alvarlegum tökum og við
höfum áskilið okkur allan rétt til
bóta, því þarna er um að ræða
opinbert fyrirtæki í eigu ríkisins
Bremen, sem Bremerhaven tilheyr-
ir.
NÚ ER Ijóst að verulegt misferli hefur
átt sér stað við löndum og sölu afla
fiskiskipa í Bremerhaven í Þýzka-
landi. Opinber rannsókn, sem staðið
hefur síðan í haust, hefur leitt í Ijós
fiskþjófnað af þarlendum starfs-
mönnum og að honum hafi verið kom-
ið framhjá markaði. Vegna þessa hef-
ur Landssamband íslenzkra útvegs-
manna áskilið sér rétt til bóta fyrir
hönd umbjóðenda sinna í samræmi
við niðurstöður rannsóknarinnar,
enda eru það opinberir aðilar, sem
annast fisksöluna þar. Enn liggur ekki
fyrir hve mikið af fiski er þarna um að
ræða, en íslenzkir sjómenn hafa ítrek-
að kvartað yfir því, að þeir telja óeðli-
lega lítið hafa komið upp úr skipunum
þar.
Morgunblaðið innti Kristján
Ragnarsson, formann LlÚ, álits á
málinu og hafði hann eftirfarandi
að segja: „Við höfum hvað eftir ann-
að kvartað undan þessu við þarlend
yfirvöld, með þeim árangri að