Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 16
48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1984
49
Vandlega fylgst með lausfrystingunni. Morgunblaðið/Friðþjófur.
Framleiðsla Sigló hf. hafin:
Höföum endaskipti
á verksmiðjunni
- segir Sæmundur
Rækjuvinnsla er nú hafin hjá
Sigló hf. í Siglufirði eftir eigenda-
skipti á verksmiðjunni og miklar
endurbætur. Fyrirhugað er að hin
hefðbundna gaffalbitaframleiðsla
verksmiðjunnar hefjist um miðjan
þennan mánuð. Að sögn Sæmundar
Arelíussonar, framkvæmdastjóra
Sigló hf., hafa verið höfð endaskipti
á verksmiðjunni og um 18 milljónum
króna varið til breytinganna, en
kaupverð verksmiðjunnar var 18
milljónir króna.
Eins og fram hefur komið í
fréttum var Siglósíld fyrsta ríkis-
fyrirtækið, sem selt var, en kaup-
samningar voru undirritaðir
skömmu eftir áramótin með þeim
fyrirvara að samþykki Alþingis
fengist, en það vantar raunar enn.
Helmingur hinna nýju hluthafa er
í Siglufirði en hinn helmingurinn í
Kópavogi og á ísafirði.
Er Morgunblaðsmenn voru á
ferðinni í Siglufirði fyrir skömmu
ræddu þeir við Sæmund Árelíus-
son og sagði hann, að verulegar
breytingar hefðu verið gerðar á
verksmiðjunni. Rækjuvinnslan
hefði verið færð upp á efstu hæð
og gaffalbitaframleiðslan niður.
Keyptar hefðu verið tvær pillun-
Árelíusson
arvélar til viðbótar þeirri einu,
sem fyrir var og sett hefði verið
upp nýtt lausfrystitæki af mjög
fullkominni gerð auk þess sem
nær allur búnaður hefði verið
endurnýjaður. Þá hefði húsið verið
mjög illa farið og þvi verið nauð-
synlegt að verja verulegu fé í
endurnýjun þess. Nú væri til-
raunavinnsla á rækju hafin og
vinnsla með fullum afköstum hæf-
ist væntanlega á næstu dögum.
Hann sagði, að með þessum breyt-
ingum væri þess vænzt að verk-
smiðjan afkastaði um einni lest af
rækju á klukkutíma og væri það
um þreföldun afkasta frá því, sem
áður hefði verið. Þá væru einnig
möguleikar á þvi að sjóða rækjuna
niður. Álls yrði því vinna fyrir 60
til 70 manns í verksmiðjunni auk
sjómanna, en gerðir hefðu verið
samningar við 8 báta um löndun
afla.
„Það vantar mikið upp á að
menn séu bjartsýnir á reksturinn
um þessar mundir, þar sem veru-
legt verðfall hefur orðið á mörkuð-
um erlendis undanfarna mánuði.
Það virðist sem fólk vilji ekki
borða rækju lengur eftir óhappið í
Hollandi í vetur, en það þýðir ekk-
Sæmundur Árelíusson, fram-
kvæmdastjóri Sigló hf.
ert að gefast upp. Menn hefðu
heldur ekki farið út í þetta nema
af því að þeir hafa trú á framtíð-
ina, þó útlitið sé ekki gott nú. Það
er ljóst að rækjan er stór þáttur í
endurreisn atvinnulífs hér og
þann möguleika verður að reyna
að nýta til hins ýtrasta," sagði
Sæmundur Árelíusson.
— HG
Sæmundur Árelíusson, framkvæmdastjóri og Guðmundur Skarphéóinsson, verksmiðjustjóri, ræða málin í suðu- og
pillunarsalnum. MorgunblaSið/Friðþjófur.
Strandir — Grásleppuvertíöin
Ljós m y n d i r F r ið þj» fu r
'IVxti IK.
Þýðir ekkert annað
en að vera vongóður
- segja grásleppukarlar á Drangsnesi
„ÞAÐ þýðir ekkert annað en að vera vongóður nú, þó síðasta ár hafi verið
það versta í manna minnum í grásleppuveiðinni. Það mátti byrja að leggja 1.
apríl svo við erum varla byrjaðir, erum að byrja að leggja núna þessi 160 30
faðma net, sem við megum vera með. Sjórinn er miklu hlýrri nú en í fyrra og
þeir frá Bakkagerði hafa verið að fá upp í 800 rauðmaga í netin, svo þetta
lítur allt miklu betur út nú,“ sögðu þeir Henrí Guðmundur Nielsen, Erling
Ingimundarson og Hermann Ingimundarson, er Morgunblaðið ræddi við þá
á bryggjunni á Drangsnesi fyrir skömmu.
Löndun af Bæjarbátunum og Brekkugerðisbátnum lokið. Bjarni Guðmundsson, Bæ 2, Friðsteinn Björgvinsson, Bæ 1, Guðjón
Guðmundsson, Bakkagerði, Haraldur Ingólfsson, Bæ 1, og Ingólfur Andrésson, Bæ 1, oddviti og hreppstjóri ganga upp bryggjuna
ásamt tveimur verðandi fiskimönnum.
Sævar Guðjónsson frá Bakkagerði
landar grásleppunni. Ingólfur And-
résson, Bæ 1, fylgist með.
Bær 1 og 2 og Brekkugerði í Kaldrananeshreppi:
Útgerð frá öllum
FRÁ Bæ 1 og 2 og Brekkugerði i
Kaldrananeshreppi á Ströndum eru
gerðir út þrír litlir bátar á grásleppu
og rauðmaga. Þar er því róið út frá
hverjum bæ. Feðgarnir Guðjón Guö-
mundsson og Sævar Guðjónsson í
Brekkugerði hafa veiðina að aðalat-
vinnu, en frá hinum bæjunum er
veiðin fremur stunduð sem aukabú-
grein.
Guðjón Guðmundsson í Brekku-
gerði sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að síðustu tvö ár hefði ver-
bæjimum
ið algjör dauði á þessum slóðum,
varla fengizt bein úr sjó. í fyrra
hefði aðeins fengizt 21 tunna af
hrognum, en 1981 hefðu það orðið
112 tunnur og 96 1980. Að þessu
sinni hefðu þeir byrjað á rauð-
magaveiðum 15. marz en grá-
sleppuveiðin væri bara að hefjast,
þetta væri fyrsti dagurinn. Tregt
hefði verið framan af, síðan komið
smá kippur en nú væri þetta orðið
lakara aftur. Um framhaldið væri
erfitt að spá, en þeir vonuðust eft-
ir betri vertíð nú en síðustu tvö ár,
enda væri annað varla hægt. Sjór-
inn væri líka eitthvað hlýrri nú,
svo nú væri bara að vona hið
bezta. „Við höfum þetta að aðal-
starfi svo mikið er undir þessu
komið," sagði Guðjón Guðmunds-
son.
Furðulegir viðskiptahættir
- eftir Guðmund
Guðmundsson
Olíufélagið hf. sendir skipið Blá-
fell frá Reykjavík til þess að dæla
olíu í bv. Hafþór í stað þess að taka
olíuna úr tönkum Olíusamlags út-
vegsmanna í gegnum leiðslur á hafn-
arbakkanum.
Nokkrar rækjuverksmiðjur á
ísafirði hafa sem kunnugt er tekið
hafrannsóknaskipið Hafþór á
leigu til rækjuveiða um nokkurn
tíma.
Leigutakar vildu hefja viðskipti
við Olíufélagið hf., varðandi olíu-
kaup fyrir skipið. í framhaldi af
þessu óskaði Olíufélagið eftir því
að fá að setja upp svartolíugeymi
á athafnasvæði sínu hér til þess að
geta fullnægt þessum viðskiptum
og sendi um það erindi til bæjar-
stjórnar ísafjarðar.
Þar sem það er áformað að
flytja allar olíubirgðir af núver-
andi stað út á svokallaðan „Máva-
garð" var að áliti bæjarstjórnar
„talið óæskilegt að heimila upp-
setningu nýrra geyma við „Suður-
götu“.
Með þetta sjónarmið í huga
skrifaði bæjarstjón Olíusamlagi
útvegsmanna bréf þar sem segir:
„Áður en afstaða verður tekin til
framangreinds erindis (Olíufé-
lagsins) vill undirritaður athuga
hvort Olíufélagið hf. geti fengið
afnot af geymi Olíusamlagsins,
sem nú er staðsettur í birgðastöð
við Suðurgötu, þannig að ekki
þurfi að reisa nýjan olíugeymi við
Suðurgötu."
Þessu erindi bæjarstjórnar
svaraði stjórn Olíusamlags út-
vegsm. á eftirfarandi hátt:
„Olíusamlag útvegsmanna er
reiðubúið til að annast afgreiðslu
á svartolíu til viðskiptamanna
Olíufélagsins hf. frá geymi sínum
við Suðurgötu.
Telur Olíusamlagið æskilegast
að þessi viðskipti verði gerð upp á
sama hátt og áður hefir tíðkast í
samskiptum þessara aðila."
Til frekari skýringa skal það
tekið fram að um slík viðskipti
hefir gilt sú regla að olíuúttekt
viðkomandi hefir verið millifærð
milli olíufélaganna í Reykjavík og
hefir þetta margsinnis verið svo
um viðskipti við Olíufélagið hf.
Svar Olíufélagsins hf. við þess-
um málalyktum er að ofan greinir
var það að sent var skipið Bláfell
frá Reykjavík til þess að dæla olíu
um borð í bv. Hafþór þegar hann
kom næst í höfn og í dag, 10. apríl,
endurtekur sig sama sagan, Blá-
fellið liggur utan á Hafþór kom-
andi beint frá Reykjavík til þess
að dæla olíu Olíufélagsins þar um
Guðmundur Guðmundsson
„Það varðar alla, sem
þurfa á olíu að halda til
heimilisnota og atvinnu-
rekstrar að gætt sé hófs
í skefjalausri sam-
keppni olíufélag-
anna
borð, olíu sem er raunar af sömu
gerð og er á geymum olíusamlags-
ins við hafnarbakkann.
Það hefir mikið verið rætt um
það á hvern hátt unnt væri að
draga úr dreifingarkostnaði á olíu
hér á landi og hefir í því sambandi
verið með réttu gagnrýnt hið þre-
falda dreifikerfi olíufélaganna.
Þau vinnubrögð Olíufélagsins
hf. sem hér hafa verið tekin til
umræðu bera þess ekki vott að það
fyrirtæki hafi hug á að haga starf-
semi sinni á þann hátt er verða
mætti til lækkunar dreifingar-
kostnaðar á olíuvörum.
Hinsvegar gefur þetta tilefni til
þess að ætla að álagning á olíuvör-
ur sé það rífleg að seljendur geti
leyft sér að bruðla með fjármuni
að eigin geðþótta gagnstætt hags-
munum þeirra, sem verða að
kaupa þessa nauðsynjavöru. Það
varðar alla, sem þurfa á olíu að
halda til heimilisnota og atvinnu-
rekstrar að gætt sé hófs í skefja-
lausri samkeppni olíufélaganna,
því það eru kaupendurnir í land-
inu, sem greiða fyrir óráðsíuna
hjá innflutningsfyrirtækjunum.
(iuðmundur (luðmundsson er (or-
niaður Útyegsmannafélags Vest-
fjarða.
Skólaritvélar
Léttbyggð og áreiðanleg
ritvél sem þolir mikið
vinnuálag og ferðalög.
Verð kr. 11.500.-stgr.
Olympia Reporter
skóla-, ferða og heimilisritvél
með leiðréttingarbúnaði.
Leitið nánari upplýsinga
um aðrar gerðir
KJARAIM
ARMULI 22 - REYKJAVÍK - SlMI 83022
SO°'°
0 se^
00
\Á°